Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 34

Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 34
AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það var átakanlegt að horfa aftur á myndskeiðið fræga þar sem Guð- mundur Páll Ólafason heitinn, nátt- úrufræðingur og rithöfundur, reif út úr meistaraverki sínu, Hálendinu, hverja síðuna eftir aðra, þar sem svæðin sem myndirnar sýndu höfðu verið eyðilögð eða til stóð að fórna þeim vegna virkjunarframkvæmda og línulagna. Það var ekki eina slá- andi myndefnið á baráttutónleik- unum „Stopp – Gætum garðsins!“ í Eldborg á þriðjudagskvöldið. Sýnd var gömul og áður óþekkt kvikmynd Eðvarðs Sigurgeirssonar um ferð í Kringilsárrana, sem nú er farinn undir Hálslón. Svo las Halldór Lax- ness fyrir gesti úr frægri Morg- unblaðsgrein, um hernaðinn gegn landinu og eina manninn á fundi um Þjórsárver í útlöndum sem taldi ekki ástæðu til að vernda þau; fulltrúa Ís- lands. Baráttuhugur var í gestum sem troðfylltu húsið og kröfðust þess að miðhálendi landsins yrði verndað og gert að þjóðgarði. „Það er engin rík- isstjórn sem á þetta land, það er fólkið sem á landið,“ sagði hin unga söngkona Samaris, Jófríður Áka- dóttir. Sprakk út Þetta var sannkölluð tónlistar- veisla, í þrjá og hálfan tíma. Átta hljómsveitir tróðu upp og lék hver frá tveimur upp í fimm lög. Og byrj- að var með hvelli, það sem ljósin beindust að einum forsvarsmanni viðburðarins, Björk sjálfri, og hún hóf að syngja lag sitt „Joga“, vel studd samstilltum stúlknakórnum Graduale Nobili, og á bak við þær var varpað á skjáinn myndbandinu við lagið, þar sem íslensk náttúra opnast sprelllifandi og skín niður í kviku. Þar var tónninn listilega sleg- inn. Eftir að Björk og kórinn höfðu flutt tvö lög til, afar vel, var komið að hljómsveit með heiti sem hæfði til- efninu, Highlands, og síðan banda- rísku söngkonunni Patti Smith. Fyrri tvö lögin flutti hún við undir- leik Eyþórs Gunnarssonar, í seinni tveimur bættist Guðmundur Pét- ursson í hópinn, og það verður að segjast eins og er, og nota orð sem ber að fara sparlega með, að þessir menn eru snillingar. Flutningur þeirra þriggja var stórkostlegur. Fyrst söng Smith lag sitt „Pissing in a River“ en kynnti síðan lag sem hún flytti fyrir vin sinn, Lou Reed. Skömmu áður en hann lést í fyrra rifjaði hann upp með henni augna- blik þegar hann var í Reykjavík á menningarnótt og mannfjöldinn fór að syngja lag hans „Perfect Day“ – það hreyfði við honum. Að því sögðu hófu þau Eyþór að flytja þetta fræga lag, með slíkum tilfinningahita að sá tónleikagestur sem ekki táraðist hefur verið vandfundinn. Síðan bættist Guðmundur í hópinn og ríf- andi gítar hans kryddaði frægasta lag Smith, „Because the Night“, og loks „People Have the Power“. Og áfram hélt fjörið: Of Monsters and Men fluttu tvö af þekktustu lög- um sínum, í hófstilltum útgáfum; Mammút hreif marga; ungmennin í Samaris stóðu sig vel í rafheimum; og svo birtist hin vinsæla sænska Lykke Li ásamt hljómsveit, öll svartklædd og gáfu vinnu sína til styrktar málefninu eins og hinir. Li og félagar fluttu fimm lög og öll áheyrileg, angurvær og seiðandi. Retro Stefson var síðust á svið og gleðin jókst með hoppi og uppljóm- uðum farsímum um allan sal. Í loka- laginu sprakk allt út, það var Beastie Boys-lagið „Sabotage“; á tjaldinu sást landinu umbylt við Kárahnjúka og pákur voru barðar og listamenn- irnir hoppuðu um sviðið eins og óðir, með Björk, stúlknakórinn og leik- stjórann Darren Aronofsky á öðrum vængnum. Og 35 milljónir króna söfnuðust fyrir náttúruverndar- samtökin. Sungið um fullkominn dag og spellvirki  Tónlistarveisla ólíkra listamanna á baráttutónleikum Tryllingur Kynnirinn Andri Snær Magnason, leikstjórinn Darren Aronofsky og Björk Guðmundsdóttir dönsuðu ásamt öðrum flyjendum kvöldins villt við flutning Retro Stefson á Beastie Boys-laginu Sabotage. Angurvær Lengi hefur verið reynt að fá söngstjörnuna sænsku Lykke Li til landsins, ásamt hljómsveit. Þegar hún loksins kom, þá hreif hún gesti. 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 21 stundvíslega hefjast í menning- arhúsinu Mengi, Óðinsgötu 2, tón- leikar Steindórs Grétars Kristins- sonar raftónlistarmanns, í sam- starfi við listakonuna Lilju Birgis- dóttur og sviðs- og búninga- hönnuðinn Eleni Podara. Listafólkið hyggst bjóða gestum í forvitnilegt ferðalag „út á rúmsjó þar sem hið óþekkta verður sam- tvinnað hinu kunnuga í óendanlegu rými, og óhlutbundin hljóð og óraf- mögnuð ljóð sameinast í einni alls- herjar tón- og myndupplifun“. Steindór Grétar er raftónskáld og meðlimur raftónlistarbandsins Einóma. Í samstarfi hans við Lilju og Eleni Podara blandast lifandi raftónlist rödd og sjónrænum þátt- um sem lauslega eru byggðir á verkinu Vertical on Flow eftir Steindór og Vessel orchestra eftir Lilju. Margir minnast þess sem setningaratriðis Listahátíðar í Reykjavíkurhöfn í vor sem leið þar sem skipsflautur ómuðu yfir mið- borginni. Lilja segir að þetta verði ekki hefðbundnir tónleikar heldur „alls- herjar tónlistarupplifun þar sem öll skynjun verður virkjuð“. Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir Tónlistarupplifun Listafólkið Steindór G. Kristinsson og Lilja Birgisdóttir. Óhlutbundin hljóð og órafmögnuð ljóð sameinast í tónlistaruppákomu í Mengi www.norræna.is Sími 570 8600 Skemmtisiglingar með Norwegian Cruise Line Alaska 21. ágúst verð frá kr. 360.000 Barcelona og Miðjarðarhafið 29. ágúst verð frá 275.000 Feneyjar og Barcelona 13. september verð frá kr. 360.000 Panama og Los Angeles 31. október verð frá kr. 424.000 Karabískahafið og Orlando 14. nóvember verð frá kr. 288.000 Íslensk fararstjórn www.norræna.is sími 570 8600 Valið besta skipafélag í Evrópu síðustu sex ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.