Morgunblaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 11
Stemning Hér sést fjörið á kvöldvöku sem haldin var á ráðstefnunni á seinasta ári. Eru þær haldnar bæði kvöldin. gífurlega skemmtilegt starf og að það sé gaman að fylgjast með krökk- unum. „Þau eru svo rosalega frjó og tilbúin í allt. Einnig eru þau hafin yf- ir alla flokkadrætti og þess háttar hluti. Það er alveg stórkostlegt að vera vitni að þessu. Þau leysa kannski eitthvað á tíu mínútum sem ég hef verið að velkjast með heil- lengi.“ Fjölbreytt dagskrá Dagskrá ráðstefnunnar ein- skorðast þó ekki við samfélagsleg mál og stjórnsýslu. Einnig verða kvöldvökur og samhristingur á boð- stólum ásamt óvissuferð sem ung- mennaráð Ísafjarðabæjar stendur fyrir og skipuleggur. „Boðið verður síðan upp á örnámskeið í fund- arsköpum og ræðuhöldum báða dag- ana. Svo er líka auðvitað stór hluti af þessu að kynnast öðru ungu fólki. Það verður líf og fjör allan tímann sem ráðstefnan stendur yfir.“ segir Sabína. Krakkarnir fá góðfúslegt leyfi hjá skólayfirvöldum til þess að sækja ráðstefnuna. Segir Sabína að skólarnir líti á ráðstefnuna sem tækifæri til óformlegs náms sem komi öllum vel. Ráðstefnan er alltaf haldin miðvikudag til föstudags í vikunni fyrir dymbilviku. „Krakk- arnir læra alveg ofboðslega mikið af þessu. Þau læra að það er ekki eitt- hvað eitt rétt, heldur er það hluti af lýðræðinu að tala saman og komast að sameiginlegri ályktun.“ Þessi sameiginlega ályktun verður síðan birt klukkan 15 á föstudaginn. Ályktunin verður þá búin að fara í gegnum ungmennaþingið og eru all- ir velkomnir í Edinborgarhúsið að hlýða á. „Því miður er forsetinn vant við látinn þennan dag og kemst ekki. Við buðum öllum þingmönnum landsins að koma en höfum aðeins fengið svör frá tveimur. Aðrir hafa ekki svarað boðinu sem olli okkur ákveðnum vonbrigðum. Það er oft talað um að ungt fólk taki ekki þátt í stjórnmálum. Það má þó ekki gleyma því að þetta er tvíhliða, stjórnmálamennirnir þurfa líka að nálgast unga fólkið og hafa þeir vett- vang til þess með þessari ráðstefnu.“ segir Sabína að lokum. Samvinna Á ráðstefnunni vinna ungmennin í hópum. Ályktanir ráðstefn- unnar verða síðan kynntar á föstudaginn í Edinborgarhúsinu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014 Allir hafa rödd, hvort sem þeir tala til sín upphátt eða í hljóði. Þessi rödd er í raun hugsanir okkar sem aðstoða okkur við að vega og meta það sem við upplifum og við að álykta hvað sé best að gera í kjölfar- ið. Það fer eftir hugarástandi okkar og skapi hverju sinni hvort hugsanir okkar eru jákvæðar eða neikvæðar. Þegar okkur líður vel, erum glöð eða sátt, eru hugsanirnar jákvæðar en þegar okkur líður illa, erum reið, kvíðin eða döpur, eru hugsanir okk- ar oft neikvæðar. Það getur hljómað undarlega að við skulum vera neikvæð í eigin garð þegar við þurfum mest á jákvæðni og stuðningi að halda. Samt sem áð- ur virðast flestir temja sér að takast á við vandamál eða vanlíðan með sjálfsgagnrýni. Í raun er helsta markmið sjálfsgagnrýninnar að forða okkur frá frekari ógn og van- líðan. Niðurbrjótandi hugsanir eiga því að hvetja okkur áfram til að gera betur svo við endum ekki með það sem við óttumst mest, eins og að vera hafnað eða að líða eins og við séum einskis virði. Neikvæðu hugs- anirnar hvetja okkur áfram með hræðsluáróðri og hótunum eins og „ég verð að standa mig 100% annars missi ég vinnuna“, „ég gæti sagt ein- hverja vitleysu, svo það er best ég þegi“. Ef þessi hvatning virkar ekki verður innri rödd okkar enn gagn- rýnni og dæmandi; „mér tekst þetta aldrei,“ „ég er ömurleg/ur“. Hver er gagnsemi sjálfsgagnrýninnar? Margir óttast að hætta að hlusta á sína neikvæðu innri rödd þar sem þeir telja að án hennar verði þeir metnaðarlausir og leggi sig síður fram. Þeir telja að neikvæða röddin haldi þeim á tánum svo þeir geri örugglega sitt besta. Því getur verið erfitt að ætla sér að hunsa eða sleppa takinu af neikvæðu röddinni. Ímyndum okkur að þessi innri rödd sé eins og vinur sem kemur í heim- sókn á erfiðum tímum. Ef þessi vin- ur er alltaf neikvæður og gagnrýn- inn, er hann þá vinur í raun? Viljum við eiga vin sem veldur því að við forðumst verkefni og fólk? Viljum við eiga vinskap sem eykur líkur á að við þróum með okkur þunglyndi og kvíða? Hvernig get ég eignast betri vin? Því miður eigum við flest svona vin, neikvæðar hugsanir í eigin garð. Það sem margir átta sig ekki á er að það er hægt að velja að vera í sam- skiptum við mun betri vin. Að skipta vinunum út er kannski ekki eins ein- falt og það hljómar, en með aðstoð sálfræðings er hægt að læra að til- einka sér uppbyggilegri hugsanir og hvatningu. Að þróa með sér innri rödd sem leiðbeinir manni ákveðið en mildilega til að læra af mistökum, finna lausnir og gera betur. Rödd sem er hvetjandi og veitir stuðning þegar eitthvað bjátar á. Innri rödd sem aðstoðar við að horfa raunsætt á aðstæður. Þín innri rödd verður því góður vinur sem þú getur treyst á og stuðlar að auknu hugrekki svo þú getir tekist á við erfiðar áskoranir og upplifað sjálfstraust og sjálfs- öryggi. Hvernig hljómar þín innri rödd? Ljósmynd/Norden.org Vinir Farsælt er að vera sinn eigin góði og uppörvandi vinur. Heilsupistill Anna Sigurðardóttir sálfræðingur  Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafarþjón- usta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is Á morgun þriðjudag mun Kristín Svava Tómasdóttir, MA-nemi í sagn- fræði við Háskóla Íslands, flytja er- indi sem kallast „Ritun íslenskrar klámsögu frá Bósa fram að vídeó- byltingu“. Erindið er hluti af hádeg- isfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Nýj- ustu rannsóknir í sagnfræði“. Fyrirlesturinn fer fram í fyr- irlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12.05. Saga kláms er vaxandi undirgrein í erlendri sagnfræði en lítið sem ekk- ert hefur verið skrifað á því sviði hérlendis. Klámsaga er fjölbreytt viðfangsefni sem hefur tengsl við til dæmis menningarsögu, bóksögu, kynja- og kynferðissögu, svo eitt- hvað sé nefnt. Í erindinu verður fjallað um ólíkar leiðir og að- ferðafræðileg vandamál í rann- sóknum á sögu kláms, með hliðsjón af sögu íslensks kláms á 20. öld, fram til vídeóbyltingarinnar um 1980. Hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafni Kärlekens Språk Kristín mun m.a. fjalla um þessa erótísku kvikmynd. Ritun íslenskrar klámsögu frá Bósa fram að vídeóbyltingu Sagnfræðingur Kristín Svava. Vandað borð úr gagnvarinni furu. 100kg á þyngd. fá með rólusetum, ungbarnarólum eða dekkjarólum. ÖRYGGI – GÆÐI - LEIKGILDI Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Opið: mán.-fös. 8:30-18:00, lau. 11:00-16:00 Hægt er að loka sandkassa með því að færa sætin saman. Jarðlægt trampólín. Þvermál: 3,8m. Hæð: 20cm frá jörðu. Vönduð leiktæki sem eru sérhönnuð fyrir heimahús og einkaleiksvæði. Tækin eru falleg og falla vel inn í íslenska náttúru ásamt því að uppfylla ströngustu kröfur um öryggi á leikvæðum. Rólu er hægt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.