Morgunblaðið - 07.04.2014, Síða 12

Morgunblaðið - 07.04.2014, Síða 12
FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Miklar breytingar verða á byggð, mannlífi og umferð í Reykjavík ef hið nýja aðalskipulag borgarinnar sem nær til ársins 2030 verður að veruleika. Það geymir mun róttæk- ari hugmyndir en áður um þróun höfuðborgarinnar. Þétta á byggð- ina með áherslu á Vatnsmýri, El- liðaárvog og miðborgina, einkum svæðið við gömlu höfnina. Hætta á við ný hverfi í útjaðri borgarinnar. Draga á úr notkun einkabifreiða og stórauka að sama skapi vistvænar samgöngur með eflingu almenn- ingssamgangna og auknu vægi hjólreiða. Ný stór umferðarmann- virki, svo sem mislæg gatnamót, heyra sögunni til. Ekki lengur samstaða Þegar fyrsta eiginlega að- alskipulagið fyrir Reykjavík var samþykkt í borgarstjórn fyrir tæpri hálfri öld, sumarið 1965, ríkti um það full samstaða allra borg- arfulltrúa. Endurskoðun skipulags- ins næstu ár og áratugi var ætíð gerð í góðri sátt þvert á stjórn- málaflokka. Um hið nýja að- alskipulag Reykjavíkur, sem und- irritað var í febrúar síðastliðnum, urðu hins vegar harðar deilur í borgarstjórn. Það segir sitt um þau róttæku nýmæli sem það boðar. Þrír borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins greiddu atkvæði gegn skipulaginu þegar það var afgreitt í nóvember í fyrra. Utan borg- arstjórnar varð það einnig um- deildara en nokkurt aðalskipulag áður. Gerðu borgarbúar skriflegar athugasemdir við 250 atriði í skipu- laginu, stór og smá. Meirihluti borgarstjórnar var hins vegar ósveigjanlegur í afstöðu sinni og gagnrýnin hafði lítið að segja. Eng- ar grundvallarbreytingar voru gerðar á stefnu aðalskipulagsins vegna athugasemdanna. Líklegt er að deilurnar um að- alskipulagið vakni að nýju í kom- andi kosningabaráttu í höfuðborg- inni. Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, hefur lýst því yf- ir að taka verði ákveðna þætti að- alskipulagsins til endurskoðunar. Hann vill tryggja flugvöll í Reykja- vík til frambúðar, gæta þess að þétting byggðar í borginni skerði ekki val þeirra sem vilja búa í út- hverfunum og láta vinna nýtt um- ferðarlíkan fyrir höfuðborg- arsvæðið. Þá segir Halldór að ekki eigi að útiloka ný mislæg gatnamót ef sýnt sé fram á að þau tryggi aukið umferðaröryggi og bætt um- ferðarflæði. Framsóknarmenn, sem ekki eiga fulltrúa í borgarstjórn, hafa lýst eindreginni andstöðu við ýmsa þætti nýja skipulagsins, einkum þéttingu byggðar á kostnað út- hverfa og stöðvun stórra umferð- arframkvæmda. Ætla þeir að beita sér fyrir því að skipulagið verði tekið upp fái þeir fulltrúa kjörinn í vor. Metnaðarfullt og róttækt Óhætt er að segja að hið nýja að- alskipulag Reykjavíkur sé mjög metnaðarfullt. Það geymir djarfari hugmyndir um þróun borgarinnar en nokkru sinni áður. „Mikilvæg- asti boðskapur þessa aðalskipulags er þétting byggðar. Við ætlum að þétta byggðina þannig að fólk geti búið nær vinnustöðum sínum í stað þess að teygja borgina upp til heiða. Þetta mun auka lífsgæði borgarbúa gríðarlega, draga úr umferð og styrkja borgarsam- félagið á margvíslegan hátt,“ segir Páll Hjaltason, formaður umhverf- Ætla að gerbreyta Reykjavík  Nýtt aðalskipulag boðar breytingar á umhverfi og mannlífi í höfuðborginni SKIPULAGSMÁL NÝTT AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR Sjálfstæðismenn klofnuðu í afstöðu til hins nýja aðalskipulags Reykja- víkur þegar það var afgreitt í nóv- ember. Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi, sem fór fyrir and- stöðunni, sagði í samtali við Morg- unblaðið að mikilvægt væri að átta sig á því að Reykjavíkurborg væri mjög fjölbreytileg enda byggð á löngum tíma. „Nýtt aðalskipulag skortir þennan fjölbreytileika. Það gerir ekki ráð fyrir ólíkum óskum um búsetu og margvíslegum og ólík- um þörfum borgarbúa. Að þessu leyti lýsir aðalskipulagið þröngsýn- um viðhorfum og takmarkar val,“ sagði hann. Júlíus sagði að í aðalskipulaginu væri uppbyggingu til næstu ára nán- ast alfarið vísað beint inn á þétting- arreiti í vesturborginni. „Þétting byggðar getur verið haft kosti en hún hefur líka takmarkanir og þá fyrst og fremst það að íbúðir á þétt- ingarreitum verða óhjákvæmilega dýrari. Það er gríðarlega mikilvægt að borgin skapi ungu fólki tækifæri og aðstæður til uppbyggingar og stemmi stigu við þeirri þróun und- anfarinna ára að ungar fjölskyldur kjósa frekar að stofna heimili í nær- liggjandi sveitarfélögum þar sem lóðarverð er lægra og val á búsetu- formi er fjölbreytilegra. Að mínu mati ætti að opna fyrir frekari upp- byggingu í Úlfarsárdal og skapa þar heildstætt, fjölbreytilegt og fjöl- skylduvænt hverfi. Aðstæður allar frá náttúrunnar hendi eru einstakar og þjónusta öll er til staðar,“ sagði Júlíus. Júlíus bendir á að í nýja að- alskipulaginu sé gert ráð fyrir upp- byggingu á grænu útivistar- og íþróttasvæði sem tilheyrir Laug- ardalnum norðan Suðurlands- brautar. Gert sé ráð fyrir allt að fimm hæða húsaröð allt frá Reykja- vegi og að Glæsibæ. Frá Laug- ardalnum verði þetta sjö hæðir. Nýja skipulagið takmarkar val borgarbúa  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins klofnir í afstöðu til aðalskipulagsins sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.