Morgunblaðið - 25.04.2014, Page 4

Morgunblaðið - 25.04.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 flottir í flísum Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Hólmfríður Gísladóttir María Margrét Jóhannsdóttir Í nýsamþykktum skipulags- og matslýsingum fyrir hverfisskipulag í Reykjavík kennir ýmissa grasa. Þar er m.a. að finna hugmyndir um út- færslur á þéttingu byggðar, tillögur að breytingum á gatnakerfum og áherslur er varða verndun grænna svæða í borginni. Í Hlíðum, sem skiptast í Háteigs- hverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðar- hverfi, er mest uppbygging áætluð vestan Öskjuhlíðar, m.a. við Háskól- ann í Reykjavík, á Hlíðarenda og vestan Nauthólsvíkurvegar og Flug- vallarvegar. Þá sjá menn fyrir sér ákveðin tækifæri til þéttingar og endurskipulags í Háteigshverfi og Hlíðahverfi, m.a. á jöðrum hverf- anna. Þær hugmyndir sem má reikna með að verði hvað umdeildastar meðal borgarbúa snúa að uppbygg- ingu á þegar byggðum reitum en þessar hugmyndir eru mest áberandi í áætlunum fyrir Vesturbæinn. Þar er m.a. lagt til að gefnar verði heim- ildir fyrir 1-11/2 hæða nýbyggingum við Hjarðarhaga, á vannýttum lóðum og lóðum þar sem fyrir eru bílastæði eða bílageymslur. Við Birkimel, Meistaravelli og Suðurgötu eru sömuleiðis uppi áætlanir um lág- reistar nýbyggingar og opnað er á þann möguleika að byggja raðhús í stað bílskúra norðan Flyðrugranda. Ekki allir á eitt sáttir Ívar Pálsson, viðskiptafræðingur og íbúi í Vesturbænum, segir ekki vera heila brú í nýju skipulagi og tal- ar um eignarnám þar sem til stendur að byggja þar sem nú eru bíla- geymslur t.d. við Hjarðarhaga. „Ef fólki væri gert ljóst hvað til stæði myndu allir rísa upp gegn þessu. Það vantar allt samráð en þetta er ekki í samræmi við vilja fólksins.“ Friðrik Guðmundsson, einn eig- enda Melabúðarinnar, hefur einnig áhyggjur af nýju skipulagi. „Flestir vilja bætt aðgengi að þjónustu hér í hverfinu og fleiri bílastæði en meirihluti borg- arstjórnar vill bílinn burt, sem verður aldrei á Íslandi. Aðsókn að Vesturbæjarlauginni hefur til dæmis aukist mjög eftir að hún var tekin í gegn og það kallar á fleiri bílastæði, svo fátt eitt sé nefnt. Það er spurning hvort yfirvöld muni taka tillit til athugasemda íbúa hverfisins,“ segir Friðrik. Breytingar eru boðaðar víða  Áætlanir um uppbyggingu vestan Öskjuhlíðar  Tillögur að þéttingu í Vesturbænum með lágreist- um nýbyggingum  Byggt verði þar sem bílastæði og bílskúrar eru fyrir  Umdeildar hugmyndir Hugmyndir að breytingum við Suðurgötu Nýjar byggingar Kort: Reykjavíkurborg - Umhverfis- og skipulagssvið Hugmyndir að skipulagi í Hlíðum Kennaraháskóli Íslands Klambratún Bústaðavegur Perlan Háskólinn í Reykjavík Kort: Reykjavíkurborg - Umhverfis- og skipulagssvið Íbúðabyggð Miðsvæði Stofnanasvæði Opið svæði / græn svæði Opið svæði / strandsvæði Borgar – / aðalgata Vík Hugmyndir eru uppi um end- urheimt strandar austur af Klepps- spítala, á sama svæði og Björgun hefur verið boðið pláss tímabundið. Meðal þeirra hugmynda sem kynntar eru í skipulags- og matslýsingunum sem umhverfis- og skipulagsráð samþykkti á mið- vikudag eru opnanir gatna í Vest- urbænum. Meðal mögulegra breytinga er að botnlangi milli Frostaskjóls og Tjarnarmýrar á Seltjarnarnesi verði opnaður, að Hagamelur verði opnaður inn og út af Hagatorgi og gatnakerfi fært í upprunalegt horf og að Ægisíða tengist inn á Suðurgötu til móts við Þorragötu. Þá er lagt til að Kaplaskjólsvegur verði opn- aður inn á og út af Hringbraut og gatnakerfi fært í upprunalegt horf og að Reynimelur og Greni- melur verði opnaðir inn á og út af Hofsvallagötu og gatnakerfi sömuleiðis fært í upprunalegt horf. Samkvæmt tillögunum eru einnig uppi hugmyndir um úrbæt- ur fyrir hjólreiðafólk, m.a. nýjan hjólastíg meðfram Eiðsgranda. Þá er gert ráð fyrir hjólaleið með- fram Hofsvallagötu, Birkimel, Dunhaga og beggja vegna Suð- urgötu og hjólareinum meðfram Neshaga, Hagamel og Birkimel, Fornhaga, Lynghaga og/eða Star- haga og Kaplaskjólsvegi. Tillögur um enduropnun gatna KR - svæðið Vesturbæjarlaug Melaskóli Háskóli Íslands Kort: Reykjavíkurborg - Umhverfis- og skipulagssvið Hugmyndir um breytingar á gatnakerfinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.