Morgunblaðið - 16.04.2014, Síða 8

Morgunblaðið - 16.04.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Í næsta mánuði verður kosið tilþings Evrópusambandsins. Þátt- taka í þeim kosningum hefur minnk- að hratt og er nú komin niður í 43% og eru þó innifalin í þeirri tölu at- kvæði í löndum eins og Belgíu, þar sem lögbundið er að fara á kjörstað og greiða atkvæði.    Kannanir íFrakklandi spá því nú að Þjóðfylk- ing Marine Le Pen fái 24% atkvæðanna en „turnarnir tveir“, Gaullistar og sósíal- istar Hollandes for- seta, fái 22,5% og 20% hvor flokkur.    Flokkur MarineLe Pen mælist oftast hærri í könn- unum en í kosn- ingum, en engu að síður eru „stóru flokkarnir“ tveir mjög áhyggjufullir.    Þeir, en þó einkum margir for-ystumanna Gaullista, kenna í vaxandi mæli ESB um fylgistap og einnig því, hversu fast Frakkland sé í taumi Þýskalands.    Philippe Villin, áður ritstjóri LeFigaro, hefur skrifað Matteo Renzi, hinum unga forsætisráðherra Ítalíu, bréf með áskorun til hans um að leiða latnesku Evrópu, undir for- ystu Ítalíu og Frakklands, til að sprengja evruna í loft upp!    Ítalskur efnahagur eigi sér ekkiviðreisnar von nema taka upp líruna á ný.    Eru ekki einhverjir menn að hitt-ast í Reykjavík, sem þykjast ætla að stofna flokk sem á að hafa bölið sem sitt baráttumál? En þora að vísu ekki að nefna það. Kaflaskil? STAKSTEINAR Matteo Renzi Marine Le Pen Veður víða um heim 15.4., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri 5 skýjað Nuuk -7 heiðskírt Þórshöfn 8 skýjað Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 heiðskírt Stokkhólmur 8 heiðskírt Helsinki 5 skúrir Lúxemborg 8 léttskýjað Brussel 11 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 15 léttskýjað London 12 léttskýjað París 12 heiðskírt Amsterdam 8 skýjað Hamborg 11 heiðskírt Berlín 7 skúrir Vín 6 skúrir Moskva 10 skúrir Algarve 18 skýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 21 heiðskírt Róm 10 léttskýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -7 skýjað Montreal 16 skúrir New York 15 skúrir Chicago 0 léttskýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:52 21:04 ÍSAFJÖRÐUR 5:48 21:18 SIGLUFJÖRÐUR 5:30 21:02 DJÚPIVOGUR 5:19 20:36 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verð á varanlegum aflaheimildum hefur hækkað undanfarna mánuði. Reynir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Kvótamarkaðarins í Grinda- vík, segir að í stóra aflamarkskerf- inu sé verðið nú komið í um 2.500 krónur fyrir kílóið af óveiddum þorski. Verðið sé heldur lægra í krókaaflamarkskerfinu. Í byrjun maí í fyrra hafi verðið farið niður í um 1.950 krónur fyrir kílóið í stóra kerfinu. „Ástæður þessara hækkana eru aðallega tvær,“ segir Reynir. „Í fyrsta lagi gera menn sér vonir um aukningu á heimildum og aukinn afla. Í öðru lagi jókst bjartsýni út- gerðarmanna í kjölfar þess að ný ríkisstjórn tók við. Menn hafa síðan gert sér vonir um að gagnger endur- skoðun á lögum um stjórn fiskveiða yrði lögð til hliðar. Allt síðasta kjör- tímabil ríkti óvissa og umræða um þessar breytingar vofðu yfir,“ segir Reynir. Hann segir að lítil hreyfing sé á þessum markaði og hvað varði ýsu komi nánast ekkert af henni til sölu. Hann áætlar að verð fyrir ýsuna sé nú komið í um 2.500 krónur í stóra kerfinu eða svipað og fyrir þorskinn. Hærra verð fyrir aflaheimildir  Helstu ástæður vonir um aukna veiði og aukin bjartsýni meðal útgerðarmanna Góð meðferð Fiskurinn er verð- mætur, bæði veiddur og óveiddur. Varið verður 150 milljónum króna úr Atvinnuleys- istryggingasjóði til þess að tryggja 390 náms- mönnum störf í sumar hjá ríki og sveitarfélögum. Þetta hefur Eygló Harð- ardóttir félags- málaráðherra ákveðið í samræmi við tillögu frá Vinnumálastofnun. Fram kemur í tilkynningu sem velferð- arráðuneytið sendi frá sér í gær að þetta sé í fimmta sinn sem ráðist er í slíkt átak. Störf í sumar verða þó færri en verið hefur þar sem að- stæður á vinnumarkaði eru betri en síðustu ár. Miðað er við að af þeim 390 störfum sem til verða í tengslum við átakið verði um 60% þeirra hjá ríkisstofnunum en 40% hjá sveit- arfélögum, segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að framlag Atvinnuleys- istryggingasjóðs til átaksins svari grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta vegna hvers starfs auk 8% mótfram- lags í lífeyrissjóð eins og verið hefur. Sumar- störf fyrir námsmenn  390 störf hjá ríki og sveitarfélögum Sumarstarf Náms- menn að störfum. Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is Á R S F U N D U R Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 30. apríl kl. 17.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og eru birtar á heimasíðunni, Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Reykjavík 4. apríl 2014, lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. 2 014 www.gildi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.