Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014 ford.is Ford Explorer 4WD 7manna 3,5 TiVCT V6 290 hö bensín, 6 þrepa sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 12,4 l/100 km. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinnmynd í auglýsingu. Ford Explorer er 7 manna lúxusjeppi Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 KOMDUOGPRÓFAÐU FORD EXPLORER 3,5 V6 290HESTÖFL 9.850.000 KR.FRÁ 6 ÞREPA SJÁLFSKIPTUR 4WD 7MANNA BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Á síðasta ári leituðu 706 einstakling- ar til Stígamóta og hafa þeir aldrei verið fleiri. Ný mál voru 358 talsins og hafa ekki verið fleiri síðan 1992. Aldrei hafa fleiri karlar leitað til samtakanna en í fyrra, en þeir voru 25% þeirra sem leituðu til samtak- anna vegna sifjaspellamála. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Stígamóta sem kynnt var í gær. Heildarfjöldi viðtala hjá samtök- unum var 2.409 og hefur ekki verið meiri frá árinu 1996. Í þessum 358 áðurnefndu málum voru 323 þolend- ur sem höfðu verið beittir ofbeldi af 562 ofbeldismönnum, en í 36,3% til- fella var um fleiri en einn ofbeldis- mann að ræða. Stundum getur verið að tveir eða fleiri beiti ofbeldi á sama tíma, stundum eru tilvikin aðskilin. Karlar 90,6% ofbeldismanna Heildarfjöldi ofbeldismanna var 597, sem var 18% aukning frá 2012, meirihlutinn var karlar, eða 90,6% og konur voru 3,4%. Upplýsingar vantar um 6% ofbeldismanna. Flestir þeirra sem leituðu til Stígamóta voru á aldrinum 18-39 ára, eða 64,4%, en ofbeldið hófst hins vegar hjá 69% þegar þeir voru á aldrinum 5-17 ára. 217 leituðu til Stígamóta vegna nauðgana, þar af voru 17 hópnauðganir og jafnmargar lyfjanauðganir. Afleiðingar kyn- ferðisofbeldisins voru margvíslegar, kvíði var þar algengastur og 22% þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu reynt sjálfsvíg. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að fjölgun tilkynn- inga megi líklega tengja við umfjöll- un Kastljóss um svokallað Karls Vignis-mál í janúar í fyrra. „Okkur fannst að það mál hefði gefið fólki von, þarna fékkst játning, en það er algjör undantekning. Í þessum mál- um falla sjaldan dómar og það er þessi þrá í fólki, að fá viðurkenningu á að það hafi verið brotið á því.“ Mismunandi afleiðingar Í skýrslunni kemur fram að þegar brotaþolum er skipt eftir kyni kemur í ljós að konur voru 82% og karlar 18%. Í 25% sifjaspellamála voru karlar þolendur og í 9,3% nauðgun- armála. Aldrei hafa fleiri karlar leit- að til samtakanna og Guðrún telur að það megi sömuleiðis rekja til áður- nefnds Kastljóssþáttar. „Þeir karlar sem hafa haft í sér styrk og kraft til að leita til okkar hafa hingað til ekki kvartað yfir því að hér hafi eingöngu unnið konur. Aðstoð við karla og konur er sú sama; fólk stýrir sjálft aðstoðinni og það sem við gerum er að veita hjálp til sjálfshjálpar.“ Í skýrslunni kemur fram að afleið- ingar kynferðisofbeldis séu mismun- andi eftir því hvort þolandinn er karl eða kona. „Karlar verða reiðari og daprari og eiga oftar í hegðunarerf- iðleikum en konur. Þá er skömm að- eins algengari meðal þeirra en kvenna,“ segir Guðrún. Nýlega var fyrsti karlkyns starfs- maður Stígamóta ráðinn og Guðrún segir það lengi hafa staðið til. „Við höfum í mörg ár auglýst eftir starfskröftum án þess að nefna kyn, en fengið fáar umsóknir frá körlum. Þessi málaflokkur hefur verið meira á fagsviði kvenna. Það er mikilvægt, bæði fyrir karla og konur, að hafa karl í starfshópnum okkar.“ Ekki jafnmörg ný mál síðan 1992  Ársskýrsla Stígamóta kynnt í gær  Karlar 25% þeirra sem leituðu til samtakanna vegna sifjaspella  323 nýir þolendur beittir ofbeldi af 562 ofbeldismönnum  Umfjöllun Kastljóss gaf mörgum von Fjöldi ofbeldismanna fyrir hvern brotaþola í nýjum málum 2013 Kærð mál Ofbeldismenn kærðir til lögreglu Skipting brotaþola eftir kyni Skipting ofbeldis- manna eftir kyni 250 200 150 100 50 0 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 1 of bel dis m. 2 o fbe ldis m. 3 o fbe ldis m. 4 o fbe ldis m. 5 o fbe ldis m. 6 o fbe ldis m. 7 eð a fl eiri ofb eld ism . Upp l. va nta r Nei Já Óví st Upp l. va nta r Alls 323 mál Alls 562 mál202 (62,5%) 62 (19,2%) 28 (8,7%) 9 (2,8%) 7 (2,2%) 6 (1,9%) 4 (1,2%) 4 (1,2%) 444 (79%) 64 (11,4%) 1 (0,2%) 53 (9,4%) Kona 265 (82%) Karl 58 (18%) Kona 19 (3,4%) Karl 509 (90,6%) Upplýsingar vantar 34 (6%) Í fyrra leituðu 17 til Stígamóta vegna kláms, 16 konur og einn karl, og er það aukning um þriðj- ung frá árinu á undan. Með klámi er ýmist átt við þegar einstaklingar leita sér hjálpar vegna klámnotkunar maka sem ofbýður þeim á ýmsa vegu og hins vegar hafa aðrir orðið fyrir því að teknar hafa ver- ið af þeim myndir í kynlífs- athöfnum, ýmist með eða án þeirra vilja, og þeim síðan dreift. Ofbýður klámnotkun 17 KOMU VEGNA KLÁMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.