Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2014 ✝ SigtryggurValdemarsson fæddist 10. desem- ber 1927 í Böðv- arsnesi, Fnjóska- dal. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 22. mars 2014. Hann var sonur hjónanna Valde- mars Valdemars- sonar, f. 10. maí 1880 í Böðvarsnesi, d. 18. maí 1962, og Svanhildar Sig- tryggsdóttur, f. 1. febrúar 1892 í Krosshúsum í Flatey á Skjálfanda, d. 14. júní 1971. Systkini hans voru Sigríður Valdemarsdóttir, f. 4. febrúar 1918, d. 15. desember 2013, bóndi í Böðvarsgarði, Fnjóska- dal, og Kristján Valdemars- son, f. 21. apríl 1920, d. 6. maí 2010, bóndi í Böðvarsnesi, Fnjóskadal. Sigtryggur var kvæntur El- 1984, í sambúð með Guðrúnu Hrönn Guðmundsdóttur, son- ur þeirra Sveinbjörn Sölvi. Eftirlifandi eiginkona Sig- tryggs er Valborg Gunn- arsdóttir frá Hauganesi, f. 1939. Synir hennar eru: 1) Gunnar Helgi Kristjánsson, f. 1957, kvæntur Ingibjörgu Tómasdóttur, synir þeirra Níels Halldór, f. 1990, og Val- ur Borgar, f. 1992. 2) Jens Óli Kristjánsson, f. 1959, d. 2011, eftirlifandi kona hans er Anna Guðrún Ásgeirsdóttir, börn þeirra Sigrún Jenný, f. 1994, og Jens Kristófer, f. 2002. Fyrir átti Jens þau Kristján Halldór, f. 1980, og Rakel, f. 1990. Sigtryggur vann sem bíl- stjóri alla sína starfsævi, fyrst í vegavinnu, síðar sem mjólk- urbílstjóri og frá 1959 sem vörubifreiðarstjóri í akstri víða um land en lengst af á milli Akureyrar og Reykjavík- ur. Lengst af var Sigtryggur búsettur á Akureyri. Útför Sigtryggs fer fram frá Draflastaðakirkju í dag, 5. apríl 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í heimagrafreit í Böðvarsnesi. ínu Stefánsdóttur, f. 1935. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Svanhildur, f. 1957, búsett á Ak- ureyri, gift Frosta Meldal, börn þeirra Tryggvi Már, f. 1977, kvæntur Silleyju Hrönn Ásgeirs- dóttur, Sigrún Ella, f. 1981, og Fanný Rut, f. 1984, í sambúð með Hjalta Þór Hreinssyni, synir þeirra Rúnar Frosti og Arnar Hreinn. 2) Gunnar, f. 1959, kvæntur Rósu Ingibjörgu Sveinbjörnsdóttur, börn þeirra Sigtryggur, f. 1993, og Elísabet Rósa, f. 1998. Börn Rósu, fósturbörn Gunnars, Halldóra Smáradótt- ir, f. 1982, í sambúð með Sandor Matus, börn þeirra Viktor Smári, Aron Gunnar og Sara Sif. Friðrik Smárason, f. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku pabbi og tengdapabbi, takk fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman og allt sem þú hefur okkur kennt. Við mun- um í hjarta okkar geyma allar þær minningar sem við eigum um þig, öll gullkornin, ásamt sögun- um sem ekki eru fáar. Við mun- um halda þessum sögum á lofti til þess að leyfa öðrum að gleðjast, allt í þínu nafni. Við efumst ekki um það að aðrir munu hlæja líkt og við gerðum alltaf þegar við hlustuðum á frásagnir þínar. Elsku pabbi og tengdapabbi, minning þín er ljós í lífi okkar. Gunnar og Rósa. Þá hefur hann Sigtryggur afi minn og nafni kvatt okkur og mig langar að minnast hans í nokkrum orðum. Afi var bílstjóri að atvinnu og þegar ég var yngri fékk ég að sitja í með afa í stóru bílunum hans. Ég minnist einnar ferðar þegar ég var átta ára og fór með afa suður til Reykjavík- ur, þá hafði ég kvartað yfir því að hafa aldrei farið til útlanda og var sendur með afa í ferð sem hefði alveg eins getað verið til útlanda í huga ungs drengs. Þá tók aðeins lengri tíma að ferðast á milli Akureyrar og Reykjavík- ur og þann tíma sem ferðin tók sat ég sáttur með afa alla leið. Þegar að þeim tíma kom að ég mátti hefja ökunám höfðu nýjar reglur verið teknar upp um æf- ingaakstur og auðvitað fékk ég afa til að vera leiðbeinandi enda hafði hann kennsluréttindi því hann var með svo gamalt bílpróf, þannig fékk ég að keyra Patról- inn hans afa undir hans leiðsögn. Afi hafði unun af því að segja sögur og sagði líka skemmtilega frá og bætti við ef þurfti, ég geymi þessar sögur í minni mínu. Sambandið minnkaði þeg- ar ég fullorðnaðist, en ég átti með afa góðar stundir í Böðv- arsgarði síðasta sumar þar sem ég hlustaði á hann segja sögur eins og honum var einum lagið og fór með honum upp að Syðra- Hóli í hans hinsta sinn og horfð- um við út yfir Fnjóskadalinn í frábæru skyggni og veðri. Kæri afi, ég veit að þú ert kominn á góðan stað þar sem vel var tekið á móti þér, hafðu þakk- ir fyrir allar góðu stundirnar. Þinn Tryggvi Már. Elsku afi minn. Ég sakna þín sárt og finnst erfitt að þurfa kveðja þig. Við eigum svo marg- ar góðar minningar saman. Ein af fyndnustu minningunum er þegar þú týndir gleraugunum þínum og við amma fórum að hjálpa þér að leita. Eftir mikla leit fann ég loksins gleraugun þín í ruslinu og fannst okkur ömmu það mjög fyndið. Við gát- um setið tímunum saman og horft á teiknimyndina Dolla og ekki var verra ef amma var búin að kaupa snakk og ís handa okk- ur. Afi kallaði mig oft höfðingj- ann og spurði ömmu annað slag- ið hvort höfðinginn væri ekki á leiðinni í heimsókn til að horfa á Dolla eða Emil í Kattholti með sér. Síðasta sumar réð afi mig í vinnu til sín við að slá garðinn og gerði afi samning við mig. Við afi áttum margar góðar stundir saman í Lerkilundinum og þótti okkur ekki leiðinlegt að fá ný- bakaðar pönnukökur hjá ömmu. Þegar ég var yngri sótti afi mig oft á leikskólann og ég var mikið með þeim ömmu í Lerkilundin- um. Afi, þú vissir svo mikið og varst duglegur að segja mér frá því hvernig hlutirnir voru í gamla daga. Ég á gamla pen- ingaseðla sem þú gafst mér og ég ætla að passa vel upp á þá. Mér finnst skrítið að fara í graut á laugardögum og það er enginn afi heima. Ég ætla að vera duglegur að fara til ömmu og passa hana. Ég ætla að að- stoða hana eins og ég get ef það þarf að slá garðinn eða moka snjó. Til himins upp hann afi fór, en ekkert þar hann sér, því gleraugunum gleymdi hann í glugganum hjá mér. Hann sér ei neitt á bréf né bók né blöðin sem hann fær. Hann fer í öfug fötin sín, svo fólkið uppi hlær. Þótt Biblíuna hafi hann, sem hæst í skápnum er, hann finnur ekki augun sín og enga línu sér. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) Þinn afastrákur, Jens Kristofer. Mér dettur margt í hug þegar kemur að því að minnast afa. Eftir að ég fór að muna eftir mér var afi alltaf til staðar með sína greiðvikni og aldrei sagði hann nei. Það var alveg sama hvað ég bað hann um, hann gerði það fyrir mig og áður en ég fékk bílpróf skutlaði hann mér í ófá skiptin. En svo síðasta árið hans í þessu lífi breyttist það og ég fór að keyra fyrir hann og þannig gat ég bætt að- eins upp hans þjónustu gagnvart mér. Afi fylgdist með mér dag- lega, fylgdist vel með hvernig mér gekk í skólanum og þegar ég átti við veikindi að stríða var hann einn af þeim sem stóðu þétt við bakið á mér. Hann keyrði mig til Dalvíkur þar sem ég vann. Afi sagði mér sögur af samferðamönnum sínum og voru þær stundum frekar ótrúlegar, þegar hann sá svipbrigði mín sagði hann „Þetta er alveg satt“ þótt hann vissi að það væri nú kannski búið að breyta sögunni. En það er svo sem alveg rétt að góð saga á aldrei að gjalda fyrir sannleikann. Eitt sinn gaf ég honum melónu sem hann hafði aldrei smakkað. Hann sagði hana vera ágæta, en þegar ég leit aftur á hann var hann farinn að borða börkinn af melónunni, þá brosti ég og sagði „Afi þú átt ekki að borða börkinn“ þá svar- aði hann „Nú það hlaut að vera þetta var eitthvað skrítið, þetta bragðast eins og fóðurblanda“. Þegar ég fékk leyfi til æfinga- aksturs var afi meira en tilbúinn að sjá um það og það voru ekki leiðinlegir tímar. Samviskusam- lega setti ég æfingaskiltið í aft- urgluggann hjá afa og svo var ekið um. En í lok eins tímans gleymdist að taka skiltið úr glugganum og tók afi eftir því tveimur dögum síðar að skiltið var enn í glugganum og hann búinn að keyra um allt með skiltið í afturglugganum. Þótt að það sé mjög sárt að missa hann veit ég að þetta ár hefur verið mjög kvalafullt og hann vildi frekar fá að fara en að lifa í verkjum. Mér þykir óendanlega vænt um þennan mann og mun minn- ing hans alltaf vera hjá mér, og þá sérstaklega þegar ég lít á myndina sem var tekin af okkur á ættarmótinu sl. sumar. En sú mynd er líklega einhver besta mynd sem ég mun eiga á ævinni. Þá mun ég einnig minnast með þakklæti þeirra spjallstunda sem við pabbi áttum með honum síð- asta árið. Þá vildi hann ánafna mér einkabílnúmer sitt, A 534, og mun ég stoltur aka með það þó hraðinn verði stundum eitt- hvað meiri eftir að ég tek við því. Hann keyrði alltaf hægt og var- lega og innan fjölskyldunnar var stundum rætt að hann væri frumkvöðull að því að settur hefði verið á 30 km hámarks- hraði innanbæjar. Ég mun kveðja hann sorg- mæddur í dag og verð að sætta mig við það að geta ekki kíkt á rúntinn með afa. Við áttum mjög margar góðar stundir saman þótt maður vildi alltaf að þær hefðu verið fleiri. Sárt mun þín sakna, en minningarnar margar mun ég í hugarfylgsnum mér ávallt geyma. Gerla ég veit, að gæta þín munu Guðs englar góða ferð afi, í ljóssins helgustu heima. (E. Halls) Þinn Sigtryggur. Elsku afi, það var erfitt að sjá þig svona lasinn á sjúkrahúsinu en ég er þakklát fyrir að hafa kvatt þig og séð að þér leið orðið vel og þar með laus við alla verki. Við hittumst kannski ekki á hverjum degi en þú fylgdist alltaf með mér og þegar þú komst á Stjörnusól til að hitta mömmu spurðir þú alltaf eftir mér og baðst hana að skila kveðju til mín frá þér, mér þótti alltaf rosalega vænt um að fá þessar kveðjur frá þér og varð alltaf mjög glöð þegar mamma sagði mér að þú hefðir verið að spyrja eftir því hvernig mér gengi í þessu og hinu. Þú hafðir alltaf svörin á hreinu. Ef mér leið ekki vel og hafði einhverjar áhyggjur þá varstu fljótur að svara: „Það verður að gera eitt- hvað í þessu,“ en aftur á móti brostir þú allan hringinn þegar þú fréttir að vel gengi. Ég hef oft haft orð á því að þú talaðir gamalt mál sem ég skildi stund- um ekki alveg, en pabbi er það líkur þér að hann talar sama mál og þú. Stundum skil ég hann ekki alveg en finnst alltaf gaman að heyra hann tala, þessu mun ég aldrei gleyma. Elsku afi minn, hvíl þú í friði, ég á eftir að hugsa til þín á hverjum degi þangað til við hittumst á ný. Þín afastelpa, Elísabet Rósa. Elsku Sigtryggur afi, hér sitj- um við saman systkinin og för- um yfir þær minningar sem við eigum um þig, það er vert frá því að segja að okkar helsta minning um þig er gleði, þér fylgdi ávallt gleði og hamingja sem er ein sú besta minning sem við eigum um þig og hana mun- um við varðveita. Þegar Gunni pabbi okkar kom inn í líf okkar tók hann okkur opnum örmum líkt og við hefðum þekkst allt frá upphafi og það gerðir þú líka, þú gerðir ekki mun á okkur og öðr- um barnabörnum þínum sem lýsir góðmennsku þinni. Þú varst stór og sterkur karl í okk- ar augum, keyrðir flutningabíl sem annað okkar hafði þó aðeins meiri áhuga á en með visku þinni og hæfileikum tókst þér að kveikja áhuga okkar beggja á starfi þínu sem flutningabíl- stjóri. Það verður erfitt að sam- þykkja það að þú sért farinn frá okkur, en minningarnar um þig munu leiða okkur áfram. Að lok- um viljum við að þú vitir, elsku afi, að við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þau kynni hafa gert okkur að betri manneskjum og munum við segja börnum okkar frá þér og sögunum sem við höfum af þér, en af nógu er að taka. Við efumst ekki um það að á þeim stað þar sem þú ert núna eru hlátrasköll og hamingja. Elsku afi, megir þú hvíla í friði. Halldóra og Friðrik. Sofna mátt þú sæll í þínum varpa, sólskinið er búið, vinur minn, uppi á uglu hangir vorsins harpa; hún er köld og strengjalaus um sinn, áður hóf hún söngvaseið í blænum sunnanundir kálgarðsveggnum grænum, ó, þið tvö, sem lögðuð kinn við kinn, hunangsflugan bar í hunangsbolla blómahunang, rækti vel sitt bú, randaði út og inn, átti stefnumót við bikar þinn, margs er góðs að minnast, vinur minn, luktur knappur, blóm og biðukolla, þetta allt varst þú þó að frjósi nú, og þú veist að einhver þinna róta upp mun sprota skjóta, vaxa á ný og verða stærri en þú. (Guðmundur Böðvarsson) Hvíl í friði, elsku afi. fyrir hönd afa- og langafabarna. Sigrún Ella Meldal. Í dag kveð ég góðan mann sem var alveg stórkostlegur viskubrunnur og vel lesinn, skemmtilegur var hann og ávallt stutt í húmorinn. Mér finnst það forréttindi að hafa verið svo heppin að kynnast honum. Hann var mínum börnum afi af mikilli alúð og alltaf til í að horfa á bíó- myndir, nú eða skreppa í bíltúr og hvað annað sem þeim þótti gaman að gera. Sárt er að kveðja þennan snilling sem hann var. Hef ég trú á að Sigtryggur haldi áfram að fylgjast með Völlu sinni og sínu fólki þótt hann sé horfinn á brott, eins og hans var von og vísa. Ég bið al- góðan Guð að styrkja Völlu og aðra afkomendur í sorg sinni. Anna Guðrún Ásgeirsdóttir. Sigtryggur Valdemarsson Það var spenna í lofti hjá okkur ný- nemunum haustið 1966 þegar við hóf- um nám í MR. Skólanum var skipt í stelpna- og strákabekki eins og þá tíðk- aðist í MR. Það var nýjung fyrir okkur, en vandist vel. Við vorum nokkrar sem komum úr Gaggó Von og lentum í sama bekk, annars kom hópurinn víða að. Það var strax ljóst að það var Steinunn Kristín Árnadóttir ✝ Steinunn Krist-ín Árnadóttir fæddist 24. febrúar 1950. Hún lést 27. mars 2014. Útför Steinunnar fór fram 4. apríl 2014. fjörlegur hópur sem skipaði 3. G. Eftir þriðja bekk skiptist bekkurinn og við sem sett- umst í 4. bekk A héldum svo til óbreytt hópinn þar til við útskrifuð- umst vorið 1970. Við bekkjarsyst- urnar áttum góð ár saman í MR. Það ríkti samkennd, gleði og prakk- araskapur sem bitnaði að sjálf- sögðu eitthvað á náminu, en hvað með það. Við lifðum í núinu, við vorum 68 kynslóðin og í uppreisnarhug. Við vorum hippar sem vildum elska en ekki berjast. Heimurinn og framtíðin var okkar. Við eigum margar minningar um skondnar uppá- komur og ógleymanlega og lit- ríka kennara frá þessum árum. Við undirritaðar þekktumst úr Gaggó Von og héldum hóp- inn. Fljótlega bættist sú fjórða í hópinn, Steina. Tággrönn stelpa með sítt ljóst hár, svört áber- andi gleraugu, heillandi bros og góður námsmaður. Við fjórar vorum óaðskiljanlegar þessi fjögur ár. Næstum hvern dag var tekið í spil og spilað bridge. Eftir skóla var ósjaldan haldið niður á Skalla, keypt kók, Sa- lem-light og franskar. Með þetta nesti var farið upp á Íþökuloft og spilað og spjallað þar til tími var kominn til að halda heim í mat. Steina var lunkin spila- manneskja og mikil keppnis- manneskja með reglur og stiga- talningu á hreinu. Þær voru ófáar sumarbú- staðaferðirnar þar sem vakað var fram á nótt við spjall og spilamennsku og við áttum fjör- ugar ferðir um verslunarmanna- helgi í Þórsmörk. Við hittumst stundum heima hjá hver annarri til að spila og spjalla. Um helgar hittumst við og spáðum í spilin fyrir kvöldið eða fórum í bekkj- arpartý eða önnur partý áður en haldið var á skólaböll, í Glaumbæ, á Borgina, í gamla Sigtún eða bara þangað sem stuðið var. Lífið var ljúft og skemmtilegt og eitthvað svo sjálfsagt við það. Steina fékk bíl á 17 ára af- mælisdaginn frá foreldrum sín- um, Volkswagen-bjöllu. Þá var fágætt að nemendur í MR ættu bíla. Bíllinn varð afar vinsæll og oftar en ekki var skrapað saman fyrir bensíni til að erindast eitt og annað innanbæjar, skreppa í bústað eða jafnvel á skíði í Skálafelli. Svo útskrifaðist 6.-A vorið 1970 og hver og ein hélt út í lífið með sína drauma og væntingar. Við bekkjarsysturnar höfum hist reglulega frá þeim tíma og höfum sótt í okkur veðrið hvað það varðar síðustu árin. Þegar við hittumst er rifjað upp, mikið hlegið og augljóst að við eigum hlýjar og góðar endurminningar frá MR-árunum. Fyrstu árin hittumst við af og til. Steina mætti framan af á endurfundi okkar bekkjarsystra, en síðan dró hún úr mætingum og fjarlægðist. Hún var á sinni eigin siglingu í lífinu, var gift honum Sigga sínum og þau eignuðust þrjá syni. Við hitt- umst stundum á förnum vegi og áttum þá alltaf ljúft og gott spjall. Hún lét vel af sér og sín- um og sínu lífi, sem skipti öllu máli. Svo komu strembin veikindi sem lögðu hana að velli eftir harða baráttu. Eftir sitja einkar góðar minningar um þessi mót- unarár sem menntaskólaárin voru, og Steina okkar er kær hluti af þeim minningum. Við sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd 6. –A Guðrún Guðmundsdóttir, Marta Hildur Richter, Ragnhildur Blöndal ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.