Morgunblaðið - 20.03.2014, Side 30

Morgunblaðið - 20.03.2014, Side 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Það var miklu meira áfall þegar konan varð fertug,“ sagðiKjartan Jónsson, flugmaður hjá Icelandair, léttur í bragðiþegar hann var spurður hvernig það legðist í hann að ná 40 ára aldri. En ætlar hann að halda upp á afmælið? „Já, við ætlum að fara til Phuket í Taílandi í tilefni afmælisins,“ sagði Kjartan. Standa einhver afmæli upp úr í minningunni? „Það er helst 25 ára afmælið því þá hélt ég stærsta afmælis- partíið,“ sagði Kjartan. „Ég og æskuvinur minn héldum upp á af- mælin okkar í Þórscafé og buðum fjölda fólks. Það mættu margir og var virkilega gaman.“ Auk flugmennskunnar var Kjartan framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna í fimm ár og sinnir enn ákveðnum verk- efnum fyrir stéttarfélagið. Þá rekur hann eigin útgáfu- og vefþjón- ustu sem annast m.a. tímaritið Flugið, ársrit Skotveiðifélags Íslands, tímarit Landssambands eldri borgara auk fleiri rita. En hvernig eru atvinnuhorfur flugmanna? „Ég er búinn að vera það lengi að ég er í ágætum málum,“ sagði Kjartan. „Það er gríðarlega mikill uppgangur í fluginu og þetta lít- ur vel út til framtíðar litið. Það er ekki spurning. Nú er maður far- inn að telja niður að komast í vinstra sætið (flugstjórasætið). Það styttist í það.“ gudni@mbl.is Kjartan Jónsson flugmaður 40 ára 40 ára Kjartan Jónsson, flugmaður og útgefandi, segir að mikill upp- gangur sé í fluginu og framtíð þess er björt að hans mati. Eftirminnilegt afmæli í Þórscafé Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Heimir Rafn fæddist 19. maí kl. 12.33. Hann vó 17 merkur og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Sylvía Norðfjörð Sigurðardóttir og Baldur Heimisson. Nýir borgarar Reykjavík Rakel María fæddist 21. maí. Hún vó 3.104 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Edda Sig- rún Svavarsdóttir og Ragnar Þór Ragnarsson. B aldur Ómar Frederik- sen, Bóbó, fæddist í Reykjavík 20.3. 1954: „Ég fæddist heima á Hringbraut 91. Þaðan var stutt að hlaupa niður Kapla- skjólsveginn, framhjá Kamp Knox og út í KR þar sem maður ól manninn frá fimm ára aldri. Þá var 5. flokkur yngsti aldursflokkurinn og ég byrjaði að æfa knattspyrnu fyrir alvöru hjá Gunnari Jónssyni þjálfara ári síðar. Það var stór stund. Gunni var einn af þessum traustu KR-ingum sem gerðu allt fyrir sitt félag, afi Brynjars Björns Gunnars- sonar. Gunni var sölumaður hjá Natan & Olsen en var alltaf mættur út í KR eftir vinnu að þjálfa. Ásóknin í að æfa með þessum yngsta flokki KR var svo mikil að Gunni hafði fullskipuð A-, B- og C-lið sem kepptu í opinber- um mótum, en hafði auk þess á að skipa D-, E- og F-liðum sem urðu að láta sér lynda æfingaleiki. Þeir sem valdir voru í A-, B- og C-lið í 5. flokki voru því menn með mönnum. Yngri flokkar KR í ýmsum íþrótta- Baldur Ómar Frederiksen verktaki – 60 ára Systkinin Frá vinstri: Alfreð Aage, Erla Margrét, Birgir Adolf, Hanna Sjöfn og sá yngsti, afmælisbarnið. Bóbó styður Stórveldið Brugðið á leik Afmælisbarnið með unnnustu sinni, Erlu Waltersdóttur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is www.gengurvel.is PROSTAMINUS ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN P R E N T U N .IS PROSTAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða Pissar þú oft á nóttunni? Er bunan orðin kraftlítil? Tíð þvaglát trufluðu vinnuna og svefninn Halldór R.Magnússon, eigandi HM-flutninga ehf, vinnur við alhliða vörudreifingu og flutningsþjónustu og keyrir því bíl stóran hluta vinnudagsins. „Þvagbunan var farin að slappast og ég þurfti oft að pissa á næturnar. Á daginn var orðið afar þreytandi að þurfa sífellt að fara á klósettið og svo þegar maður loksins komst á klósettið þá kom lítið sem ekkert!“ segir Halldór „Ég tek eina töflu ámorgnana og aðra á kvöldin og finn að ég þarf sjaldnar að pissa á næturnar. Bunan er orðinn miklu betri og klósettferðirnar á daginn eru færri og áhrifaríkari,“ Halldór Rúnar Magnússon - eigandi HM flutninga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.