Morgunblaðið - 25.04.2014, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014
Sauðárkrókur Sumardagurinn fyrsti stóð undir nafni á Króknum í gær og fólk nýtti sér veðurblíðuna úti um allan bæ enda ekki á hverjum degi sem hitinn fer upp í 15 gráður 24. apríl.
Björn Björnsson
Það má segja að
iðnvæðing á Íslandi
hafi hafist fyrir alvöru
með álverinu í
Straumsvík fyrir
hartnær hálfri öld.
Síðan þá hefur byggst
upp gróskumikill klasi
í áliðnaðinum með
fjölbreyttri flóru fyr-
irtækja sem hafa sér-
hæft sig í þjónustu við
álverin. Þar munar
um þá miklu uppbyggingu sem
hefur átt sér stað hér á landi síð-
asta áratug. Nú er svo komið að ís-
lensk fyrirtæki flytja út búnað og
þekkingu til álvera í öllum heims-
álfum, að suðurskautinu und-
anskildu.
Þess misskilnings gætir stund-
um að fyrirtækin sem starfa í ál-
iðnaðinum hér á landi
séu teljandi á fingrum
annarrar handar. Það
er fjarri lagi. Nægir
að vísa til þess að árið
2012 greiddu álverin
60 þúsund reikninga
til yfir 700 fyrirtækja
upp á samtals um 40
milljarða og er raf-
orkan þá ekki með-
talin. Alls námu inn-
lend útgjöld álveranna
um 100 milljörðum. Í
því samhengi má
nefna að heildarkostnaður við
rekstur Landspítalans á þessu ári
er samkvæmt fjárlögum um 40
milljarðar.
Undanfarið hefur verið unnið að
stofnun samstarfsvettvangs um ál-
klasa hér á landi. Er fyrirmyndin
meðal annars sótt til Kanada þar
sem klasastarf hefur skilað fyr-
irtækjum í áliðnaðinum miklum
virðisauka. Óhætt er að segja að
það hafi markað tímamót þegar
fulltrúar um 40 fyrirtækja og
stofnana komu saman í Borgarnesi
á tveggja daga fundi í byrjun apríl
til að móta stefnu og framtíðarsýn
álklasans á Íslandi.
Lagt var upp úr því að á fund-
inum yrði þverskurður þeirra fyr-
irtækja og stofnana sem hafa að-
komu að áliðnaðinum. Í framhaldi
af því er stefnt að því að greina
álklasann frekar og kalla fleiri
fyrirtæki að borðinu.
Á meðal þeirra sem sóttu fund-
inn voru fulltrúar frá álverunum,
verkfræðistofum, vélsmiðjum,
málmsmiðjum og tæknifyr-
irtækjum. Þá voru þar fulltrúar
Háskóla Íslands og Háskólans í
Reykjavík, Keilis Símenntunar,
Nýsköpunarmiðstöðvar, Hönn-
unarmiðstöðvar og atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytisins.
Nú er unnið úr niðurstöðum
stefnumótunarvinnunnar og
verða þær kynntar á ársfundi
Samáls, samtaka álframleiðenda,
þriðjudaginn 20. maí næstkom-
andi. Til stendur að leggja meiri
áherslu á samstarf við mennta-
kerfið, ekki síst háskólasamfé-
lagið, meira verður lagt upp úr
rannsóknum og þróunarstarfi, og
áhugi er á meiri úrvinnslu úr áli
hér á landi.
Eitt af því sem stendur upp úr
er hversu mikilvægt er að mark-
aðssetja þá þekkingu og sérhæf-
ingu utan landsteinanna sem skap-
ast hefur í áliðnaðinum hér á
landi.
Íslendingar búa að því að vera
næststærstu álframleiðendur í
Evrópu á eftir Norðmönnum. Í því
felast veruleg sóknarfæri fyrir ís-
lenskt atvinnulíf. Álverin eru hluti
af stórum alþjóðlegum fyr-
irtækjum. Ef íslensk fyrirtæki
selja þeim vöru eða þjónustu verða
þau um leið gjaldgeng í þessum
iðnaði um heim allan, enda eru ál-
verin hér á landi á meðal þeirra
allra fullkomnustu í heiminum.
Tækifærin eru til staðar og löngu
tímabært að huga að næsta skrefi
fram á við.
Eftir Pétur Blöndal » Íslendingar búa að
því að vera næst-
stærstu álframleiðendur
í Evrópu á eftir Norð-
mönnum. Í því felast
veruleg sóknarfæri fyrir
íslenskt atvinnulíf.
Pétur Blöndal
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samáls, samtaka álframleiðenda.
Stefna mörkuð fyrir álklasann á Íslandi
Þau eru alltof mörg
og alltof ill tíðindin
sem okkur berast dag-
lega úr hversdagslífinu
og snerta strengi í
brjósti manns, jafnvel
svo að sáran nístir.
Nauðganir og aðrir
kynferðisglæpir, jafn-
vel á börnum, heimilis-
ofbeldi af versta tagi
og hreinlega skelfilegt
um að lesa eða heyra
um fjallað og eru þó hálfu hryllilegri
margar fréttir af heims-vettvangi
þar sem engu er eirt í villtri
grimmd miskunnarleysisins. En lít-
um aðeins til hlaðvarpans heima,
þar er því miður af ærnu að taka,
allt yfir í það að sjálfu lífinu sé fórn-
að á altari Bakkusar, vissulega hið
mesta viðkvæmnismál og vand-
meðfarið, en hræðilega satt. En því
miður er þöggunin varðandi áfengið
of mikil, eins og það sé forðast að
nefna hinn eiginlega orsakavald.
Hversu oftlega hefur
mér þótt á skorta, þeg-
ar greint er frá af-
brotum ýmiss konar,
augljóslega framin
undir áhrifum áfengis,
að minna á þann voða-
vald sem áfengið er,
oft aðeins í framhjá-
hlaupi sem eins konar
aukaatriði þá. Fjöl-
miðlafólk er alltof
feimið við að bendla af-
brotin við „gleðigjaf-
ann góða“, máski
ástæðan sé sú að margir í þeirra
hópi virðast finna í honum lífsfyll-
ingu á síðkvöldum. En meira af svo
„góðu“. Í umfjöllun um bókina
Hljóðin í nóttinni hefur nær öll um-
ræðan snúist um kynferðislega mis-
neytingu barna og er fjarska vel að
þar sé á kýlum kreist, þó gömul
kunni að vera. En hafandi lesið
þessa ágætu bók þá er mér ekki síð-
ur ofarlega í huga sú misnotkun
áfengis og afleiðingar hennar sem
höfundur dregur hispurslausa og
raunsanna mynd af, svo nöturlega
sem nokkuð getur verið og ekkert
undan dregið. Við þennan lestur sér
maður ljósan orsakavald ógæfu, af-
brota og eymdar og mættu fleiri
taka hreinskilni höfundar sér til fyr-
irmyndar, en stílsnilldin auðvitað
sérkapítuli sem veldur því að maður
leggur bókina ekki frá sér fyrr en
að lestri loknum. En tengt þessu
kemur svo umræðan um fátækt svo
alltof æpandi sönn inn í myndina,
áhrif hennar á börn umfram annað.
Hafandi þekkt náið um mörg ár
kjör og aðstæður þeirra er minnst
bera úr býtum í samfélaginu tek ég
undir það, að aldrei er um of minnt
á þennan vanda, þessa þjóðfélags-
smán sem enn hefur ekki tekist að
uppræta nema síður sé. Mér þykir
fátæktarvandinn bitur og sár kalla
miklu fremur á úrbætur en húsnæð-
isvandamál þess fólks sem vitandi
vits reisti sér hurðarás um öxl, en á
ýmsu sýnist sem það fólk fái skulda-
leiðréttingu umfram þarfir. Inn í
þessar bágu aðstæður og kjör svo
alltof margra spilar vitanlega
margt, en það er líka mikill sann-
leikur í því sem vinkona mín góð,
öryrki til margra ára, sagði eitthvað
á þessa leið við mig fyrir alllöngu:
„Þetta eru ömurleg kjör með skelfi-
lega lágan tekjugrunn sem enginn
ætti að þurfa að láta bjóða sér í
þessu annars auðuga landi, en þó
tekur út yfir allan þjófabálk, ef við-
komandi neytir áfengis og tóbaks,
þá fyrst blasir nú eymdin ein við.
Það skiptir oftast sköpum fyrir fólk,
því nógu erfitt er að skrimta án
þessarar óþarfaeyðslu.“
Undir þetta gat ég heils hugar
tekið hafandi séð þessa svo óræk
dæmi. Áfengið kemur svo sann-
arlega hræðilega við sögu okkar og
eitt þó öðru verra í umfjöllun um
það og það er þegar áfengið er hafið
til skýjanna og hvergi minnst á af-
leiðingar. Það sá ég bezt núna í að-
draganda páska þegar minnt var
linnulaust á það í fjölmiðlum hver
nauðsyn væri á því að hafa áfengið
með í hátíðarför.
Þar fyrir utan er nú um margföld
lögbrot að ræða þegar hinar ósvífn-
ustu auglýsingar í kynningarstíl
með flennifyrirsögnum birtast
manni, enda eflaust vel fyrir greitt
frá ógæfusölunum.
Og er þá kannski réttast að ljúka
þessum páskaþönkum með því að
minna á ofurmátt áfengisauðvalds-
ins, sem margir telja næstan á eftir
mætti vopnaframleiðendanna,
markaðinn sem virðist óseðjandi
þrátt fyrir allt friðarhjalið.
Eftir Helga Seljan » Fjölmiðlafólk er allt-
of feimið við að
bendla afbrotin við
„gleðigjafann góða“,
máski ástæðan sé sú að
margir í þeirra hópi
virðast finna í honum
lífsfyllingu á síðkvöld-
um.
Helgi Seljan
Höfundur er formaður fjölmiðla-
nefndar IOGT.
Hin samfélagslega ógæfa áfengisneyzlunnar