Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014 Þingmaðurinn Björt Ólafsdóttir spurði forsætisráð- herra í fyrir- spurnartíma fyrir nokkru um ábatann af hvalveiðum okkar. Hún benti á nýleg viðbrögð Bandaríkja- forseta við hval- veiðum okkar. Björt fékk meðal annars það svar að við ættum ekki að láta eina mestu hvalveiðiþjóð heimsins segja okkur að við mættum ekki veiða hval. Á yfirborðinu er þetta rökrétt svar, en hér er ekki allt sem sýnist fremur en endranær. Íslenska hugtakið hvalur nær for- takslaust yfir ættbálkinn Cetacea sem samanstendur af skíðishvölum (t.d. steypireyður og langreyður) og tannhvölum (t.d. höfrungar og hnís- ur). Enska hugtakið whale getur náð yfir ættbálkinn Ceatcea, en oftast eru þó tannhvalir (Odontoceti) und- anskildir og aðeins átt við skíðishvali (Mysticeti). Þegar Obama og aðrir Banda- ríkjamenn tala um hvali eiga þeir við skíðishvali, þessa sem við veiðum og gerum að í Hvalfirði og styrinn stendur um. Þegar forsætisráðherra segir að Bandaríkjamenn séu ein mesta hvalveiðiþjóð heims á hann hugsanlega við að tannhvalir flækist í netum fiskimanna, en Bandaríkja- menn kalla slík dýr yfirleitt ekki hvali. Veiðar Bandaríkjamanna á skíðishvölum takmarkast við nokkra tugi hvala og er sú veiði í sátt við stjórnun Alþjóðahvalveiðiráðsins á veiðum frumbyggja. Málið snýst heldur ekki um það hvort einhver tiltekinn hvalastofn þoli tak- markaðar veiðar eða ekki. Staðreyndin er sú að stóru skíðishval- irnir eru orðnir eins konar tákn fyrir villt og frjáls dýr, og hafa þannig svipaða stöðu og til að mynda kóa- labirnir. Það er ekki auðgert fyrir smáþjóð að halda því fram að afgang- urinn af heiminum hafi rangt fyrir sér og sé illa að sér í dýrafræði. Það skilar sennilega engu nema pirringi að bjóða stórþjóðunum upp á nám- skeið í flokkunarfræði hvala. Ef heimurinn, fyrir utan okkur velur sér á morgun grágæs sem tákn fyrir villt dýr og bannar veiðar á þeim fugli, þá er vafamál að það hefði góð áhrif að benda á að nóg sé til af þess- ari gæs, við séum í fullum rétti að veiða hana og að aðrar þjóðir, sem veiddu heiðagæs í stórum stíl, hefðu ekki efni á því að segja mikið. Trú- lega er skynsamlegast að hætta bara þessum hvalveiðum (þó að við vitum að allir hinir séu asnar!), og hætta líka að liggja fyrir grágæsinni ef kallið kemur. Vorkveðjur. Að veiða eða ekki veiða – Það er verkurinn Eftir Ólaf Halldórsson Ólafur Halldórsson » Það er ekki auðgert fyrir smáþjóð að halda því fram að af- gangurinn af heiminum hafi rangt fyrir sér og sé illa að sér í dýrafræði Höfundur er líffræðingur. Á haustmánuðum síðasta árs lét Inn- heimtustofnun sveitar- félaga gera könnun á fjölda meðlagsgreið- enda á vanskilaskrá. Niðurstöður könn- unarinnar sýna að 47% meðlagsgreiðenda og 53% einstæðra með- lagsgreiðenda eru á vanskilaskrá auk þess sem 24% þjóðfélags- hópsins eru þar vegna inn- heimtuaðgerða Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Ljóst má vera að ýmislegt hefur gengið á áður en einstaklingur fer á vanskilaskrá og er óhætt að gera ráð fyrir að fjárhagslegir og fé- lagslegir hagir þeirra sem svo er ástatt um séu alla jafna alvarlegir. Þessar tölur sýna að miklar líkur eru á að feður missi aleigu sína eftir skilnað, nema þeir séu hátekju- menn. Eru það skilaboðin sem jafn- réttissinnar vilja koma á framfæri við ungdóminn; að yfirgnæfandi lík- ur séu á að þeir karlar sem ekki bera af í atvinnulífinu missi aleigu sína eftir skilnað? Almenningur hlýtur einnig að hnjóta um þá stað- reynd að næstum fjórðungur þjóð- félagshópsins er á vanskilaskrá vegna ágangs stjórnvalda. Í reynd situr helmingur meðlags- greiðenda eftir með þá vondu val- kosti að lenda í vanskilum við fjár- málastofnanir eða Innheimtustofnun sveitarfélaga. Hvort er hagstæðara? Ástæða er til að vekja athygli á að úrræði um- boðsmanns skuldara geta veitt með- lagsgreiðendum skjól þegar kemur að kröfum fjármálastofnana, en því miður er því ekki að heilsa með kröfur Innheimtu- stofnunar. Inn- heimtustofnun styðst ekki við nokkur op- inber viðmið um hverj- ir fá ívilnanir og þykir samtökunum að ger- ræði ráði ríkjum, ekki síst í ljósi þeirrar meg- inreglu að meðlags- kröfur fyrnast ekki fyrr en eftir andlát. Taka ber einnig tillit til þess að innheimtu- harka stjórnast af pró- sentuviðmiðum af inn- heimtum frekar en af félagslegum aðstæðum meðlagsgreiðenda. Ef tekið er tillit til heimilda Inn- heimtustofnunar til að ganga að eig- um og útborguðum launum með- lagsgreiðenda, sem jaðra við alræði, verður helmingur meðlagsgreiðenda að spyrja sig um hver mánaðamót, hvort ekki sé hagstæðrara að stofna til vanskila við lánastofnanir fremur en Innheimtustofnun. Að framansögðu má ljóst vera að erfitt er að veita meðlagsgreið- endum í skuldavanda ráðgjöf. Taka verður tillit til freklegra heimilda Innheimtustofnunar og þess skjóls sem umboðsmaður skuldara veitir gagnvart kröfum fjármálastofnana. Einnig verður að taka tillit til ákvæðis gjaldþrotalaga, sem endur- skoða á um næstu áramót, sem ger- ir gjaldþrota meðlagsgreiðendum kleift að afskrifa skuldir við Inn- heimtustofnun þegar tvö ár eru liðin frá skiptalokum. Í mörgum tilfellum er um að ræða álitlegan kost fyrir meðlagsskuldara sem eru komnir í ósjálfbæra stöðu. Ástæða er til að benda meðlags- skuldurum á nýútgefið álit umboðs- manns Alþingis, sem segir að frá- dráttur meðlaga eða meðlagsskulda frá útborguðum launum sé stjórn- valdsákvörðun og lúti því máls- meðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.m.t. andmælareglu, tilkynn- ingaskyldu og meðalhófsreglu. Ef Innheimtustofnun virðir ekki þessar málsmeðferðarreglur er frádrátt- urinn ógildanlegur fyrir dómi. Úr tölum Tryggingastofnunar um skuldajöfnun barnalífeyris öryrkja upp í meðlagsgreiðslur má ráða, að um 8,6% meðlagsgreiðenda eru með fulla örorku og óvinnufær. Til sam- anburðar eru karlkyns öryrkjar frá aldrinum 16-39 ára aðeins um rífleg 1% Íslendinga. Hér hljóta allir þenkjandi menn og konur að nema staðar og spyrja sig hvort stjórn- sýslan og velferðarkerfið sé að sinna málefnum meðlagsgreiðenda sem skyldi. Eru þessar tölur tilviljun ein, eða hafa þær einhverja merkingu? Í ljósi alls þess fjölda meðlags- greiðenda sem búa við skerta starfs- orku er mikilvægt að nefna að Tryggingastofnun er óheimilt að skuldajafna barnalífeyri öryrkja ef um reglulega umgengni og sameig- inlega forsjá er að ræða. Ég segi það og skrifa, ef svipaðar tölur kæmu fram um nokkurn ann- an þjóðfélagshóp myndi allt fara á hliðina í opinberri umræðu sem og á hinu háa Alþingi. Ég á ekki von á að það gerist í þessu tilfelli. Allir valkostir vondir Eftir Gunnar Kristin Þórðarson »Ef áþekkar tölur birtust um nokkurn annan þjóðfélagshóp, myndu fjölmiðlar og stjórnmálaummræðan loga. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er formaður Samtaka meðlagsgreiðenda. Er með BA í guðfræði og er mastersnemi í opinberum stjórnsýslufræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.