Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Fjölmiðlar í Washington DC fjalla afar lofsamlega um sýningu leikara Þjóðleikhússins á Harmsögu, leik- riti Mikaels Torfasonar í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Harmsaga var valin til sýningar á viðamikilli leiklistarhátíð, World Stages, en á hana voru valin 22 verk frá 19 löndum. Elma Stefanía Ágústsdóttir og Snorri Engilberts- son flytja verkið á ensku í lista- miðstöðinni Kennedy Center. Það var sýnt í Kassanum í Þjóðleikhús- inu hér heima og fjallar um hjóna- band sem endar með morði. Rýnir miðilsins DC Metro Thea- ter Arts hrífst af sýningunni og gef- ur henni fjóra og hálfa af fimm stjörnum. Hann segir verkið vera ögrandi, ástríðufullt og öfgakennt, en engu að síður takist höfundinum að skapa venjulega persónur, sem eru mannlegar og áhorfandinn get- ur tengst. Þá fá leikararnir mikið hrós. Rýnir stórblaðsins The Wash- ington Post er einnig ánægður með uppsetninguna á Harmsögu og seg- ir persónur sveiflast milli öfga- fulltra tilfinninga. Eflaust sé erfitt að leika þessi átakamiklu hlutverk og það geti verið erfitt að fylgjast með átökunum, en leikararnir fylgi vel hörkulegum stíl höfundarins. Harmsaga Elma Stefanía Ágústsdóttir og Snorri Engilbertsson í hlutverkunum. Harmsögu hrósað í Washington DC Í fyrra felldi áfrýjunarréttur í Bandaríkjunum umtalaðan dóm sem var að mestu myndlistarmann- inum Pichard Prince í hag, eftir að ljósmyndarinn Patrick Cariou hafði kært listamanninn fyrir að nota í óleyfi um þrjátíu ljósmyndir sem Cariou tók af rastaförum. Áð- ur hafði undirréttur dæmt ljós- myndaranum í hag. Prince breytti myndunum talsvert, sýndi síðan og seldi sem sín listaverk, dýrum dómum. Fyrir milljónir dala. Dómurinn vakti athygli enda þótti mörgum skapandi listamönn- um, í ýmsum greinum, boðið upp á að verkum þeirra væri breytt og merking þeirra bjöguð, án þess að þeir hefðu nokkuð um það að segja. Málið veltist árum saman fyrir dómstólum, áður en fyrrnefndur dómur féll, en nú er greint frá því í The New York Times að ljósmynd- arinn og listamaðurinn hafi náð sáttum. Prince er þekktur fyrir verk sem byggjast á myndefni úr auglýs- ingum og tímaritum, og hann hélt því fram að hann mætti nota áður birt myndefni því not hans væru sambærileg við tilvísanir í efnið eða not eins og í kennsluefni, sem eru leyfð. Áfrýjunardómstóllinn taldi að í 25 verkum af 30 hefði Prince mátt notfæra sér verk Carious til eigin sköpunar, því fagurfræði hans væri allt önnur en í upphaflegri nálgun. Ekki er greint frá efni sáttarinnar. Breytt Hluti einnar ljósmyndar Patricks Carious, til vinstri, og útgáfa mynd- listarmannsins Richards Prince, til hægri. Prince breytti myndinni í óleyfi. Sátt í umtöluðu máli listamanna Óperan Ragn- heiður eftir Gunnar Þórðar- son og Friðrik Erlingsson, sem sýnd hefur verið í Eldborg í Hörpu, er best sótta íslenska óperan frá upp- hafi, skv. til- kynningu frá Ís- lensku óperunni. Bára Ólafsdóttir og Elías Andri Karlsson hlutu í fyrradag óvæntan glaðning í miða- sölu Hörpu, blómvönd og tvo boðs- miða á óperuna, en þau voru þar stödd til að kaupa miða á óperuna sem reyndist vera miði númer 10.000. Íslenskt óperuverk hefur ekki fyrr notið slíkra vinsælda og er haft eftir Stefáni Baldurssyni óp- erustjóra í tilkynningu að hann hafi ekki búist við slíkum vinsældum. „Við erum búin að selja upp á sjö sýningar og búið að opna fyrir þá áttundu, föstudaginn 28. mars. En vegna kringumstæðna í húsinu er erfitt að bæta við fleiri sýningum,“ segir Stefán m.a. Óperan hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Steinunn Þórhallsdóttir, kynning- arstjóri sýningarinnar, segir að verið sé að vinna að fjármögnun á upptöku á hljómdiski með verkinu. Þóra Einarsdóttir syngur hlutverk Ragnheiðar í óperunni. Vinsælasta íslenska óperan Þóra Einarsdóttir Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Aðeins 2.150 kr. á mann Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 EGILSHÖLLÁLFABAKKA POMPEII KL.5:40-8-10:20 300:RISEOFANEMPIRE3D KL.5:40-8-10:20 300:RISEOFANEMPIREVIP KL.8-10:20 SAVINGMR.BANKS KL.8-10:40 NONSTOP KL.5:40-8-10:20 WINTER’STALE KL.10:20 HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2D KL.8 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á POMPEII KL.8 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.8-10:20 NONSTOP KL.10:30 KEFLAVÍK AKUREYRI POMPEII KL.8 300:RISEOFANEMPIRE3DKL.8-10:20 NONSTOP KL.10:20 GAMLINGINN KL.5:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 POMPEII KL.5:40-8-10:20 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.10:30 NONSTOP KL.10:40 GAMLINGINN KL.5:30-8 12YEARSASLAVE KL. 5:20 -8 POMPEII KL.5:40-8-10:20 300:RISEOFANEMPIRE3DKL.5:40-8-10:20 NONSTOP KL.8-10:20 GAMLINGINN KL.5:40 HR.PÍBODYOGSÉRMANN ÍSLTAL2DKL.5:50 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.10:20 SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI Í 2D OG 3D SÝNDMEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D OG 3D FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VARIETY  ENTERTAINMENT WEEKLY  FRÁ FRAMLEIÐANDANUM ZACK SNYDER, LEIKSTJÓRA 300 OG MAN OF STEEL NEW YORK MAGAZINE  “SKEMMTILEGRI EN NOKKRARHAMFARIRÆTTU AÐVERA“ SKYLMINGAÞRÆLAR, FORBOÐIN ÁST OGNÁTTÚRUHAMFARIR Í EINNU FLOTTUSTU MYND ÞESSA ÁRS 12 12 12 12 L ÍSL TAL 16 ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND MEÐ KEVIN COSTNER OG HINUM ÍSLENSKA TÓMASI LEMARQUIS FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR TAKEN -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE BAG MAN Sýnd kl. 10:25 3 DAYS TO KILL Sýnd kl. 8 - 10:20 HR.PÍBODY & SÉRMANN 2D Sýnd kl. 6 THE MONUMENTS MEN Sýnd kl. 10:10 RIDE ALONG Sýnd kl. 6 - 8 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.