Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014 Laugardagstilboð – á völdum dúkum, servéttum og kertum SE RV ÉT TÚ R KE RT I DÚ KA R Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is ® Ýmisservéttubrot Sjá hér! Opið laugardaga kl. 10-16 Viltu selja bílinn? Við staðgreiðum Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Pólitískur óstöðugleiki í Evrópu mun magnast á næstu árum vegna vand- ans á evrusvæðinu og mun fyrr en síðar þvinga fram róttækar breyt- ingar. Björgun evrusvæðisins myndi enda kalla á frekari samruna þjóð- ríkjanna sem ekki er stuðningur fyr- ir meðal almennings í ESB. Á þennan veg má draga saman sýn François Heisbourg á framtíð evru- svæðisins en hann er forstöðumaður virtrar stofnunar í Lundúnum, Inter- national Institute for Strategic Stud- ies, þar sem alþjóða- og öryggismál eru krufin. Heisbourg er stuðningsmaður Evrópusambandsins og telur að Ís- land eigi að ganga í sambandið. Hann kveðst fylgjandi frekari samruna ESB-ríkjanna og nefnir í því efni sameiginlega skattheimtu og yfirstjórn, líkt og til dæmis í Banda- ríkjunum og Brasilíu. Þurfi að bíða í tvo áratugi Heisbourg telur hins vegar að setja þurfi áætlanir um slíkan sam- runa á ís í tvo áratugi hið minnsta. „Það er ekki langur tími. Evrópu- samruninn hófst fyrir um 65 árum. Þurfi að bíða með frekari samruna í tvo áratugi til þess að bjarga megi Evrópusambandinu verður svo að vera,“ segir Heisbourg og víkur að þeim djúpstæðu ágöllum sem hann telur vera á evrusvæðinu. Stofnun evrusvæðisins sé hluti af pólitískri sýn Helmuts Kohl, fyrsta kanslara sameinaðs Þýskalands, og François Mitterrand, Frakklands- forseta, á framtíð Evrópu í kjölfar falls Berlínarmúrsins 1989. Leiðtogarnir hafi yfir kvöldverði í Strasbourg haustið 1989 sett markið á pólitíska og efnahagslega samein- ingu Evrópu. Fyrsta skrefið í átt að evrusvæðinu hafi verið stigið með Maastricht-sáttmálanum 1992. Með honum hafi Maastricht-skilyrðin um inngönguskilyrði í evrusvæðið verið innleidd. Það hafi markað upphaf hinnar sameiginlegu myntar sem ýtt var úr vör í nokkrum ríkjum 1999. Samruni á stjórnmálasviðinu hafi hins vegar ekki fylgt með. Stefnu- smiðir hjá Evrópusambandinu hafi í sjálfsblekkingu horft hjá afleiðingum þessa ójafnvægis milli efnahagslegs og stjórnmálalegs samruna með af- leiðingum sem við blasi; djúpstæðri skuldakreppu og óróa. Heisbourg segir Þýskaland njóta góðs af því að evran sé of lágt skráð- ur gjaldmiðill miðað við efnahags- legan styrk þessa stærsta hagkerfis Evrópu. Það styðji útflutning. Öðru máli gegni um evruríkin í suðri, eins og Ítalíu og Spán. Þar sé styrkur evrunnar hindrun í vegi efnahagslegrar viðreisnar í gegnum aukinn útflutning. Ríkin í suðurhluta álfunnar geti ekki lagað gengið að efnahagslegum veruleika og þurfi því að grípa til sársaukafulls niður- skurðar sem sé dragbítur á hagvöxt. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að kínverska hagkerfið hafi stækkað um 70% síðan 2007, hið indverska um 40%, hið bandaríska um 30% en þýska hagkerfið aðeins um 5%. „Þetta eru sex glötuð ár“ „Og Þýskaland á að vera dæmi um velgengni! Á þessu tímabili hefur hagkerfi evrusvæðisins ekki vaxið, heldur staðið í stað. Staðan er verri í sumum ríkjum. Ítalska hagkerfið hefur til dæmis dregist saman um 5%. Samanlögð þjóðarframleiðsla evruríkjanna varð á fyrsta ársfjórð- ungi í ár jöfn þjóðarframleiðslunni 2007. Þetta eru sex glötuð ár,“ segir Heisbourg sem telur að stjórn- málamenn í kreppulöndunum muni ekki una þessu mikið lengur. Valið standi öðrum þræði milli tvegga erf- iðra kosta. Að halda áfram á sömu braut hægs vaxtar og mikils atvinnu- leysis, með þeim óróa í stjórnmálum sem því fylgi, eða hverfa frá evrunni og taka á ný upp þjóðarmynt í a.m.k. sumum ríkjanna. Fordæmi um slíkt megi sækja til Brasilíu þar sem skipt hafi verið um mynt í júlí 1994 án meiri háttar rösk- unar fyrir efnahagslíf landsins. Heisbourg neitar því ekki að slík aðgerð sé hvorki einföld né ókeypis. Gjaldið fyrir óbreytt ástand á evru- svæðinu sé hins vegar hærra. Framtíð Evrópusambandsins sé í uppnámi, enda eigi þrjár af fjórum stoðum fjórfrelsins undir högg að sækja. Í fyrsta lagi sé komin upp mikil andstaða í mörgum ríkjum við frjálsan flutning á fólki, til dæmis í Bretlandi gagnvart innflytjendum frá Austur-Evrópu. Í öðru lagi grafi vaxandi þjóðernishyggja og áhersla á innlenda framleiðslu undan frjálsum flutningum á vörum. Þessarar til- hneigingar verði til dæmis vart í Frakklandi. Í þriðja lagi gangi það gegn frjálsu flæði fjármagns að bankar í til dæmis Þýskalandi og Frakklandi séu farnir að lána fyrst og fremst á innanlandsmarkað. Sókn á erlenda markaði sé á undanhaldi. Í fjórða og síðasta lagi sé frelsi til þjónustu hins vegar enn sem komið er í vari frá þessum straumum. Orðræðan fari að breytast Heisbourg segir fulltrúa fram- kvæmdastjórnar ESB enn ræða um kreppuna á evrusvæðinu á þann veg að rætur hennar liggi í fjármála- kreppunni í Bandaríkjunum, sem síðan hafi borist yfir Atlantshafið. „Þessi túlkun er röng. Það var enda aðeins tímaspursmáls hvenær kreppan myndi hefjast í Evrópu,“ segir Heisbourg sem telur aðspurður að þessi málflutningur muni senn víkja fyrir annarri umræðu. Þrátt fyrir að tekist hafi að koma á tímabundnum stöðugleika á evru- svæðinu sé það óumflýjanleg stað- reynd að mörg evruríkin geti ekki slitið af sér skuldafjötrana nema með hagvexti og útflutningi. Fyrr eða síð- ar muni sá veruleiki knýja fram rót- tækar breytingar á evrusvæðinu. Spáir niðurbroti evrusvæðisins  Franskur sérfræðingur í alþjóðamálum telur evrusvæðið ekki geta gengið áfram í óbreyttri mynd  Stofnfeður evrusvæðisins hafi gert ráð fyrir pólitískum samruna sem ekki hafi orðið að veruleika Morgunblaðið/Þórður Sérfræðingur Heisbourg mun gera grein fyrir sjónarmiðum sínum á fyrirlestri við Háskóla Íslands í dag. Dýrkeypt sjálfsblekking » Heisbourg segir forystu- menn ESB hafa blekkt sjálfa sig þegar kreppan skall á. » Þeir hafi talið sér trú um að kreppan hafi komið frá Banda- ríkjunum og að hún hefði ekk- ert með hið mikla ójafnvægi á evrusvæðinu að gera. » Vísar Heisbourg þar meðal annars til misjafnrar sam- keppnishæfni evruríkjanna. Heisbourg heldur opinn fyrirlestur um evruna og ESB á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Ís- lands og Rannsóknarseturs um ný- sköpun og hagvöxt, RNH, í dag, laugardaginn 5. apríl, klukkan 11-12 í Odda, stofu O-202, í Háskóla Ís- lands. Samtökin Þjóðráð og Heims- sýn standa einnig að fyrirlestrinum. Fram kemur á vef RNH að Heisbourg, sem er fæddur 1949, hafi hlotið menntun sína í franska stjórn- sýsluháskólanum, L’École nationale d’administration (ENA). Hann starfaði í franska utanríkisráðu- neytinu frá 1978 til 1984 og var þá meðal annars öryggisráðgjafi utan- ríkisráðherra Frakklands. Hann var aðstoðarframkvæmdastjóri vopna- og raftækjasmiðjunnar Thomson- CSF 1984-1987, eftir að Mitterrand forseti hafði þjóðnýtt hana. Á vef RNH segir að bók Heisbourgs, La Fin du Rêve Européen, Endalok evrópska draumsins, sem kom út sl. haust, hafi vakið mikla athygli. Heldur opinn fyrirlestur við Háskóla Íslands í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.