Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014
það getur snúist um ólík gildi eða
vöntun á fólki sem talar fyrir þessu
málefni,“ segir Joan.
Háð umhverfinu um afkomu
Eitt af þeim atriðum sem dregin
eru fram í skýrslunni er mikilvægi
þess að skoða loftslagsbreytingar í
samhengi við aðra þróun; alþjóðavæð-
inguna, iðnaðarþróun og pólítískar og
menningarlegar breytingar, svo eitt-
hvað sé nefnt. Joan segir þetta sér-
lega mikilvægt þegar litið er til áhrifa
loftslagsbreytinga á frumbyggjasam-
félög en þau voru tekin til sérstakrar
skoðunar hjá þeim fræðimönnum sem
komu að samningu kaflans um heim-
skautasvæðin. Um er að ræða t.d.
Inúíta, Sama og ákveðin samfélög í
Rússlandi og á Grænlandi.
„Þetta fólk er mjög háð umhverf-
inu þegar kemur að fæðuöflun, lífs-
máta og menningu og í sumum til-
fellum er það utangarðs pólitískt og
efnahagslega,“ segir Joan en að auki
glími þessi samfélög við ýmis fé-
lagsleg og heilbrigðisvandamál.
Mörg þeirra hafist við nærri sjónum,
vötnum og ám og þau séu afar háð
samgönguleiðum sem séu í hættu
vegna hækkandi hitastigs.
Joan segir að niðurstöðum kaflans
sem fjallar um heimskautasvæðin
megi skipta í tvo hluta, niðurstöður
þar sem afgerandi vísindalegar sann-
anir liggja til grunndvallar og niður-
stöður sem styðja þarf með frekari
rannsóknum. Það sem er vitað er að
gróðurlínur hafa færst til, norðar og
hærra, og að aukning hefur orðið á
hávaxnari gróðri. Þá hafa ákveðnar
tegundir sjávardýra breytt um
göngu og nýjar rannsóknir verið
gerðar á súrnun sjávar og afleiðing-
um hennar.
Frekar forvarnir en viðbrögð
Joan segir vísbendingar uppi um
að fæðuöryggi frumbyggja verði
ógnað í framtíðinni. „Önnur mikil-
væg niðurstaða er sú að þær hröðu
breytingar sem eru að verða á lofts-
laginu á heimskautasvæðunum munu
hafa áhrif bæði á náttúruleg- og
mannleg kerfi og þær gætu orðið það
örar að ákveðnir þættir þessara
kerfa ná ekki að aðlagast breyttum
aðstæðum.“
Joan segir afar mikilvægt að auka
þekkingu á loftslagsbreytingum og
grípa til aðgerða í dag en viðbrögð
við orðnum hlut gætu orðið gríðar-
lega kostnaðarsöm. Hún segir Ís-
lendinga ekki ónæma. „Ég held að
hvað sjávarvistkerfin varðar, þá fjalli
vísindarannsóknir þegar um umtals-
verðar breytingar í tengslum við
súrnun sjávar og ágang nýrra teg-
unda,“ segir hún. „Þetta er eitthvað
sem við getum ekki hunsað og sér-
staklega ekki á landi eins og Íslandi,
sem er háð hinum náttúrulegu kerf-
um. Við megum ekki fókusa á
skammtímatækifæri.“
Ættu að taka skýrsluna alvarlega
Viðbrögð við loftslagsbreytingum snúast um áhættustýringu Þurfum að auka þekkinguna á því
sem er að gerast Stjórnvöld munu bregðast við með mismunandi hætti Erum háð náttúrunni
Morgunblaðið/RAX
Heimsmynd Spár IPCC gera ráð fyrir að hitastig á jörðinni hækki um 0,3-4,8 gráður á þessari öld og að sjávar-
borðið hækki um 26-82 sentimetra fyrir 2100. Breytingarnar munu hafa miklar afleiðingar.
Breytingar
» Samfélög frumbyggja hafa
gripið til ýmissa ráða til að
bregðast við breytum að-
stæðum, þau nota t.d. nýjustu
tækni til að fylgjast með
ástandi hafíssins og stóra
kæla til að geyma mat til lengri
tíma.
» Joan segir margt óvíst um
þróun mála og á meðan óvissa
sé uppi um þær aðstæður sem
kunna að koma upp í framtíð-
inni, þurfi Íslendingar að vinna
að því að auka þekkingu sína á
loftslagsbreytingum og vera
meðvitaðir um áhættuþætti.
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Stjórnvöld alls staðar í heiminum
ættu að taka nýja skýrslu um áhrif og
aðlögun að loftslagsbreytingum al-
varlega, segir Joan Nymand Larsen,
doktor í hagfræði og deildarstjóri hjá
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á
Akureyri. Joan er einn aðalhöfunda
og hafði umsjón með samningu kafla
skýrslunnar sem fjallar um loftslags-
breytingar á heimskautasvæðunum
en hún segir skýrsluna í raun fjalla
um loftslagsbreytingar sem áskorun
í áhættustýringu.
Skýrslan er önnur af þremur sem
gefnar verða út í tengslum við
fimmta mat IPCC, nefndar Samein-
uðu þjóðanna um loftslagsbreyting-
ar, en að sögn Joan liggja mun fleiri
vísindalegar rannsóknir til grund-
vallar þessari skýrslu en þeim sem
áður hafa verið gefnar út. Þá segir
hún að jafnvel þótt fókusinn sé enn á
áhrifum loftslagsbreytinga á náttúr-
una, hafi aukin áhersla verið lögð á
áhrif loftslagsbreytinga á mannleg
kerfi og aðlögunina að breyttum skil-
yrðum.
Misvel í stakk búin
„Ein lykilniðurstaðan er að áhrifa
loftslagsbreytinga gætir úti um allan
heim og í mörgum tilfellum eru
ákveðin svæði og samfélög illa undir
það búin að takast á við afleiðingar
þeirra og áhættur,“ segir Joan. Hún
segir að við samningu skýrslunnar
hafi í fyrsta sinn verið horft til ólíkra
svæða heims og leitast við að greina
helstu áhættuþætti, bæði hvað varð-
ar áhrifin á vistkerfi og mannleg
samfélög, og skoða mögulega aðlög-
un að breyttum aðstæðum.
Þá hafi einnig verið horft til þeirra
þátta sem gætu gert aðlögun erfiða.
„Ólík svæði og ólík stjórnvöld líta við-
fangsefnið ólíkum augum og bregð-
ast mögulega við á ólíkan máta. Það
getur verið vegna óvissu um áhrifin
eða vegna þess að við skynjum
áhættuna á mismunandi hátt. Eða
Í skýrslunni er
vísað til makríl-
deilunnar sem
dæmis um milli-
ríkjadeilur sem
kunna að koma
upp í framtíðinni
vegna loftslags-
breytinga.
Joan segir
þetta atriði ekki hafa verið tekið til
sérstakrar skoðunar í heim-
skautakaflanum, þar sem litlar
rannsóknir hafi verið gerðar á
áhrifum loftslagsbreytinga hvað
þetta varðar.
Hún segir þó líkur á því að þetta
muni verða skoðað nánar við
næsta mat IPCC á áhrifum lofts-
lagsbreytinga, sem verður líklega
gefið út eftir sjö ár. Hún segir
margt er varðar áhrif breyting-
anna á mannleg samfélög þarfnast
frekari rannsókna.
Tíðari milliríkjadeilur?
ÞARFNAST FREKARI SKOÐUNAR
Joan Nymand
Larsen
Þegar þú vilt njóta hins besta
– steik eins og steik á að bragðast
Barónsstíg 11
101 Reykjavík
argentina.is
Borðapantanir
551 9555
Mikið úrval
AF NÝJUM VÖRUM
ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30