Morgunblaðið - 25.04.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 25.04.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 SIXTIES LÍNAN OSLO Eikarskenkur 160x45x63 kr. 159.800 Bakkaborð kr. 23.900 Unfurl Deluxe Svefnsófi kr. 129.900 Pillar ljós 14x20 kr. 21.900 Retro Klukka 3 litir kr. 7.990 Mynd 53x53 kr. 4.500 Flinga Tímaritahilla 20x160 cm kr. 16.900 Flinga Tímaritahilla 20x80 cm kr. 9.900 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Sérsveitarmenn frá úkraínska hernum réðust gegn að- skilnaðarsinnum í borginni Sloviansk í gær. Talið er að minnst tveir aðskilnaðasinnar hafi látið lífið í átökum við herinn. Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, segir að herinn hafi ráðist gegn aðskilnaðarsinnum sem hafi lagt undir sig opinberar byggingar í borginni. AFP Óvissuástand og átök í austurhluta Úkraínu Herinn hrekur burt aðskilnaðarsinna Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, sagði á blaðamannafundi í Tókyó í Japan í gær að Rússar hefðu ekkert gert til að bæta ástandið í Úkraínu. „Þess í stað höf- um við haldið áfram að sjá illgjarna, vopnaða menn leggja undir sig byggingar, áreita þá sem eru ósam- mála þeim, valda spennu á svæðinu og við höfum ekki séð Rússa stíga fram og hvetja þá til að hætta þessu,“ sagði Obama. Bandaríkin hafa sent 150 banda- ríska hermenn til Póllands og er von á 450 til viðbótar. Stephen Munn, sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi, segir það vera skyldu Bandaríkjanna og NATO að sýna staðfestu og um leið tryggja öryggi Póllands. Kaldastríðsáskynjun Breskar, danskar og hollenskar herþotur flugu á móti tveimur rúss- neskum sprengjuvélum af gerðinni Tupolev 95 sem flugu skammt norð- austur af Skotlandi á miðvikudags- kvöld. Rússnesku vélarnar voru all- an tímann á alþjóðlegu flugsvæði en för þeirra vekur samt ugg í ljósi ástandsins í Úkraínu. Breski sjó- herinn hefur einnig fylgst með för rússnesks herskips á alþjóðlegu hafsvæðis nærri Bretlandi. Bandaríkin senda hermenn til Póllands Hermenn Bandarískir hermenn voru sendir til Póllands þar sem þeir munu taka þátt í heræfingum og sýna staðfestu Bandaríkjanna í Austur-Evrópu. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Rússar eru ósáttir við aðgerðir úkraínskra stjórnvalda í austurhluta Úkraínu þar sem fjöldi rússnesku- mælandi íbúa býr. Á ráðstefnu í St. Pétursborg í gær sagði Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að úkra- ínsk stjórnvöld væru sek um glæp gegn eigin þegnum með því að beita hernum fyrir sig í borgum í austur- hluta landsins. „Auðvitað mun þetta hafa afleiðingar fyrir þá einstaklinga sem tóku ákvörð- un um að beita hervaldi gegn eigin borgurum. Þetta mun líka hafa áhrif á samskipti Rússlands og Úkra- ínu,“ sagði Pútín í samtali við fjölmiðla í St. Péturs- borg. Rússar tilbúnir við landamærin Þúsundir rússneskar hermanna eru við landamæri Rússlands og Úkraínu og hafa stjórnvöld í Moskvu tekið það skýrt fram að þau muni verja hagsmuni Rússlands í Úkraínu. Þá hefur Pútín gagnrýnt efna- hagslegar refsiaðgerðir Vesturlanda en um leið sagt þær gagnslausar. Allir vita að refsiaðgerðir eru ekki áhrifaríkar í nútímasamfélagi. Þær hafa aldrei tilætluð áhrif,“ sagði Pútín við fréttamenn. Rússneski herinn hefur hafið æfingar við landamæri Úkraínu samkvæmt fyrirskipun frá varnamálaráðuneyti Rússlands. Rússar verja eigin hagsmuni  Pútín segir stjórnvöld í Úkraínu sek um glæp gegn eigin þegnum  Rússar hefja heræfingar við landamæri Úkraínu Vladimír Pútín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.