Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014 FLUGFARÞEGAR FÁ VSK AFÖLLUMGLERAUGUM SÍMI 527 1515 GÖNGUGÖTU Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt upplýsingum frá Credit- info voru 27.438 einstaklingar í al- varlegum vanskilum við fjármála- og innheimtustofnanir í byrjun þessa mánaðar. Þetta eru nærri 9% Íslend- inga 18 ára og eldri. Fjöldinn er svip- aður og verið hefur frá áramótum en síðan í júlí í fyrra hefur orðið fækkun um 3,2%, en þá voru 28.334 manns í alvarlegum vanskilum. Eftir hrunið í október 2008 varð mikil fjölgun á vanskilaskránni. Fram að því höfðu frá ársbyrjun 2006 verið 15-16 þúsund manns í al- varlegum vanskilum og fjöldinn haldist nær óbreyttur á þeim tíma. Frá hruni varð þróunin nokkuð jöfn upp á við þar til júlí 2013, að hún tók að færast niður. Hafði einstaklingum í alvarlegum vanskilum þá fjölgað um rúm 70% frá hruni. Alvarleg vanskil varða í flestum tilvikum kröfur sem eru komnar í milli- og löginnheimtu og mörg þeirra hafa fengið afgreiðslu dóm- stóla og sýslumannsembætta. 68% með fjárnám án árangurs Brynja Baldursdóttir, forstöðu- maður viðskiptastýringar og þróun- ar hjá Creditinfo, segir litlar breyt- ingar hafa í raun orðið á vanskil- unum síðustu vikur og mánuði. Erfitt sé að fullyrða hvað valdi lítils- háttar fækkun síðan um mitt síðasta ár. Hluti skýringarinnar geti verið sá að eftir fjögur ár á vanskilaskrá fyrnist kröfurnar og fólk fari út af skránni. Sömuleiðis geti einhverjir hafa náð að greiða upp sínar kröfur og verið teknir af vanskilaskrá. Brynja bendir jafnframt á að af ríflega 27 þúsund einstaklingum á vanskilaskrá séu 68% með árangurs- laust fjárnám, eða um 18.600 manns. „Síðustu mánuði höfum við vissu- lega tekið eftir færri skráningum en þetta er ekki langt tímabil og varla marktækt enn sem komið er,“ segir hún. Hvort fyrirhugaðar skuldaleið- réttingar eigi eftir að hafa áhrif á vanskilaskrána segir Brynja að það eigi eftir að koma í ljós síðar meir. Vanskilin eru af ýmsum toga, hvort sem það er vegna fasteigna- lána, bílalána eða neyslulána. Brynja segir Creditinfo ekki birta skiptingu á hvaðan skráningar um vanskil koma en aðspurð staðfestir hún að smálánin svonefndu valdi fólki einn- ig vandræðum. Mest vanskil á Suðurnesjum Skipt eftir kyni, aldri, búsetu og fjölskylduformi segir Brynja litlar breytingar hafa orðið á vanskila- skránni. Karlar í alvarlegum vanskil- um eru mun fleiri en konur, eða um 17.500 á móti 9.800 konum. Flestir eru í vanskilum á aldrinum 30-59 ára, eða um 19 þúsund manns, 3.240 á aldrinum 60-79 ára og 125 einstak- lingar 80 ára og eldri eru í alvar- legum vanskilum. Af einstökum landsvæðum eru al- varleg vanskil hlutfallslega mest á Suðurnesjum, eða um 17% af íbúum þess svæðis. Skipt eftir fjölskyldu- formi eru vanskilin mest hjá ein- stæðum foreldrum.  Fjöldi fólks í vanskilum samkvæmt gögnum Creditinfo  Um 9% Íslendinga 18 ára og eldri  Náði hámarki í júlí 2013  Þá hafði orðið 70% aukning frá hruni  Áhrif skuldaleiðréttingar enn óljós 27.438 í alvarlegum vanskilum Alvarleg vanskil einstaklinga Heimild: Creditinfo Janúar 2013 Apríl 2014 27.248 28.334 (júlí 2013) 27.438 Tveir af vinsælustu og virtustu tónlistarmönnum landsins, Björgvin Halldórsson og Bubbi Morth- ens, héldu sameiginlega tónleika í Eldborgar- salnum í Hörpu í gærkvöldi. Þótt þeir hafi stund- um eldað grátt silfur saman segjast þeir hafa ákveðið að slíðra sverðin og ganga til leiks í sam- eiginlegri ást sinni á tónlistinni. Þeir sungu lög hvor annars og eigin lög á milli þess sem þeir sungu saman vel valdar dægurperlur. Kampakátir kóngar tveir: Bubbi og Bó Morgunblaðið/Árni Sæberg Bubbi Morthens og Björgvin Halldórsson saman með tónleika í Hörpu í gærkvöldi Verð á páskaeggjum hefur hækkað frá því í fyrra í öllum verslunum nema Iceland sem lækkað hefur verð á flestum eggjum. Hækkunin er í ein- stöku tilvikum allt að 28% að því er fram kemur í könnun verðlagseftirlits ASÍ. Verð á páskaeggjum var kannað 31. mars í ár og borið saman við verð- ið 20. mars í fyrra. Mesta hækkunin reyndist vera á Freyju ríseggi nr. 9 sem hækkaði um 28% hjá Fjarðarkaupum og 23% hjá Hagkaupum en minnst hjá Nettó og Iceland eða um 3-4%. Nóa Síríus páskaegg nr. 5 hefur hækkað um 4 til 21%, mest hjá Nettó um 21%, um 17% hjá Krónunni og Fjarðarkaupum um 16%. Einnig eru dæmi um verðlækk- un. Þannig vekur ASÍ athygli á því að Góu lakkrís páskaegg nr. 4 hafi lækk- að í verði um 20%. „Þessar breytingar koma mér á óvart,“ segir Kristján Geir Gunnars- son, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríusi. Hann segir Nóa hafa orðið að hækka verð á fram- leiðsluvörum sínum um áramót, eins og þá hafi komið fram. Ekki hafi orðið aðrar breytingar á verði. Hann bend- ir jafnframt á að erfitt geti verið að bera saman verð milli ára þar sem breytingar hafi orðið á framleiðslu- vörum. Kristján segist engu ráða um út- söluverð páskaeggja úr verslunum. „Reynslan sýnir að útsöluverð á páskaeggjum sveiflast alltaf mikið. Samkeppni er á milli verslana og menn fylgjast hver með öðrum,“ segir hann. Allt að 28% verðhækkun á páskaeggjum á milli ára Morgunblaðið/Styrmir Kári Páskaegg Framundan er tími súkkulaðis og málshátta.  Dýrari egg í flestum verslunum Vatni verður hleypt á Nesja- vallaæð árdegis í dag til að athuga hvort hún flytur heita vatnið eðli- lega til höf- uðborgarinnar eða hvort skýr- ingar fást á því hvað varð til þess að æðin lokaðist í fyrrakvöld. Nesjavallaæð er meginflutn- ingsæð heits vatns til höfuðborg- arsvæðisins. Hún liggur frá Nesja- vallavirkjun. Rennsli féll skyndilega úr um 1.100 lítrum á sekúndu í 200 lítra og í gærmorgun var alveg lokað fyrir lögnina á meðan leitað var að leka eða öðrum bilunum. Til að vega upp á móti var framleiðsla á heitu vatni í Hellisheiðarvirkjun og á lág- hitasvæðunum í Mosfellsbæ, Laug- arnesi og Elliðaárdal aukin. Tókst að halda vatnsbúskapnum í jafnvægi. Athuganir í gær sýndu að lögnin lekur ekki. Leit að bilun beinist nú að því að athuga hvort stífla, til dæmis vegna lofttappa, hafi mynd- ast. Leit verður haldið áfram með því að vatni verður hleypt á lögnina árdegis í dag. Bilunar enn leitað Lögn Bilunar var leitað í gær.  Prófað að hleypa vatni á Nesjavallaæð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.