Morgunblaðið - 25.04.2014, Side 24

Morgunblaðið - 25.04.2014, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 DÚKAR OG SERVÍETTUR Mikið úrval af fallegum dúkum og servíettum í ýmsum stærðum og gerðum Lítið við ogskoðið úrvalið Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Beis eða hvítur dúkur Verð frá kr. 4.190 teg. Polyester Stærðir: 150x220, 150x250, 150x300, 150x320 Hvítur dúkur Verð frá kr. 4.690 teg. Polyester Stærðir: 150x220, 150x250, 150x300 Hvítar servíettur teg. Polyester 6 stk. í pakka kr. 1.800 Blúnda ásamt undirdúk, 2 saman í kassa. Verð frá kr. 7.650 teg. Polyester Stærðir: 160x220, 160x250, 160x300 Drapplitaður hördúkur með servíettum. Verð frá kr. 9.200 Stærð 160x230, 160x280 Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Verð 15.900 kr. Hjól fyrir börn tveggja ára og eldriÖll bö rn fá sápukú lur í sumarg jöf Aðalkostur jarð- gufuorkuvera er lítið útslepp gróðurhúsa- lofttegundarinnar CO2, oft aðeins nokk- ur prósent miðað við kg CO2 frá brennslu á einni megawatt- stund (MWh) orku úr jarðeldsneyti borið saman við jafnmikila orku framleidda í jarðgufuaflsvirkjunum. Vegna þessa er talað um hreint eða grænt eldsneyti á heimsvísu. Ókostur er hins vegar baneitrað brennisteinsvetni (H2S) sem bæði erfitt og dýrt er að gera óvirkt áð- ur en það dreifðist um næsta ná- grenni og er skaðlegt öllu lifandi og veldur tæringu á mann- virkjum og gengur í samband við kopar og silfur. Við öndum að okkur til jafnaðar 20 m3 lofts á hverjum sólarhring með sam- tals yfir 90 míkró- grömmum af H2S- gasi en á einu ári samtals að meðaltali um 34 milligrömmum af þessu svæsna taugaeitri samkvæmt ársmæl- ingum á Grensásveginum. Og þetta er viðbótarmengun, bætist við hina sem fyrir var. Vatnsgufan sem fer út í loftið tekur með sér CO2 og H2S en hún getur verið 20-50 sinnum meiri að magni en þessar tvær lofttegundir til samans. Vatnsgufa veldur líka gróðurhúsaáhrifum þótt lítið sé gert úr því. Í Hveragerði koma 40 t H2S beint á ári frá gufuvinnslu og 140 t frá hverum eða hálft tonn daglega. Frá tveim jarðgufuafls- virkjunum í nágrenni höfuðborg- arinnar koma nú beint árlega rúm 30.000 t H2S á ári (15-földun frá 1996) eða um 170 sinnum meira en í Hveragerði. Það er einu sinni svo að H2S kemur margfalt meira úr iðrum jarðar á Hengilssvæðinu og fyrir norðan en víðast annars stað- ar í heiminum. Suður með sjó er þetta mörgum sinnum minna. Til að gera sér grein fyrir magni H2S er hér miðað við framleidda orku í MWh ( 1000 kWh). Hjá ís- lensku jarðgufuaflsvirkjunum var H2S útslepp um 7,5 kg á MWh að meðaltali árið 2012. Heim- ilisrafmagnið til mín kostaði síðast með vaski 113 USD MWh en stór- iðjan fær rafmagnið á verði sem gæti verið í kringum 25 USD á MWh (Landsvirkjun 2010) en það er vatnsafl með langan afskrift- artíma virkjana. Álver hafa verið byggð til 25-30 ára endingar og af- skrifuð á 15 árum. Hvað skyldi jarðgufurafmagnið vera selt á? Til að hreinsa eitt tonn af H2S má áætla 1000 USD kostnað og fyrir hreinsun 7,5 kg H2S fyrir hvert MWh rafmagnsorku framleidda þyrfti þá 7,50 USD fyrir hvert MWh í þetta. ÍSAL fór í gang 1969 og var komið með ryk- og flúorvetnishreinsun (2000 t HF gas ) 1982 af nýjustu og bestu gerð sem byrjað var að prófa í Noregi eftir 1970. Hreinsibúnaður- inn kostaði 43 m USD og tók þrjú ár að koma honum og afsogskerf- inu fyrir. Að vísu var gerð tilraun til að þróa íslenskan hreinsibúnað en tókst ekki. Að afeitra H2S frá öllum jarð- gufuaflsvikjunum landsins gæti kostað nálægt sömu upphæð ár- lega og þá miðað við 7% vexti og sex ára endurgreiðslu á yfir 120 m USD fjárfestingu. Þótt hér sé far- ið lauslega með tölur má áætla á sama hátt að 3,5 milljarða króna árlega myndi kosta að tryggja há- marks loftgæði varðandi H2S á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Stöðug mengun H2S getur vald- ið versnandi heilsu og hefur US EPA ráðlagt mörk ekki hærri en 1 míkrógramm fyrir stöðuga meng- un fullorðina yfir ævina. Nýi stað- allinn um loftgæði H2S leyfir fimm sinnum meira auk hárra toppa sem ekki ræðst við nema með afeitrun í virkjununum. Um 30% raforku landsins eru í dag fram- leidd með jarðgufu og fer vaxandi. Það er því tímabært að takmarka útsleppið frá jarðvarmavirkjunum sem er orðið ofboðslega mikið og það á heimsvísu. Það hlýtur að hafa verið gert ráð fyrir einhverri hreinsun í orkuverðinu enda löngu vitað um H2S-vandamálið. Það sparar mikla peninga að vera laus við alla hreinsun mengunarefna en þá er verið að leika sér að eldinum eins og sagan hefur iðulega sýnt. Því ekki að láta íbúana njóta vaf- ans og kippa þessu í lag? Hér á undan voru notuð gróf viðmið um kostnað frá THIO- PACQ ferlinu (eitt af mörgum ferlum sem mætti skoða) með yfir 99% hreinsun. Núna ætlar dótt- urfélag OR að láta þróa í eitt ár 15% (2.400 t) niðurdælingu á H2S gasi og taka síðan ákvörðun um framhaldið fyrir Hellisheið- arvirkjun! Gæti orðið lausnin? Hringrásun allra efna er jú fram- tíðin. Eftir Pálma Stefánsson »Hreina orkuvinnslan úr iðrum jarðar er bæði mesti og versti staðbundni meng- unarvaldurinn og stærsti umhverfissóðinn hér á landi um þessar mundir. Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. Hvað skyldi kosta að afeitra H2S hjá jarðgufuorkuverum landsins? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Páskamót Breiðfirðinga Sunnudaginn 13.4. var páskamót Breiðfirðingafélagsins, spilaður var barómeter. Spilað var á 12 borðum. Úrslit urðu þessi: Ólöf Ólafsdóttir - Jón Hákon Jónsson 341 Hafliði Baldursson - Árni Guðbjss. 334 Hulda Hjálmarsd. - Unnar A. Guðmss. 328 Þorl. Þórarinss. - Haraldur Sverriss. 324 Halldór Þorvaldss. - Magnús Sverriss. 319 Næst verður spilað sunnudaginn 27.4. en þá hefst þriggja kvölda tví- menningskeppni. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.