Morgunblaðið - 25.04.2014, Side 29

Morgunblaðið - 25.04.2014, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 ✝ HallfreðurBjörgvin Lár- usson fæddist á Drangsnesi við Steingrímsfjörð 11. janúar 1938. Hann lést á St. Franciskus- spítalanum í Stykk- ishólmi þann 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lárus Jóhann Guðmundsson frá Byrg- isvík, f. 11.9. 1913, d. 9.8. 1987 og Elín Elísabet Bjarnadóttir frá Gautshamri, f. 29.10. 1913, d. 1.9. 2002. Þau bjuggu í Grund á Drangsnesi. Systur Hallfreðs eru Birna, f. 1936, Sigrún, f. 1943, Svala, f. 1944 og Erla, f. 1952. Þann 29.12. 1962 kvænist hann Helgu Hjördísi Þorvarð- 9. Hallfreður ólst upp á Drangs- nesi til 14 ára aldurs þegar fjöl- skyldan flutti að Ögri við Stykk- ishólm. Þaðan flutti hann í Stykkishólm þar sem hann bjó síðan alla tíð. Hallfreður lærði húsasmíði og starfaði við iðn sína framan af ævinni. Hann gerði út vörubíl um tíma og starfaði í nokkur ár sem lög- reglumaður í Stykkishólmi. Síð- ustu áratugi starfsævinnar var Hallfreður húsvörður og um- sjónarmaður fasteigna við Grunnskólann í Stykkishólmi. Jafnframt öðrum störfum gerði hann út bát sinn á grá- sleppuveiðar í fjölmörg ár. Hall- freður var virkur þátttakandi í félagsmálum alla tíð. Hann starfaði m.a. með Lionsklúbbi Stykkishólms allt frá stofnun hans, var virkur í Frímúr- arareglunni og söng með karla- kórum og kirkjukór Stykk- ishólmskirkju í áratugi. Hallfreður verður jarðsung- inn í dag, 25. apríl 2014, frá Stykkishólmskirkju og hefst at- höfnin kl. 15.00. ardóttur, f. 29.6. 1941 í Flatey á Breiðafirði. For- eldrar hennar voru Þorvarður Krist- jánsson og Sigríður Kjartansdóttir. Börn Hjördísar og Hallfreðs eru Hulda Mjöll, f. 24.8. 1959, maki Björg- vin Ragnarsson, f. 1956, Lárus Franz, f. 4.10. 1960, maki Guðrún Hauksdóttir, f. 1964, Sigþór Unnsteinn, f. 10.11. 1961, maki Ann Linda Denner, f. 1968, Elv- ar Halldór, f. 30.8. 1963, Halla Dís, f. 7.1. 1973, maki Helgi B. Haraldsson, f. 1970 og Elín El- ísabet, f. 7.4. 1975 maki Haukur Garðarsson, f. 1972. Barnabörn- in eru 18 og barnabarnabörnin Á föstudaginn langa kvaddi hann bróðir minn þennan heim eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Margs er að minnast þegar kveðjustundin rennur upp og þrátt fyrir langan aðdraganda er- um við aldrei tilbúin að horfast í augu við óendanleika dauðans. Haddi var, eins og við systurnar ítrekuðum oft, „einkasonur móður sinnar“. Vildum við þannig með glettni undirstrika sérstöðu hans, þar sem við erum fjórar systurnar. En sem einkasonur voru honum margar skyldur lagðar á herðar. Hann hóf snemma að vinna og var aðeins sjö ára gamall þegar hann fór að róa með pabba. Þegar við fluttum frá Drangsnesi árið 1952 var Haddi 14 ára, fermdist reyndar daginn áður. Ferðinni var heitið til Stykkishólms en foreldrar okkar höfðu keypt jörðina Ögur í Stykk- ishólmshreppi. Móttökurnar voru heldur kaldar þegar á áfangastað var komið þ.e. alhvít jörð þótt kom- ið væri fram í júní. Í Ögri voru verkefnin æði mörg og ekki mörg- um til að dreifa við búskapinn, því reyndi mikið á foreldra okkar og ekki síst á eldri systkinin tvö sem unnu á við fullorðna. Heyjað var í eyjum því tún voru lítil í Ögri og þurfti því að bera stóra heybagga á bakinu langar leiðir sem reyndu mikið á óharðnaða unglinga. Lögð voru grásleppu- og selanet, róið til fiskjar auk önnur bústarf unnin enda var vinnutíminn oft langur og erfiður. Haddi vann öll þessi störf með elju og dugnaði sem einkenndi hann alla tíð. Haddi lærði húsa- smíðar og bjó alla sína búskapartíð í Stykkishólmi ásamt eiginkonu sinni Hjördísi og eignuðust þau 6 mannvænleg börn. Haddi var ein- stakt hraustmenni og það sem ein- kenndi hann fyrst og fremst var dugnaður, trygglyndi, ósérhlífni og einstök barnelska. Börnin löðuðust að Hadda, ekki bara hans eigin börn og barnabörn heldur var hann alltaf komin með öll börn í fangið hvar sem hann kom. Það var gott að koma til Hadda og Hjördís- ar og gestrisni þeirra einstök. Oft voru haldnar veislur þar sem sigin grásleppa, siginn fiskur, harðfiskur og selspik og fleira góðgæti var á boðstólum fyrir stórfjölskylduna og kunnu allir vel að meta slíkt lost- æti sem minnti á bernskuárin. Þeg- ar ég á sínum tíma stóð í húsbygg- ingu kom sér vel að eiga bróður fyrir smið og Haddi vann við húsið mörgum stundum og hannaði m.a. handrið sem ætlað var til bráða- birgða en var svo fallegt að það var aldrei tekið niður . Haddi var ávallt stoð og stytta okkar systranna og þegar „braut á boða“ í mínu lífi kom hann oftar en ekki til hjálpar. Ég stend í ævarandi þakkarskuld við þau góðu hjón Hadda og Hjör- dísi fyrir allan þeirra hlýhug. Allir sem þekktu Hadda vissu hvaða mann hann hafði að geyma og eins og segir í Hávamálum: „En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur.“ Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín systir, Svala. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kæri bróðir og vinur, nú er komið að leiðarlokum og þrautum þínum lokið hér á jörð. Við viljum þakka þér samfylgd- ina og alla þína vináttu. Það voru margar ógleymanlegar stundir sem við áttum saman bæði í leik og starfi og féll þar enginn skuggi á. Þú varst tryggur og traustur vinur, hugsaðir vel um fjölskyld- una og aldrei heyrðist þú kvarta þrátt fyrir erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Þú varst gull af manni, ávallt reiðubúinn til hjálp- ar þegar þörf var á, án endur- gjalds. Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins (Davíð Stefánsson) Elsku Hjördís, við sendum þér og fjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur með hjartans þökk fyrir alla þá ást og umhyggju sem þið sýnduð Hadda í veikindum hans. Guð blessi ykkur. Birna og Hörður. Við kveðjum afa í dag. Hús- vörðinn afa sem gaf manni kókó- mjólk á skrifstofunni sinni eftir skóla. Sjómanninn afa með þara um allt andlit og sultubrauð í ann- arri. Smiðinn afa inni í bílskúr að vinna að sínum verkefnum. Afi okkar var fjölhæfur og handlaginn en þó aðallega rosalega góður í að vera afi. Afi var alltaf til staðar ef maður þurfti á að halda. Hvort sem það þurfti að bólstra eldhússtóla í Grænuhlíðinni fyrir fátæka náms- menn eða bara gefa góð ráð var hann alltaf viljugur. Afi gat stund- um verð upptekinn en gaf sér þó ávallt tíma ef nauðsyn var, t.d. til að skutla okkur heim eftir skóla. Hann var þá ekki lengi að draga fram vanafasta brandarann um að þá yrði bílinn skítugur og við yrð- um að þrífa hann, hló svo og rétti manni Opal. Ófáar minningar eru tengdar honum að stússast heima í Ögri. Hann við skúrinn að hamfletta lunda, svíða sviðakjamma, gera að sel eða bara í kaffi hjá pabba. Hon- um fylgdi oft ýmislegt góðgæti. Á hverju sumri var t.d. komið með ís í heyskapinn og var það kærkomin hvíld frá loftkælingarlausum Ze- torum. Við systkinin ásamt frænd- systkinum okkar fengum oft að gista hjá ömmu og afa. Eftir því sem maður eltist varð erfiðara að vakna við hans skilvirku vakning- araðferðir: kveikja ljósin, þar var sko engin miskunn. Á hinn bóginn jafnaðist fátt á við það að sofna við vögguvísur hjá afa. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll, liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Kristján frá Djúpalæk) Það sem einkenndi afa þó mest var hlýjan, maður átti alltaf vin í afa. Endalaus afaknús. Elín Inga og Einar Jóhann Lárusarbörn í Ögri. Hallfreður Björgvin Lárusson HINSTA KVEÐJA Með þakklæti og söknuði minnast félagar í Lions- klúbbi Stykkishólms Hall- freðs Lárussonar. Hallfreð- ur var einn stofnfélaga klúbbsins og í 40 ár var hann virkur félagi. Hann sat oft í stjórn og gegndi ýmsum öðrum trúnaðar- störfum fyrir klúbbinn. Alla tíð var hann áhuga- samur og ötull í verkefnum, en fyrst og fremst var hann okkur hinum vinur og fé- lagi, tillögugóður og úr- ræðagóður. Um leið og við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta starfa hans og samfylgdar sendum við Hjördísi, og fjölskyldunni allri, samúð- arkveðjur. Fyrir hönd Lionsklúbbs Stykkishólms, Eyþór Benediktsson. ✝ Ólafur FreyrHervinsson fæddist í Reykjavík 20. september 1987. Hann lést á heimili sínu, Svölutjörn 20, Reykjanesbæ, 9. apríl 2014. For- eldrar Ólafs eru: Margrét Skarphéð- insdóttir, f. 28.4. 1951 og Hervin Vig- fússon f. 19.2. 1947. d. 8.10. 2013. Fósturfaðir: Þórður Ingimarson, f. 20.8. 1949. Ólafur á tvö systkini, þau eru Sigurður Skarphéðinn Hervinsson, f. 23.8. 1971, giftur Ásu Láru Þórisdóttur, f. 5.7.1978. Börn þeirra: Ólöf Erla, f. 10.12. 2004 og Gabríel Þór, f. 24.12. 2007. Herdís Kristjana Hervins- dóttir f. 2.9.1975. Barn hennar: Mar- grét Heiðrún Harð- ardóttir, f. 2.12. 2000. Ólafur Freyr lauk skólagöngu í Keflavík þar sem hann bjó lengst af. Útför hans fer fram 25. apríl 2014 frá Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 14.00. Elsku Óli minn. Mig langar að skrifa til þín nokkur orð. Það var fyrir tæpum tveimur árum að við hittumst fyrst. Það er einhvern veginn svo ljóslifandi fyrir mér þegar þú stökkst inn í bílinn hjá mér og strax við fyrstu sýn tifaði eitthvað inni í mér, það kviknaði logi á öllum perum. Þú hafðir að geyma hjarta sem ekki finnst á hverju strái, vandfundinn jafn blíð- ur og mjúkur og einhvern veginn passaðir svo vel. En örlögin gripu inn í og höguðu því þannig til að samvera okkar var ekki óslitin. Kannski spiluðu veikindi okkar beggja þar inn í að þessi samvera var eins og rússíbani. En eitt er öruggt, á milli okkar var þessi virð- ing, gagnkvæma virðing fyrir hvor öðrum og því sem við vorum að glíma við, sem var bæði marg- slungið og flókið. Og ég er svo óskaplega þakklátur, Óli minn, að hafa fengið að eiga þig í svolitla stund, að þú skulir vera hluti af hjarta mínu. Ég veit að dætur mín- ar eru það líka, þú labbaðir upp að þeim, óhræddur og leyfðir þeim að vera. Megi Guð vera með þér. Að lokum langar mig að endur- óma þau orð sem þú sagðir svo oft við mig og ég geymi með mér: Ég elska þig mest. Þinn, Pétur. Elsku besti Óli minn, ég bjóst ekki við því að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Guð einn veit hvar þú stóðst í mínu hjarta. Þú komst inn í líf mitt með sólina með þér, birtu og hlýju. Okkar vinskapur breytti mér. Við smellpössuðum saman al- veg frá fyrsta degi. Við gátum deilt öllum sorgum og allri gleði og það var ótrúlegt hvernig mér leið með þér, þú náðir til mín á óútskýran- legan hátt. Ævintýrin okkar verða alltaf partur af mér og þú verður alltaf besti vinur minn. Við tengd- umst á hátt sem ég hafði aldrei fundið áður og þú sýndir mér alveg nýja tegund af kærleik og ég verð þér alltaf þakklát fyrir það. Bænir mínar liggja hjá fjölskyldu þinni. Ég mun alltaf elska þig. Horfðu til himins berðu höfuðið hátt. Horfðu til heimsins úr höfuðátt. (D.Á.H./J.Ó.) Þín, Þorgerður Vala. Elsku vinur, Seinustu dagar hafa verið und- arlegir og hjarta mitt og hugur hafa grátið. Í fyrstu voru það sorgartár sem runnu en svo hægt og rólega fóru gleðitár að renna inn á milli, tár sem runnu vegna allra þeirra góðu minninga sem ég á um þig. Það þurfti ekki nema bara eina setningu, við heilsuðumst í skól- anum, og við urðum vinir. Á þessu augnabliki varð til vinátta sem var sterkari en allt. Við skildum hvort annað án þess varla að segja orð og frá þeim degi vorum við óað- skiljanleg. Ég trúi því að allir sem koma inn í líf okkar hafi tilgang og þú hafðir svo sannarlega tilgang í mínu lífi, elsku hjartans Óli. Þegar ég fletti í gegnum minn- ingabankann eru tvær minningar sem koma svo sterkar fram. Sú fyrsta er þegar ég sagði þér að ég væri samkynhneigð og það eina sem þú sagðir var: „Ég líka!“ Og við tók ekkert nema hlátur, bæði vegna geðshræringarinnar sem kom í kjölfar þess að segja þessi orð upphátt og einnig vegna þess að við fundum það í hjarta okkar að þarna á þessari stundu voru komn- ir tveir sálufélagar, sem skildu hvor annan, skilyrðislaust. Önnur minningin er þegar við skráðum okkur í lýðháskóla, pökkuðum saman og flugum til Danmerkur. Í lestinni á leiðinni frá Kaupmanna- höfn til Óðinsvéa ræddum við um allt milli himins og jarðar og þá að- allega um að nú værum við orðin fullorðin, þyrftum að standa á eigin fótum og værum að skríða úr hreiðrinu frá foreldrum okkar. Við vorum svo hamingjusöm að við tvö værum að gera það saman, hlið við hlið. Þessi minning er svo full af gleði og hlátri. Fyrir nokkrum árum síðan héldum við, þrátt fyrir góða vin- áttu, hvort í sína áttina. Símtölin og samverustundirnar urðu færri, en hugurinn alltaf til staðar. Það var svo einkennandi fyrir þig, elsku Óli, að heilsa mér alltaf með bros á vör og stóru knúsi. Þú varst svo góður í því að sýna öllum sem þú þekktir kærleika og hversu vænt þér þótti um þá. Ég er búin að hugsa svo mikið um seinasta skiptið sem við hitt- umst. Ef ég hefði bara vitað það fyrirfram að ég ætti aldrei eftir að sjá þig aftur hér á þessari jörð. Elsku Óli, ég hefði valið fallegustu orðin, gefið þér bestu knúsin og sagt þér hvað ég elska þig mikið. Þú átt alltaf eftir að eiga stóran part í hjarta mér og ég mun geyma fallegustu orðin og bestu knúsin þangað til við hittumst á ný, á betri stað. Ég kveð þig í bili, elsku vinur. Þín vinkona að eilífu, Guðrún West. Elsku hjartans Óli minn! Það eru til fá orð sem lýsa söknuði og sorg okkar. Á svona stundum finnst manni eins og tíminn stöðv- ist og allt standi í stað. Ég hef alltaf litið á þig sem litla bróður minn, við gátum endalaust kjaftað um allt og ekkert. Þegar ég hugsa um þig er gleði ávallt það fyrsta sem kemur í hugann. Ég mun varðveita allar þær góðu minningar sem ég á um þig. Fallega brosið þitt, skemmti- lega hláturinn og húmorinn og hvað þú gast endalaust leikið við Gabríel Þór og Ólöfu Erlu sem þú elskaðir af öllu hjarta. Hvar sem þú komst, Óli minn þá gafstu svo mikið af þér, hafðir mikla útgeislun og góða nærveru. Við fjölskyldan stöndum saman og munum hjálpa hvert öðru í gegnum þetta því ein- ungis tíminn og samveran geta minnkað sársaukann sem í hjört- um okkar býr. Við huggum okkur við það að nú eruð þið feðgar sam- einaðir á ný og við vitum að vel var tekið á móti þér. Elsku Óli, nú situr þú hjá Guði með hinum englunum og vakir yfir okkur, hlustar á bæn- ir okkar og stríðir okkur jafnvel. Ég sakna þín ólýsanlega og Ólöf Erla og Gabríel Þór sakna þín mik- ið. Ég mun gera mitt allra besta til að hlúa að mömmu þinni, Þórði, Sigga mínum og Dísu systur. Ynd- islegi Óli minn, hvíl þú í friði, elsku vinur. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Prestshólum) Ása Lára. Ólafur Freyr Hervinsson  Fleiri minningargreinar um Hallfreð Björgvin Lár- usson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐLAUGSDÓTTIR, HANNA, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 16. apríl. Jarðarför hennar fór fram í kyrrþey. Steinunn M. Þórketilsdóttir Ingimar Örn Jónsson, Kristín Friðriksdóttir, Stephen David Cato, Sally Freyja Squires, Michael Squires, Emma Thorbjörg Cato. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar kæra HÁKONAR ORMSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar á Hólmavík fyrir frábæra umönnun. Lilja Jónsdóttir, fjölskylda og aðrir aðstandendur. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.