Morgunblaðið - 25.04.2014, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014
Fleiri minningargreinar
um Valgerði Valdimars-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ ValgerðurValdemars-
dóttir fæddist í
Reykjavík 6. maí
1936. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 12. apríl 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Valdemar
Anton Valdemars-
son, f. 1906, d. 1979
og Anna Þórarins-
dóttir, f. 1905, d. 1995. Systkini
Valgerðar eru, Ágústa Anna, f.
1931, Jóna Guðríður, f. 1934, Ás-
geir Jósep Sigurður, f. 1938,
Gísli Kristinn, f. 1940, Valdemar
Anton, f. 1943, Kristín Þóra, f.
gerði, sonur hennar er Gabríel
Máni. Valgerður ólst upp í
Reykjavík og var einn vetur í
Austurbæjarskóla og síðan í
Laugarnesskóla. Valgerður fór
snemma að vinna, bæði í sveit á
sumrin og síðan 13 ára í vist en
þá var skólagöngu hennar lokið.
Valgerður og Albert eig-
inmaður hennar kynntust árið
1952 og nánast allan sinn bú-
skap voru þau með eigin rekst-
ur, þar á meðal leikfangagerð,
framleiðslu á gipsafsteypum,
mötuneyti, blóma- og gjafavöru-
búð, matvöruverslun, heildsölu
og gistiheimili. Þar sinnti Val-
gerður hinum ýmsu störfum er
rekstur þeirra hjóna kallaði á. Í
mörgum þessum störfum komu
listrænir hæfileikar Valgerðar
vel fram.
Útför Valgerðar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
26. apríl 2014, og hefst athöfnin
kl. 13.
1944 og Aðalsteinn
Jóhann, f. 1946.
Valgerður giftist,
19. nóv. 1955, Al-
bert Magnússyni, f.
7.9. 1929 í Mið-
húsum á Norðfirði,
d. 3.4. 1993. Synir
þeirra eru 1) Tóm-
as Vilhjálmur Al-
bertsson, f. 1960
giftur Maríu Ar-
inbjarnar og eiga
þau tvö börn, Valgerði Fríðu og
Sveinbjörn Snorra. 2) Albert
Valur Albertsson, f. 1972 í sam-
búð með Söru Benediktsdóttur
og eiga þau eina dóttur, Lilju
Karen, fyrir á Albert Önnu Val-
Elskuleg móðir mín hefur
kvatt þennan heim. Ég missi ekki
aðeins ástkæra móður mína sem
hefur kennt mér svo margt held-
ur góðan vin. Flestir þekkja þig
fyrir glaðværð, jákvæðni, vinnu-
semi og sterka réttlætiskennd.
Þú tókst mig að þér þegar ég
var eins árs, hlúðir að mér og
blést í mig lífi að nýju. Þetta var
svo einkennandi fyrir þig, með
kærleika, natni og umhyggju-
semi hlúðir þú að svo mörgu.
Spurðir einskis og leyfðir fólki að
fara sínar eigin leiðir, talaðir við
fólk en ekki um það, nema fal-
lega, eins og þegar þú talaðir við
blómin þín og fallega um þau
þegar ég kom í heimsókn.
Ein af fyrstu minningum mín-
um er þegar ég fór í uppskurð á
Landakoti þriggja og hálfs árs,
ég man svo vel þegar ég vaknaði
eftir aðgerðina, blindur og heyrði
rödd þína. Nokkrum dögum
seinna þegar þið komuð til að
sækja mig var ég að leika við
hina krakkana á deildinni, ég var
á rugguhesti og sá ykkur koma,
ég man að ég hljóp í fangið á þér
fullur af kærleik, ég var svo glað-
ur að sjá ykkur, ég hélt nefnilega
að þið kæmuð ekkert aftur að ná
í mig, það er skrýtið að vera ætt-
leiddur.
Eftir að pabbi lést og ykkar
fyrirtækjarekstur tók enda þá
upplifði ég að frelsið skipti þig
öllu máli. Þið höfðuð lagt þrot-
lausa vinnu í uppbyggingu á eigin
rekstri og á stuttum tíma var all-
ur sá veraldlegi auður farinn, þú
svafst ekki á nóttunni vegna þess
að þú vildir standa við þínar
skuldbindingar. Þú fyrirgafst öll-
um þeim aðilum sem áttu hlut að
máli. Það tók mig mörg ár að
skilja hvers vegna þú sagðir
„þetta eru bara peningar“ en að
baki var frelsið sem þú mast svo
mikils, því að í reiðinni voru fjötr-
ar sem þú vildir ekki vera í.
Tvö tímabil standa upp úr á
okkar samferðatíma þar sem
tenging okkar dýpkaði og við
urðum nánari. Í fyrra skiptið var
ég rétt undir þrítugu og ein-
hverra hluta vegna fórum við að
spjalla en í þetta skiptið töluðum
við í marga klukkutíma um okk-
ur, pabba, drauma okkar og lang-
anir. Þarna kynntist ég þér miklu
betur, ekki bara sem móður held-
ur sem konu. Í seinna skiptið
hlotnaðist mér sá heiður að fylgja
þér í gegnum þín veikindi. Stuttu
eftir andlát þitt sagði við mig
prestur „að það væri svo skrýtið
með krabbameinið að það tæki
bara og gæfi ekkert“. Ég er
ósammála þessu; þó að það hafi
tekið þig frá okkur, þá kynntist
ég hlið á þér sem fáir fengu að
sjá, hlutverkin snérust við, ég
fékk að styðja þig og hlúa að þér.
Við ræddum um allt milli himins
og jarðar og ég fékk að vera við
hlið þér til enda. Þessi tími er
mér dýrmætur.
Ég mun alltaf muna hvernig
þú hefur tekið á móti dætrum
mínum með allri þinni ást og al-
úð, Anna Valgerður fékk að
kynnast þér og það er dýrmætt.
Ég heiti því að Lilja Karen fái að
kynnast því hver þú varst. Það
verður erfitt að venjast því að þú
sért ekki til staðar. Minning þín
mun lifa í hjörtum okkar.
Elsku mamma, ég kveð þig
ekki bara sem fjörutíu og eins
árs maður heldur líka sem litli
strákurinn sem þú hlúðir svo vel
að. Það er svo sárt að missa
mömmu, ég kveð þig inn í Sum-
arlandið.
Þinn sonur,
Albert Valur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Valgerður, mér finnst
óraunverulegt að þú sért farin
frá okkur. Ég finn fyrir miklu
þakklæti og kærleika þegar ég
hugsa til þín. Að vera í kringum
þig var notalegt og afslappandi.
Þú varst alltaf svo jákvæð og
bjartsýn og það var það sem þú
valdir að vera. Við spjölluðum oft
saman um allt og ekkert og alltaf
var stutt í húmorinn hjá þér.
Ég er sorgmædd yfir því að
dóttir mín fái ekki að kynnast þér
og mér finnst það ósanngjarnt en
minningarnar og myndirnar sem
við eigum af ykkur eru dýrmæt-
ar. Ég er þakklát fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman,
ég er þakklát fyrir að vera partur
af fjölskyldunni þinni, ég er
þakklát fyrir að hafa kynnst þér
og ég er þakklát fyrir það sem ég
lærði af þér. Ég vildi að þú hefðir
verið lengur hjá okkur. Ég veit
að þú fylgist með og passar upp á
okkur öll. Mér þykir svo vænt um
þig og ég sakna þín.
Þín tengdadóttir,
Sara.
Mín kæra mágkona Valgerður
Valdimarsdóttir, Valla, lést laug-
ardaginn fyrir pálmasunnudag,
12. apríl s.l., en hún hafði átt við
vanheilsu að stríða um nokkurt
skeið. Valla hefði orðið 78 ára 6.
maí n.k. hefði hún lifað. Hún er
sú fyrsta af systkinahópnum sem
fellur frá, en þau sem eftir lifa
eru sjö talsins.
Valla var mikil vinkona okkar
hjóna, þær systur hittust reglu-
lega, fóru saman í gönguferðir og
enduðu svo í kaffisopa í Garða-
bænum. Ágústa, systir þeirra,
bættist oft á tíðum í hópinn. Valla
bjó í notalegri eigin íbúð síðustu
árin, sem henni leið vel í. Hún
missti mann sinn Albert Magn-
ússon laugardaginn fyrir pálma-
sunnudag 3. apríl 1993. Þau hjón
ráku saman verslun á Sauðar-
króki um árabil. Minnumst við
hjón hversu ánægjulegt það var
að eiga vísan áningarstað hjá
Völlu og Albert þegar ekið var
um landið. Síðar ráku þau hjón
verslun á Stokkseyri og í Hafn-
arfirði.
Valla hafði gott skap, var
ávallt mjög jákvæð og lét ekki
mótlæti trufla sig. Hún var eft-
irsótt á alla mannfagnaði innan
fjölskyldunnar. Hún hafði frá
mörgu að segja sem fór ekki
fram hjá neinum, því hún var
raddsterk kona svo eftir var tek-
ið. Við syrgjum Völlu, en huggum
okkur við að eiga ljúfar minning-
ar um heilsteypta og góða konu.
Þeim hjónum Völlu og Albert
varð ekki barna auðið, en ætt-
leiddu tvo drengi, þá Tómas Vil-
hjálm og Albert Val. Nú sjá þeir
á bak ástríkri móðir sem unni
þeim svo heitt. Við hjónin og okk-
ar fjölskylda sendum þeim Tóm-
asi Vilhjálmi og Alberti Val, fjöl-
skyldum þeirra og öðrum
ástvinum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Valgerðar Valdimarsdóttir.
Gunnar og Jóna (Ninna).
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum)
Megi eilífðarsól á þig skína
kærleikur umlykja
og þitt innra ljós þér lýsa
áfram þinn veg.
(Írsk bæn)
Blessuð sé minning elsku
Völlu frænku minnar.
Brynja Björk og fjölskylda.
Valgerður
Valdemarsdóttir
✝ Jóhanna HallKristjánsdóttir
fæddist í Alberts-
húsi á Ísafirði 20.
desember 1924,
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
18. apríl 2014.
Foreldrar Jó-
hönnu voru Krist-
ján Albertsson frá
Ísafirði og Herdís
Samúelsdóttir frá
Skjaldarbjarnarvík á Strönd-
um. Eldri bræður Jóhönnu
voru Albert Jóns og Hall-
grímur Ámundi, báðir látnir.
Árið 1947 gekk Jóhanna að
eiga Sveinbjörn Enoksson bif-
reiðastjóra. Hann lést 13. júní
1992. Foreldrar hans voru
Enok Helgason, rafvirki frá
Akranesi, og Sveinbjörg Svein-
ir átti Rós Davíð Þór, faðir
Kristján Þór Jónsson. Ættleidd
dóttir er Viktoría Lind. 4)
Enok, f. 30.10. 1953, maki Guð-
rún Andrea Guðmundsdóttir.
Þeirra börn eru Jóhann Kári,
Sveinbjörn og Andri Már. 5)
Valur, f. 10.10. 1956, maki
Halldóra Hafsteinsdóttir.
Þeirra börn eru Ester Björg,
Sandra Lind og Valur Þór. 6)
Herdís, f. 29.8. 1958. Hennar
dóttir er Rakel Rós, faðir
Kristinn Jóhannesson. 7) Ólaf-
ur Þröstur, f. 14.10. 1961, maki
Rannveig Þöll Þórisdóttir.
Þeirra börn eru Anton Logi og
Ylfa Þöll. Fyrir átti Ólafur Jón
Leopold, móðir Rósa Jóns-
dóttir. Barnabörn, lang-
ömmubörn og langalang-
ömmubarn Jóhönnu eru 57.
Jóhanna starfaði aðallega við
verslunarstörf og lengst af við
blómaskreytingar og afgreiðslu
í Blómabúðinni Burkna.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag, 25. apríl
2014, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
björnsdóttir frá
Sveinskoti á Álfta-
nesi. Jóhanna og
Sveinbjörn bjuggu
alla tíð í Hafn-
arfirði, lengst af á
Kirkjuvegi 10b.
Börn þeirra eru 1)
Már, f. 27.10. 1947,
maki Guðrún Hall-
dórsdóttir. Þeirra
börn eru Halldór,
Jóhanna og Rut. 2)
Örn f. 24.12. 1949, maki Sigríð-
ur Anna Kristinsdóttir. Þeirra
börn eru Vignir Örn, Samúel
Karl og Díana Ósk. Fyrir átti
Örn Ástu Björk, móðir Ingi-
gerður Guðmundsdóttir. 3)
Rós, f. 15.1. 1952, maki Sig-
urður Kjartan Jónmundsson.
Þeirra börn eru Enok Jón,
Karen Lísa og Ísak Viðar. Fyr-
Þá ertu farin í ferðalagið
langa, mamma mín. Við sem eftir
sitjum söknum þín, þú hefur ver-
ið svo ríkur þáttur í lífi okkar í svo
langan tíma. Ég man eftir svo
mörgum góðum stundum með
þér og pabba og ég man líka eftir
erfiðu tímunum, en það er eins og
þeir víki hratt fyrir þeim góðu.
Það er aðdáunarvert að hugsa
til þess hvernig þú hélst utan um
okkur, stóra krakkahópinn, okk-
ur sem vorum svo atorkumikil að
í dag hefði okkur sennilega verið
gefið rítalín, en þá var ekki búið
að finna upp ofvirkni, þá hét það
bara óþekkt. Mér verður einnig
hugsað til þess að þó okkur fynd-
ist húsið okkar vera höll, þá var
gólfflöturinn niðri á við meðal
tveggja til þriggja herbergja íbúð
í dag og þar bjuggum við öll. Það
rýmkaði þó heilmikið þegar þið
pabbi innréttuðuð svefnherberg-
ið ykkar uppi svo við krakkarnir
fengum alla neðri hæðina. Ég
ímynda mér, að fyrir utan það að
við vildum helst alltaf vera úti, þá
hafi plássið heima ekki boðið upp
á að við værum öll inni á daginn,
en flott var staflað í kojurnar á
kvöldin og næturnar. Alltaf var
samt pláss fyrir góða vini og allt-
af var nóg og gott að borða, þó við
kæmum stundum með gesti með
okkur, til að spara tíma við að
senda þá heim til að borða. Ég
man líka hve dugleg þú varst að
halda fötunum okkar heilum. Við
vorum ekki mikið að velta því fyr-
ir okkur þó buxur rifnuðu eða
peysa raknaði, alltaf var eitthvað
að fara í.
Jafnaðargeðið þitt var aðdáun-
arvert og hvernig þú fórst í gegn-
um lífið glöð og jákvæð og ótrú-
lega þrautseig. Ég man eftir sögu
um ykkur pabba þar sem strákur
kom með bíllyklana upp á Kirkju-
veg og sagði að pabbi hefði beðið
sig að færa þér þá, hann væri far-
inn út á sjó á togara. Þá hafði ein-
mitt vantað skipverja og hann
hoppað um borð. Þá var ekki ann-
að en taka því og sjá um heimilið
þangað til karlinn kom aftur í
land og lífið tók aftur á sig sinn
vanalega blæ. Ég dáist að elju
ykkar pabba í öllum ferðalögun-
um ykkar. Fyrst um landið þvert
og endilangt og svo um heiminn
þveran og endilangan, oft á eigin
vegum og eigin bílum. Ég tók
ekki mikinn þátt í ferðalögunum
ykkar pabba, en þess í stað naut
ég sveitasælu á Ströndum, í
Vatnsdalnum og Skagafirði. Það
voru þroskandi tímar og þakka
ég ævinlega fyrir það. Mér er of-
arlega í huga þakklæti fyrir
frændsemina, sem ríkti í Sam-
úelsættinni. Ræktarsemina við
allt frændfólkið sem við heimsótt-
um og við krakkarnir njótum í
ríkum mæli í dag að þekkja allt
þetta góða fólk. Af því átt þú allan
heiðurinn.
Það er margs að minnast, en
bestu minningarnar eru kærleiki
þinn, staðfesta við fjölskylduna
og þrautseigjan að takast á við
það sem að höndum bar. En nú
ertu farin á vit nýrra ævintýra,
komin til pabba, afa og ömmu og
bíður þar okkar barnanna þinna.
Farðu vel með þig. Ég bið hinn
hæsta höfuðsmið himins og jarð-
ar að passa þig fyrir okkur, þang-
að til við sjáumst aftur.
Þinn einlægur sonur,
Már.
Mín kæra tengdamóðir, Jó-
hanna Hall Kristjánsdóttir,
kvaddi þennan heim á föstudag-
inn langa eins og frelsarinn sjálf-
ur. Okkur eiginlega að óvörum
því þó svo við hefðum búist við því
að þetta gerðist á næstunni þá
var þetta samt ótrúlegt áfall. Hún
var einstök kona, hélt utan um
stóra hópinn sinn af mikilli alúð
og án allrar afskiptasemi nema
um væri beðið. Alltaf var hægt að
leita til Hönnu hvort sem um
stórar veislur var að ræða eða
smáar, en þær var hún vön að
skipuleggja, elda, baka, skreyta
veisluborð og mat, þar var hún í
essinu sínu. Ég kynntist þessari
kjarnakonu þegar ég kom mjög
ung inn á heimilið og var tekið
eins og ég væri eitt af hennar
börnum. Það var bókstaflega
ekkert sem hún gat ekki gert,
hún flísalagði, málaði, bólstraði
húsgögnin sín o.fl. Jólaskreyting-
arnar sem hún galdraði fram úr
trjágreinum sem hún málaði og
stráði glimmer yfir voru á mörg-
um heimilum í Hafnarfirði og víð-
ar. Fyrsta jólagjöfin frá mínum
ektamaka var einmitt jólaskreyt-
ing eftir Hönnu. Hún fór að vinna
í Blómabúðinni Burkna, gerði þar
margar fallegar skreytingar fyrir
alls konar tilefni. Við nutum góðs
af hennar listfengi því ekkert
veisluborð var flottara en það
sem hún hafði komið nálægt.
Fyrsta utanlandsferðin okkar var
með þeim hjónum Hönnu og
Bubba til Danmerkur 1975 og var
þar með lögð línan en ferðabakt-
erían smitaðist til okkar í þeirri
för. Þau voru mjög dugleg að
ferðast meðan Bubbi lifði en hann
dró kerlu sína með sér um allan
heim sem henni fannst nú ekki
leiðinlegt. Þau áttu hjólhýsi í
Þjórsárdalnum þar sem þau voru
mjög dugleg að vera en við vorum
líka með hjólhýsi þar ásamt Erni
og Siggu og nutum þess því að
samgangur var alltaf til staðar.
Því miður fór Bubbi alltof fljótt
frá henni en hann náði ekki 67 ár-
unum en þau höfðu hlakkað til að
eyða ævidögunum í Dalnum þar
sem þeim leið svo vel saman. Eft-
ir að hann lést 1992 gerðist hún
heimakær og hætti að mestu öll-
um ferðalögum. En alltaf vildi
hún vera að gefa eitthvað eða að
reyna að hjálpa til eins og þegar
við vorum að byggja í kringum
árið 2000, þá komu þær mæðgur
oft með pönnsur eða vöfflur og
rjóma. Það var ekkert lítið mál að
útbúa jólapakka fyrir þennan
stóra hóp en annað ekki tekið í
mál og var Dísa dóttir hennar
hjálparhellan hennar í því sem
öllu öðru hennar síðustu ár sem
við erum mjög þakklát fyrir. Við
áttum þriðjudaga til heimsókna
en hún var svo heppin að eiga sjö
börn sem tóku hvert sinn vikudag
og þess vegna fékk hún yfirleitt
heimsókn alla daga vikunnar.
Hún sagði oft að fólkið á Hrafn-
istu væri yndislegt og gott að
vera þarna og það erum við þakk-
lát fyrir. Eftir hana stendur stór
hópur afkomenda og höfum við
haft það fyrir reglu að hittast öll
sem það geta á eða í kringum af-
mælisdaginn hennar 20. desem-
ber en við síðustu talningu vorum
við orðin í kringum 80 manns.
Hún hefði orðið níræð í næsta
hittingi en við munum halda
áfram að hittast og halda í heiðri
minningu elsku Hönnu
(m)ömmu okkar. Hvíl í friði,
elsku hjartans Hanna mín, og
hafðu þökk fyrir allt.
Guðrún Andrea
Guðmundsdóttir.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
Svo kvað skáldið Matthías
Jochumsson sem talar til okkar,
kynslóð eftir kynslóð.
Nú hefur kvatt þennan heim
elskuleg amma mín, Jóhanna
Hall Kristjánsdóttir, eða Hanna
eins og allir þekktu hana. Amma
var af þeirri kynslóð sem við, sem
nú byggjum Ísland, eigum hvað
mest að þakka. Hún byggði upp
gott heimili við kröpp kjör og við
aðstæður sem við myndum seint
láta bjóða okkur nú á tímum.
Þrátt fyrir þær aðstæður fæddi
amma sjö heilbrigð börn og kom
þeim öllum á legg og til manns og
lagði grunninn að ættlegg sem
telur hátt í hundrað afkomendur.
Minningin lifir um annars veg-
ar duglega kjarnakonu sem lét
verkin tala, gerði það sem þurfti
til að sjá sér og sínum farborða.
Hinsvegar er amma sem fannst
ekkert betra í heiminum en að
vera með fullt hús af fólki og sér-
staklega okkur barnabörnin.
Hvenær sem mann bar að dyrum,
hversu margir voru í heimsókn
eða hversu lengi fólk hafði verið
hjá ömmu, þá var öllum tekið með
miklum fögnuði og við krakkarn-
ir kysstir og knúsaðir og umvafin
bæði ást og umhyggju. Hjartað á
ömmu stækkaði um nokkur núm-
er við hvert barnabarn sem fædd-
ist og á Kirkjuvegi 10a var alltaf
fullt hús af kærleika.
Nú kveðjum við Hönnu ömmu,
sem skilur sátt við þennan heim.
Hún lifir áfram í hjörtum okkar
og góðar minningar vekja hana til
lífs meðal okkar sem nutum um-
hyggju hennar og væntumþykju.
Ég veit að afi hefur sótt hana á
gullslegnum Buick með skrán-
ingarnúmerinu G10 og saman
munu þau ferðast áfram um aðra
heima. Bless, elsku amma.
Halldór Másson.
Jóhanna Hall
Kristjánsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Jóhönnu Hall Kristjáns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.