Morgunblaðið - 07.04.2014, Page 10

Morgunblaðið - 07.04.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014 Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Að þessu sinni vildi ung-mennaráðið einblína ástjórnsýslu og hvaða áhrifungt fólk getur haft á hana. Var það meðal annars vegna sveitarstjórnarkosninganna núna í vor, en margir meðlimir ráðsins eru að kjósa núna í fyrsta skipti og þurfa þá að geta myndað sér skýrar skoð- anir,“ segir Sabína Steinunn Hall- dórsdóttir, verkefnastjóri Ung- mennafélags Íslands, um ráð- stefnuna „Ungt fólk og lýðræði“ sem hefst á miðvikudaginn á Ísafirði. Ráðstefnan er nú haldin í fimmta skipti og stendur hún yfir í þrjá daga. Unglingar vita hvað þeir vilja „Ungt fólk er oft ekki hrifið af því að tala um stjórnmál en vill frek- ar tala um málefni sem þau varða. Það eru t.d. mörg atriði sem við full- orðna fólkið höldum að unglingar vilji sem er kannski ekkert rétt. Það eru unglingarnir sjálfir sem vita best hvað þeir þurfa og vilja,“ bætir Sabína við. Segir hún einnig að ráð- stefnan sé góður vettvangur fyrir ungmenni til að bera sig saman og sjá hvernig staðið er að málefnum sem þau varðar eftir landshlutum. Ungmennaráð eru starfandi í flest- um sveitarfélögum á landinu og koma þau öll saman á ráðstefnunni. „Unga fólkið er jafnvel meira á ferð- inni í sveitarfélögunum heldur en fullorðna fólkið og sér frekar hluti sem skiptir það máli og þarf að bæta úr. Það eru margir angar á þessu sem ég gæti talið upp endalaust.“ Ungmennaráð UMFÍ samanstendur af átta ungmennum alls staðar af landinu sem funda einu sinni í mán- uði. Stærsta verkefnið undanfarin misserin hefur verið að skipuleggja ráðstefnuna en meðfram því vinna þau að ýmsum verkefnum fyrir ungt fólk í landinu. „Við þjálfum þau í lýð- ræðislegum vinnubrögðum og leið- togahlutverkinu. Mörg þeirra sem hafa starfað hér halda síðan áfram í svipuðum störfum.“ Nú er komið að Vestfjörðum Ráðstefnan Ungt fólk og lýð- ræði er alltaf haldin úti á landi og nú er komið að Vestfjörðunum. Ráð- stefnan verður haldin í Edinborg- arhúsinu á Ísafirði og gista þátttak- endur á Hótel Ísafirði. UMFÍ tekur þátt í ferðakostnaði þátttakenda. „Allir sitja þó við sama borð. Þátt- takandi frá Bolungarvík borgar sama gjald og þátttakandi frá Nes- kaupstað, þannig hefur það alltaf verið. Við náum þó að niðurgreiða þetta heilan helling með hjálp frá ýmsum styrktaraðilum. Það er einn- ig þeim að þakka að við getum gert svona flotta og vandaða ráðstefnu úr þessu,“ segir Sabína. Í ár eru 75 þátttakendur skráðir á ráðstefnuna og eru flestir á aldrinum 16-18 ára. Þó er aldursskiptingin allt frá 14 ára til 25 ára. „Þau sem eldri eru halda utan um hlutina, en þau yngri koma í fylgd með æskulýðs- og tómstunda- fulltrúa sveitarfélagana og erum við þá með þessa beinu tengingu í sveit- arfélögin. Þannig að með öllum þátt- takendum og fulltrúum sveitarfélag- anna erum við 75 talsins.“ Er þetta í annað skipti sem Sabína tekur þátt í ráðstefnunni sem verkefnastjóri. Segir hún að þetta sé Mikilvægt að ungt fólk hafi skoðanir Á miðvikudaginn hefst árleg ráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, og er hún nú haldin í fimmta sinn. Þema ráðstefnunnar þetta árið er stjórnsýsla og hvaða áhrif ungt fólk getur haft á hana. Munu ungmennunum bjóðast ýmiss konar umræður og námskeið sem geta þroskað og mótað skoðanir þeirra, en það getur komið sér vel þegar kjósa á í vor. Útiveran er mikilvæg Hér sést Sabína Steinunn, verkefnastjóri UMFÍ, fyrir miðju á ráðstefnunni sem haldin var á Egilsstöðum í fyrra. Leiðtogar Á ráðstefnunni er m.a. boðið uppá örnámskeið í leiðtogafærni. Nemendur í 8.-10. bekk í Valhúsa- skóla á Seltjarnarnesi hafa undan- farna tvo mánuði unnið hörðum höndum að uppsetningu leikritsins Bugsy Malone í leikstjórn Ragnheiðar Maísólar Sturludóttur. Þau hafa séð um alla vinnu við leikmynda- og bún- ingagerð, stýra allri tækni og semja alla dansa sjálf auk þess að leika og syngja. Hátt í 40 krakkar taka þátt í uppsetningunni. Í dag, mánudag, ætlar leikhópurinn að standa fyrir styrktarsýningu á leikritinu en þau hafa valið að styrkja Leiðarljós, sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma. Sýningin verður kl. 19 í Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd og kostar 500 krónur inn fyrir þá sem eru á grunnskólaaldri en 1.000 kr. fyrir aðra. Allur ágóði rennur óskipt- ur til Leiðarljóss. Vefsíðan www.ragnheidurmaisol.com Bugsy Malone Það er heldur betur líf og fjör á sviðinu í þessu glæpaleikriti. Neskrakkar sýna Bugsy Malone Það verður sannkölluð Asíuveisla í boði á Café Lingua í Borgarbóka- safni í apríl. Hægt verður að skyggn- ast inn í víetnamskan og japanskan tungumála- og menningarheim, sjá indverska bíómynd í Bíó Paradís og síðast en ekki síst kynnast fjöl- breyttum tungumálafjársjóði Filipps- eyja. Fyrsta uppákoman verður í dag kl. 17.30 í aðalsafni, Tryggvagötu 15. Þar mun Lieu Thúy Thi bera saman íslenska tungumálið og það víet- namska og segja frá hefðum og sið- um í Víetnam. Lieu mun veita innsýn í þessa sögu og bjóða upp á víet- namskt kaffi og íslenskar kleinur. Eitt af markmiðum Café Lingua er að skapa forvitni um menningu og tungumál og virkja þau mál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og samfélag. Einnig er hugmyndin að beina sjónum borgarbúa að heim- inum í kringum okkur. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Endilega … … kynnið ykkur víetnamska menningu, mat og kaffi Litrík Víetnömsk saga og menning er fjölbreytt og skemmtileg. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hollar vörur úr náttúrunni Íslensk framleiðsla H-Berg efh | S. 565-6500 hberg@hberg.is | hberg.is NÝTT!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.