Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014 það getur snúist um ólík gildi eða vöntun á fólki sem talar fyrir þessu málefni,“ segir Joan. Háð umhverfinu um afkomu Eitt af þeim atriðum sem dregin eru fram í skýrslunni er mikilvægi þess að skoða loftslagsbreytingar í samhengi við aðra þróun; alþjóðavæð- inguna, iðnaðarþróun og pólítískar og menningarlegar breytingar, svo eitt- hvað sé nefnt. Joan segir þetta sér- lega mikilvægt þegar litið er til áhrifa loftslagsbreytinga á frumbyggjasam- félög en þau voru tekin til sérstakrar skoðunar hjá þeim fræðimönnum sem komu að samningu kaflans um heim- skautasvæðin. Um er að ræða t.d. Inúíta, Sama og ákveðin samfélög í Rússlandi og á Grænlandi. „Þetta fólk er mjög háð umhverf- inu þegar kemur að fæðuöflun, lífs- máta og menningu og í sumum til- fellum er það utangarðs pólitískt og efnahagslega,“ segir Joan en að auki glími þessi samfélög við ýmis fé- lagsleg og heilbrigðisvandamál. Mörg þeirra hafist við nærri sjónum, vötnum og ám og þau séu afar háð samgönguleiðum sem séu í hættu vegna hækkandi hitastigs. Joan segir að niðurstöðum kaflans sem fjallar um heimskautasvæðin megi skipta í tvo hluta, niðurstöður þar sem afgerandi vísindalegar sann- anir liggja til grunndvallar og niður- stöður sem styðja þarf með frekari rannsóknum. Það sem er vitað er að gróðurlínur hafa færst til, norðar og hærra, og að aukning hefur orðið á hávaxnari gróðri. Þá hafa ákveðnar tegundir sjávardýra breytt um göngu og nýjar rannsóknir verið gerðar á súrnun sjávar og afleiðing- um hennar. Frekar forvarnir en viðbrögð Joan segir vísbendingar uppi um að fæðuöryggi frumbyggja verði ógnað í framtíðinni. „Önnur mikil- væg niðurstaða er sú að þær hröðu breytingar sem eru að verða á lofts- laginu á heimskautasvæðunum munu hafa áhrif bæði á náttúruleg- og mannleg kerfi og þær gætu orðið það örar að ákveðnir þættir þessara kerfa ná ekki að aðlagast breyttum aðstæðum.“ Joan segir afar mikilvægt að auka þekkingu á loftslagsbreytingum og grípa til aðgerða í dag en viðbrögð við orðnum hlut gætu orðið gríðar- lega kostnaðarsöm. Hún segir Ís- lendinga ekki ónæma. „Ég held að hvað sjávarvistkerfin varðar, þá fjalli vísindarannsóknir þegar um umtals- verðar breytingar í tengslum við súrnun sjávar og ágang nýrra teg- unda,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við getum ekki hunsað og sér- staklega ekki á landi eins og Íslandi, sem er háð hinum náttúrulegu kerf- um. Við megum ekki fókusa á skammtímatækifæri.“ Ættu að taka skýrsluna alvarlega  Viðbrögð við loftslagsbreytingum snúast um áhættustýringu  Þurfum að auka þekkinguna á því sem er að gerast  Stjórnvöld munu bregðast við með mismunandi hætti  Erum háð náttúrunni Morgunblaðið/RAX Heimsmynd Spár IPCC gera ráð fyrir að hitastig á jörðinni hækki um 0,3-4,8 gráður á þessari öld og að sjávar- borðið hækki um 26-82 sentimetra fyrir 2100. Breytingarnar munu hafa miklar afleiðingar. Breytingar » Samfélög frumbyggja hafa gripið til ýmissa ráða til að bregðast við breytum að- stæðum, þau nota t.d. nýjustu tækni til að fylgjast með ástandi hafíssins og stóra kæla til að geyma mat til lengri tíma. » Joan segir margt óvíst um þróun mála og á meðan óvissa sé uppi um þær aðstæður sem kunna að koma upp í framtíð- inni, þurfi Íslendingar að vinna að því að auka þekkingu sína á loftslagsbreytingum og vera meðvitaðir um áhættuþætti. SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Stjórnvöld alls staðar í heiminum ættu að taka nýja skýrslu um áhrif og aðlögun að loftslagsbreytingum al- varlega, segir Joan Nymand Larsen, doktor í hagfræði og deildarstjóri hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Joan er einn aðalhöfunda og hafði umsjón með samningu kafla skýrslunnar sem fjallar um loftslags- breytingar á heimskautasvæðunum en hún segir skýrsluna í raun fjalla um loftslagsbreytingar sem áskorun í áhættustýringu. Skýrslan er önnur af þremur sem gefnar verða út í tengslum við fimmta mat IPCC, nefndar Samein- uðu þjóðanna um loftslagsbreyting- ar, en að sögn Joan liggja mun fleiri vísindalegar rannsóknir til grund- vallar þessari skýrslu en þeim sem áður hafa verið gefnar út. Þá segir hún að jafnvel þótt fókusinn sé enn á áhrifum loftslagsbreytinga á náttúr- una, hafi aukin áhersla verið lögð á áhrif loftslagsbreytinga á mannleg kerfi og aðlögunina að breyttum skil- yrðum. Misvel í stakk búin „Ein lykilniðurstaðan er að áhrifa loftslagsbreytinga gætir úti um allan heim og í mörgum tilfellum eru ákveðin svæði og samfélög illa undir það búin að takast á við afleiðingar þeirra og áhættur,“ segir Joan. Hún segir að við samningu skýrslunnar hafi í fyrsta sinn verið horft til ólíkra svæða heims og leitast við að greina helstu áhættuþætti, bæði hvað varð- ar áhrifin á vistkerfi og mannleg samfélög, og skoða mögulega aðlög- un að breyttum aðstæðum. Þá hafi einnig verið horft til þeirra þátta sem gætu gert aðlögun erfiða. „Ólík svæði og ólík stjórnvöld líta við- fangsefnið ólíkum augum og bregð- ast mögulega við á ólíkan máta. Það getur verið vegna óvissu um áhrifin eða vegna þess að við skynjum áhættuna á mismunandi hátt. Eða Í skýrslunni er vísað til makríl- deilunnar sem dæmis um milli- ríkjadeilur sem kunna að koma upp í framtíðinni vegna loftslags- breytinga. Joan segir þetta atriði ekki hafa verið tekið til sérstakrar skoðunar í heim- skautakaflanum, þar sem litlar rannsóknir hafi verið gerðar á áhrifum loftslagsbreytinga hvað þetta varðar. Hún segir þó líkur á því að þetta muni verða skoðað nánar við næsta mat IPCC á áhrifum lofts- lagsbreytinga, sem verður líklega gefið út eftir sjö ár. Hún segir margt er varðar áhrif breyting- anna á mannleg samfélög þarfnast frekari rannsókna. Tíðari milliríkjadeilur? ÞARFNAST FREKARI SKOÐUNAR Joan Nymand Larsen Þegar þú vilt njóta hins besta – steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555 Mikið úrval AF NÝJUM VÖRUM ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.