Morgunblaðið - 16.04.2014, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014
Heilabrot Stöðumælar vefjast fyrir ýmsum en rétt er að borga fyrir stæðið og losna þannig við hugsanlega sekt.
Þórður Arnar
Engu er líkara en að
meirihluti borg-
arstjórnar hafi ein-
beittan vilja til að
koma einkaframtakinu
fyrir kattarnef. Undir
forystu Jóns Gnarr og
Dags B. Eggertssonar
eru tækifærin nýtt til
að leggja steina í götur
sjálfstæðra atvinnu-
rekenda. Þrengt er að
starfsemi þeirra eða þeir eru hrein-
lega flæmdir í burtu.
Vinstri meirihluti Samfylkingar
og Besta flokksins/Bjartrar fram-
tíðar [BT] hefur lítinn áhuga á öðru
en að þétta byggð, draga úr val-
möguleikum borgarbúa, telja skref
að sorptunnum, byggja fuglahús við
umferðargötur og hækka álögur.
Einkaframtakið er fleinn í holdi
þeirra og einkabíllinn skal útlægur
gerður.
Það ætti því fáum að koma á óvart
að lagt sé til atlögu við Fluggarða á
Reykjavíkurflugvelli. Í Fluggörðum
eiga aðsetur flugskólar, flugklúbbar,
fyrirtæki og einstaklingar og eru
hluti af þekkingarþorpi flugsins sem
hefur orðið til við Reykjavík-
urflugvöll. En ekkert af þessu skipt-
ir meirihluta borgarstjórnar máli –
ekki frekar en lífsviðurværi á annað
þúsund einstaklinga sem vinna á
flugvallarsvæðinu. Flugvöllurinn
skal víkja fyrir íbúðabyggð og Flug-
garðar þegar á næsta ári.
Þekkingarþorp flugsins
Alfhild Nielsen, talsmaður hags-
munaaðila á Fluggarðasvæðinu
sagði í samtali við Morgunblaðið
fyrir skömmu að svo virtist sem
stefnt væri að „eignaupptöku á
mannvirkjum en Reykjavíkurborg
hefur lítið sem ekkert samráð haft
við þinglýsta eigendur mannvirkja á
svæðinu“.
Jóhannes Bjarni Guðmundsson
flugmaður heldur því fram í Morg-
unblaðsgrein 4. apríl sl.
að þeir sem eiga eignir
og starfa í Fluggörðum
finni „fyrir hroka og
yfirgangi borgaryf-
irvalda gegn flugvell-
inum og allri þeirri
starfsemi sem þar
þrífst“. Hann bendir á
að ótrúlegur fjöldi Ís-
lendinga byggi afkomu
sína með beinum eða
óbeinum hætti á flugi
sem sé í „raun ein af
grunnstoðum í velmeg-
un okkar“:
„Í Fluggörðum og á Reykjavík-
urflugvelli eru m.a. uppeldisstöðvar
okkar fagfólks. Flugmenn, flug-
umferðarstjórar, flugvirkjar og
fjöldi annarra stíga sín fyrstu skref í
þekkingarþorpi flugsins sem
Reykjavíkurflugvöllur er og hefur
verið í marga áratugi.“
Röksemdir af þessu tagi eru létt-
vægar í huga meirihluta borg-
arstjórnar og forystumenn Samfylk-
ingar og BT hafa ekki áhyggjur þótt
verið sé að setja allt kennslu- og
einkaflug á Íslandi í uppnám.
Rótgrónum fyrirtækjum
bolað burt
Skeytingarleysi vinstri meirihlut-
ans í Reykjavík einskorðast ekki við
starfsemi Reykjavíkurflugvallar.
Kaupmenn á Laugaveginum eru í
vörn. Umferð hefur snarminnkað á
síðustu árum – þrengingar, sum-
arlokanir og fækkun bílastæða hafa
komið illa niður á viðskiptum. Léleg
lýsing og umhirða bæta ekki ástand-
ið.
Rüdiger Þór Seidenfaden, eigandi
Gleraugnasölunnar, sagði í samtali
við Morgunblaðið að borgaryfirvöld
væru hreinlega að útrýma íslenskri
verslun við Laugaveginn:
„Hér er verið að bola burtu rót-
grónum fyrirtækjum. Það verður
ekkert eftir nema hótel og ferða-
mannaverslanir.“
Það er ekki nóg að borgaryfirvöld
hagi skipulagi þannig að einkaaðilar
eigi erfitt uppdráttar heldur er bein-
línis komið í veg fyrir að sjálfstæðir
atvinnurekendur fái að bjóða þjón-
ustu sína. Þannig var einkafyrirtæki
neitað um leyfi til að safna lífrænum
úrgangi frá heimilum í Reykjavík, á
þeirri forsendu að um „grunnþjón-
ustu“ væri að ræða sem sveitarfélag
ætti að veita. Í huga hins umhverf-
issinnaða vinstri meirihluta skipti
engu þótt Reykjavíkurborg sinnti
ekki þessari þjónustu og mundi ekki
gera á næstu árum.
Með sama hætti þótti það óvið-
unandi í huga forystu vinstrimanna
að borgarbúum stæði til boða endur-
vinnslutunnan frá Gámaþjónust-
unni. Því var nauðsynlegt að fara í
samkeppni við einkaaðilann – bláa
tunnan varð til sem íbúarnir neydd-
ust til að greiða fyrir í formi hærri
fasteigna- og sorphirðugjalda.
Aðferðir sundrungar
og missættis
Það er merkilegt að þeir stjórn-
málamenn sem hæst og oftast tala
um íbúalýðræði, samráð og samræð-
ur ganga harðast fram við að ná
markmiðum sínum – beita aðferðum
sundrungar og missættis. Skiptir
engu hvort um er að ræða skipulag
grunnskóla, eins og foreldrar hafa
fengið að kynnast, eða breytingar á
aðalskipulagi borgarinnar.
Guðmundur Magnússon blaða-
maður Morgunblaðsins benti á í ný-
legri fréttaskýringu að þegar fyrsta
eiginlega aðalskipulag fyrir Reykja-
vík var samþykkt fyrir tæpum 50 ár-
um hefði ríkt um það full samstaða
allra borgarfulltrúa. Allar götur síð-
an hafi verið lögð áhersla á að end-
urskoðun aðalskipulagsins væri í
góðri sátt, þvert á stjórnmálaflokka.
Þetta var fyrir tíma samræðustjórn-
mála.
Nú er öldin önnur undir stjórn
Samfylkingar og BT. Nýtt að-
alskipulag er afgreitt í miklu ósætti
og í engu er tekið tillit til óska og
skoðana íbúa. Undirskriftir um 70
þúsund landsmanna sem vilja
Reykjavíkurflugvöll á sínum stað
hafa engin áhrif á meirihluta borg-
arstjórnar. Borgarbúar gerðu at-
hugasemdir við 250 atriði í að-
alskipulaginu. Þeim athugasemdum
var hent út í hafsauga.
Hugmyndafræði vinstrimanna í
skipulagsmálum borgarinnar er
ekki aðeins til þess fallin að draga úr
þrótti einkaframtaksins heldur einn-
ig að fækka valkostum borgarbúa.
Þétting byggðar skal vera á kostnað
úthverfa, almenningssamgöngur og
hjólreiðar skulu efldar á kostnað
einkabílsins. Öllu er stillt upp sem
andstæðum.
Í stað þess að fjölga valkostum
borgarbúa er þeim fækkað. Í þess-
um efnum má segja að vinstrimenn
séu samkvæmir sjálfum sér. Þeir
trúa því ekki að öflugar almennings-
samgöngur fari vel saman við að
greiða leið einkabílsins. Þeir eru
sannfærðir um að blómleg úthverfi
séu á kostnað öflugs miðbæjar.
Gangi stefna meirihluta borg-
arstjórnar eftir í skipulagsmálum
mun yfirbragð Reykjavíkur breyt-
ast á komandi árum. Í litlu verður
tekið tillit til óska íbúanna, hags-
munir sjálfstæðra atvinnurekenda
verða fundnir léttvægir, úthverfi
verða sett í frost og ný samgöngu-
mannvirki ekki byggð enda á einka-
bíllinn lítið erindi í draumsýn þar
sem allir ferðast í Strætó eða fara
um á reiðhjólum. Þegar Reykjavík-
urflugvelli verður endanlega lokað
hefur Reykjavíkurborg sagt sig frá
skyldum sem höfuðborg allra lands-
manna.
Eftir stendur fátæklegri borg
sem stjórnað er af stjórnmálamönn-
um sem eru í hjarta sínu á móti fjöl-
breytni. Vilja takmarka valmögu-
leika, fækka þeim kostum sem eru í
boði hvort heldur er í samgöngum
eða búsetu.
Eftir Óla Björn
Kárason » Það er merkilegt að
þeir stjórnmála-
menn sem hæst og oft-
ast tala um íbúalýðræði,
samráð og samræður
beita aðferðum sundr-
ungar og missættis.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Enn skal atlaga gerð að einkaframtakinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flug Fjöldi Íslendinga byggi afkomu sína með beinum eða óbeinum hætti á
flugi. – Frá flughátíð á Reykjavíkurflugvelli í tilefni af 30 ára afmæli Flug-
leiða, 100 ára afmælis flugs í heiminum og 60 ára afmæli „Þristsins“.
Við teljum okkur
búa í réttarríki. Í því
felst að almennar birt-
ar lagareglur eiga að
gilda um lögskipti
okkar. Þær mega ekki
vera afturvirkar. Ef
við lendum í ágrein-
ingi við aðra erum við
með stofnanir, dóm-
stóla, sem eiga úr að
leysa eftir þessum
lagareglum. Regl-
urnar þurfa að hafa öðlast gildi
þegar þau atvik urðu sem ágrein-
ingi valda. Þetta gildir meðal ann-
ars ef við teljum að skuldbinding
sem við höfum gengist undir sé
ógild, til dæmis vegna þess að við
höfum verið blekkt til að skuld-
binda okkur eða forsendur hafi
brostið með tilteknum hætti.
Þessu fyrirkomulagi tilheyrir það
meginatriði að dómstólarnir setja
ekki lög. Þeir geta ekki leyst úr
réttarágreiningi með beitingu aft-
urvirkra laga sem þeir setja sjálfir.
Þeir finna þær lagareglur, sem í
gildi voru þegar atvikin urðu, og
beita þeim til lausnar ágreinings-
ins. Að vísu eru þeir spekingar til
sem halda því fram að dómstólar
hafi hlutverki að gegna við að setja
nýjar lagareglur og megi svo beita
þeim afturvirkt. Slíkar kenningar
standast auðvitað ekki og þarfnast
ekki frekari umfjöllunar hér.
Hættir samfélagsins nú eru allt
aðrir en þeir sem að framan er
lýst. Nú gengur stjórnmálabaráttan
út á boð og yfirboð um úthlutun
„réttlætis“. Hugmyndin sem allir
stjórnmálaflokkar gera nú út á
liggur í því að heimta
skatta í ríkissjóð og
búa svo til reglur um
hvernig eigi að útdeila
peningunum til lands-
ins barna til að bæta
fyrir ranglætið sem
þau hafi orðið fyrir í
fortíðinni („í hruninu“).
Það er með öðrum
orðum verið að reyna
að setja reglur eftirá
um hvert réttlætið hafi
verið í liðnum tíma.
Þetta er auðvitað ekki
hægt. Allir vilja fá sneið af nægta-
borðinu. Réttlæti eins er ranglæti
annars.
Svo er annað. Þessir nýju hættir
eru og munu verða áfram ávísun á
óvinsældir þeirra stjórnarherra
sem ráða hverju sinni og beita valdi
sínu á þennan hátt, það er til að
miðla út réttlæti fortíðar til borg-
aranna. Það er vegna þess að þeir
sem fá að njóta munu ekki telja sig
standa í neinni þakkarskuld. Þeim
var einungis miðlað „réttlæti“.
Hvers vegna ættu þeir að þurfa að
þakka fyrir það? Hinir verða áfram
óánægðir.
Það er kostulegt að sjá stjórn-
málaflokka, sem margir menn töldu
styðja í meginatriðum gildandi
þjóðskipulag á Íslandi taka fullan
þátt í þessum galna leik.
Galinn leikur
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
Jón Steinar
Gunnlaugsson
»Nú gengur stjórn-
málabaráttan út á
boð og yfirboð um út-
hlutun „réttlætis“.
Höfundur er lögfræðingur.