Morgunblaðið - 25.04.2014, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 5. A P R Í L 2 0 1 4
Stofnað 1913 96. tölublað 102. árgangur
ALDREI FLEIRI
ÞÁTTTAKENDUR
Í HLAUPINU
TUNGUMÁLIÐ
OG MYNDMÁLIÐ
MÆTAST
UMRÆÐA UM
BJÓRGERÐ
OG ÞEKKING
SÝNING ÖNNU 38 KEPPNI FÁGUNAR 10VÍÐAVANGSHLAUP ÍR ÍÞRÓTTIR
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Um 425 starfsmenn Isavia á flug-
völlum landsins leggja niður störf
frá kl. 4.00 til 9.00 í dag. Ætla má
að aðgerðirnar raski ferðum allt að
7.000 farþega í millilandaflugi í
dag, að mati Guðjóns Arngríms-
sonar, upplýsingafulltrúa Icelanda-
ir.
Þetta verður þriðja fimm tíma
vinnustöðvun Félags flugmála-
starfsmanna ríkisins (FFR), Stétt-
arfélags í almannaþjónustu (SFR)
og Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna (LSS) hjá
Isavia síðan aðgerðir félaganna
hófust. Guðjón sagði ljóst að bæði
Icelandair og ekki síður 15-20 þús-
und farþegar hafi orðið fyrir tölu-
verðum skakkaföllum vegna þessa.
Hann taldi ferðir rúmlega 5.000
farþega Icelandair raskast í dag
því seinkanir á flugi verði allan
daginn. Að auki giskaði hann á að
ferðir um 2.000 farþega annarra fé-
laga röskuðust í dag.
Samgöngur skipta öllu
Bæði flugmenn og flugfreyjur
Icelandair eiga í kjaradeilum sem
eru hjá ríkissáttasemjara. Flug-
virkjar eru einnig með lausa samn-
inga. Guðjón kvaðst vona að samn-
ingar næðust svo ekki yrðu frekari
truflanir.
„Háannatíminn í ferðaþjónust-
unni er að hefjast. Það skiptir
miklu að samgöngur gangi vel svo
fólk og fyrirtæki um allt land, sem
byggja afkomu sína á fluginu, verði
ekki fyrir skaða,“ sagði Guðjón.
Allsherjarverkfall hefur verið boð-
að á flugvöllunum frá klukkan 4.00
að morgni 30. apríl nk. semjist ekki
fyrir þann tíma. Guðjón sagði það
nánast vera óhugsandi að landinu
yrði í raun lokað um óákveðinn
tíma með verkfallsaðgerðum. „Það
er fráleit staða,“ sagði Guðjón.
Samtök atvinnulífsins (SA) segja
að samninganefnd FFR, SFR og
LSS krefjist að meðaltali um 25,6%
hækkunar. Samninganefnd SA og
Isavia hafi lagt fram viðamikil til-
boð sem feli í sér raunhæfar hækk-
anir á öllum launaflokkum. Þeim
tilboðum hafi öllum verið hafnað.
Kristján Jóhannsson, formaður
og framkvæmdastjóri FFR, sagði
að þeir hefðu kostnaðarmetið tilboð
sitt upp á 18% á 29 mánaða samn-
ingstíma. Um sé að ræða heildar-
kostnað Isavia vegna kjarasamn-
ingsins. Sumir starfsmenn fái
samkvæmt því einungis hækkun á
launatöflu en aðrir fái launaflokka-
hækkanir.
Ferðir þúsunda raskast
Seinkanir í allan dag vegna verkfallsaðgerða flugvallastarfsmanna hjá Isavia
Háannatími ferðaþjónustunnar nálgast óðum Alvarlegt ef lokast fyrir flug
Morgunblaðið/Eggert
Flugstöðin Starfsmenn þriggja
stéttarfélaga leggja niður vinnu.
Landsmenn fögnuðu sumardeginum fyrsta í gær
með ýmsu móti. Góð stemning var á fjölskylduhátíð
á Klambratúni en þar var meðal annars grillað yfir
opnum eldi. Mörgum þótti veðrið vera óvenjugott
miðað við það sem gengur og gerist á sumardeg-
inum fyrsta. Sumar og vetur frusu ekki saman að
þessu sinni. Veðursæld var víða um land og mældist
hitinn á bilinu 8 til 17 stig. Best var veðrið fyrir
norðan þar sem hitinn mældist hæstur á Blönduósi
og á Sauðárkróki.
Morgunblaðið/Kristinn
Langþráðu sumri fagnað
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ný aðferðafræði verður notuð við útreikn-
ing veiðigjalda í frumvarpi um stjórn fisk-
veiða sem leggja á fram í haust. Útgerðar-
menn gagnrýna að álagning veiðigjalda á
næsta fiskveiðiári sé miðuð við tölur frá
Hagstofunni um afkomu veiða og vinnslu
2012. Aðstæður hafi
verið mun betri þá
en bæði á þessu ári
og í fyrra.
Frá því að veiði-
gjöld voru kynnt til
sögunnar í núver-
andi mynd hefur
verið stuðst við
gömul gögn um af-
komu sjávar-
útvegsins við álagn-
ingu gjaldanna.
„Við höfum borgað fáránlega há veiðigjöld
síðustu tvö árin. Þeir peningar verða ekki
notaðir í neitt annað,“ sagði Guðmundur
Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði.
„Heildarlaunagreiðslur fyrirtækisins á síð-
asta ári voru 550 milljónir. Við borguðum 70
milljónir í auðlindagjald, tæpa milljón á
hvern starfsmann.“
„Mér líst mjög illa á þetta,“ sagði Þor-
steinn Kristjánsson, forstjóri Eskju hf. á
Eskifirði, um veiðigjaldafrumvarpið. Hann
sagði það ekki standast nein rök að skatt-
leggja sjávarútveginn um allt að 50%. „Það
neitar enginn að borga eðlilega skatta en
þarna er skotið yfir markið.“ »6
Þykir
gjaldið
of hátt
Stuðst við gömul
gögn við álagninguna
Veiðigjöld
» Áætlað er að
veiðigjöld í sjáv-
arútvegi skili um
8 milljörðum
króna í ríkissjóð
á fiskveiðiárinu
2014/2015.
Ný skipulags- og
matslýsing fyrir
Vesturbæ
Reykjavíkur
vekur hörð við-
brögð en reikn-
að er með mik-
illi þéttingu
byggðar. „Horft
er til almanna-
hagsmuna sem
eru einfaldlega ekki fyrir hendi.
Með þessu er ráðist á rótgróið
hverfi og líklegast þarf að borga
þeim bætur sem missa við þetta
bílskýli sín, það kemur úr okkar
vasa. Á sama tíma tvöfaldast bíla-
stæðaleysið því verið er að byggja
hús á bílastæðum. Það skín í gegn-
um skipulagstillögurnar allar að
vilji er til að fækka bílum í
Reykjavík en almenningur vill
hins vegar ekki missa bílana sína.
Fólk þarf að sjá almennilega þess-
ar tillögur áður en þetta er keyrt í
gegn,“ segir Ívar Pálsson, við-
skiptafræðingur og einn íbúa
hverfisins. »6
Ívar Pálsson
Nýsamþykkt
skipulag umdeilt
Ráðist á rót-
gróið hverfi
Vesturbæjar
Elísabet Thor-
steinson, bú-
fræðinemi frá
Syðri-Gróf í
Flóa, stóð sig
best í hrossa-
ræktaráfanga
nemenda Land-
búnaðarháskóla
Íslands á
Hvanneyri, og
fékk hina eft-
irsóttu Morgunblaðsskeifu. Af-
hendingin fór fram á skeifudegi
hestamannafélagsins Grana á
Hvanneyri í gær. „Mér finnst
mesti heiðurinn fólginn í því að
fá Morgunblaðsskeifuna. Ég hefði
ekki getað hugsað mér að ljúka
vetrinum á betri hátt,“ sagði El-
ísabet. » 16
Heiður að fá Morgun-
blaðsskeifuna
Elísabet
Thorsteinson
Borga þarf toll
af safnmunum
ætluðum til var-
anlegrar sýn-
ingar hér á
landi. Það fer
eftir eðli hlut-
arins í hvaða
tollflokk hann
fer.
Eigandi Könnunarsögusafnsins
sem verður opnað á Húsavík í byrj-
un maí þurfti að reiða fram um 100
þúsund krónur til að leysa eftirlík-
ingu af geimbúningi úr Apollo-
leiðöngrunum út úr tolli. Hann var
flokkaður sem fatnaður. »6
Geimbúningur toll-
lagður eins og föt