Morgunblaðið - 07.04.2014, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú átt erfitt með að skilja af hverju
aðrir sýna þér ekki sama traust og þú þeim.
Ein leið til þess er að neita einhverjum sem í
hreinskilni er mjög erfitt að neita.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú eignast öflugan bandamann, sem
mun gera þér kleift að koma í höfn verkefni,
sem þú hefur lengi barist fyrir að fá að klára.
Ekki vera hissa þótt þú stressist smávegis.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú fyllist ánægju yfir þeirri ást sem
umvefur þig dagsdaglega. Taktu þér tíma til
þess að kanna stöðuna. Skínandi orð ein-
hvers nákomins dáleiða þig eins og gim-
steinn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Verkefnin sem þú hefur valið þér í
dag útheimta hörku upp að vissu marki.
Njóttu þess á meðan það varir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Aðili sem þú áleist áður andstæðing
þinn, er að verða einhver sem þú treystir vel.
Sinntu því sem augljóslega þarfnast úrlausn-
ar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Erfiði ástarsambands ræður ríkjum í
sambandinu. Varpaðu hugmyndum á milli og
vittu hvort lausnin lætur ekki á sér kræla.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú reynir á þolinmæði þína. Farðu að
öllu með gát en láttu áhyggjurnar ekki hrann-
ast upp heldur gakktu strax í málið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er sjálfsagt að vinna skoð-
unum sínum brautargengi en það er ekki
sama hvernig það er gert. Vertu glaðlynd/ur
og hvetjandi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert hamingjan og gleðin upp-
máluð og hefur fulla ástæðu til. Einbeittu þér
að því að gefa og þiggja og koma til móts við
aðra.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt sjálfsgagnrýni sé góður kost-
ur má hún ekki ganga svo langt að drepa allt
frumkvæði í dróma. En ef þú hlustar þá heyr-
irðu að vinir þínir eru að staðfesta það sem
liggur þér á hjarta.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fjölskylduleyndarmál kunna að
kvisast út í dag. Hafðu allan fyrirvara á því
fólki sem talar í hálfum setningum. Þú ert
næm/ur á líðan annarra og veist hvað er við-
eigandi að segja og hvað ekki.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Óánægð/ur með vinnuna? Gamall
vinur hefur samband, fær þig til að hlæja og
kemur þér í betra skap. Þú verð drjúgum tíma
í að meta nýlega ákvörðun.
Jón Arnljótsson skrifar að númegi heyra tófugagg á öllum
tímum sólarhringsins, til dæmis í
fyrrakvöld um hálftólfleytið:
Í rökkrinu dillar hún rófunni,
refanna náandi fundum.
Tilhugalífið hjá tófunni
er troðfullt af ánægjustundum.
Ármann Þorgrímsson yrkir um
Pútín Rússlandsforseta:
Ílla liggur á ‘onum,
enginn skyldi lá ‘onum,
konan farin frá ‘onum,
fjandans vesen hjá ‘onum.
Jón Gissurarson veltir að
vanda veðrinu fyrir sér og orti í
byrjun síðustu viku: „Um hádeg-
isbilið í dag var hitinn á mælinn
hér á Víðimýrarseli nálægt tíu
gráðum. Líklega er það heitasti
dagurinn á árinu til þessa, enda
hafa svell á túnum látið undan
síga.
Heftir ekki hugans þor
Hegraness í þingum
þegar úti yljar vor
okkur Skagfirðingum.
Klakaþeli klökkna fer,
kært er það að vita,
tekur hann af túnum hér
í tíu stiga hita.“
Davíð Hjálmar Haraldsson sá einn-
ig ástæðu til bjartsýni: „Fyrstu merki
vorsins eru nú sjáanleg; krókusar og
aðrar laukjurtir blómstra um leið og
þær koma undan sköflunum. Sumir
laukarnir voru reyndar farnir að
blómstra í febrúar – en það fór allt á
bólakaf. Vorboði af öðru tagi lét til sín
taka í dag; þrösturinn hóf tónleika.
Græða vetrar mörgu mein
mjúkir vorsins fingur
og þrösturinn á þallargrein
þenur brjóst og syngur.
Og Bjarni Stefán Konráðsson kast-
aði fram í léttum dúr „tímamótavísu“
og það „eftir margra mánaða and-
leysi“:
Ó, mig skortir þrek og þor,
þú veist hvað ég meina,
því það er komið þrálátt vor,
því er ekki að leyna.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Pútín, Skagfirðingum
og tilhugalífi tófunnar
Í klípu
LEIFUR HAFÐI GAMAN AF ÞVÍ AÐ FYLGJAST
MEÐ ÆTTINGJUM SÍNUM, BÆÐI Í
NETHEIMUM OG RAUNVERULEIKANUM.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VAR AÐ REIKNA ÚT AÐ VIÐ GETUM
KEYPT 7.800 PAPPADISKA FYRIR SAMA
VERÐ OG UPPÞVOTTAVÉL.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að líta alltaf á björtu
hliðarnar.
BLA
BLA
BLA
HRÓLFI OG MÓÐUR
MINNI VIRÐIST VERA
AÐ KOMA BETUR
SAMAN.
EN
GAMAN.
HÚN GAF
HONUM
GJÖF ÞEGAR
HANN ÁTTI
AFMÆLI.
HVAÐ
GAF HÚN
HONUM?
SÁPU-
STYKKI.
EINKUNNIR SÍÐAN
ÉG VAR Í SKÓLA!
SKOÐUM UMSÖGN
KENNARANS.
„JÓN ER LEIÐIN-
LEGUR STRÁKUR.“
SVO ÞAÐ ER EKKI
NÝTILKOMIÐ?
Fyrir langa löngu sótti Víkverjistutt námskeið í sölutækni. Þar
lærði hann framandi hugtök eins og
söluhiti, en ennfremur að flokka við-
skiptavini sem ljón, gíraffa og eitt-
hvað eitt dýr enn sem Víkverji er bú-
inn að gleyma. Eins og við var að
búast snerist námskeiðið fyrst og
fremst um að selja fólki meira en það
ætlaði sér upphaflega að kaupa.
Víkverji er ekki góður sölumaður.
Honum finnst hlutverk sölumanna
fyrst og fremst eiga að vera að veita
góða þjónustu, ítarlegar upplýsingar
og að hlusta á þarfir viðskiptavin-
arins til að geta auðveldað honum að
fara heim með þá vöru sem gagnast
honum best. Allir sem vinna við sölu-
störf sjá væntanlega hvað þetta er
víðáttuheimskuleg afstaða, og skýrir
auðvitað af hverju Víkverji hefur
ekki starfað við sölumennsku síðan
hann sótti námskeiðið forðum daga.
x x x
Maður að nafni Jordan Belfort,stundum kallaður Úlfurinn á
Wall Street, hefur aðeins aðra nálgun
á sölustörf. Ef marka má hans fyrri
störf snýst sölumennska um það eitt
að græða peninga, með hvaða til-
tækum ráðum sem er. Víkverja grun-
ar að Belfort flokki ekki viðskiptavini
sína í ljón, gíraffa og … hvað það nú
var. Í hans augum erum við líklega
öll bara opin veski.
Í ljósi afstöðu Víkverja til hlut-
verks sölumanna er kannski ekki
skrítið að honum finnist undarlegt að
flytja eigi Belfort til Íslands, svo
hann geti kennt brögð sín og brellur
hér á landi. Víkverji hélt reyndar að
eftir hrun væri ekki skortur á fólki
sem gæti miðlað svipuðum fræðum,
en það er auðvitað erfitt að vera spá-
maður í sínu heimalandi.
Hvort Belfort komi til með að hafa
slæm áhrif á íslenskt viðskiptalíf er
óvíst. Líklegra er að hann hjálpi svip-
að þenkjandi fólki að brýna vopn sín
og reiða þau hærra til höggs. Taxtinn
fyrir slíkt er tæplega þrjár og hálf
milljón króna.
x x x
Víkverja var fyrir mörgum árumkennt að umkringja sig fólki sem
hann vildi líkjast. Hann verður því
fjarri góðu gamni þegar Úlfurinn
byrjar að góla. víkverji@mbl.is
Víkverji
Jesús svaraði: „Já, því sælir eru þeir
sem heyra Guðs orð og varðveita það.“
(Lúkasarguðspjall 11:28)
Trjáklippingar.
NÚ ER TÍMINN TIL AÐ KLIPPA TRÉ OG RUNNA.
Síðla vetrar og á vorin er góður tími til að klippa allflestar
tegundir trjágróðurs því þá er greinabygging gróðursins best
sýnileg. Einnig er þetta góður tími til þess að móta trjágróður.
TRAUST ÞJÓNUSTA Í YFIR 20 ÁR
Frá því Garðlist ehf. var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það
að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað.
Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem
við höfum átt í viðkiptum við unandarin ár, á saman tíma og við bjóðum
nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is