Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014 Hljómsveitin Gipsy, sú er fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum ár- ið 1985 og hætti sama ár, mætti í stúdíó 12 í Útvarpshúsinu í gær og lék í beinni útsendingu í Popplandi á Rás 2. Úrslit Músíktilrauna fara fram í kvöld og fékk útvarpsmað- urinn Ólafur Páll Gunnarsson þá hugmynd að vekja Gipsy aftur til lífsins, um 29 árum eftir að hún lagði upp laupana, í tilefni af Mús- íktilraunum. Gipsy lék í gær sömu þrjú lögin og hún lék í Músíktilraunum á sín- um tíma. Hljómsveitin lék þunga- rokk og skipuðu hana fimm ungir menn sem enn eru að í tónlist í mis- miklum mæli, þeir Hallur Ingólfs- son sem sá um trommuleik, söngv- arinn Jóhannes Eiðsson, bassa- leikarinn Heimir Sverrisson og gítarleikararnir Jón Ari Ingólfsson og Ingólfur Geirdal. Gipsy lék á stórum tónleikum í Laugardalshöll 17. júní árið 1985, skömmu eftir sigurinn í Músíktil- raunum, með Grafík, Mezzoforte og Megasi o.fl. tónlistarmönnum og segir Ólafur Páll að upptaka Sjón- varpsins af þeim tónleikum sé eig- inlega eina heimildin sem til sé um hljómsveitina. Rás 2 sendir úrslitakeppni Mús- íktilrauna út í beinni í dag og hefst útsendingin kl. 17.02. Tíu hljóm- sveitir eru í úrslitum. Rokkað eftir 29 ára hlé Morgunblaðið/Ómar Sígauni Hljómsveitin Gipsy í Útvarpshúsinu í gær, bræðurnir Jón Ari og Hallur Ingólfssynir, Jóhannes Eiðsson, Heimir Sverrisson og Ingólfur Geirdal. Gipsy vann Músíktilraunir árið 1985, hætti sama ár og snéri aftur í gær. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á Noack- orgel Langholts- kirkju annað kvöld kl. 20. „Aðalverkið á efnisskránni er Ballade Ossian- ique eftir Jean Guillou. Þrátt fyrir að orgel Langholtskirkju sé sérstaklega byggt með flutning barokktónlistar í huga þá leynir það á sér. Lára Bryndís þekkir hljóðfærið vel og í meðförum hennar fetar orgelið hik- laust inn á lítt troðnar slóðir franskrar nútímatónlistar. Hlust- endur verða þó ekki sviknir um ekta barokktónlist því á efnis- skránni eru jafnframt verk eftir J.S. Bach og frönsk barokktón- skáld,“ segir í tilkynningu. Þenur orgelið til hins ýtrasta Lára Bryndís Eggertsdóttir Fyrrverandi starfsmaður Fíat- verksmiðjanna á Ítalíu var í nær fjóra áratugi með málverk eftir frönsku meistarana Paul Gauguin og Pierre Bonnard á eldhúsveggnum hjá sér, án þess að gera sér grein fyrir því eftir hverja þau voru. Verkin eru nú komin í vörslu ítölsku lögreglunnar, meðan unnið er að því að koma þeim til réttra eig- enda, og sýndi menningarmála- ráðherrann Dario Franceschini fjöl- miðlamönnum þau í vikunni. Þjófarnir skildu verkin eftir í járnbrautarlest á Ítalíu og keypti verkamaðurinn þau á uppboði á óskilamunum árið 1975, fyrir um 4.000 krónur. Þaui prýddu síðan eld- húsvegginn hjá honum, fyrst í Tór- ínó og síðan á Sikiley, eða þar til son- ur mannsins áttaði sig á því, eftir heimsókn á fyrrverandi heimili Bonnards, að málverkið sýndi sama garð og var þar við húsið. Verkin eru metin á um 1,7 millj- arða króna í dag. Með málverk eftir Gauguin í eldhúsinu AFP Óvænt Ráðherrann sýnir verkin eftir Gauguin og Bonnard. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is SVANIR SKILJA EKKI –„Bráðfyndin og skemmtileg sýning...“ Fréttablaðið SPAMALOT (Stóra sviðið) Lau 5/4 kl. 19:30 18.sýn Lau 12/4 kl. 19:30 25. sýn Fös 2/5 kl. 19:30 28.sýn Fim 10/4 kl. 19:30 23. sýn Sun 13/4 kl. 19:30 26. sýn Lau 3/5 kl. 19:30 29.sýn Fös 11/4 kl. 19:30 24. sýn Lau 26/4 kl. 19:30 27.sýn Salurinn veltist um af hlátri. Fáránlega skemmtilegt! Svanir skilja ekki (Kassinn) Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Fös 2/5 kl. 19:30 21. sýn Fös 9/5 kl. 19:30 24. sýn Lau 12/4 kl. 19:30 aukas. Lau 3/5 kl. 19:30 22. sýn Lau 10/5 kl. 19:30 25. sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Mið 7/5 kl. 19:30 23. sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 5/4 kl. 20:00 49.sýn Fim 10/4 kl. 20:00 51.sýn Fös 11/4 kl. 22:30 53.sýn Lau 5/4 kl. 22:30 50.sýn Fös 11/4 kl. 20:00 52.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Litli prinsinn (Kúlan) Lau 5/4 kl. 14:00 Frums. Sun 13/4 kl. 14:00 Sun 4/5 kl. 14:00 Lau 5/4 kl. 16:00 2.sýn Sun 13/4 kl. 16:00 Sun 4/5 kl. 16:00 Sun 6/4 kl. 14:00 3.sýn Sun 27/4 kl. 14:00 Sun 6/4 kl. 16:00 4.sýn Sun 27/4 kl. 16:00 Falleg sýning um vináttuna og það sem skiptir máli í lífinu. Aladdín (Brúðuloftið) Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 12/4 kl. 13:00 22.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn Lau 12/4 kl. 16:00 23.sýn 1001 galdur. Brúðusýning fyrir 5 - 95 ára. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag –★★★★★ – BL, pressan.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Lau 5/4 kl. 20:00 aukas Lau 3/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 6/4 kl. 20:00 11.k Sun 4/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Fös 11/4 kl. 20:00 12.k Fim 8/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Lau 12/4 kl. 20:00 13.k Fös 9/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Sun 13/4 kl. 20:00 14.k Sun 11/5 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Sun 27/4 kl. 20:00 15.k Fim 22/5 kl. 20:00 Mið 30/4 kl. 20:00 Fös 23/5 kl. 20:00 Ótvíræður sigurvegari Olivier Awards 2013. Umræður eftir sýningu lau 5. apríl Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið) Mið 9/4 kl. 20:00 2.k Mið 23/4 kl. 20:00 4.k Fim 10/4 kl. 20:00 3.k Fim 24/4 kl. 20:00 lokas Epískir tónleikar með leikhúsívafi. Aðeins þessar sýningar! BLAM (Stóra sviðið) Þri 13/5 kl. 20:00 1.k Fös 16/5 kl. 20:00 4.k Sun 18/5 kl. 20:00 7.k Mið 14/5 kl. 20:00 2.k Lau 17/5 kl. 20:00 5.k Fim 15/5 kl. 20:00 3.k Sun 18/5 kl. 14:00 6.k Margverðlaunað háskaverk Kristjáns Ingimarssonar. Aðeins þessar sýningar! Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið) Mið 9/4 kl. 18:00 fors Fös 25/4 kl. 20:00 3.k Sun 4/5 kl. 20:00 Fim 10/4 kl. 18:00 gen Sun 27/4 kl. 20:00 4.k Fim 8/5 kl. 20:00 Fös 11/4 kl. 20:00 frums Fös 2/5 kl. 20:00 5.k Fös 9/5 kl. 20:00 Sun 13/4 kl. 20:00 2.k Lau 3/5 kl. 20:00 6.k Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012 Ferjan (Litla sviðið) Lau 5/4 kl. 20:00 5.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Sun 6/4 kl. 20:00 6.k Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Fös 11/4 kl. 20:00 7.k Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Lau 12/4 kl. 20:00 8.k Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Sun 13/4 kl. 20:00 aukas Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Fös 25/4 kl. 20:00 9.k Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Lau 26/4 kl. 20:00 10.k Lau 17/5 kl. 20:00 23.k Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Sun 27/4 kl. 20:00 11.k Sun 18/5 kl. 20:00 24.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Þri 29/4 kl. 20:00 12.k Þri 20/5 kl. 20:00 25.k Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Mið 30/4 kl. 20:00 aukas Mið 21/5 kl. 20:00 aukas Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fös 2/5 kl. 20:00 13.k Fim 22/5 kl. 20:00 26.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Lau 3/5 kl. 20:00 14.k Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Fim 12/6 kl. 20:00 Sun 4/5 kl. 20:00 15.k Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Fös 13/6 kl. 20:00 Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Hamlet litli (Litla sviðið) Lau 12/4 kl. 14:00 frums Sun 27/4 kl. 14:30 3.k Sun 4/5 kl. 14:30 5.k Sun 27/4 kl. 13:00 2.k Sun 4/5 kl. 13:00 4.k Shakespeare fyrir alla fjölskylduna ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Útundan (Aðalsalur) Fim 10/4 kl. 20:00 Mán 14/4 kl. 20:00 Sun 13/4 kl. 20:00 Þri 15/4 kl. 20:00 Athugið! Takmarkaður sýningafjöldi og knappt sýningatímabil Fyrirgefðu ehf. (Aðalsalur) Fös 11/4 kl. 20:00 Spegilbrot (Hin ólíklegustu rými Tjarnarbíós) Mið 16/4 kl. 20:00 Fös 25/4 kl. 20:00 Lau 19/4 kl. 20:00 Sun 27/4 kl. 17:30 ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR! Síðasta sýning annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20 – uppselt Ragnheiður – ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.