Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014
STYKKISHÓLMUR
Einstakt tækifæri í ferðamannaþjónustu við Breiðafjörð!
Til sölu í Stykkishólmi 12 raðhús, (2x6) útleiguhús með
öllum búnaði, í fullum rekstri. Húsin eru mjög vel staðsett í
Stykkishólmi. Stykkishólmur er vaxandi ferðamannabær og
það gefur eigninni mikla möguleika til framtíðar.
Allar nánari upplýsingar gefur Sverrir Kristjánsson Löggiltur
fasteignasali í síma 896-4489 eða Sverrir@posthus.is
Það er ekki hægt að
bæta öllum Íslend-
ingum allt tap vegna
bankahrunsins sem
hér varð. Skuldsettir
hátekjumenn á höf-
uðborgarsvæðinu urðu
þó hávær þrýstihópur
eftir hrun og kröfðust
þess að „ríkið“, þ.e.
skattborgarar, myndi
greiða niður lán þeirra
þar sem eignarhlutur
þeirra í fasteignum hafði rýrnað. Þó
bankahrunið sé vissulega for-
dæmalaust, þá hafa afleiðingar
þess, rýrnun kaupmáttar launa og
lækkað fasteignaverð, margoft átt
sér stað á landsbyggðinni án þess að
nokkur hafi fengið bætur fyrir frá
ríkinu.
Framsóknarflokkurinn tók undir
kröfur þess efnis að ríkið greiddi
niður lán sumra heimila fyrir síð-
ustu kosningar og taldi almenningi
trú um að íslenska ríkið gæti gefið
hluta af þjóðinni peninga án þess að
það myndi kosta hinn hluta þjóð-
arinnar neitt. Staðreyndin er hins
vegar sú að allar bætur sem greidd-
ar eru úr ríkissjóði eru
á kostnað þeirra sem
ekki fá bæturnar.
Þetta var alþing-
ismönnum ljóst þegar
umræða um desem-
beruppbót atvinnu-
lausra átti sér stað fyr-
ir síðustu jól en virðist
þeim ekki jafn ljóst
þegar rætt er um bæt-
ur til heimila sem voru
með verðtryggð lán á
árunum 2008-2009.
Sumir alþingismenn
virðast telja að bætur
til hinna verst settu séu kostnaður
en bætur til hinna betur settu séu
efnahagsaðgerð!
Á meðfylgjandi mynd má sjá yf-
irlit yfir dreifingu eigna og skulda
eftir tekjum ársins 2012. Tekju-
hæstu hópar þjóðfélagsins eru með
hæstu íbúðalánin en einnig mestu
eignirnar. Tekjulægstu hópar þjóð-
félagsins eiga litlar eignir og skulda
einnig lítið. Fyrirætlun stjórnvalda
um að greiða niður verðtryggð lán
heimila með almannafé felur því í
raun í sér tilfærslu frá þeim tekju-
lægri til þeirra tekjuhærri og frá
þeim eignaminni til þeirra eigna-
meiri. Útreikningur verðbólgubót-
anna er kostnaðarsamur. Fyrir ut-
an beinan kostnað þá munu
verðbólgubæturnar auka verðbólgu
og veikja gengi krónunnar. Beinn
og óbeinn kostnaður við aðgerð-
irnar er því meiri en ágóði þeirra
sem greiða á verðbólgubætur.
Ég skora á þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins að sýna að þeir eru ekki
heybrækur sem láta Framsóknar-
flokkinn leiða sig út í aðgerð sem
hyglir þeim tekjuhærri og eigna-
meiri á kostnað almennings í land-
inu. Ég skora á alla þingmenn að
berjast gegn þessari óréttlátu og
óhagkvæmu aðgerð. Aðgerðin er
ekki almenn, aðgerðin mismunar og
misbýður þegnum þessa lands.
Verðbólgubætur hygla
tekjuháum og eignafólki
Eftir Oddgeir
Ágúst Ottesen » Staðreyndin
er hins vegar sú
að allar bætur sem
greiddar eru úr ríkis-
sjóði eru á kostnað
þeirra sem ekki
fá bæturnar.
Oddgeir Ágúst
Ottesen
Höfundur er varaþingmaður.
Dreifing eigna og skulda eftir tekjubilum
Meðalíbúðaskuldir Eigið fé að meðalt. Eigið fé í fasteign að meðalt.
40 ma. kr.
35 ma. kr.
30 ma. kr.
25 ma. kr.
20 ma. kr.
15 ma. kr.
10 ma. kr.
5 ma. kr.
0 ma. kr.
-5 ma. kr.
>10% 30-40% 60-70%10-20% 40-50% 70-80%20-30% 50-60% 80-90% 90-100%
0,
7
-0
,3 0,
9
1,
1
0,
8
1,
0 2,
0
1,
6 2,
0 2,
8
7,
5
6,
2
4,
0 5,
9
5,
1 5,
7
9,
0
7,6 7,
8
12
,3
9,
9 10
,7 1
4,
1
11
,8 13
,6
18
,5
15
,2 16
,2
38
,7
25
,2
Það er hagur allra
að ljúka aðild-
arviðræðunum við
Evrópusambandið.
Hörðustu andstæð-
ingar Evrópusam-
bandsaðildar stað-
hæfa í sífellu að það
sé ekkert til sem
heiti að „kíkja í
pakkann“, með aðild-
arviðræðum. Norð-
menn hafa þó í tvígang hafnað að-
ildarsamningi í
þjóðaratkvæðagreiðslu árin 1972
og 1994.
Andstæðingar Evrópusam-
bandsins segja að það sé ekki
hægt að bera þetta saman þar sem
aðildarferlið hafi gerbreyst eftir
að ríkin í Austur-Evrópu gengu í
sambandið. Þessi fullyrðing á ekki
við rök að styðjast þar sem mark-
miðið með aðildarviðræðum hefur
ávallt verið það sama. Það hefur
engin eðlisbreyting átt sér stað frá
því að sambandið byrjaði að taka á
móti nýjum aðildarríkjum. Kröf-
urnar sem Noregur þurfti að upp-
fylla sem umsóknarríki voru í
grundvallaratriðum þær sömu í
bæði skiptin. Aðildarviðræður hafa
í gegnum tíðina fyrst og fremst
snúist um að ganga úr skugga um
að aðildarríkið geti innleitt í lög-
gjöf sína og framkvæmt alla þá
löggjöf, reglur og stefnumið sem í
gildi eru hjá Evrópusambandinu.
Það er á hinn bóginn rétt að að-
ildarferlið hefur mótast og tekið
breytingum á þeim tveimur ára-
tugum sem liðnir eru frá því að
Noregur felldi aðildarsamninginn
árið 1994. Evrópusambandið hefur
þróast og nýir sáttmálar litið
dagsins ljós.
Íslensk stjórnsýsla og
samfélag mun hagnast
Eftir lok kalda stríðsins og fall
járntjaldsins sótti fjöldi ríkja, sem
voru talsvert frábrugð-
in þeim ríkjum sem áð-
ur höfðu gengið í Evr-
ópusambandið, um
aðild að því. Það var
flókið og kostn-
aðarsamt fyrir þessi
ríki að gera umfangs-
miklar breytingar á
stjórnsýslunni á
skömmum tíma og því
var ákveðið að veita
umsóknarríkjum
stuðning, bæði í formi
peningastyrkja og sérfræðiþekk-
ingar.
Þegar Ísland sótti formlega um
aðild árið 2009 kaus fyrrverandi
ríkisstjórn að nýta sér þann stuðn-
ing sem stóð umsóknarríkjum til
boða. Verkefnin voru valin með til-
liti til þess að þau nýttust óháð að-
ild og það kom skýrt fram af hálfu
sambandsins að ekki þyrfti að
endurgreiða styrkina ef ekki kæmi
til aðildar.
Íslensk stjórnsýsla og samfélag
mun hagnast á aðildarferlinu.
Ferlið sjálft og þátttaka stofnana í
margskonar verkefnum tengdum
viðræðunum mun efla getu þeirra
til að fást við krefjandi verkefni í
framtíðinni. Jafnframt myndu
landsbyggðinni, með aðkomu
sveitarfélaga, standa til boða um-
fangsmiklir styrkir til nýsköpunar
og atvinnuþróunar. Það er því
allra hagur að ljúka aðildar-
viðræðunum hvort sem samning-
urinn verður samþykktur eða hon-
um synjað af þjóðinni. Auk þess
fengi þjóðin loksins tækifæri til að
útkljá þetta pólitíska deilumál í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Allra hagur að ljúka
aðildarviðræðunum
við Evrópusambandið
Eftir Elvar Örn
Arason
Elvar Örn Arason
» Íslensk stjórnsýsla
og samfélag mun
hagnast á aðildar-
ferlinu.
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.