Morgunblaðið - 05.04.2014, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014
Laugardagstilboð
– á völdum dúkum, servéttum og kertum
SE
RV
ÉT
TÚ
R
KE
RT
I
DÚ
KA
R
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
®
Ýmisservéttubrot
Sjá hér!
Opið laugardaga kl. 10-16
Viltu selja bílinn?
Við staðgreiðum
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Pólitískur óstöðugleiki í Evrópu mun
magnast á næstu árum vegna vand-
ans á evrusvæðinu og mun fyrr en
síðar þvinga fram róttækar breyt-
ingar. Björgun evrusvæðisins myndi
enda kalla á frekari samruna þjóð-
ríkjanna sem ekki er stuðningur fyr-
ir meðal almennings í ESB.
Á þennan veg má draga saman sýn
François Heisbourg á framtíð evru-
svæðisins en hann er forstöðumaður
virtrar stofnunar í Lundúnum, Inter-
national Institute for Strategic Stud-
ies, þar sem alþjóða- og öryggismál
eru krufin.
Heisbourg er stuðningsmaður
Evrópusambandsins og telur að Ís-
land eigi að ganga í sambandið.
Hann kveðst fylgjandi frekari
samruna ESB-ríkjanna og nefnir í
því efni sameiginlega skattheimtu og
yfirstjórn, líkt og til dæmis í Banda-
ríkjunum og Brasilíu.
Þurfi að bíða í tvo áratugi
Heisbourg telur hins vegar að
setja þurfi áætlanir um slíkan sam-
runa á ís í tvo áratugi hið minnsta.
„Það er ekki langur tími. Evrópu-
samruninn hófst fyrir um 65 árum.
Þurfi að bíða með frekari samruna í
tvo áratugi til þess að bjarga megi
Evrópusambandinu verður svo að
vera,“ segir Heisbourg og víkur að
þeim djúpstæðu ágöllum sem hann
telur vera á evrusvæðinu.
Stofnun evrusvæðisins sé hluti af
pólitískri sýn Helmuts Kohl, fyrsta
kanslara sameinaðs Þýskalands, og
François Mitterrand, Frakklands-
forseta, á framtíð Evrópu í kjölfar
falls Berlínarmúrsins 1989.
Leiðtogarnir hafi yfir kvöldverði í
Strasbourg haustið 1989 sett markið
á pólitíska og efnahagslega samein-
ingu Evrópu. Fyrsta skrefið í átt að
evrusvæðinu hafi verið stigið með
Maastricht-sáttmálanum 1992. Með
honum hafi Maastricht-skilyrðin um
inngönguskilyrði í evrusvæðið verið
innleidd. Það hafi markað upphaf
hinnar sameiginlegu myntar sem ýtt
var úr vör í nokkrum ríkjum 1999.
Samruni á stjórnmálasviðinu hafi
hins vegar ekki fylgt með. Stefnu-
smiðir hjá Evrópusambandinu hafi í
sjálfsblekkingu horft hjá afleiðingum
þessa ójafnvægis milli efnahagslegs
og stjórnmálalegs samruna með af-
leiðingum sem við blasi; djúpstæðri
skuldakreppu og óróa.
Heisbourg segir Þýskaland njóta
góðs af því að evran sé of lágt skráð-
ur gjaldmiðill miðað við efnahags-
legan styrk þessa stærsta hagkerfis
Evrópu. Það styðji útflutning.
Öðru máli gegni um evruríkin í
suðri, eins og Ítalíu og Spán. Þar sé
styrkur evrunnar hindrun í vegi
efnahagslegrar viðreisnar í gegnum
aukinn útflutning. Ríkin í suðurhluta
álfunnar geti ekki lagað gengið að
efnahagslegum veruleika og þurfi því
að grípa til sársaukafulls niður-
skurðar sem sé dragbítur á hagvöxt.
Máli sínu til stuðnings bendir hann á
að kínverska hagkerfið hafi stækkað
um 70% síðan 2007, hið indverska um
40%, hið bandaríska um 30% en
þýska hagkerfið aðeins um 5%.
„Þetta eru sex glötuð ár“
„Og Þýskaland á að vera dæmi um
velgengni! Á þessu tímabili hefur
hagkerfi evrusvæðisins ekki vaxið,
heldur staðið í stað. Staðan er verri í
sumum ríkjum. Ítalska hagkerfið
hefur til dæmis dregist saman um
5%. Samanlögð þjóðarframleiðsla
evruríkjanna varð á fyrsta ársfjórð-
ungi í ár jöfn þjóðarframleiðslunni
2007. Þetta eru sex glötuð ár,“ segir
Heisbourg sem telur að stjórn-
málamenn í kreppulöndunum muni
ekki una þessu mikið lengur. Valið
standi öðrum þræði milli tvegga erf-
iðra kosta. Að halda áfram á sömu
braut hægs vaxtar og mikils atvinnu-
leysis, með þeim óróa í stjórnmálum
sem því fylgi, eða hverfa frá evrunni
og taka á ný upp þjóðarmynt í a.m.k.
sumum ríkjanna.
Fordæmi um slíkt megi sækja til
Brasilíu þar sem skipt hafi verið um
mynt í júlí 1994 án meiri háttar rösk-
unar fyrir efnahagslíf landsins.
Heisbourg neitar því ekki að slík
aðgerð sé hvorki einföld né ókeypis.
Gjaldið fyrir óbreytt ástand á evru-
svæðinu sé hins vegar hærra.
Framtíð Evrópusambandsins sé í
uppnámi, enda eigi þrjár af fjórum
stoðum fjórfrelsins undir högg að
sækja. Í fyrsta lagi sé komin upp
mikil andstaða í mörgum ríkjum við
frjálsan flutning á fólki, til dæmis í
Bretlandi gagnvart innflytjendum
frá Austur-Evrópu. Í öðru lagi grafi
vaxandi þjóðernishyggja og áhersla á
innlenda framleiðslu undan frjálsum
flutningum á vörum. Þessarar til-
hneigingar verði til dæmis vart í
Frakklandi. Í þriðja lagi gangi það
gegn frjálsu flæði fjármagns að
bankar í til dæmis Þýskalandi og
Frakklandi séu farnir að lána fyrst
og fremst á innanlandsmarkað. Sókn
á erlenda markaði sé á undanhaldi.
Í fjórða og síðasta lagi sé frelsi til
þjónustu hins vegar enn sem komið
er í vari frá þessum straumum.
Orðræðan fari að breytast
Heisbourg segir fulltrúa fram-
kvæmdastjórnar ESB enn ræða um
kreppuna á evrusvæðinu á þann veg
að rætur hennar liggi í fjármála-
kreppunni í Bandaríkjunum, sem
síðan hafi borist yfir Atlantshafið.
„Þessi túlkun er röng. Það var
enda aðeins tímaspursmáls hvenær
kreppan myndi hefjast í Evrópu,“
segir Heisbourg sem telur aðspurður
að þessi málflutningur muni senn
víkja fyrir annarri umræðu.
Þrátt fyrir að tekist hafi að koma á
tímabundnum stöðugleika á evru-
svæðinu sé það óumflýjanleg stað-
reynd að mörg evruríkin geti ekki
slitið af sér skuldafjötrana nema með
hagvexti og útflutningi. Fyrr eða síð-
ar muni sá veruleiki knýja fram rót-
tækar breytingar á evrusvæðinu.
Spáir niðurbroti evrusvæðisins
Franskur sérfræðingur í alþjóðamálum telur evrusvæðið ekki geta gengið áfram í óbreyttri mynd
Stofnfeður evrusvæðisins hafi gert ráð fyrir pólitískum samruna sem ekki hafi orðið að veruleika
Morgunblaðið/Þórður
Sérfræðingur Heisbourg mun gera grein fyrir sjónarmiðum sínum á fyrirlestri við Háskóla Íslands í dag.
Dýrkeypt sjálfsblekking
» Heisbourg segir forystu-
menn ESB hafa blekkt sjálfa
sig þegar kreppan skall á.
» Þeir hafi talið sér trú um að
kreppan hafi komið frá Banda-
ríkjunum og að hún hefði ekk-
ert með hið mikla ójafnvægi á
evrusvæðinu að gera.
» Vísar Heisbourg þar meðal
annars til misjafnrar sam-
keppnishæfni evruríkjanna.
Heisbourg heldur opinn fyrirlestur
um evruna og ESB á vegum
Alþjóðamálastofnunar Háskóla Ís-
lands og Rannsóknarseturs um ný-
sköpun og hagvöxt, RNH, í dag,
laugardaginn 5. apríl, klukkan 11-12
í Odda, stofu O-202, í Háskóla Ís-
lands. Samtökin Þjóðráð og Heims-
sýn standa einnig að fyrirlestrinum.
Fram kemur á vef RNH að
Heisbourg, sem er fæddur 1949, hafi
hlotið menntun sína í franska stjórn-
sýsluháskólanum, L’École nationale
d’administration (ENA). Hann
starfaði í franska utanríkisráðu-
neytinu frá 1978 til 1984 og var þá
meðal annars öryggisráðgjafi utan-
ríkisráðherra Frakklands. Hann var
aðstoðarframkvæmdastjóri vopna-
og raftækjasmiðjunnar Thomson-
CSF 1984-1987, eftir að Mitterrand
forseti hafði þjóðnýtt hana. Á vef
RNH segir að bók Heisbourgs, La
Fin du Rêve Européen, Endalok
evrópska draumsins, sem kom út sl.
haust, hafi vakið mikla athygli.
Heldur opinn fyrirlestur
við Háskóla Íslands í dag