Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 24
ÚR BÆJARLÍFINU Atli Vigfússon Þingeyjarsýsla Sólin hefur skinið glatt á Þing- eyinga undanfarna daga og svellin hafa látið mikið undan í sólbráðinni. Bændum er það mikill léttir og vona að vorið verði gott með mikilli spret- tutíð. Langt er í land að allur snjór bráðni og vonandi fer að sjást í girð- ingar sem hurfu í haust suður í döl- um. Dæmi er um að þurft hafi að girða tvisvar til þrisvar ofan á girð- ingar sem voru í kafi til þess að halda hestum í hólfum sem þeim var ætlað að vera í. Sumir hafa sagt að þeir hafi ekki séð svona snjó í fjöru- tíu ár.    Svanirnir voru fljótir að svífa milli bæja þegar veðrið batnaði og athuga hvort ekki fyndist nýrækt sem væri að koma undan svellunum. Þeir eru snemma á ferðinni þetta vorið og fleiri en venja er til. Fjöru- tíu svanir í einni nýrækt þurfa heil- mikið í svanginn og þeir eru ánægðir þegar þeir sulla í ræktarlöndum bænda og háma í sig góðgætið, leifar af vallarfoxgrasi og rætur með. Margir tala um þetta sem vandamál, en því er ekki að neita að þeir eru tignarlegir á túnunum þegar þeir teygja úr hálsinum og hefja sig til himins.    Kýr eru margar í fjósum, því all- ir reyna að framleiða mjólk eins og þeir geta. Kelfdar kvígur liggja ekki á lausu, auk þess sem þær hafa hækkað í verði. Mjólkurflutningar gengu brösuglega á dögunum í ótíð- inni og margir bíða þess með til- hlökkun þegar göng gegnum Vaðla- heiði verða tekin í notkun. Þeir sem mestu mjólkina hafa voru orðnir áhyggjufullir í stórhríðinni um að þurfa að hella niður vegna pláss- leysis.    Hestamennska er vaxandi áhugamál í héraðinu og með tilkomu Bústólpahallarinnar sunnan Húsa- víkur hafa opnast möguleikar í þeirri grein sem ekki voru áður. Nám- skeiðahald fyrir unga sem aldna, tamningar og fleira sem tengist bú- greininni fer fram í því húsnæði og fólk er ekki lengur háð veðri og vind- um að öllu leyti ef það vill fara á hestbak. Þá hafa risið ný hesthús við höllina og reiknað er með að þau verði fleiri er fram líða stundir.    Leikdeild Eflingar í Reykjadal er með þrjár sýningar um helgina á leikritinu Í beinni eftir Hörð Þór Benónýsson. Þetta er samtímaverk og gamandrama þar sem fjallað er um fréttamat nútímans og skyggnst í fjölskyldulíf nokkurra persóna. Tónlistina samdi Jaan Alavere og leikstjóri er Jenný Lára Arnórs- dóttir. Í ár er 110 ára afmæli Efl- ingar og þótti því tilefni til að halda upp á það með góðri sýningu. Reyk- dælir hafa sýnt og sannað að þeir eru góðir leikarar og með þátttöku nemenda í Framhaldsskólanum á Laugum hefur leiklistin dafnað á undanförnum árum sem aldrei fyrr. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hestamennska Nýtt hesthúsahverfi er að rísa sunnan Húsavíkur. Það býður upp á mikla möguleika. Svellin hafa látið mikið und- an í sólbráðinni undanfarið 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014 Rauði krossinn er með sérstakt skósöfnunarátak nú fyrir páska. Fólk er hvatt til að taka til í hirslum og geymslum og koma gömlum skófatnaði í endurvinnslu hjá Rauða krossinum. Ekki þarf að gera sér sérstaka ferð því tekið er á móti skónum í öllum fatagámum félags- ins um allt land, á enduvinnslu- stöðvum Sorpu og grennd- arstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. „Rauði krossinn ítrekar að hægt er að gefa fatnað og skó allan ársins hring í söfnunargáma Rauða kross- ins. Ekki eru undanskilin hand- klæði, rúmföt, gluggatjöld né held- ur stöku sokkarnir því mikil verðmæti eru fólgin í allri vefnaðar- vöru,“ segir í tilkynningu. Að sögn Rauða krossins eru ár- lega um þúsund tonn af fötum og klæði urðuð hérlendis. Þessu öllu væri hægt að koma í endurvinnslu og skapa um leið tekjur fyrir verk- efni samtakanna. „Með því að gefa fatnað leggur fólk Rauða krossinum lið og styrkir neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis. Fatnaði er úthlutað til berskjaldaðra um allt land og til aðila erlendis, og hann er til sölu í Rauðakrossbúðunum. Það sem ekki nýtist beint sem fatnaður er selt til endurvinnslu.“ Rauði krossinn þigg- ur skó með þökkum Laugardaginn 5. apríl mun fatlað fólk koma saman og halda leiðar- þing. Þingið er ætlað fólki með þroska- hömlun þar sem það mun ræða nokkur mikilvæg málefni sem snúa að því og álykta um þau. Rætt verð- ur um atvinnumál, viðhorf til fatl- aðs fólks og aðgengi. Leiðarþingið er haldið að Háa- leitisbraut 13 á 4. hæð. Komið verð- ur saman kl. 11.00, þing sett og síð- an hefjast umræður í hópum þar sem fjallað verður um hvert mál- efni fyrir sig. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðar- þing er haldið með þessum hætti þar sem fólk með þroskahömlun kemur að öllum þáttum. Málefni fatlaðs fólks rædd á leiðarþingi Í dag, laugardaginn 5. apríl, verð- ur haldinn flóamarkaður á Eið- istorgi á Seltjarnarnesi milli kl. 11 og 17. Markaðurinn hefur verið haldinn fyrsta laugardag í hverj- um mánuði í nokkurn tíma og nýt- ur aukinna vinsælda, segir í til- kynningu. Markaðurinn er að skandinavískri fyrirmynd þar sem fólk kemur með kompudót, hand- verk, listmuni, föt, skartgripi, bús- áhöld, borðbúnað, lampa, mynd- aramma, leikföng, bækur, húsgögn og fleira. Flóamarkaður á Sel- tjarnarnesi í dag STUTT Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fimm sveitarfélög af átta í Árnes- sýslu hafa ákveðið að kanna hug íbúa til mögulegrar sameiningar sveitarfé- laga. Það verður gert við sveitar- stjórnarkosningar í vor. Þau eru Ár- borg, Hrunamannahreppur, Hvera- gerðisbær, Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti 13. mars sl. að samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor færi fram skoðanakönnun á meðal bæjarbúa um afstöðu þeirra til sam- einingar við önnur sveitarfélög. Ætl- unin er að þeir sem eru hlynntir sam- einingu geti einnig valið um þrjá til fjóra sameiningarkosti. Skoðana- könnunin á að vera ráðgefandi fyrir næstu bæjarstjórn. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar ákvað einnig að kynna öðrum sveitarfélögum í Árnes- sýslu þessi áform svo þau gætu einnig efnt til slíkra skoðanakannana um hug íbúanna til sameiningar sveitar- félaga. „Við viljum kanna hug bæjarbúa með þessari skoðanakönnun,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það yrði til mjög kraftmikið sveitarfélag með samein- ingu sveitarfélaga hér í Árnessýslu. Hvort sem það yrði Árnessýsla utan Árborgar eða Árnessýsla öll.“ Aldís sagði að Hveragerðisbær gæti vel verið sjálfstætt sveitarfélag áfram en ýmsir möguleikar myndu fylgja sameiningu sveitarfélaga. Hún lagði áherslu á að skoðanakönnunin yrði fyrst og fremst ráðgefandi. Kæmi fram sameiningartillaga yrði kosið um hana sérstaklega þegar þar að kæmi. Gott samstarf er á milli sveitarfé- laga í Árnessýslu, að sögn Aldísar. Hveragerði og Ölfus reka t.d. saman grunnskóla í Hveragerði. Uppsveit- irnar eru með sameiginlegan bygg- ingarfulltrúa. Samstarf sveitarfélaga í Árnesþingi, utan Árborgar, hefur aukist mikið á kjörtímabilinu. Búið er að sameina velferðarþjónustu sveitar- félaganna og eins sérfræðiþjónustu skólanna. Öll sveitarfélög sýslunnar starfa saman í gegnum byggðasam- lög og að verkefnum eins og héraðs- skjalasafni, byggðasafni og listasafni. Brunavarnir, eldvarnaeftirlit og al- mannavarnir eru einnig sameiginleg verkefni. Kanna hug til sameiningar  Íbúar í fimm sveitarfélögum Árnessýslu spurðir um sameiningu sveitarfélaga Morgunblaðið/Golli Árnessýsla Kanna hug fólks til sameiningar sveitarfélaga. Árnessýsla » Stærsta sveitarfélag Árnes- sýslu er Sveitarfélagið Árborg. Þar búa um 7.900 manns en í sýslunni allri um 15.400 íbúar. » Önnur sveitarfélög í sýsl- unni eru Skeiða- og Gnúpverja- hreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Sveitarfé- lagið Ölfus, Flóahreppur og Hveragerðisbær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.