Morgunblaðið - 07.04.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014
20% afsláttur
Fæst án lyfseðils.
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.
Höfuðborgar-
svæðið
Austurver
Domus Medica
Eiðistorg
Fjörður
Hamraborg
JL-húsið
Kringlan
Landsbyggðin
Glerártorg Akureyri
Hrísalundur Akureyri
Dalvík
Hella
Hveragerði
Hvolsvöllur
Keflavík
Selfoss
Vestmannaeyjar
Þorlákshöfn
BAKSVIÐ
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Áframhald á breytingu og endurgerð
Borgartúns stendur nú yfir milli
Katrínartúns og Snorrabrautar og er
áætlaður kostnaður við framkvæmd-
ina 70 milljónir króna. „Þessar fram-
kvæmdir eru liður í heildar end-
urgerð Borgartúnsins þar sem bætt
verður aðgengi fyrir gangandi veg-
farendur auk þess sem verið er að
leggja hjólastíg í götuna og fegra
hana,“ segir Páll Hjaltason, formað-
ur umhverfis- og skipulagsnefndar
Reykjavíkurborgar. Að afloknum
breytingum á Borgartúninu í heild
verða alls 36 bílastæði við götu en
voru 88 fyrir breytingar. Páll segir
þetta lítið hlutfall heildarstæða í
Borgartúninu þar sem fyrirtæki og
stofnanir hafi fjölda stæða inni á eig-
in lóðum. Bendir hann m.a. á bíla-
stæðakjallarann við Höfðatorg og
væntanlegan bílastæðakjallara við
fyrirhugaða hótelbyggingu á sama
reit.
Miklar uppbyggingarheimildir
Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,
segir gríðarlegar uppbygging-
arheimildar vera við Borgartúnið
sem ekki hafa verið nýttar enn. Hann
telur því óskynsamlegt að þrengja
enn frekar að bílaumferð í götunni.
„Nú er verið að reisa 340 herbergja
hótel við Höfðatorg og þó er reit-
urinn bara hálfbyggður. Það þarf
ekki annað en að fylgjast með um-
ferðinni sem nú fer um Borgartún
eftir breytingarnar til að sjá að gatan
annar ekki þeirri umferð sem um
hana fer. Hún þjónar ekki fyllilega
tilgangi sínum lengur og þess vegna
má búast við að það hafi áhrif á
áhuga fyrirtækja og stofnana á að
vera með starfsemi á svæðinu,“ segir
Júlíus og bendir á að það hljóti öllum
að vera ljóst að ef ástandið er óvið-
unandi núna muni það örugglega
verða enn erfiðara þegar bygging-
armagn hefur verið aukið á svæðinu.
Aðgangur fyrir alla
Margar götur við og í miðbæ
Reykjavíkur hafa fengið andlitslyft-
ingu á kjörtímabilinu. Hverfisgatan
hefur t.d. tekið stakkaskiptum og
Pósthússtrætið verður fært í nútíma-
legra horf í sumar. Þá eru uppi hug-
myndir um endurbætur á Laugavegi.
Páll segir mikla ánægju vera með
framkvæmdirnar sem hafi verið
orðnar nauðsynlegar þar sem m.a.
hafi þurft að skipta um úr sér gengn-
ar lagnir og bæta aðgengi hjólandi og
gangandi vegfarenda. „Næsti áfangi
er að klára Hverfisgötuna og síðan
hafa verið viðraðar hugmyndir um
endurbætur á Laugavegi.“
Júlíus segir margt ágætt við end-
urbætur gamalla gatna. „Flest erum
við sammála um að fegra götumynd
og brag miðbæjarins. Hins vegar
þegar farið er í dýrar endurbætur og
breytingar á götum eigum við að
nýta tækifærið og gera miðborgina
aðgengilega fyrir alla,“ segir Júlíus
og bendir á að hægt hafi verið að
bjóða rekstraraðilum að finna lausnir
sem henti flestum. „Miðborgin á að
endurspegla fjölbreytileika borg-
arinnar og aðgangur á að vera jafn
hvort sem fólk er bundið í hjólastól
eða á erfitt með að fóta sig vegna t.d.
aldurs.“ Júlíus telur ekki hafa verið
gætt að þessu með nægilega árang-
ursríkum hætti í miðborginni.
Ljúka breytingum
við Borgartún
Hjólastígur lagður, bílastæðum fækkað og aðgengi fót-
gangandi bætt Áætlaður kostnaður 70 milljónir króna
Morgunblaðið/Þórður
Framkvæmdir Borgartúni breytt og hótelbygging rís við Þórunnartún.
Júlíus Vífill
Ingvarsson.
Páll
Hjaltason.
Bandaríski arkitektinn Victor
Dover var með erindi á Grænum
dögum Háskóla Íslands í síðustu
viku. Hann hefur haldið fyrirlestra
um allan heim
þar sem hann
fjallar um
borgarskipulag
framtíðarinnar
og hvernig bæta
má götuhönnun.
Stutt er í
sveitarstjórn-
arkosningar og
skipulagsmál
eru ofarlega í
huga bæði frambjóðenda og kjós-
enda. Dover telur mikilvægt að
fjalla ekki um skipulagsmál sem
baráttu milli ólíkra sjónarmiða
hvort sem það eru áherslur fyrir
einkabílinn eða almennings-
samgöngur eða þéttari byggð í
miðbænum eða úthverfi. „Aukin
áhersla á almenningssamgöngur,
hjólastíga og betra aðgengi fyrir
fótgangandi á ekki að vera atlaga
að einkabílnum. Við eigum að
auka valkosti án þess að skapa
árekstur milli ólíkra samgöngu-
máta,“ segir Dover en hann telur
sífellt fleiri kjósa að fara milli
staða með öðrum hætti en í einka-
bíl. „Bíllaus lífsstíll getur verið
hagkvæmur fyrir marga og góður
fyrir heilsuna. Það er ekki þar
með sagt að einkabíllinn sé slæm-
ur eða takmarka eigi notagildi
hans í borgum.“
Veruleg þétting byggðar hefur
átt sér stað í Reykjavík á und-
anförnum áratugum. Dover telur
það eðlilega þróun en bendir enn
og aftur á að skipulag eigi að snú-
ast um val en ekki andstæður. „Í
flestum borgum erum við með stór
úthverfi sem laða til sín bæði fólk
og ákveðin fyrirtæki. Miðborgir
eru líka farnar að laða til sín fólk
en sú gamla hugmynd að hafa fjöl-
menna vinnustaði í miðbænum og
svefnhverfi umhverfis hann er á
útleið,“ segir Dover sem telur
hönnun lykilatriði í að endurvekja
gamla miðbæi og úthverfi. „Þétt
svæði eins og miðborgir verða að
vera hönnuð með þeim hætti að
þar fari saman vel skipulögð al-
menningssvæði en um leið þurfa
íbúar svæðanna að finna fyrir
ákveðnu næði. Þess vegna skiptir
hönnun höfuðmáli.“ Sama gildir
um úthverfin að mati Dovers sem
telur að gæða þurfi þau lífi með
því að byggja upp líflega versl-
unarkjarna þar sem fólk sækir
þjónustu og verslun. „Hönnun út-
hverfa skiptir líka máli. Einföld
aðgerð eins og að planta trjám við
götur getur breytt mjög miklu.“
Útivist er Dover hugstæð fyrir
borgir á norðlægum slóðum. Hann
segir ekkert því til fyrirstöðu að
skipuleggja hverfi og borgarhluta
með þeim hætti að þjónusta og
verslun sé í göngufæri. „Skipulag
á að endurspegla val og fallega
götuhönnun. Það verður að gefa
fólki kost á því að velja sinn lífs-
stíl.“
Borgarskipulag
snýst um val en
ekki andstæður
Victor Dover
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Um 47% meðlagsgreiðenda og 53%
einstæðra meðlagsgreiðenda eru á
vanskilaskrá. Langflestir í þessum
hópi, eða allt að 95%, eru karlmenn
þó að hópur kvenna fari stækkandi.
Þetta segir Gunnar Kristinn Rún-
arsson, formaður Samtaka með-
lagsgreiðenda, en tölurnar eru
fengnar úr könnun sem Innheimtu-
stofnun sveitarfélaga lét gera í
haust. „Ástæðan fyrir bágri stöðu
meðlagsgreiðenda skýrist af lög-
heimilinu,“ segir Gunnar og bætir
við að það for-
eldri sem teljist
lögheimilisfor-
eldri hafi réttar-
stöðu einstæðs
foreldris. „Hinn,
sem telst þá um-
gengnisforeldri,
er þá réttinda-
laus þó að hann
hafi jafn mikla
umgengni og jafn
mikla sameiginlega forsjá.“ Hann
bendir á að rannsóknir Sigrúnar
Júlíusdóttur, doktors í félagsvísind-
um, sýni að 25% nýskilinna foreldra
eru með jafna umgengni. „Velferð-
arkerfið tekur ekki mark á því,“
segir Gunnar.
Miklir fjármunir í húfi
Gunnar segir gríðarlega fjár-
hagslega hagsmuni vera í húfi sem
gera skilnaði erfiðari en þeir þurfi
að vera. „Það eru á bilinu 40-60 þús-
und krónur á mánuði í velferðar-
bætur sem einstæðir foreldrar fá
bara fyrir að vera einstæðir. Þá er
ég að tala um barnabætur, vaxta-
bætur, húsaleigubætur og fleira, og
þá er eftir að leggja meðlagið ofan
á. Þannig að það eru gríðarlegir
fjármunir í húfi sem meðlagsgreið-
andinn, umgengnisforeldrið, fær
ekkert af,“ segir Gunnar og bætir
við: „Meðlagsgreiðandinn er ekki
einungis að borga meðlag, heldur
hefur hann enga stöðu gagnvart
velferðarkerfinu. Tölfræðin sýnir
okkur að maður á meðallaunum fer
eiginlega pottþétt á hausinn eftir
skilnað.“ Hann segir að þingsálykt-
unartillaga um endurskoðun vel-
ferðarbóta liggi nú fyrir á Alþingi.
Harka í innheimtu
Markmið Innheimtustofnunar
sveitarfélaga skv. ársreikningum
stofnunarinnar er að innheimta
aldrei minna en 70% af útgreiddum
meðlögum. „Þetta er bara eitthvert
hlutlægt viðmið stjórnarinnar sem
tekur ekkert mið af félagslegum að-
stæðum,“ segir Gunnar og segir að
harka við innheimtu hafi aukist
þrátt fyrir aukna erfiðleika skuld-
ara eftir kreppu. „Ég vísa til um-
boðsmanns barna sem hefur sagt á
opinberum vettvangi að Innheimtu-
stofnun verði að miða innheimtu
sína við félagslegar aðstæður og
uppeldisskilyrði skilnaðarbarna.
Það gerir stofnunin raunverulega
ekki,“ segir Gunnar að lokum.
Bág staða meðlagsgreiðenda
Um 47% meðlagsgreiðenda á vanskilaskrá og 95% þeirra eru karlmenn „Réttindalausir gagnvart
velferðarkerfinu,“ segir formaður Samtaka meðlagsgreiðenda Lögheimili barns skiptir miklu máli
Gunnar Kristinn
Þórðarson