Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014
FLUGFARÞEGAR FÁ VSK
AFÖLLUMGLERAUGUM
SÍMI 527 1515 GÖNGUGÖTU
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Samkvæmt upplýsingum frá Credit-
info voru 27.438 einstaklingar í al-
varlegum vanskilum við fjármála- og
innheimtustofnanir í byrjun þessa
mánaðar. Þetta eru nærri 9% Íslend-
inga 18 ára og eldri. Fjöldinn er svip-
aður og verið hefur frá áramótum en
síðan í júlí í fyrra hefur orðið fækkun
um 3,2%, en þá voru 28.334 manns í
alvarlegum vanskilum.
Eftir hrunið í október 2008 varð
mikil fjölgun á vanskilaskránni.
Fram að því höfðu frá ársbyrjun
2006 verið 15-16 þúsund manns í al-
varlegum vanskilum og fjöldinn
haldist nær óbreyttur á þeim tíma.
Frá hruni varð þróunin nokkuð jöfn
upp á við þar til júlí 2013, að hún tók
að færast niður. Hafði einstaklingum
í alvarlegum vanskilum þá fjölgað
um rúm 70% frá hruni.
Alvarleg vanskil varða í flestum
tilvikum kröfur sem eru komnar í
milli- og löginnheimtu og mörg
þeirra hafa fengið afgreiðslu dóm-
stóla og sýslumannsembætta.
68% með fjárnám án árangurs
Brynja Baldursdóttir, forstöðu-
maður viðskiptastýringar og þróun-
ar hjá Creditinfo, segir litlar breyt-
ingar hafa í raun orðið á vanskil-
unum síðustu vikur og mánuði.
Erfitt sé að fullyrða hvað valdi lítils-
háttar fækkun síðan um mitt síðasta
ár. Hluti skýringarinnar geti verið sá
að eftir fjögur ár á vanskilaskrá
fyrnist kröfurnar og fólk fari út af
skránni. Sömuleiðis geti einhverjir
hafa náð að greiða upp sínar kröfur
og verið teknir af vanskilaskrá.
Brynja bendir jafnframt á að af
ríflega 27 þúsund einstaklingum á
vanskilaskrá séu 68% með árangurs-
laust fjárnám, eða um 18.600 manns.
„Síðustu mánuði höfum við vissu-
lega tekið eftir færri skráningum en
þetta er ekki langt tímabil og varla
marktækt enn sem komið er,“ segir
hún.
Hvort fyrirhugaðar skuldaleið-
réttingar eigi eftir að hafa áhrif á
vanskilaskrána segir Brynja að það
eigi eftir að koma í ljós síðar meir.
Vanskilin eru af ýmsum toga,
hvort sem það er vegna fasteigna-
lána, bílalána eða neyslulána. Brynja
segir Creditinfo ekki birta skiptingu
á hvaðan skráningar um vanskil
koma en aðspurð staðfestir hún að
smálánin svonefndu valdi fólki einn-
ig vandræðum.
Mest vanskil á Suðurnesjum
Skipt eftir kyni, aldri, búsetu og
fjölskylduformi segir Brynja litlar
breytingar hafa orðið á vanskila-
skránni. Karlar í alvarlegum vanskil-
um eru mun fleiri en konur, eða um
17.500 á móti 9.800 konum. Flestir
eru í vanskilum á aldrinum 30-59
ára, eða um 19 þúsund manns, 3.240
á aldrinum 60-79 ára og 125 einstak-
lingar 80 ára og eldri eru í alvar-
legum vanskilum.
Af einstökum landsvæðum eru al-
varleg vanskil hlutfallslega mest á
Suðurnesjum, eða um 17% af íbúum
þess svæðis. Skipt eftir fjölskyldu-
formi eru vanskilin mest hjá ein-
stæðum foreldrum.
Fjöldi fólks í vanskilum samkvæmt gögnum Creditinfo Um 9% Íslendinga 18 ára og eldri Náði
hámarki í júlí 2013 Þá hafði orðið 70% aukning frá hruni Áhrif skuldaleiðréttingar enn óljós
27.438 í alvarlegum vanskilum
Alvarleg vanskil
einstaklinga
Heimild: Creditinfo
Janúar 2013 Apríl 2014
27.248
28.334
(júlí 2013)
27.438
Tveir af vinsælustu og virtustu tónlistarmönnum
landsins, Björgvin Halldórsson og Bubbi Morth-
ens, héldu sameiginlega tónleika í Eldborgar-
salnum í Hörpu í gærkvöldi. Þótt þeir hafi stund-
um eldað grátt silfur saman segjast þeir hafa
ákveðið að slíðra sverðin og ganga til leiks í sam-
eiginlegri ást sinni á tónlistinni. Þeir sungu lög
hvor annars og eigin lög á milli þess sem þeir
sungu saman vel valdar dægurperlur.
Kampakátir kóngar tveir: Bubbi og Bó
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bubbi Morthens og Björgvin Halldórsson saman með tónleika í Hörpu í gærkvöldi
Verð á páskaeggjum hefur hækkað
frá því í fyrra í öllum verslunum nema
Iceland sem lækkað hefur verð á
flestum eggjum. Hækkunin er í ein-
stöku tilvikum allt að 28% að því er
fram kemur í könnun verðlagseftirlits
ASÍ.
Verð á páskaeggjum var kannað
31. mars í ár og borið saman við verð-
ið 20. mars í fyrra.
Mesta hækkunin reyndist vera á
Freyju ríseggi nr. 9 sem hækkaði um
28% hjá Fjarðarkaupum og 23% hjá
Hagkaupum en minnst hjá Nettó og
Iceland eða um 3-4%. Nóa Síríus
páskaegg nr. 5 hefur hækkað um 4 til
21%, mest hjá Nettó um 21%, um 17%
hjá Krónunni og Fjarðarkaupum um
16%. Einnig eru dæmi um verðlækk-
un. Þannig vekur ASÍ athygli á því að
Góu lakkrís páskaegg nr. 4 hafi lækk-
að í verði um 20%.
„Þessar breytingar koma mér á
óvart,“ segir Kristján Geir Gunnars-
son, framkvæmdastjóri markaðs- og
sölusviðs hjá Nóa Síríusi. Hann segir
Nóa hafa orðið að hækka verð á fram-
leiðsluvörum sínum um áramót, eins
og þá hafi komið fram. Ekki hafi orðið
aðrar breytingar á verði. Hann bend-
ir jafnframt á að erfitt geti verið að
bera saman verð milli ára þar sem
breytingar hafi orðið á framleiðslu-
vörum.
Kristján segist engu ráða um út-
söluverð páskaeggja úr verslunum.
„Reynslan sýnir að útsöluverð á
páskaeggjum sveiflast alltaf mikið.
Samkeppni er á milli verslana og menn
fylgjast hver með öðrum,“ segir hann.
Allt að 28% verðhækkun á
páskaeggjum á milli ára
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Páskaegg Framundan er tími
súkkulaðis og málshátta.
Dýrari egg í
flestum verslunum
Vatni verður
hleypt á Nesja-
vallaæð árdegis í
dag til að athuga
hvort hún flytur
heita vatnið eðli-
lega til höf-
uðborgarinnar
eða hvort skýr-
ingar fást á því
hvað varð til þess
að æðin lokaðist í
fyrrakvöld.
Nesjavallaæð er meginflutn-
ingsæð heits vatns til höfuðborg-
arsvæðisins. Hún liggur frá Nesja-
vallavirkjun. Rennsli féll skyndilega
úr um 1.100 lítrum á sekúndu í 200
lítra og í gærmorgun var alveg lokað
fyrir lögnina á meðan leitað var að
leka eða öðrum bilunum. Til að vega
upp á móti var framleiðsla á heitu
vatni í Hellisheiðarvirkjun og á lág-
hitasvæðunum í Mosfellsbæ, Laug-
arnesi og Elliðaárdal aukin. Tókst að
halda vatnsbúskapnum í jafnvægi.
Athuganir í gær sýndu að lögnin
lekur ekki. Leit að bilun beinist nú
að því að athuga hvort stífla, til
dæmis vegna lofttappa, hafi mynd-
ast. Leit verður haldið áfram með
því að vatni verður hleypt á lögnina
árdegis í dag.
Bilunar
enn leitað
Lögn Bilunar var
leitað í gær.
Prófað að hleypa
vatni á Nesjavallaæð