Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við sjáum nákvæmlega hvernig spattið myndast og það er grunnurinn að því að átta sig á því af hverju það stafar,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Mat- vælastofnun. Mikilvægur áfangi rannsóknar sem hún hefur unnið að í átta ár í samvinnu við erlenda vís- indamenn náðist með birt- ingu greinar í virtu vís- indariti, European Cell and Materials, www.ecm- journal.org. Sýnt var fram á að slitgigt í hæklum hrossa, sem frá fornu fari hefur verið nefnd spatt, byrjar með frumudauða á afmörkuðum svæðum í hyalin-brjóski en í jöðrum skemmdanna fjölgar brjóskfrumum. Í fram- haldinu verður röskun í kalkaða brjósklaginu þannig að það þynnist undir frumuskemmd- inni en þykknar til jaðranna. Ef brjóskið eyðist alveg að beini opnast leið fyrir efna- sambönd úr beinvef inn í liðinn sem leiðir til útfellinga á kalknibbum inni í liðnum. Það er talinn afgerandi þáttur fyrir þróun sjúkdóms- ins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar er kenn- ingum um að slitgigt hefjist með breytingum í beinvef, á mótum beins og brjósks eða í lið- himnu, hafnað. Þekking byggð upp Rannsóknin grundvallast á nákvæmri myndgreiningu og vefjaskoðun á hækilliðum tveggja vetra trippa sem ræktuð voru í þeim tilgangi á Hólum. Fyrri rannsóknir sýna að spatt er arfgengur sjúkdómur. Því voru ræktuð 38 folöld sem báru með sér mismun- andi mikla arfgenga áhættu fyrir spatti, ým- ist báðir foreldrar, annað foreldri eða hvor- ugt. Trippunum var síðan slátrað tveggja vetra og hæklarnir rannsakaðir nákvæmar en áður hefur verið unnt að gera. Með birtingu í vísindatímaritinu er rannsóknin viðurkennd sem líkan fyrir rannsóknir á slitgigt. Sigríður segir niðurstöðurnar áhuga- verðar þar sem þær auki þekkingu á slitgigt almennt, en ekki aðeins á spatti í íslenska hestinum. „Rannsóknin gefur nýjar upplýs- ingar um fyrstu stig slitgigtar sem taldar eru hafa víðtæka skírskotun og gilda fyrir fleiri dýrategundir, þar á meðal slitgigt í mönn- um.“ Sigríður segir að rannsókninni sé ekki lokið, þótt niðurstöðurnar sem nú voru birtar teljist væntanlega mikilvægastar. „Þetta eru grunnrannsóknir,“ segir Sig- ríður um spattrannsóknina. „Við erum að byggja upp þekkingu sem á endanum mun vonandi leiða til þess að orsakir slitgigtar í hæklum íslenskra hesta finnast,“ segir Sig- ríður. Nýtist við rannsóknir á slitgigt í fólki  Rannsókn á spatti í hæklum íslenskra hrossa talin hafa víðtæka skírskotun við rannsóknir á slitgigt  Nákvæmlega kortlagt hvernig slitgigt myndast  Grunnur þess að hægt sé að finna ástæðuna Morgunblaðið/Styrmir Kári Hross Spatt er algengara í íslenskum hestum en öðrum hestakynjum og veldur erfiðleikum. Sigríður Björnsdóttir Ekki er búist við hamagangi í veðri um páskana og ætti að verða vand- ræðalaust fyrir fólk að komast leið- ar sinnar alla hátíðisdagana að sögn Björns Sævars Einarssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Ís- lands. Bjartast verður fyrir austan. Seinnipartinn á morgun, skírdag, fer þó lægð yfir landið. Gengur þá í suðlæga átt, 15-23 m/s með tals- verðri rigningu eða slyddu, en snjó- komu inn til landsins. Hægari vind- ur verður norðaustanlands og úrkomulaust fram á kvöld. Björn Sævar segir að þeir sem vilji vera öruggir um að veðrið tefji þá ekki ættu að leggja af stað í páskaferðalagið snemma á morgun. Búist er við að veðrið gangi síðan niður á föstudagsmorguninn. Þá er spáð suðvestan 13-20 með skúrum eða éljum, en hægari og bjartviðri norðaustan til. Dregur úr vindi og éljum með kvöldinu. Á laugardag er gert ráð fyrir suðvestan 5-13 og skúrum eða éljum, en bjartviðri á Austurlandi. Hiti verður 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins. Á páskadag verður suðaustlæg átt, 3- 10 m/s. Rigning verður með köflum en bjartviðri á Norður- og Austur- landi. Hiti verður 0 til 7 stig. Síðasti dagur nagladekkja Í gær var síðasti dagurinn sem nagladekk voru leyfð á götum Reykjavíkurborgar. Gildir bannið fram á haust. Á dekkjaverkstæðum borgarinnar var víðast hvar nóg að gera vegna þessa en þó engin ör- tröð. Í Dekkjahöllinni fengust þær upplýsingar að aðsóknin hefði ekki verið veruleg. Vel mætti vera að bílstjórar á leið út á land um hátíð- arnar hefðu ákveðið að bíða með að taka nagladekkin undan þar til heim væri komið. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir að hlutfall negldra dekkja í Reykja- vík hafi verið mælt í mars sl. og reyndust 28% ökutækja á negldum dekkjum og 72% á ónegldum. Það hefur því dregið nokkuð úr notkun nagladekkja miðað við talningu í mars 2013 en þá reyndust 35% bif- reiða á negldum og 36% árið 2012. gudmundur@mbl.is Ferðalög um páskana líklega vandræðalaus Morgunblaðið/Árni Sæberg Dekkjaskipti Á hjólbarðaverkstæði Sigurjóns í Reykjavík var verið að plokka nagla úr dekkjum síðdegis í gær.  Lægð gengur landið yfir seinnipartinn á skírdag Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlíðarfjall Margir ætla á skíði fyrir norðan eða vestan um páskana. Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 1,7 milljarða króna á síðasta ári, samkvæmt ársskýrslu félagsins sem lögð var fyrir aðalfund um síðustu helgi. Það er öllu minna en í fyrra, þegar hagnaðurinn var 2,2 milljarð- ar. Þar segir jafnframt að eiginfjár- hlutfall kaupfélagsins sé nú um 67%, en eigið fé fyrirtækisins er 21,5 millj- arðar. Veltufé frá rekstri var 2,7 milljarðar í árslok. Frá þessu var sagt á fréttavefnum Feyki á Sauðárkróki í gær. Ekki náðist í Þórólf Gíslason kaupfélags- stjóra eða Sigurjón B. Rafnsson að- stoðarkaupfélagsstjóra. Í inngangi Þórólfs Gíslasonar að ársskýrslu kemur fram að starfsemi félagsins hefur tekið miklum stakka- skiptum síðasta aldarfjórðunginn. Síðan árið 1989 hefur t.a.m. sjávar- útvegur fjórfaldast að umfangi, sauðfjárslátrun fjórfaldast og vinnsla mjólkurafurða þrefaldast. Stærstu einstöku fjárfestingarnar á síðasta ári voru í mjólkursamlagi, þar sem lokið var uppsetningu á nýrri framleiðslulínu fyrir osta- vinnslu, og bygging nýrrar þurrk- stöðvar á vegum FISK Seafood hf. á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki. Þá keypti kaupfélagið 15% eignarhlut í steinullarverksmiðjunni og á nú alls 39,5% hlutafjár í verksmiðjunni. Rekstrartekjur kaupfélagsins í fyrra námu 28,5 milljörðum króna. Rekstrargjöld voru 24,8 milljarðar. Hagnaður fyrir afskriftir var 3,7 milljarðar. Hagnaðist um 1,7 milljarða  Kaupfélag Skagfirðinga gengur vel Sauðárkrókur Höfuðstöðvar Kaup- félags Skagfirðinga. flottir í flísum Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.