Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014 Vor í borg Það er vor í lofti, lóan komin, ferðafólkinu fjölgar og götur miðborgar Reykjavíkur fyllast af fólki með sín tæki og tól til að spjalla og taka myndir af öllu því fallega sem fyrir augu ber. Golli Nýverið var haft eft- ir fjármála- og efna- hagsráðherra í fréttum að líftími slitabúa föllnu bankanna væri ekki „endalaus“ og að ef nauðasamningum yrði ekki fljótlega lokið væri ekki annað að gera en að setja þau í gjaldþrot. Því til stuðnings var vísað til samanburðar frá Bandaríkjunum. Í tilefni þessara orða er rétt að fram komi, að grundvallarmunur er á slitameðferð fjármálafyrirtækja á Ís- landi og í Bandaríkjunum. Þar eru engar hömlur á sölu eigna og and- virði þeirra nánast greitt jafnharðan til kröfuhafa. Í Bandaríkjunum eru heldur engin höft á flæði fjármagns til og frá landinu. Slíkt hlýtur eðlilega að greiða fyrir því að slit fjármálafyr- irtækja geti gengið hraðar fyrir sig, þó fullyrða megi að slit slíkra fyr- irtækja taki almennt lengri tíma en 3-5 ár, sem er skammur tími þegar um fjármálafyrirtæki er að ræða. Slitastjórn Kaupþings hefur frá upphafi lagt á það ríka áherslu að ljúka slitameðferð Kaupþings á sem skemmstum tíma. Það er hins vegar ekki í höndum slitastjórnarinnar að ljúka slitameðferðinni einhliða að óbreyttum lögum. Aðkoma ráðherra tryggð Fjármálafyrirtækjum í slita- meðferð á Íslandi er óheimilt að greiða út almennar kröfur á meðan á slitameðferð stendur eftir lagabreyt- ingar sem gerðar voru árið 2011. Þá eru greiðslur til almennra kröfuhafa, hvort heldur er í tengslum við nauða- samning eða í kjölfar gjald- þrotaskipta, háðar samþykki Seðla- banka Íslands, að höfðu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra. Breytingar voru gerðar á lögum árið 2013 sem tryggja aðkomu ráðherra að þessu ferli, en ráðherra ber enn- fremur skylda til að kynna efnahags- leg áhrif slíkrar undanþágu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is. Það gefur því augaleið að afstaða Seðlabanka Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra mun ráða miklu um það hvernig og hvenær slita- meðferð Kaupþings lýkur. Í samræmi við ofan- greint óskaði slitastjórn Kaupþings eftir und- anþágu frá gjaldeyr- ishöftum í október árið 2012 til þess að skapa grundvöll fyrir því að unnt væri að leggja fram nauðasamning til kröfuhafa og með þeim hætti ljúka slita- meðferð Kaupþings. Seðlabanki Íslands hef- ur ekki svarað því erindi en und- anþága frá gjaldeyrishöftum er for- senda þess að hægt verði að leggja fram nauðasamning til kröfuhafa og ljúka þar með slitameðferð. Yfirlýstur samstarfsvilji „Orð eru til alls fyrst,“ segir máls- hátturinn. Mikilvægt er að þeir aðilar sem til málsins þekkja og að því þurfa að koma eigi greið samskipti og umræður um þau mikilvægu og flóknu álitaefni sem hér er um að ræða. Öðruvísi verða málin ekki leyst og erfitt er að sjá að það geti þjónað hagsmunum aðila að ræða ekki sam- an. Slitastjórn Kaupþings, sem er hlutlaus aðili skipaður af héraðsdómi og hefur það eina hlutverk að hafa umsjón með slitameðferð Kaupþings með jafnræði kröfuhafa að leiðarljósi, lýsir yfir eindregnum samstarfsvilja við að finna lausnir á þeim álitaefnum sem kunna að vera uppi varðandi uppgjör Kaupþings og önnur atriði sem því tengjast með það að mark- miði að ljúka slitameðferðinni á far- sælan hátt og á sem skemmstum tíma. Slitastjórn Kaupþings er og hefur ávallt verið reiðubúin til slíkra viðræðna við hlutaðeigandi stjórn- völd. Eftir Jóhannes R. Jóhannsson » Það er hins vegar ekki í höndum slitastjórnarinnar að ljúka slitameðferðinni einhliða að óbreyttum lögum. Jóhannes Rúnar Jóhannsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og situr í Slitastjórn Kaupþings. Slitameðferð Kaupþings „Samt veit ég ekkert hvort ég myndi greiða aðild að Evrópusam- bandinu atkvæði mitt. Það myndi ráðast fyrst og fremst af því hvort endanlegur samningur hefði í för með sér að íslensk alþýða myndi njóta arðsins af auð- lindum sínum í sjónum – íslensk alþýða, ekki bara sægreifarnir.“ Þetta sagði Illugi Jökulsson í ræðu á mótmælafundi á Austurvelli fyrir skömmu. Við Illugi unnum saman um skeið á Tímanum sáluga í gamla daga þegar verið var að reyna að fjarlægja hann Framsóknar- flokknum og búa til sjálfstætt blað. Sú tilraun mistókst auðvitað en var samt skemmtileg. Allar götur síðan hef ég haft dálæti á Illuga sem gáf- uðum og skemmtilegum penna og útvarpsmanni – þótt ég sé oftast ósammála honum um samfélagsmál. Líka núna. Þessar tvær málsgreinar – 45 orð – fela í sér landlægar meinlokur um tvö af helstu pólitísku álitamálunum í landinu: Evrópusambandið og ís- lenskan sjávarútveg. Ég ætla að fjalla hér stuttlega um þá sýn á sjáv- arútveginn sem birtist í þessum orð- um, en í framhjáhlaupi mætti nú kannski minna á þá augljósu sögu- legu staðreynd að Evrópusam- bandið var ekki stofnað til að tryggja það sem Illugi myndi senni- lega kalla félagslegt réttlæti heldur þvert á móti til að stuðla að vexti og viðgangi stórkapítalismans í Evr- ópu. Aðild að ESB myndi seint tryggja að „… íslensk alþýða myndi njóta arðsins af auðlindum sín- um …“. (Það er raunar séríslenskt furðufyrirbrigði að halda að Evr- ópusambandið sé eitthvað „til vinstri“ en andstaðan við það eitt- hvað „til hægri“. Af hverju halda menn að samtök atvinnurekenda séu víðast hvar hörðustu talsmenn Evrópusambandsins? Til að tryggja alþýðunni félagslegt réttlæti?) Þetta er þó ekki efni þessa greina- stúfs heldur sú miðborgarmeinloka - að það séu bara „sægreifar“ sem njóti arðsins af auðlindum í sjónum en ekki „íslensk alþýða“. Þessum málflutningi fylgja gjarnan þau hug- hrif, ef það er þá ekki sagt beinum orðum, að útgerðarmenn séu upp til hópa blóðugir arðræn- ingjar og samtök þeirra skipulagður bófaflokkur. Fyrir þann sem er alinn upp í námunda við allskonar útgerð og útgerðar- menn er þetta ótrúlega alhæfingasamur og yf- irborðslegur málflutn- ingur. Til að skýra mál- ið fylgir hér dæmisaga af fjölskylduútgerð í minni heimabyggð: Fyrir rétt um 16 ár- um tók fjölskyldan, sem gert hafði út einn bát um áratuga skeið, ákvörðun um að endurnýja bátinn og fjárfesta í nútímalegu fjölveiði- og frystiskipi. Þegar skrifað var undir samning um smíði skipsins 1998 áraði þokkalega í íslenskum sjávarútvegi og bjartsýni ríkjandi. Dollarinn sem var grundvöllur samningsins kostaði um 70 krónur. Þegar kom að því að leysa skipið út 2001 var dollarinn hins vegar í skammvinnum toppi á meira en 100 krónur vegna þess að gengi krón- unnar hafði verið „flotað“ um þetta leyti. Nú voru góð ráð dýr og stefndi í að ekki fengist fjármagn til að leysa út skipið. Bankar hlupu hræddir inn í skel sína og á end- anum veðsetti fjölskyldan eigur sín- ar og tók nýja eigendur með sér inn í útgerðina til að ná skipinu heim. Nú á fjölskyldan 52% í útgerðinni. Þrír bræður stýra henni – tveir á sjónum og einn í landi, Við tóku nokkur ár þar sem út- gerðin var í járnum og enginn öf- undaðist út í afkomuna. Útgerðin átti ekki mikinn kvóta í hefð- bundnum uppsjávartegundum, loðnu og síld, en sótti talsvert í kol- munna og seinna gulldeplu. Tíma- mót verða 2007 þegar útgerðin hóf, fyrst allra á Íslandi, veiðar á makríl í íslenskri lögsögu og árið eftir, 2008, ruddi útgerðin líka brautina með frystingu um borð til að hámarka aflaverðmætið. Útgerðin var sem sagt frumkvöðull í nýtingu makríls á Íslandsmiðum og hafði um margra ára skeið reynt að kveikja áhuga bæði stjórnvalda og Hafrann- sóknastofnunar á málinu. Sömuleið- is hafði ómældum tíma og fjár- munum verið varið í að þróa veiðar og vinnslu. Nú tala margir eins og makrílveiðarnar hafi dottið af himn- um ofan og enginn hafi áunnið sér meiri rétt til að stunda þær en aðrir. En því er ég að segja þessa sögu? Jú, hún lýsir í hnotskurn þeirri meinloku sem ég nefndi hér í byrj- un. Hér eru á ferðinni vinnusamir og útsjónarsamir útgerðarmenn, sem sjálfir eru sinnar gæfu smiðir, og duglegir sjómenn. Það hafa skipst á skin og skúrir. Stundum tap og stundum gróði. Síðustu árin hafa verið góð og þá rísa upp raddirnar – háværastar í miðborg Reykjavíkur – um að að „íslensk alþýða“ njóti ekki auðlinda sinna í sjónum bara „sæ- greifarnir“. Er þetta rétt? Höldum aðeins áfram með söguna af útgerð- inni í Eyjum: Aflaverðmæti í fyrra var rúmlega 2,6 milljarðar króna. Af því skiluðu sér tæpar 700 milljónir beint í skatta og opinber gjöld frá útgerð og áhöfn, eða meira en fjórða hver króna af því sem aflaðist. Þessi upp- hæð samsvarar því sem kostar ríkið að reka Þjóðminjasafnið og þjóð- garðinn á Þingvöllum. Þetta dugar líka til að reka Stofnun Árna Magn- ússonar og Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Þessi fjárhæð fer líka nærri því að dekka framlag rík- isins til Þjóðleikhússins. Bara veiði- gjaldið er 174 milljónir og það dugar til að reka Íslenska dansflokkinn og Hús skáldsins að Gljúfrasteini. Þessi samjöfnuður er tekinn við ýmsa þætti úr menningargeiranum því það er gjarnan þaðan sem hæstu hrópin heyrast um „arðrán“ útgerð- arinnar. Þetta er sem sagt beinn sam- félagslegur ávinningur af útgerð þessa eina báts og starfi 30 manna áhafnar hans í Vestmannaeyjum. Þá er ótalinn óbeinn ávinningur af ýmsu tagi og önnur afleidd störf sem þessi útgerð skapar í viðhaldi, veiðarfæragerð, uppskipun og svona mætti áfram telja. Hvernig er hægt að halda því fram af einhverju viti – að ekki sé nú talað um sanngirni – að engir nema „sægreifarnir“ njóti arðsins af auðlindinni? Eftir Pál Magnússon »Hvernig er hægt að halda því fram af einhverju viti – að ekki sé nú talað um sanngirni – að engir nema „sæ- greifarnir“ njóti arðsins af auðlindinni? Páll Magnússon Höfundur er fyrrverandi útvarpsstjóri. Saga af sjónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.