Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014
HÖNNUN FYRIR LÍFIÐ ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
hefur vísað frá kæru einstaklings
vegna synjunar embættis sérstaks
saksóknara á beiðni um aðgang að
skýrslum tveggja hópa sérfræðinga
sem unnu á vegum lögfræðistofunnar
LYNX og endurskoðunarstofunnar
Cofisys. Fram kemur í úrskurði
nefndarinnar að hún telji þó engum
vafa undirorpið að sérstökum sak-
sóknara sé skylt að afhenda nefndinni
skýrslurnar.
„Framfylgi stjórnvald ekki þeirri
skyldu sinni að afhenda slík gögn vek-
ur það bæði tortryggni nefndarinnar
og almennings. Þar sem nefndin hef-
ur hins vegar ekki nægilega ríkar
valdheimildir, s.s. sérstakar kæru-
leiðir, til þess fá gögn afhent sem
stjórnvald neitar að láta af hendi, var
henni ekki fær önnur leið en sú að
byggja á þeirri fullyrðingu sérstaks
saksóknara að umbeðin gögn falli ut-
an gildissviðs upplýsingalaga. Því
varð hún að vísa kærunni frá,“ segir í
samantekt um niðurstöðurnar.
Sérstakur saksóknari hélt því hins
vegar fram að skýrslurnar væru hluti
sakamálarannsóknar og að þær féllu
því utan gildissviðs upplýsingalaga.
Hann varð ekki heldur við beiðni úr-
skurðarnefndarinnar um að fá afrit af
skýrslunum.
Upplýsi um stöðu bankanna
Einstaklingurinn sem um ræðir
óskaði eftir því við sérstakan sak-
sóknara í janúar 2013 með vísan til
upplýsingalaga að fá aðgang að
skýrslu LYNX Advokatfirma um
Landsbanka Íslands og skýrslu Cof-
isys um Glitni. „Í þessum skýrslum
tel ég vera upplýsingar sem sýna
fram á að ég hafi haft rangar upplýs-
ingar um stöðu bankanna árið 2007
sem bæði leiddi til þess að fasteigna-
verð var of hátt og einnig að ég ofmat
eignir mínar við kaup á fasteign í lok
árs 2007,“ sagði í beiðninni. Ólafur Þ.
Hauksson, sérstakur saksóknari,
hafnaði þessari beiðni. Kærði maður-
inn þá málið til úrskurðarnefndarinn-
ar, sem vísaði kærunni frá eins og áð-
ur segir. omfr@mbl.is
Fær ekki aðgang að skýrslum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísar frá kæru um aðgang að skýrslum hjá sérstökum saksókn-
ara Telur þó engan vafa á að skylt sé að afhenda þær Ekki með nægilega ríkar valdheimildir
Niðurstaða
» Úrskurðarnefndin telur að
henni hafi verið ranglega synj-
að um afhendingu gagna af
hálfu sérstaks saksóknara.
» Henni sé nauðugur sá kost-
ur að byggja á að skýrslurnar
séu gögn í rannsókn eða sak-
sókn, sem falli utan gildissviðs
upplýsingalaga.
Sigurbjörn Bárðarson, „gullbjörn“
íslenskrar hestamennsku, sigraði
enn einu sinni í einstaklingskeppni
Meistaradeildar í hestaíþróttum
eftir tvísýna baráttu við tengdason
sinn, Árna Björn Pálsson. Sig-
urbjörn jafnaði stigafjölda Árna
Björns á lokamóti deildarinnar í
gærkvöldi og sigraði í heild-
arkeppninni þar sem hann sigraði
í fleiri keppnum deildarinnar í
vetur.
Sigurbjörn lagði drög að sigri í
Meistaradeildinni með því að vera
efstur í fyrri grein kvöldsins, slak-
taumatölti, á Jarli frá Mið-Fossum.
Árni Björn náði að jafna með því
að ná 9. sætinu í seinni greininni,
flugskeiði, en Guðmar Þór Pét-
ursson sigraði þá grein á Viljari.
Sigurbjörn sigraði í tveimur
keppnum Meistaradeildarinnar í
vetur og var því sigurvegari, sam-
kvæmt reglum deildarinnar.
Hann er sigursælasti knapi
landsins og Meistaradeildarinnar
frá upphafi. Með árangrinum í
gærkvöldi bætti hann fjórða Meist-
aradeildarsigrinum í safn sitt og
sautjándu greininni.
Olil Amble varð í þriðja sæti
Meistaradeildar með 32 stig en
áhorfendur kusu hana fagmann-
legasta knapann.
Lið Top Reiter / Sólningar sigr-
aði í liðakeppninni en Gangmyllan
var skemmtilegasta liðið að mati
áhorfenda. helgi@mbl.is
„Gullbjörninn“
vann tengdason
Spennandi lokakvöld Meistaradeildar
Morgunblaðið/Eggert
Meistari Sigurbjörn Bárðarson er 62 ára gamall sigurvegari. Hér er hann
með dóttur sinni, Sylvíu Sigurbjörnsdóttur.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ísland er í þriðja sæti yfir þau Evr-
ópulönd þar sem tóbaksvarnir voru
árangursríkastar árið 2013. Þetta
sýnir ný skýrsla sem kynnt var á
ráðstefnu sem haldin var á vegum
Samtaka evrópskra krabbameins-
félaga í Tyrklandi í síðustu viku.
Hækka þyrfti verð á tóbaki enn
meira, stefna að reyklausu Íslandi
og auka aðstoð við þá sem vilja
hætta að reykja til að ná enn betri
árangri, að mati framkvæmdastjóra
Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Staða tóbaksvarna er metin í sex
þáttum: tóbaksverði, banni við reyk-
ingum á opinberum stöðum og á
vinnustöðum, upplýsingagjöf um
skaðsemi og fé til tóbaksvarna,
banni við tóbaksauglýsingum, við-
vörunum á tóbaksumbúðum og að-
gengi að meðferð við tóbaksfíkn.
Þetta var skoðað í 34 Evrópulönd-
um, Bretland er í fyrsta sæti með 74
stig af 100 mögulegum og Írland í 2.
sæti. Ísland er í þriðja sæti með 66
stig og síðan kemur Noregur. Þessi
fjögur lönd fengu öll meira en 60 stig
og í skýrslunni eru þau nefnd fyr-
irmyndarlönd.
„Ísland hefur verið leiðandi í tób-
aksvörnum til margra ára,“ segir
Guðlaug B. Guðjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsfélags
Reykjavíkur, sem sótti ráðstefnuna.
Tóbaksvörnum oft mótmælt
„Við vorum fyrst til að setja á
sýnileikabann árið 2001og stöndum
okkur vel á mörgum sviðum, en
margt gæti farið betur. T.d. þyrfti
tóbaksverð að vera töluvert hærra,
en reynslan sýnir að ef tóbak er
hækkað um 10% má reikna með
3-5% samdrætti í neyslu. Svo mynd-
um við gjarnan vilja sjá meira af því
að heilsugæslan vísaði til okkar fólki
sem vill hætta að reykja.“
Guðlaug segir að þegar tóbaks-
varnir hafi verið efldar hafi yfirleitt
komið upp mótmæli. „Það var t.d.
þegar veitingastaðirnir voru gerðir
reyklausir árið 2007. En ég held að
enginn myndi vilja fara til baka núna
og þessi ótti um samdrátt sem kom
fram hjá veitingamönnum virðist
hafa verið ástæðulaus.“
Ísland er fyrirmynd-
arríki í tóbaksvörnum
Í 3. sæti í Evrópu Hærra tóbaksverð er áhrifarík leið
Stigagjöf Íslands
30
25
20
15
10
5
0
Upplýsinga-
gjöf til
almennings og
fé sem varið er
til tóbaksvarna
Verð Bann við
reykingum
á opin-
berum
stöðum
Auglýsinga-
bann
Viðvaranir
um skaðsemi
reykinga á
tóbaks-
umbúðum
Aðgengi
að meðferð
við tóbaks-
fíkn
Stig Hámarks stigagjöf
30
20
17
12 12
4 1
22
15
13
10 10
Heimild: Tobacco Control Scale
Að sögn Guðlaugar hafa nokkur lönd tekið ákvörðun
um að verða tóbaks- eða reyklaus á næstu árum og
áratugum. Hún nefnir sem dæmi Svíþjóð sem stefnir
á að verða reyklaust árið 2025 og að Finnland hygg-
ist verða tóbakslaust árið 2040.
Munurinn á reykleysi og tóbaksleysi er að í fyrr-
nefnda tilvikinu er sala munn- og neftóbaks leyfð, en
Svíar hyggjast leyfa áfram sölu slíks tóbaks eftir að
þeir banna sölu reyktóbaks árið 2025. Guðlaug segir
fleiri lönd hafa tekið slíka ákvörðun, m.a. Bretland og Írland, sem stefni
að þessu innan næstu tveggja áratuga. „Það háir okkur í þessari baráttu
að ekki hefur verið tekið ákvörðun um tóbakslaust Ísland,“ segir Guð-
laug. „Núna er stefnumótunarvinna í gangi hjá heilbrigðisráðuneytinu og
embætti landlæknis og vonandi að afgerandi skref verði tekin.“
Ekkert ákveðið með Ísland
NOKKUR LÖND STEFNA AÐ REYK- EÐA TÓBAKSLEYSI
„Ótrúlega vel hefur gengið að vera
með hestana í borginni, þetta eru
lifandi skepnur og því þarf að um-
gangast þá sem slíkar,“ segir Hilda
Karen Garðarsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Landssambandi
hestamannafélaga.
Hestadagar standa nú yfir í
Reykjavík og þeim lýkur á morgun.
Þetta er fjórða sinn sem þeir eru
haldnir. Viðburðir þeim tengdir eru
á dagskrá víðsvegar um borgina.
„Markmið hestadaga er tvíþætt,
annars vegar að færa hestinn nær
borgarbúum og hins vegar að fá
fleiri ferðamenn til landsins sem
sækja skipulagða viðburði í
tengslum við íslenska hestinn,“ seg-
ir Hilda, góður rómur hafi verið
gerður að hestadögum síðustu ár.
Hún segist þó ekki geta fullyrt að
fólki hafi fjölgað í hestamennsk-
unni eftir að tilteknir dagar voru
tileinkaðir hestinum í borginni. “
Um þessar mundir er unnið að
könnun um nýliðun í hestamennsku
í samstarfi við Háskóla Íslands.
Reiðskólar hestamannafélaganna
sem og aðrir reiðskólar tengjast ný-
liðun að stórum hluta, segir Hilda.
Niðurstöðu er að vænta sumarlok.
Um 150 hesta skrúðreið hefst við
BSÍ í dag kl. 13 og fer um miðborg-
ina. Þá verður keppnin Allra sterk-
ustu haldin í Skautahöllinni í Laug-
ardal um kvöldið. Á morgun verður
sýningin Æska og hesturinn haldin
í Reiðhöllinni í Reykjavík, kl. 13 og
16. thorunn@mbl.is
Skrúðreið um miðborgina
Borgarbúar og ferðamenn kynnast hestinum á Hestadögum