Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014
Nú sér fyrir endann
á kjaradeilu fram-
haldsskólakennara.
Með hverjum degi
verkfalls hafa erf-
iðleikar við að ljúka
skólaárinu aukist. Fyr-
ir rúmlega 40 árum hóf
ég kennslu við Mennta-
skólann í Reykjavík,
ung, feimin, hrædd en
stolt. Stolt yfir því að
mér skyldi trúað fyrir
kennslu við þessa virðulegu stofnun.
Á þessum 40 árum hefur margt
breyst. Kröfur til menntunar kenn-
ara hafa breyst með tilkomu kröfu
um kennsluréttindi á framhalds-
skólastigi. Kennsluárið hefur lengst.
Breyttum áherslum í kennslu og
námsefni hefur fylgt aukið eftirlit
með framgangi nemenda og verk-
efnaskil þeirra hafa aukist og þar
með heimavinna kennara. Allt hefur
vaxið og vonandi batnað nema kjör
kennara. Þetta er sannarlega ekki
fyrsta verkfallið sem ég lendi í og
mér virðast umræður fyrstu vikna
verkfalls kennara alltaf fara í um-
ræður um vinnutíma en ekki um
laun. Það er rétt eins og samn-
inganefnd ríkisins trúi því ekki að
við vinnum fyrir þeim launum sem
við höfum og enn síður fyrir þeirri
hækkun sem farið er fram á. Fólk á
förnum vegi hefur nefnt mér kenn-
ara sem „vinna hálfan daginn“ en at-
hugar ekki að mikill hluti vinnu okk-
ar er ekki sýnilegur vegfarendum.
Það er nú svo með ýmsar stéttir að
þar finnast einstaklingar sem stunda
illa sitt starf. Sem betur fer er það þó
undantekning og allt það unga fólk
sem ég hef starfað með stundar
kennsluna af miklum metnaði og
samviskusemi. Ástæðan fyrir þess-
um skrifum er einmitt þetta unga
fólk sem hefur menntað sig vel í sínu
fagi og síðan bætt við sig námi til
kennsluréttinda. Ég hef horft á eftir
nokkrum frábærum kennurum, sem
hafa horfið til þægilegri og betur
launaðra starfa, jafnvel hjá hinu op-
inbera, við annað en kennslu. Ég álít
að þar fari reynsla og menntun í súg-
inn. Vonandi verður ár-
angur þessarar kjara-
deilu til að stöðva þann
atgervisflótta.
Umræðan um stytt-
ingu náms til stúdents-
prófs á ekki erindi inn í
launadeilu. Í þeirri um-
ræðu þarf að líta á
menntakerfið í heild og
móta stefnu sem okkar
samfélagi hentar. Þeg-
ar nefnt er að víða geti
nemendur hafið há-
skólanám 18 eða 19 ára
verður mér hugsað til 14 ára dótt-
urdóttur minnar, sem nú stendur á
tímamótum í bresku menntakerfi.
Hún er góður og duglegur nemandi
og hefur því val. En það er erfitt að
þurfa að velja 14 ára hvort þú vilt
læra eitthvert erlent tungumál, sögu
eða landafræði eða hvort þessum
greinum verður bara sleppt og þá
auðvitað líka til þess ígildis stúdents-
prófs (A-level) sem tekið er í þremur
greinum við 18 ára aldur. Vonandi
býðst yngri systur hennar líka að
velja. Eða verður kerfið búið að velja
fyrir hana?
Ef hér á að stytta með hreinum
niðurskurði þarf að ákveða hvort það
er gert á breiddina eða dýptina. Ef
við fækkum námsgreinum, sem
nemendur stunda, þarf aukna náms-
ráðgjöf en ef skorið er á dýptina þarf
háskólastigið að bregðast við því í
einstökum greinum.
Í grunnskóla án aðgreiningar má
ef til vill nýta tíma einstakra nem-
enda betur en gert er í dag en ég
held að margir kennarar þar vinni
kraftaverk. Í stórum hópum nem-
enda eru einstaklingar með svo mis-
munandi þarfir að það er varla ein-
um kennara ætlandi að sinna þeim
öllum. En þá er ég komin að einu
sem einnig hefur breyst á mínum
kennsluferli og það er framkoma
nemenda. Í Morgunblaðinu 2. apríl
skrifar Linda Baldvinsdóttir grein
um skólamál og hvetur þar til ferskr-
ar hugsunar í skólakerfinu og ekki
skal ég hafa á móti að kennurum sé
gefinn kostur á að sinna ein-
staklingum betur en nú er gert. Hins
vegar finnst mér of langt gengið
þegar talin eru upp almenn uppeldis-
atriði eins og kurteisi, mannasiðir,
virðing fyrir sjálfum sér (og vonandi
öðrum) og hvernig maður verður
góður maki eða foreldri. Hvert er
orðið hlutverk foreldra eða afa og
ömmu ef þessar kröfur eru gerðar til
skólans eingöngu? Samfélagið allt
þarf að taka höndum saman um að
kenna ungu fólki mannasiði með for-
eldrana í broddi fylkingar. Það læra
börnin sem fyrir þeim er haft. Hvar
læra þau þá best að verða góðir for-
eldrar og makar? Svo geta kenn-
ararnir glímt við lestrarkennsluna ef
börnunum hefur verið kennt í heima-
húsi að það eigi að mæta tímanlega
og einbeita sér að náminu ef einhver
árangur á að nást. Mér finnst virð-
ingarleysi nemenda fyrir skóla og
námi hugsanlega hluti af skýringu á
lélegri útkomu í erlendum könn-
unum. Einnig mætti í ríkara mæli
benda nemendum á framhalds-
skólastigi á að öllum réttindum
fylgja skyldur. Þegar nemandinn
þiggur sæti í einhverjum skóla ber
honum skylda til að sinna náminu
eftir bestu getu. Það skuldar hann
því samfélagi sem býður honum
þessi forréttindi.
Það er gott til þess að vita að
virðulegur menntamálaráðherra, Ill-
ugi Gunnarsson, hugsar, að eigin
sögn, hlýtt til síns gamla skóla. Von-
andi stafar það af reynslu hans af
góðum undirbúningi til háskóla-
náms. Með kjarasamninga í höfn er
kominn tími til að menntamálaráð-
herra dýpki umræðu sina um stytt-
ingu náms til stúdentsprófs og lýsi
sýn sinni á menntakerfið í heild.
Hugleiðingar kennara
í verkfalli
Eftir Sigríði Hlíðar » Það er rétt eins
og samninganefnd
ríkisins trúi því ekki
að við vinnum fyrir
þeim launum sem við
höfum og enn síður
fyrir þeirri hækkun
sem farið er fram á.
Sigríður Hlíðar
Höfundur er stærðfræðikennari.
» Þurfti ekki
annað en
að segja við
Brussel:
„Gjörið svo
vel og opnið
pakkann!“
Ég les jafnaðarlega
pistla Kolbrúnar
Bergþórsdóttur og
hef gaman af at-
hugasemdum hennar,
þótt ég sé þeim ekki
alltaf sammála. Svo
fór fyrir mér á
fimmtudaginn. Þar
kallar hún tillögu rík-
isstjórnarinnar um að
slíta aðildarviðræð-
unum við Evrópusambandið „ótrú-
legan ruddaskap“. Þó liggur fyrir
að það er í samræmi við ályktanir
beggja stjórnarflokkanna fyrir
kosningar, en að vísu ekki í sam-
ræmi við skoðanir Kolbrúnar.
Nú liggur fyrir í dagbókar-
færslum Össurar Skarphéðinssonar
fyrir árið 2012 að hann vildi ekki
opna kaflann um sjávarútvegsmálin
vegna þeirra skilyrða, sem Evrópu-
sambandið setti, og
hann taldi með öllu
óaðgengileg, aðild-
arviðræðunum yrði sjálfhætt! Þetta
er rauði þráðurinn í dagbók-
arfærslum hans. Þetta þýðir á
mæltu máli, að það var á valdi Öss-
urar og aðalsamninganefndar hans
að leyfa íslensku þjóðinni að sjá
hvaða kostir voru í boði, þurfti ekki
annað en segja við Brussel: „Gjörið
svo vel og opnið pakkann!“
Eftir Halldór
Blöndal
Halldór Blöndal
Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Stutt athugasemd
við pistil Kolbrúnar
Bergþórsdóttur
Fimmtudaginn 27. mars síðastliðinn
var í morgunþætti Ríkisútvarpsins
viðtal við lærimeistara frá Háskólan-
um á Akureyri. Þar var meðal annars
rætt um hversu
miklum fjármun-
um væri réttlæt-
anlegt að eyða í
læknisþjónustu við
fólk sem orðið
væri sjötugt og
einnig hversu mik-
ið ætti að bæta við
skerðingu þjónust-
unnar þegar menn
væru komnir yfir áttrætt. Lærimeist-
arinn taldi að um þetta þyrfti að fara
fram umræða svo það lægi ljóst fyrir,
hvaða þjónustu ætti að veita.
Nokkuð ljóst er að þarna var verið
að tala um þjónustu við lægri stéttir
þjóðfélagsins, því embættismenn og
aðrir í efri stéttum hafa greiðan og
óskertan aðgang að heilbrigðisþjón-
ustu, óháð því hvað hún kostar. Það er
aftur á móti milljarða virði ef hægt
væri að losna við gamlingjana sem
fyrst eftir að þeir hafa lokið greiðslu í
lífeyrissjóði, fyrir áhyggjulaust ævi-
kvöld, því hálaunahítin hefur pláss
fyrir þessa peninga og þar eru menn
með hæfileika til að eyða þeim.
Það er spurning hvernig þeim eldri
borgurum sem hlustuðu á þetta, og
glíma við þunglyndi og kvíða, líði að
eiga von á því að einhverjir embætt-
ismenn taki ákvörðun um það hversu
lengi þeir fái að lifa? Bóndinn tekur jú
ákvörðun um það hvenær gamla roll-
an og hrúturinn verði slegin af og Hit-
ler hafði þá stefnu að útrýma öldr-
uðum, gyðingum og þroskaheftum,
eða gelda, þá þroskaheftu væru þeir
nothæfir til vinnu. Hitler átti marga
stuðningsmenn hér fyrir stríð og á
auðsjáanlega enn. Geldingarstefnan
var hér lengi í gildi og læknar fram-
kvæmdu hana án vitundar þess sem
geltur var. Slíkir læknar voru vel virt-
ir í þjóðfélaginu.
Það er afar dapurt að aukið mennt-
astig skuli auka á ómennskuna og
keyri þjóðfélagið áfram á einhliða
auðhyggju sem eys þjóðartekjunum í
um 20% þjóðarinnar. Alþingismenn
eiga að sjá um að réttlætinu sé fram-
fylgt, en er þeim kannski stjórnað af
20% hópnum?
Þeir sem komnir eru yfir áttrætt
tóku við þjóðfélaginu í styrjaldar-
ástandi og fjárnauð eftir hrunið 1929
en skiluðu því til þeirra er tóku við af
þeim, sem einni af ríkustu þjóðum
heims. Þeir tæmdu svo bankana og
skuldsettu þjóðina upp á þúsundir
milljarða. Það er engin furða þó slíkir
snillingar vilji ekki hafa kostnað af því
að þjónusta gamlingja. Snillingarnir
fleyta nú rjómann af hagnaði fyr-
irtækja, sem hafa ekki peninga til að
borga afkomulaun til starfsmanna.
Eiga ekki allir jafnan rétt til lífsins?
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Valshólum 2.
Hvenær á að slökkva
á gamlingjum?
Frá Guðvarði Jónssyni
Guðvarður Jónsson
Bréf til blaðsins
LÁTTU EKKI HÓSTA
SPILLA SVEFNINUM
Hóstastillandi og mýkjandi
hóstasaft frá Ölpunum
Sími 555 2992 og 698 7999
NÁTTÚRU-
AFURÐ úrselgraslaufum