Morgunblaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 19
Gjaldeyrisþörf þjóðarbúsins
Viðskiptaráð Íslands, Skoðun 15. apríl 2014.
765
ma. kr.
100
ma. kr.
545
ma. kr.
530
ma. kr.
320
ma. kr.
2.260
ma. kr.
Greiðslu-
vandi Snjóhengja
Gjaldeyris-
útflæði
(2014-19)
Innlend
fyrirtæki
Þrotabú
bankanna
Lífeyrissjóðir
og einstak-
lingar
Erlendir
fjárfestar
Samtals
(Hlutfall af landsframleiðslu)
43% 5% 30% 30% 18% 126%+ + + + =
Gjaldeyrisþörf við afnám gjaldeyr-
ishafta gæti numið allt að 2.260
milljörðum króna til sex ára, eða
sem nemur 126% af landsfram-
leiðslu. Þetta kemur meðal annars
fram í samantekt Viðskiptaráðs um
erlendar skuldir og forsendur af-
náms gjaldeyrishafta. Miðað við
núverandi forsendur þyrfti að fjár-
magna þessa fjárhæð með erlendri
lántöku, ef afnám hafta ætti ekki að
leiða til efnahagslegs ójafnvægis.
Hagstæð fjármögnun og viðunandi
vaxtakjör verða því þýðingarmikill
þáttur í því að þjóðarbúið festist
ekki í vítahring sívaxandi skulda.
Að öðru óbreyttu munu öll þau
verðmæti sem hagkerfið skapar í
formi afgangs af vöru- og þjónustu-
viðskiptum fara í að greiða vexti af
erlendum skuldum næstu árin. Án
endurfjármögnunar núverandi
skulda áætlar Viðskiptaráð að halli
á greiðsluflæði til og frá landinu
gæti numið um 750 milljörðum
króna yfir sex ára tímabil. Við halla
á greiðslujöfnuði bætist svo snjó-
hengjan svokallaða, það er að segja
gjaldeyrisþörf þeirra aðila sem
vilja færa fjármuni sína úr landi við
afnám gjaldeyrishafta. Þar er með-
al annars átt við íslensk fyrirtæki
sem ætla að fjárfesta utan Íslands,
lífeyrissjóði og einstaklinga sem
vilja fjárfesta erlendis, erlenda
fjárfesta með krónueignir og er-
lenda kröfuhafa gömlu bankanna.
Langtímastefna mikilvæg
Afnám haftanna mun því að
miklu leyti velta á því að innlendir
aðilar geti mætt þessari endurfjár-
mögnunarþörf með sjálfbærum
hætti. Ef mikil óvissa ríkir um
framtíðarhorfur hagkerfisins, eink-
um hvað varðar erlenda skulda-
stöðu og hagvöxt, getur það valdið
því að vaxtakostnaður vegna end-
urfjármögunar verði hærri en þjóð-
arbúið getur staðið undir. Ef Ís-
landi tekst að skapa skilyrði fyrir
sterkum hagvexti sem drifinn er af
vexti í útflutningi aukast líkur á
hagstæðum vaxtakjörum sem
munu leiða til batnandi skulda-
stöðu. Því þarf að fara saman skýr
langtímastefna í efnahagsmálum
og trúverðug áætlun um afnám
gjaldeyrishafta, svo erlend staða
þjóðarbúsins þróist með hagfelld-
um hætti, að mati Viðskiptaráðs.
Í samantekt Viðskiptaráðs er
tekið fram að ýmislegt geti dregið
úr fjármögnunarþörfinni, þar á
meðal mögulegar afskriftir á inn-
lendum eignum þrotabúanna eða
gjaldþrotaskipti þar sem kröfuhaf-
ar færu út á lægra gengi síðar
meir. Einnig er hugsanlegt að
Seðlabankinn muni takmarka er-
lendar fjárfestingar lífeyrissjóð-
anna fyrstu árin eftir afnám.
Vaxtakjörin munu ráða úrslitum
Viðskiptaráð metur fjármögnunarþörf allt að 2.260 milljarða króna eftir afnám gjaldeyrishafta
Útflutningsdrifinn hagvöxtur lykill að hagstæðum vöxtum sem hindra vítahring vaxandi skulda
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014
Kortavelta einstaklinga jókst um
6,9% á fyrsta fjórðungi ársins, í sam-
anburði við fyrsta fjórðung í fyrra.
Greining Íslandsbanka telur að
einkaneysla á fyrsta ársfjórðungi
gæti hafa vaxið um allt að 6% frá
sama tíma í fyrra.
Kortavelta innanlands jókst um
5,7% á fyrsta ársfjórðungi, en korta-
velta erlendis um 19,9%. Að mati
greiningardeildarinnar skýra aukin
netviðskipti Íslendinga stærstan
hluta þeirrar aukningar sem orðið
hefur á kortanotkun erlendis á síð-
ustu mánuðum.
Nýskráningum bifreiða fjölgaði
um fjórðung á fyrstu þremur mán-
uðum ársins miðað við sama tímabil í
fyrra. Bílakaup vega þungt í þeim
hluta einkaneyslu sem ekki er greidd
með greiðslukortum og styður aukn-
ing þeirra við mat greiningardeildar
um umtalsverðan vöxt einkaneyslu
það sem af er ári.
Þrátt fyrir að greiningardeildin
telji líklegt að heldur muni draga úr
vexti einkaneyslu á næstu ársfjórð-
ungum er líklegt að hann muni vega
talsvert þyngra í hagvexti á þessu ári
en í fyrra. Hagvöxtur síðasta árs var
hins vegar að mestu leyti borinn uppi
af miklum vexti í ferðaþjónustu.
Jákvæður kortaveltujöfnuður
Vöxtur í ferðamennsku hefur
haldið áfram það sem af er ári og
hafa erlendir ferðamenn greitt um
18,4 milljarða króna með greiðslu-
kortum á fyrsta fjórðungi ársins. Á
sama tíma nam erlend kortavelta Ís-
lendinga 17,7 milljörðum króna.
Kortaveltujöfnuður var því jákvæð-
ur um liðlega 700 milljónir króna og
er það í fyrsta sinn sem það gerist á
fyrsta fjórðungi árs.
Neysla óx hratt á
fyrsta fjórðungi
Kortavelta og
bifreiðakaup hafa
aukist á milli ára
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Neysla Fjórðungsaukning var í ný-
skráningum bíla á 1. ársfjórðungi.
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is
Verð
15.900 kr
.
Hjól fyrir börn
tveggja ára og eldri
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum
(Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
Er á Facebook
Kvíði, álag eða
orkuleysi?
Burnirótin hefur reynst mér mjög vel við þunglyndi og kvíða. Ég er mun
hressari á morgnana og hef meira úthald og orku allan daginn og mæli
hiklaust með henni. Eftir að ég fór að nota 24 stunda kremið hurfu þurrk-
blettir í andliti alveg og ég er ekki eins viðkvæm fyrir kulda og áður.
Það gengur mjög vel inn í húðina og mér finnst það frábært í alla staði.
– Sigþrúður Jónasdóttir
www.annarosa.is
Burnirótin er talin góð gegn
orkuleysi, kvíða, þunglyndi
og streitu ásamt því að efla
úthald og einbeitingu.
24 stunda kremið þykir einstaklega
rakagefandi og nærandi fyrir þurra
og þroskaða húð. Inniheldur andox-
unarefni og náttúrulega sólarvörn.