Morgunblaðið - 16.04.2014, Síða 10
Margir eiga góðar minningar frá ní-
unda ártugnum og þeir sem hafa
áhuga á að rifja þann tíma upp ættu
að skella sér á karókíkvöld sem verð-
ur í Húnabúð í kvöld í Skeifunni 11a.
Sönggleðin stendur frá kl. 21 til mið-
nættis en eftir það verður 80’s diskó-
tek og hægt að dansa fram á nótt.
Fólk er hvatt til að mæta í sínu flott-
asta 80’s dressi og fyrir yngra fólk er
þetta kjörið tækifæri til að kynnast
tónlist níunda áratugarins sem af
mörgum er talin sú flottasta og sú
skrautlegasta í allri poppflórunni þar
sem fram komu flytjendur s.s. Ma-
donna, Wham, Duran Duran, Pet
Shop Boys og fleiri.
Vefsíðan www.Facebook.com/Húnabúð
Madonna Stjarna þessarar poppdrottningar skein skært á níunda áratugnum.
Karaoke og 80’s diskótek
Félagarnir í hljómsveitinni Hot Eski-
mos hafa verið óþreytandi í leit að
nýjum djassperlum og hafa leitað
fanga í alþýðutónlist svo sem rokki
og nýmóðins poppi. Þetta eru þeir
Karl Olgeirsson sem leikur á píanó,
bassaleikarinn Jón Rafnsson og
Kristinn Snær Agnarsson sem leikur
á trommur. Í kvöld kl. 21 verða
Eskimóarnir heitu með tónleika á
Björtuloftum í Hörpu og munu þeir
leika lög af plötu sinni Songs From
the Top of the World, en einnig af
væntanlegri plötu. Tónleikarnir eru
hluti af dagskrá Jazzklúbbsins Múl-
ans, en Múlinn er að hefja sitt átj-
ánda starfsár en hann er samstarfs-
verkefni Félags íslenskra hljóm-
listarmanna og Jazzvakningar.
Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni
Múla Árnasyni sem var heiðursfélagi
og verndari Múlans. Mikil gróska ein-
kennir íslenskt djasslíf þar sem allir
straumar og stefnur eiga heima.
Endilega …
… njótið Hot Eskimos í kvöld
Heitir Eskimóar Þeir leita fanga í alþýðutónlist, rokki og nýmóðins poppi.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta var mikil upplifunfyrir krakkana, að fáindíánann Dakota WindGood House hingað sem
gestakennara. Hann kenndi þeim
tákn og orð á sínu tungumáli sem
heitir Sioux Lakota, hann spilaði á
handsmíðaða flautu og sagði þeim
sögur sem lifað hafa í munn-
mælum í hans ættbálki. Nem-
endur eldri bekkja unnu að sínu
eigin ártali í myndum frá fæðingu
sinni og til dagsins í dag, en Lak-
ota-indíánar hafa í mörg hundruð
ár skrásett sögu sína á þennan
hátt. Á ensku er þetta kallað
Winter Count, þar sem ártöl eru
röð mynda sem hver og ein táknar
eitt ár,“ segir Sigurjón Bjarnason,
skólastjóri í grunnskólanum í
Laugalandsskóla í Holtum, en
þetta er í sjötta sinn sem skólinn
fær til sín listamann frá Vestur-
heimi sem dvelur hjá þeim í viku.
„Við höfum verið í samstarfi við
Menningarráð Norður-Dakóta en
hann Dakota Wind er meðlimur í
Standing Rock Sioux-ættbálki og
hefur unnið mikið og gott starf í
varðveislu menningar Lakota-
indíána.“
Barátta indíánanna um að
fá hesta sína til baka
Sigurjón segir að Sioux Lak-
ota-tungumálið sé enn notað með-
al indíánanna, en enskan taki þó æ
meira yfir. Aftur á móti geti þeir
lesið alla sína sögu út úr Winter
Count-myndmálinu. „Indíánarnir
ristu á sínum tíma tákn á vís-
undahúð, en krakkarnir í Lauga-
landsskóla urðu að sætta sig við
að teikna sín tákn á pappír. Nem-
endur voru virkilega spenntir fyrir
öllu því sem indíáninn Dakota
Wind sagði þeim og sýndi. Hann
sagði þeim ekki aðeins frá fornri
sögu indíána, heldur einnig frá því
hvernig staða indíána er í dag.
Hann talaði mikið um vernd-
arsvæðin og baráttu indíánanna
fyrir því að fá hestana sína til
baka, en indíánar ræktuðu sér-
stakt hestakyn. Hestarnir voru
teknir af indíánunum, eins og svo
Klemmdi fæturna
að síðum hestanna
Þeir fóru stundum nokkuð geyst undir honum íslensku hestarnir sem voru vanir
því að líta á það sem hvatningu um að fara hraðar þegar Dakota Wind Good
House klemmdi fæturna að síðum þeirra í reiðtúr í Landsveitinni. Lakota-
indíáninn Dakota Wind dvaldi í viku í Holtunum og kenndi grunnskólakrökkum
ýmislegt um menningu Lakota-indíána.
Innlifun Dakota Wind Good House segir sögu handgerðrar indíánaflautu.
Veggteppi Táknin eða myndirnar sýna vetrartal Standing Rock Lakota-
indíána síðustu rúmlega 300 ár. Krakkarnir í Laugalandsskóla bjuggu til sitt
eigið vetrartal frá fæðinu og til dagsins í dag, með teppið sem fyrirmynd.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
www.odalsostar.is
Nýjasti meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er
framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu
Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið
hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu
einkennandi þétta bragði hefur verið náð.
Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir
við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér.
Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur
hann fátt yfirgnæfa sig.
TINDUR
NÝROSTURÚR SKAGAFIRÐINUM
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
M
SA
68
18
7
03
/1
4