Morgunblaðið - 07.04.2014, Page 32

Morgunblaðið - 07.04.2014, Page 32
MÁNUDAGUR 7. APRÍL 97. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Vélinni ekki flogið yfir Indónesíu 2. Fundust látin á heimili sínu 3. „Góða nótt pabbi, sjáumst á morgun“ 4. Liverpool endurheimti toppsætið »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Uppsprettan verður haldin í annað skipti í Tjarnarbíói í dag. Fyrir- komulag hennar er þannig að leikarar og leikstjórar hafa aðeins einn sólar- hring til að lesa handrit að nýjum stuttverkum og átta sig á mögu- leikum þeirra. Listamennirnir hittast síðan í fyrsta sinn þremur tímum fyr- ir sýningu og hefja æfingar sem verða opnar almenningi og hefjast klukkan 18.00. Inn á milli geta gestir gætt sér á veitingum og spjallað við aðra gesti á meðan tónlistarmenn leika ljúfa tóna. Verkin verða síðan sýnd klukkan 21.00 og eftir sýn- inguna geta gestir viðrað hugmyndir sínar og spurt aðstandendur sýning- anna að öllu því sem þá þyrstir að vita. Miðaverð er 500 krónur og hægt er að nálgast miða á midi.is eða tjarnarbio.is. Verkin æfð fyrir opnum tjöldum  Miðstöð ís- lenskra bók- mennta og Félag íslenskra bókaút- gefenda taka þátt í Bókasýningunni í London sem haldin verður dag- ana 8.-10. apríl. Líkt og í fyrra verða Norðurlönd með sameiginlegan bás á bókasýningunni. Miðstöð íslenskra bókmennta hef- ur útbúið lista yfir 20 bækur, sem komu út árið 2013, og lögð verður sérstök áhersla á að kynna þær á sýningunni. Listinn verður birtur á heimasíðunni www.islit.is. Alls taka um 1.500 sýnendur frá öllum heims- hornum þátt í sýningunni. Íslenskar bækur á sýningu í London Á þriðjudag og miðvikudag Suðlæg átt 3-8 m/s og dálítil væta syðra og vestra, en bjart á köflum og yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3-8 stig. Á fimmtudag Snýst í norðan 5-10 m/s. Dálítil él nyrðra en bjartviðri syðra. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-10 m/s með dálítilli vætu, fyrst sunnantil, en þurrt að kalla norðantil. Hiti 2 til 10 stig. VEÐUR Snæfell varð í gærkvöld Ís- landsmeistari kvenna í körfubolta í fyrsta sinn þeg- ar liðið lagði Hauka að velli í þriðja úrslitaleik liðanna. Snæfell fagnaði titlinum á heimavelli eftir sigur á Haukum í Stykkishólmi, 69:62. Vinna þurfti þrjá leiki í úrslitum til að verða meistari og fóru Snæfell- ingar örugglega í gegnum úrslitin með 3:0 sigri. Sig- urgleðin var ósvikin. »1-2 Snæfell meistari í fyrsta sinn Tinna Helgadóttir vann þrefalt á Meistaramóti Íslands í badminton sem lauk í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði í gær. Tinna varð Íslandsmeistari í ein- liðaleik kvenna í þriðja sinn og vann í tvíliðaleik í annað sinn. Tinna varð hins vegar Íslands- meistari með Magnúsi Inga bróður sínum í tvenndarleik í sjöunda sinn í gær og hefur ekkert par oftar unnið flokkinn. »4 Tinna þrefaldur Íslands- meistari í annað sinn Ólympíufarinn Sævar Birgisson var afar sigursæll í skíðagöngu á Skíða- landsmóti Íslands um helgina á Akur- eyri. Sævar rakaði til sín verðlaunum og vann gull í öllum greinunum þrem- ur sem hann tók þátt í. „Ég hef yfirleitt mætt hálflaskaður á Skíðalandsmót og þetta er í fyrsta skipti sem mér tekst svona vel til á þessu móti,“ sagði Sævar. »8 Sævar fimmfaldur meistari á Akureyri ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég var í þeirri stöðu að ég varð að leggja allt undir og gerði það. Ég hef sjaldan lagt jafn mikið á mig og síð- asta hálfa mánuðinn fyrir mótið,“ seg- ir Sigurbjörn Bárðarson sem sigraði í Meistaradeild í hestaíþróttum á föstu- dagskvöldið eftir æsispennandi og jafna keppni við Árna Björn Pálsson, tengdason sinn, og fleiri. Tvær keppnir voru á lokamótinu. Sigurbjörn sigraði í fyrri greininni, slaktaumatölti, á Jarli frá Mið- Fossum og náði þar forystu í einstakl- ingskeppni deildarinnar, í fyrsta skipti í vetur. Árni Björn náði stigum úr flugskeiðinu og jafnaði Sigurbjörn að stigafjölda en úrslitum réð að tengdafaðirinn hafi unnið tvö gull á mótaröðinni og var því sigurvegari Meistaradeildarinnar þetta árið. Munurinn gat ekki verið minni. Sigurbjörn segist hafa orðið að breyta áherslum í þjálfun Jarls. Hest- urinn sé frábær og með mikla hæfi- leika í slaktaumatölti en erfitt sé að stilla hesta til baka eftir að þeir hafi verið þjálfaðir í yfirferðartölti. „Þetta gekk upp. Hann var farinn að veita mér notalega tilfinningu tveimur dög- um fyrir lokamótið og þá fann ég loks- ins að ég var vel undirbúinn,“ segir Sigurbjörn. Alltaf heppinn Hann viðurkennir að heppnin hafi fylgt sér í þessum úr- slitum, eins og oft áður. Þegar varpa hefur þurft hlutkesti vegna úrslita hefur Sigurbjörn oftast unnið og sömuleiðis þegar keppendur hafa verið jafnir að stigum og þurft hefur að skoða aukastafina, þá hefur hans hlutfall verið betra. Sigurbjörn vann nú Meistaradeild- ina í fjórða skipti og hefur áður unnið allt sem hægt er að vinna í hesta- íþróttum, heimsmeistaratitla og verið kosinn íþróttamaður ársins. „Ég verð kannski auðmjúkari með árunum en þetta var gleðilegasti meistaradeild- artitillinn. Það eru hughrifin í sálinni enda langt í frá sjálfsagður hlutur að vinna.“ Meistarinn er orðinn 62 ára gamall og er ekkert á því að setjast í helgan stein. „Það blundar enn í mér löngun til að taka þátt í keppnum og mér finnst ég ekki vera orðinn of gamall til þess. Það er einhver eldmóður sem drífur mig áfram. Um leið og ég hætti að fá fiðring í magann fyrir keppni og fer að mæta bara til að mæta, þá færi ég mig á hliðarlínuna,“ segir Sig- urbjörn. Eldmóðurinn drífur mig áfram  Sigurbjörn Bárðarson safnar enn bikurum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Meistarar Jarl frá Mið-Fossum hjálpaði Sigurbirni vel á lokamóti Meistaradeildar í hestaíþróttum. Að baki lá þó mikil vinna. Sigurbjörn þurfti að breyta áherslum í þjálfun hestsins svo árangur næðist í slaktaumatölti. Sigurbjörn tileinkaði sigurinn Þor- valdi Árna Þorvaldssyni sem var einn af helstu keppinaut- um hans um sigur í Meistaradeildinni en var ekki skráður í loka- keppnina. Niður- stöður lyfjaprófs sem tekið var á móti á dög- unum hafa þó ekki verið birtar. „Ég tileinkaði Þorvaldi sigurinn vegna þess að ég veit að hann á í erfiðleikum í sínu lífi, á við veikindi að stríða. Ég vildi sýna honum stuðning og senda honum baráttukveðjur,“ segir Sigurbjörn. Hann bætir því við að Þorvaldur Árni sé frábær reiðmaður og góður drengur sem eigi heima í þeirra hópi þegar hann hafi unnið úr sín- um málum. „Ég vona að við fáum hann til baka í okkar raðir, hesta- mennskan þarf á honum að halda,“ segir Sigurbjörn. Til stuðnings Þorvaldi Árna TILEINKAÐI SIGURINN KEPPINAUT OG VINI Sigurbjörn á sigur- stundu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.