Morgunblaðið - 07.04.2014, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. APRÍL 2014
Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is
TAPASHÚSID BORDPANTANIR
Í SÍMA 512-8181
2 FYRIR 1
Á MÁNUDÖGUM OG RIÐJUDÖGUM
AF TÍVOLÍ MATSEÐLI
GLÆSILEGUR
NÝR MATSEÐILL
LIFANDI TÓNLIST UM H
ELGAR
AF TILRAUNUM
Ragnheiður Eiríksdóttir
heidatrubador@gmail.com
Úrslitakvöld Músiktilraunafór fram laugardagskvöldið5. apríl í Hörpu, og þar
mátti sjá og heyra þær 10 hljóm-
sveitir sem sköruðu fram úr af þeim
44 sem tóku þátt í ár.
Fyrstar á svið Hörpu voru ver-
ur frá öðrum hnetti sem kölluðu sig
Kuraka, og eitthvað voru þær minna
hressar en á undanúrslitakvöldinu.
Spilamennskan var fín, en það var
eins og þeim þætti sjálfum brandar-
inn eldast illa og það var líklega rétt
hjá þeim.
Vio frá Mosfellsbæ flutti full-kláraðan hljóðheim með erind-
um, milliköflum, viðlögum og brúm
öllum haganlega fyrir komnum. Inn-
lifun meðlima var mikil og sannfær-
andi, en það var helst í þriðja laginu,
sem var flutt á ukulele, sem hægt
var að finna sprungur í annars skot-
heldri dagskrá.
Conflictions var eina harð-
kjarnasveitin í úrslitum, og þar
gætti einnig smá krabbakjarna-
áhrifa. Meðlimir röltu kæruleys-
islega um sviðið meðan þeir bjuggu
til skipulögð og markviss læti sem
samt hljómuðu grípandi og með lag-
línum. Tvö af þremur lögum voru
frumflutt og hið síðara nýja var nán-
ast óskiljanlega gott, með orkugít-
arvegg sem feykti upp gæsahúð.
Þá var komið að Toneron, sem
átti í erfiðleikum að ná sér á strik
eftir hljóðvegginn. Fyrsta lagið var
því hvorki fugl né fiskur, en þeir
náðu góðu jafnvægi milli söngs,
saxófóns, tölvu og trommara í öðru
lagi, og það var fínn og ögn myrkur
tónn í bandinu sem fór þeim vel.
Lucy in Blue lokaði sviðinu fyr-
ir hlé með þremur lögum sem runnu
saman og þótt ekki sé hægt að tala
um frumleika í lagasmíðum er þetta
band bara listaverk. Í fyrsta sinn á
ævinni get ég líka sagt með sann-
færingu að ég eigi uppáhalds-
hljómborðsleikara. Hans nálgun við
tónlist virðist felast í því að bæta því
við sem þarf til að lagið verði betra.
Svakalegur talent.
Eftir hlé hóf Tuttugu frá Hafn-arfirði leik og þau gerðu sitt
prýðilega, en í lokalaginu hljómuðu
þau virkilega vel, eins og allt gengi
loks að óskum. Þar er á ferð for-
vitnilegt band með afskaplega
örugga og skemmtilega söngkonu.
Milkhouse hóf leik á nýju lagi
sem var æðislegt, og mun betri laga-
smíð en lögin tvö sem þau fluttu á
undanúrslitakvöldinu. Sönglínan
var heillandi og fersk með góðu
jafnvægi milli djass og rafpopps.
Milkhouse spilaði jafnframt af meira
öryggi og var þéttari en fyrra kvöld-
ið.
Ring of Gyges spilar ágætt en
jafnframt fullbragðdauft rokk og
það var helst í lokalaginu að greina
mætti einhver stílbrigði sem hægt
væri að kalla þeirra eigin, en þar var
drungalegur tónn og hressandi
ruslatunnuendir.
Mikill hressleiki einkenndi Bad
News en nýja lagið þeirra var áber-
andi minna grípandi en þau sem þeir
höfðu áður flutt. Söngvari var ör-
yggið uppmálað og til fyrirmyndar.
Lokaband tilraunanna var
Captain Syrup sem spilaði ynd-
islegan hrærigraut af strandtónlist,
heitu fönki, lyftutónlist, pönkrokki
og austurevrópskri þjóðlagatónlist.
Stórkostleg blanda af ólíkum ele-
mentum og aldrei langt í húmorinn
og líklega eigum við eftir að verða
heilmikið vör við þessa hljómsveit í
framtíðinni.
Venju samkvæmt voru verð-launasætin þrjú en síðan var
einnig verðlaunað fyrir hæfni á ein-
stök hljóðfæri, textagerð og loks
völdu áhorfendur og hlustendur
hljómsveit fólksins. Allir sem komu
fram á úrslitakvöldinu eiga þó auð-
vitað heiður skilinn fyrir glæsilega
frammistöðu og þá bestu skemmtun
sem hægt er að hugsa sér að fá að
njóta.
Yndislegur hrærigrautur
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sigurvegarar Vio frá Mosfellsbæ sigraði í Músíktilraunum í ár. Innlifun meðlimanna var mikil og sannfærandi.
Hljómsveit fólksins Milkhouse hóf leik á nýju lagi sem var æðislegt.
Conflictions Annað frumfluttu laganna var nánast óskiljanlega gott.
Lucy in Blue Er bara listaverk og hljómborðsleikarinn hæfileikaríkur.
1. sæti: Vio
2. sæti: Lucy in Blue
3. sæti: Conflictions
Hljómsveit fólksins: Milkhouse
Söngvari Músíktilrauna:
Magnús Thorlacius (Vio)
Gítarleikari Músíktilrauna:
Steinþór Bjarni Gíslason (Lucy
in Blue)
Bassaleikari Músíktilrauna:
Björn Heimir Önundarson
(Captain Syrup)
Hljómborðsleikari Músíktil-
rauna: Arnaldur Ingi Jónsson
(Lucy in Blue)
Trommuleikari Músíktilrauna:
Leifur Örn Kaldal Eiríksson
(Conflictions)
Blástursleikari Músíktilrauna:
Björn Kristinsson (Undir eins,
saxófónn)
Rafheili Músíktilrauna: Síbylja
Viðurkenning fyrir textagerð á
íslensku: Guðmundur Ásgeir
Guðmundsson (Karmelaði)
Verðlauna-
hafarnir
MÚSÍKTILRAUNIR 2014