Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 ✝ Eiríkur RúnarHermannsson fæddist í Reykja- vík 15. október 1948. Hann lést á háskólasjúkrahús- inu í Osló laugar- daginn 8. mars 2014. Foreldrar hans voru Hermann Bæringsson vél- stjóri, f. 2. desem- ber 1908 í Keflavík við Látra- bjarg, d. 22. febrúar 1988, og Ragna Eiríksdóttir, húsfreyja, f. 13. ágúst 1917 í Vorsabæ á Skeiðum, d. 3. desember 1998. Bræður Eiríks eru Sigursteinn Sævar Hermannsson vélstjóri, f. 16. Júní 1939, kvæntur Önnu Þórarinsdóttur, og Jó- hann Bragi Hermansson stýri- maður, f. 7. maí 1941, d. 28. september 2005, kvæntur Guð- rúnu Ingadóttur. Eiríkur gift- ist Helgu Erlendsdóttur lista- konu, f. 14. janúar 1948, d. 23. mars 2009, en þau slitu sam- f. 25. október 1966. Stjúpdæt- ur Rögnu eru Rakel Inga, Sofia Elsie og Heba Guðrún Guðmundsdætur. Seinni kona Eiríks er Colleen Ann Her- mannsson, en þau slitu sam- vistum 1995. Sambýliskona Ei- ríks frá 2000 er Ragnheiður Grétarsdóttir listakona, fædd 7. september 1948. Sonur hennar er Jóhannes K. Péturs- son, f. 1974. Börn hans eru Sveina Ísabel, f. 1999, Emil Örn, f. 2002 og Ýmir Kári, f. 2007. Eiríkur lauk vélstjóraprófi frá Vélskóla Íslands árið 1974. Hann var til sjós á aflamestu skipum landsins til ársins 1981 en þá flutti hann til Ameríku. Þar bjó hann til ársins 1996 og vann hann við hin ýmsu störf. Hann var hægri hönd dr. Ann Wigmore á heilsuhæl- unum í Boston og Portó Ríkó. Hann lauk prófi úr Florida school of Massage árið 1990. Hann gaf út bókina Krafta- verk hveitigrassins árið 2010. Eiríkur var til sjós frá árinu 2011 í Noregi. Útför Eiríks Rúnars verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 20. mars 2014, og hefst athöfnin klukk- an 15. vistum árið 1978. Börn Eiríks og Helgu eru 1) Er- lendur, lögfræð- ingur, matreiðslu- meistari og leik- ari, f. 22. febrúar 1970. Eiginkona hans er Fjóla Ein- arsdóttir, stjórn- mála- og þróunar- fræðingur, f. 25. janúar 1978. Börn þeirra eru Óðinn Páll, f. 7. febrúar 1994, Andrea Líf, f. 5. janúar 1999, og Eiríkur Sæ- berg, f. 15. mars 2014. 2) Ragna, framhaldsskólakenn- ari, f. 4. september 1974. Eig- inmaður hennar var Sveinn Bjarki Sigurðsson lögreglu- maður, f. 1970, d. 9. mars 2010. Börn þeirra eru Alex- ander Freyr, f. 8. nóvember 1994, Sólveig Embla, f. 27. júní 2003, og Ásta Eir, f. 4. júlí 2006. Sambýlismaður Rögnu er Guðmundur Ingi Sigurvinsson málarameistari, Elsku pabbi minn fór frá okk- ur allt of snemma. Eftir situr söknuður og margar fallegar og litríkar minningar um bjartan mann. Hann var frábær pabbi og alltaf til staðar fyrir okkur Ella. Þó hann ætti heima í útlöndum vorum við alltaf í huga hans. Allt- af fann maður hversu heitt hann elskaði okkur og hann var óspar að segja mér það. Ég verð eilíflega þakklát fyrir allt sem hann kenndi mér og börnunum mínum og eru stelp- urnar mínar farnar að segja „mamma þú verður að halda áfram að borða grænu súpuna hans afa, hann var svo glaður með það“. Já, það hafa allir lært af þér, elsku pabbi minn. Guð geymi þig í faðmi sínum og í minningum okkar. Þín, Ragna. Ég tel mig mjög lánsaman mann að hafa kynnst Eiríki. Gleymi aldrei þegar ég kom fyrst á Laugarnesveginn. Þar var mik- ið að gerast, eldhúsið eins og í Edengarði, já það var sannar- lega líf á þeim bænum. Eiríkur var sá atorkumesti maður sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni. Það var alltaf mikil gleði þegar hann kom í heimsókn til okkar Rögnu. Þá var gjarnan mikið skrafað um öll heimsins mál, og margar skemmtisögur sagðar. Hann sagði mér oft hve heitt hann elskaði börnin sín. Ég fór nokkr- ar ferðir með honum á Norður- ljósunum og fannst mikið til þess koma hvað hann var röskur og úrræðagóður. Þar fór maður sem í lífinu hafði stigið margar öld- urnar, og alltaf var hann í góðu skapi. Sjómaður af Guðs náð. Þú fórst alltof fljótt frá okkur, en verður þó alltaf í huga mér kæri, tengdapabbi. Jákvæðnin og kæt- in og horfðir alltaf fram á veginn og fékkst alla til að brosa. Út- geislunin var einstök. Guð blessi minningu þína. Þinn, Guðmundur Ingi. Þegar við fengum fréttir af því að þú frændi góður værir farinn yfir móðuna miklu ætluðum við ekki að trúa okkar eigin eyrum, við hittum þig nokkrum dögum fyrr og töluðum um það hvað þú litir nú svakalega vel út. Þú ætl- aðir að koma og heimsækja okk- ur þegar þú kæmir til baka frá Noregi en það verður víst ekki úr þessu þannig að slepptu því bara. Minningar um þig eiga eftir að lifa um aldur og ævi í okkar fjöl- skyldu af nógu af skemmtilegum sögum og viðburðum er hægt að taka af þinni ævi og eflaust hefði verið hægt að skrifa áhugaverða ævisögu sem hefði fengið fólk ýmist til að brosa eða svelgjast á svo miklar voru andstæðurnar í þínu lífi. Mín fyrsta minning um þig er þegar þú og pabbi komuð ofan af Arnarvatnsheiði með fullt af sil- ungi í mikilli tunnu sem þið höfð- uð fyllt, mér fannst mikið til koma þessa ógurlega veiðimanns sem hafði farið með pabba mín- um því ég vissi þó að ungur væri að ekki hefði kallinn hann faðir minn sett saman veiðistöng og því hlytir þú að hafa séð um að sækja björg í bú. Seinna heyrði ég um svaðilfarir ykkar en þær sögur verður ekki sagðar hér. Ég fór svo ásamt fleirum í nokkra veiðitúra með þér og þeir eru all- ir mjög minnisstæðir enda fórst þú aldrei troðnar slóðir, nestið þitt var ekki það sama og okkar, nei, þú varst með einhvern græn- an djús sem þú hafðir búið til úr jurtum sem þú hafðir auðvitað ræktað sjálfur og hvar annars staðar en í eldhúsinu heima hjá þér þar sem varla varð þverfótað grænmeti sem þú varst að rækta. Þetta var þín ástríða á síðustu árum en orkan sem þú varst með var helmingi meiri en hjá okkur öllum hinum í veiðinni til samans og teygaðir þú aðeins þennan galdramjöð. Auðvitað varst þú heldur ekki með neinar venjulegar græjur með þér og einn af okkur sem þekkti þig ekki mætti þér á litlu torfæruhjóli með hokkíhjálm á höfði, í veiðivöðlum og með veiði- stöngina reyrða yfir bakið, hann sagði við okkur að hann hefði mætt furðulegasta manni sem hann hefði nokkurn tímann séð í veiði áður en fannst þetta svo furðulegt að hann hélt jafnvel að hann hefði séð ofsjónir. Við sögð- um honum að þetta væri bara Rúnar frændi og hann væri líka með stærsta tjald sem við hefð- um séð og í því væri þriggja sæta sófasett, stofuborð og loftljós með fjarstýringu svo hann gæti slökkt á því þegar hann væri kominn ofan í pokann! Já, það var sannarlega líf í kringum þig en við eigum ekkert nema góðar og skemmtilegar minningar um þig, frændi, og megir þú hvíla í friði. Elsku Raggý, Elli, Ragna og fjölskyld- ur, megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk á þessum erf- iðu stundum. Hermann og Berglind. Okkur langar að minnast Ei- ríks Rúnars Hermannssonar, frænda og félaga, sem verður til moldar borinn í dag. Eiríkur Rúnar var mikill æv- intýramaður sem fór óhefð- bundnar leiðir í lífinu. Hann var vélfræðingur á fengsælum skip- um en sigldi ungur á vit ævintýra til Afríku og endaði svo í Am- eríku til margra ára. Þar fékkst hann við ýmislegt, t.d. sjó- mennsku, smíðar og bílasölu áð- ur en hann féll fyrir hveitigras- inu og visku Ann Wigmore. Eiríkur vann sem hægri hönd hennar í nokkur ár og rak heilsu- hæli fyrir hana bæði í Portó Ríkó og Boston þar til hann skilaði sér aftur til landsins. Þegar heim kom ræktaði hann áfram sitt eigið fæði og miðlaði þekkingu sinni áfram til þeirra sem höfðu áhuga bæði með bóka- útgáfu og góðri vefsíðu. Að eðlisfari var Eiríkur Rúnar mjög lífsglaður maður, talaði mikið og það var aldrei lognmolla í kringum hann. Hann sagði sög- ur á skemmtilegan hátt og þá gjarnan með öllum líkamanum. Við eigum eftir að sakna heim- sókna Eiríks Rúnars sem voru alltaf líflegar, lifandi opinskárra samræðna sem einkenndust af ævintýrasögum af honum sjálf- um og öðru sem átti huga hans þá stundina. Í mörg ár kom Eiríkur ásamt Raggý á aðfangadag til okkar með orkudrykkinn góða sem hann taldi nauðsynlegan fyrir okkur yfir jólin. Drykkurinn sem hann gerði sjálfur úr byggi kom í góðar þarfir, en félagsskapurinn var samt dýrmætari. Það var mikið lán fyrir Eirík Rúnar að kynnast sinni góðu konu, henni Raggý og áttu þau mörg góð ár saman. Við sendum Raggý, Ella og Rögnu okkar innilegustu samúðarkveðjur og minnumst litríks og góðs manns. Ragna og Pálmar. Á kveðjustund langar mig að minnast Rúnars frænda míns með nokkrum orðum. Fyrstu minningar mínar um hann eru frá því við vorum saman í sveit á Vorsabæ á Skeiðum. Hann var nokkrum árum eldri en ég og því einn af „stóru strákunum“ sem við þeir litlu litum mjög upp til. Þar var oft glatt á hjalla og við höfðum nóg fyrir stafni, ef ekki við bústörfin þá í leik og þá eink- um á kvöldin. Það var alltaf í skemmtilegt að vera nálægt Rúnari. Hann var gamansamur en hrekklaus og snemma fór að bera á þeim galsahúmor sem ein- kenndi hann alla tíð. Þegar ég var um tvítugt fór ég að hafa áhuga á heilsusamlegu mataræði og las mér mikið til í þeim fræðum. Minnist ég þess að Ragna móðir Rúnars var sú eina í stórfjölskyldunni sem deildi þessum áhuga með mér. Síðar fékk Rúnar mikinn áhuga á þessu sviði og varð sérfræðingur í því sem kallað er lifandi fæði. Átti þessi lífsstíll hug hans all- an og það var aðdáunarvert hversu haglega hann kom grasa- ræktinni fyrir á heimilinu. Hann hélt úti heimasíðunni Livingfood- .is og árið 2010 gaf hann út bók- ina Kraftaverk hveitigrassins. Mér þykir vænt um að hann skuli hafa boðið mér í útgáfuhóf- ið, þar sem að sjálfsögðu var að- eins boðið upp á hráfæði. Það var ánægjulegt að sjá hversu frændi var stoltur af þessu góða fram- taki sínu. Við Rúnar vorum búsettir á sama tíma í Bandaríkjunum. Þegar ég fór í atvinnuviðtal til Rhode Island naut ég gestrisni hans og sambýliskonu hans sem þar voru búsett. Tveimur árum síðar heimsóttum við fjölskyldan þau til Flórída, þar sem Rúnar var í námi. Elstu börnin okkar voru þá fimm og níu ára og kunnu þau vel að meta að geta verið á ströndinni á hverjum degi. Þegar ég varð fimmtugur færði Rúnar okkur innrammaða myndaseríu frá þessum ljúfu dögum. Þar má sjá hann sólbrún- an og sællegan leika sér við frændsystkini sín í öldum Atl- antshafsins og má vart á milli sjá hvert þeirra skemmti sér best. Við kveðjum hann með miklum söknuði. Kæru Raggý, Elli, Ragna og fjölskyldur. Það er skammt stórra högga á milli hjá ykkur. Við fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og megi góður Guð veita ykk- ur öllum styrk í sorginni. Þórður Þórkelsson. Ég hef ekki þekkt Eirík lengi, bara 5-6 ár, en það voru eftir- minnileg ár. Við kynntumst í hráfæðisveislum og smám saman tókst með okkur vinátta. Hann talaði oft um spírusafa, hveitig- rassafa, græðlinga, Ann Wig- more og ýmislegt sem var mér framandi þá. Mér fannst hann hafa eitthvað til síns máls án þess að gera mér grein fyrir því þá hvað í því fælist, en sem betur fer gekk ég á lagið og fór að spyrja hann út í þetta. Ekki stóð á viðbrögðum hans. Hann var alltaf mjög örlátur á tíma sinn og gaf mér góð ráð, þrátt fyrir að ég væri sífellt að hringja í hann þeg- ar ég var að byrja með ræktun. Svo lánaði hann mér verkfæri og sög til að smíða ramma sem ég hef notað síðan þá við plöntun á fræjum. Þar að auki gaf hann mér ýmsa hluti sem eru kannski ekki dýrir, en samt ómetanlegt að hafa við spírun fræja og plöntun. Þetta hafðist með góðum leið- beiningum frá honum og um miðjan febrúar 2010 fór ég af stað með ræktun og er enn að. Oft heimsótti ég þau Ragnheiði á Laugarnesveginum og alltaf var tekið vel á móti mér. Þar hafði ég á tilfinningunni að ég sæti við fótskör meistar- ans. Okkur var ekkert mannlegt óviðkomandi en við ræddum oft um lífsstíl með lifandi fæðu, Eiríkur Rúnar Hermannsson HINSTA KVEÐJA Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Eiríkur. Takk fyr- ir árin okkar. Þín, Ragnheiður Grétarsdóttir (Raggý). ✝ SigurðurRagnar Guð- brandsson fæddist hinn 22. október 1923 á Dröngum á Skógarströnd. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 10. mars 2014. Foreldrar hans voru Friðbjörg Eyjólfsdóttir hús- freyja, f. 14. desember 1898, d. 11. október 1992, og Guð- brandur Gíslason bóndi, f. 28. janúar 1892, d. 31. október 1975. Sigurður var næstelstur sjö systkina en tvíburabróðir hans lést í fæðingu, upp komust auk Sigurðar; Gísli, f. 1922, Ólafur, f. 1925, Albert, f. 1926, Eyjólfur, f. 1931, og Áslaug, f. 1934. Gísli og Albert eru látnir. Hann ólst upp á Kambsnesi í Laxárdal í Dalasýslu fram að þrjá syni og eitt barnabarn. Sig- ríður, f. 1962, maki Helgi Gísli Eyjólfsson þau eiga þrjár dæt- ur. Erna, f. 1964, hún á tvö börn og Guðbrandur, f. 1969, hann á tvö börn. Sigurður vann hjá vél- smiðjunni Héðni í Reykjavík frá 1950 til 1960 en þá hóf hann störf hjá Íslenskum aðalverk- tökum á Keflavíkurflugvelli og var þar til ársins 1993 sem verkstjóri í blikksmíðadeild Að- alverktaka. Fyrstu fjórtán árin bjuggu þau hjónin í Reykjavík og árið 1964 fluttu þau til Keflavíkur og bjuggu til ársins 2012 á Aðalgötu 19 þar í bæ alla tíð, þar til þau fluttu sumarið 2012 í öryggisíbúð fyrir eldri borgara á Njarðarvöllum 6 í Reykjanesbæ. Á yngri árum söng Sigurður með Breiðfirð- ingakórnum í Reykjavík en á eldri árum tók hann þátt í því starfi sem Púttklúbbur Suður- nesja stóð fyrir. Sigurður Ragn- ar dvaldi á Sjúkrahúsi Suður- nesja frá því í október sl. og þar til hann lést. Hann verður jarðsettur frá Keflavíkurkirkju í dag, 20. mars 2014, og hefst athöfnin klukkan 13. tvítugu og fór þá til náms til Reykjavík- ur í blikksmíði og útskrifaðist þaðan 1950. Hann kvænt- ist 28. október 1950 Sigríði Einars- dóttur, f. 10. febr- úar 1929, en for- eldrar hennar voru Ragnhildur Jóns- dóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1893, d. 1. maí 1961 og Einar Tómasson kolakaupmaður, f. 18. febrúar 1893, d. 12. september 1966 og er hún ein ellefu barna þeirra hjóna. Sigurður og Sigríður eignuðust fimm dætur og einn son og þau eru; Björg, f. 1950, maki Jan Erik Larsson. Hún á þrjú börn og tvö barnabörn. Ragnhildur, f. 1952, maki Jónas Ragnarsson og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn en eitt er látið. Ásta, f. 1957, hún á Elsku pabbi minn, ég kveð þig með söknuði en í hjarta mínu geymi ég allar þær góðu og ljúfu stundir sem við áttum saman. Það er gott að geta yljað sér við minningar um þær á þessum dögum þegar söknuður- inn er mikill. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir. ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta Þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Þín dóttir. Björg. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Tengdafaðir minn Sigurður Ragnar Guðbrandsson, hefur kvatt þessa jarðvist. Siggi, eins og hann var jafnan kallaður, var meira en tengda- pabbi minn, hann var vinur minn. Ég hef verið í hans fjöl- skyldu í 45 ár, og hann og Sigga tengdamamma hafa reynst mér eins og bestu foreldrar frá fyrstu tíð. Siggi ólst upp á Kambsnesi í Dalasýslu og var mikill Dala- maður og oft kallaður Dalakútur af okkur heimilisfólkinu. Hann ólst upp við mikla fátækt eins og margir af hans kynslóð og sagði mér eitt sinn að gúmmístígvélin hefðu verið eitt mesta framfara- spor sem hann kynntist í æsku, að þurfa ekki lengur að vera blautur í fætur alla daga. Siggi varð mjög veikur sem ungur maður og lá í marga mánuði á sjúkrahúsi og eftir að heilsu var náð fór hann jafnan vel með sig og bar virðingu fyrir heilsu sinni. Siggi var mjög vel lesinn maður og mikill kvæðamaður og þegar við ræddum saman um líf- ið og tilveruna þá svaraði hann jafnan í bundnu máli. Siggi flan- aði ekki að neinum ákvörðunum og gaf sér góðan tíma í allar ákvörðunartökur og var alltaf mjög orðvar um menn og mál- efni og lét ekki neitt frá sér sem gæti meitt fólk eða skaðað mál- efni sem til umræðu voru hverju sinni. Hann og Sigga eignuðust sex börn sem komust öll vel til manns og sá hann vel fyrir sínu fólki alla tíð. Þau heiðurshjón bjuggu lengst af á Aðalgötu 19 í Keflavík, í gömlu timburhúsi sem þurfti dálítið viðhald og oft unnum við saman að því og var hann kominn vel yfir áttrætt þegar við tókum síðustu törn á því húsi og lét hann ekkert stoppa sig í því að fara í vinnu- sloppinn sinn og aðstoða mig eftir bestu getu. Hann kenndi mér margt þar á meðal að kunna að meta það sem maður hefur og vera sáttur við menn og málefni þó að mað- ur sé ekki alltaf sammála því sem til umræðu er hverju sinni. Siggi var fyrirhyggjusamur og fullkomlega sáttur við lífið, hann var búinn að ganga frá öllum sínum málum áður en hann kvaddi þessa jarðvist selja húsið sitt og koma sér og Siggu sinni fyrir á Nesvöllum þar sem hún mun lifa í sátt og samlyndi við alla, eins og hennar er von og vísa. Ég kveð vammlausan sómamann með söknuði og virð- ingu og bið honum Guðs bless- unar. Jónas Ragnarsson. Sigurður Ragnar Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.