Morgunblaðið - 25.04.2014, Page 17

Morgunblaðið - 25.04.2014, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2014 Breytt stefna, bættir stjórn- hættir, traustari fjárhagur Orkuveita Reykjavíkur heldur opinn ársfund, á morgun, föstudaginn 25. apríl kl. 14:00-16:00 á Bæjarhálsi 1. Markmið fundarins er að auka gegnsæi í starfseminni og stuðla að upplýstri umræðu ummálefni fyrirtækisins. Gildi Orkuveitu Reykjavíkur eru framsýni, hagsýni og heiðarleiki. Dagskrá • JónGnarr borgarstjóri setur fund • Eigendastefna og sameignarsamningur Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar. • Umbætur í stjórnháttum innan Orkuveitu Reykjavíkur Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar. • KvennakórinnHrynjandi tekur lagið • Umhverfið og auðlindirnar Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs. • Stærsta hindrunin að baki Bjarni Bjarnason forstjóri. • Hvernig er eiginlega að vinna hjá þessari Orkuveitu? Hildur Ingvarsdóttir, forstöðumaður viðhaldsþjónustu. • Fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri verður Elín Smáradóttir lögfræðingur. Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Ný lög gilda um fyrirtækið og eigendur hafa markað því sameiginlega stefnu. Stjórn fyrirtækisins hefur skerpt á starfsreglum sínum og stjórnháttum en um áramót var starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur skipt upp í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur að lagaboði. Á sama tíma hefur verið glímt við mikinn skulda- og rekstrarvanda. Árangur þeirrar baráttu hefur vakið mikla athygli. Þetta verða helstu umfjöllunarefni opna ársfundarins 2014. Orkuveita Reykjavíkur | Bæjarhálsi 1 | www.or.is Útvarp Elis Poulsen við hljóðnemann. Hann er nú að koma til Íslands og fær fólk á fætur og til að stíga dansinn í vinsælum útvarpsþætti sínum. lengi sem húsrúm er – en hægt er að hlusta á þáttinn á kringvarp.fo Gleði á öldum ljósvakans „Það hefur verið lengi á stefnu- skránni hjá mér að senda þáttinn út frá Íslandi. Með stuðningi Eimskips, Faxaflóahafna og fleiri gat sá draum- ur ræst,“ segir Elis sem hefur fengið Hrafnhildi Halldórsdóttur, útvarps- konu á Rás 1, til liðs við sig. Saman munu þau kynna lögin á dansiballinu og þar með í útvarpsþættinum sem hefst kl. 21 og er í loftinu í þrjá klukkutíma. Eins og Elis sagði frá í Morgun- blaðinu í vetur eru íslensk lög vinsæl meðal hlustenda hans, til dæmis lög Björgvins Halldórssonar, Geirmund- ar Valtýssonar, og lög úr forkeppni Eurovision. Einnig lög Sænsku vík- inganna og fleira norrænt, það sem einu nafni heitir Den glade musik. Og það eru lög í þessum anda sem Elis Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ef til eru vinaþjóðir eru það Fær- eyingar og Íslendingar og fátt er bet- ur til þess fallið að styrkja böndin en einmitt svona samkomur. Með því að dansa, syngja og gleðjast saman myndast tengsl sem oft lifa áratugum saman,“ segir Elis Poulsen, útvarps- maður í Færeyjum. Elis og Jón Jensen tæknimaður eru að koma til Íslands og í kvöld er hinn vinsæli þáttur Elis, Upp á tá, sem er á dagskrá Kringvarpsins sem er einskonar RÚV þeirra Færeyinga, í beinni útsendingu frá Íslandi. Sent verður út úr sal félagsins Komið og dansið við Drafnarfell í Reykjavík. Þangað kemur stór hópur reglulega saman til þess að stíga sporin og nú ætla Færeyingar búsettir á Íslandi að bætast í hópinn. Annars eru allir velkomnir svo er með tilbúin í tækinu og mun varpa út á öldur ljósvakans í kvöld. Þá mun hljómsveitin Hlynur og bófarnir koma fram og félagarnir Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ást- valdsson. Allt það skemmtilega Tengsl Elis við Ísland eru sterk, en með systkinum sínum ólst hann upp í húsi foreldra þeirra í Skerjafirðinum. Seinna lá leið Elis aftur til Færeyja. Öðru hvoru hefur þó alltaf heyrst til Elis hér á landi þar sem hann hefur flutt fréttapistla í útvarpi en hann hefur unnið við þáttagerð ytra í ára- raðir. „Nei, ég læt ekkert stoppa mig og held áfram með þáttinn og geri allt það skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Elis sem nýlega greindist með Parkinson-sjúkdóm- inn. Segist finna orðið nokkuð fyrir áhrifum hans. Starfsgetan sé þó hin sama og var – enn að minnsta kosti – og því er hann kominn til að útvarpa frá Íslandi í kvöld. Þá eru uppi áform um að senda dansþáttinn góða frá Nuuk í Grænlandi sem yrði þá í beinni útsendingu í Færeyjum. Beint Færeyjaútvarp úr Breiðholtinu  Komið og dansið í Drafnarfelli  Upp á tá í Kringvarpi Færeyja frá Íslandi  Elis við hljóðnemann Ágætur gangur er í framkvæmdum við stækkun húss grunnskólans á Siglufirði. Viðbyggingin er alls 465 fermetrar að flatarmáli og þar verða fjórar kennslustofur, aðstaða til verklegrar kennslu og matsalur. Með þessu er ætlunin að sameina alla starfsemi grunnskólans í bæn- um undir eitt þak húss við Norð- urgötu, en á sama tíma leggst kennsla í gamla gagnfræðaskólahús- inu við Hlíðarveg af. „Þessum breytingum í rekstri okkar fylgir margvíslegt hagræði og þetta mun líka skila okkur sparn- aði,“ segir Sigurður Rúnar Ásbjarn- arson, bæjarstjóri í Fjallabyggð. Byggðakjarnarnir í Fjallabyggð eru tveir, Ólafsfjörður og Siglu- fjörður. Yngri deild er starfrækt á báðum stöðum með um 70 nem- endum á hvorum stað. Eldri deildin með 135 nemendum er hins vegar al- farið á Siglufirði og því þarf að byggja. Tréverk ehf. á Dalvík annast framkvæmdir sem á að ljúka í sum- ar. Kostnaðaráætlun vegna verksins hljóðar upp á samtals 171 milljón kr. sbs@mbl.is Stækka skólahúsið við Norðurgötu Ljósmynd/Karl Eskil Bygging Skólastarf á Siglufirði verður nú á einum stað.  Miklar fram- kvæmdir á Siglufirði LEIÐRÉTT Röng tilvitnun Rangt var lesið úr fréttatilkynningu Félags flugmálastarfsmanna rík- isins (FFR) við vinnslu fréttar sem birtist í gær. Í tilkynningunni sagði orðrétt um fundi FFR með samn- inganefnd SA og Isavia: „Á þeim fundum voru lagðar fram tillögur til lausnar kjaradeilunni. Annars vegar var lögð fram tillaga á launaflokkabreytingum og eins pró- sentuhækkanir á launatöflu. Hins vegar var lagt fram tilboð sem gilda myndi til 2016.“ Því var ranghermt að um væri að ræða 1% hækkun á launatöflu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.