Morgunblaðið - 25.04.2014, Síða 34

Morgunblaðið - 25.04.2014, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 J óhanna fæddist í Kolsholts- helli í Villingaholtshreppi 25.4. 1944 en flutti tveggja mánaða með foreldrum sínum austur á Bakkafjörð og ólst þar upp á Skeggjastöðum. Hún var í barnaskólanum á Skeggja- stöðum þar sem móðir hennar var skólastjóri, tók landspróf við MA og lauk þaðan stúdentsprófi 1965, lauk kennaraprófi frá KÍ 1966, stundaði djáknanám við Samariterhemmet í Uppsölum 1971-72, nám í guðfræði við HÍ 1972-73 og frá 1992 og lauk embættisprófi í guðfræði 1998. Jóhanna var kennari við Barna- skólann á Laugarvatni 1966-67, stunda- og forfallakennari og skóla- ritari við Hlíðaskóla í Reykjavík 1967-69, sumarbúðastjóri í sum- arbúðum þjóðkirkjunnar í Reykja- koti í Ölfusi og á Eiðum í Eiðaþinghá sumrin 1968-73, kennari við Mýr- arhúsaskóla á Seltjarnarnesi 1969- 71 og 1972-75 og forstöðukona Vist- heimilisins Hrafnistu í Reykjavík 1975-99. Jóhanna var skipuð sókn- arprestur í Eiðaprestakalli í Mú- laprófastsdæmi 1999, var sókn- arprestur á Eiðum til 2011 og er sóknarprestur í Egilsstaða- prestakalli frá sameiningu presta- kallanna frá 2011. Hún var skipaður prófastur Múlaprófastsdæmi 2005 til 2011 en þá voru prófastsdæmin á Austurlandi sameinuð. Jóhanna sat í stjórn Ferðafélags- ins Útivistar 1983-95, sat í sókn- arnefnd Áskirkju í Reykjavík 1993- 97, í stjórn Félags guðfræðinema Jóhanna I. Sigmarsdóttir, sóknarprestur á Egilsstöðum – 70 ára Systkinin frá Skeggjastöðum Jóhanna Ingibjörg, lengst til hægri, ásamt systkinum sínum, nú fyrir skömmu. Í fótspor föður síns Barnabörnin Hanna og Hjörtur með Kristmund Karl og Magnús Inga. Ég ætla að njóta dagsins og hefðin er sú að vinir og ættingjarlíti í afmæliskaffi. Mér finnst þetta skemmtilegt og svo erulíka auðvitað forréttindi að árunum fjölgi. Á þessum aldri fær maður oft áminningu um að ekkert er sjálfgefið. Mér og mínum hefur á lífsins leið gengið allt í haginn og fyrir það á maður að vera þakklátur,“ segir Unnur Sigurlaug Aradóttir sem er 49 ára í dag. Unnur er fædd og uppalin á Blönduósi. Fluttist ung til Vest- mannaeyja og bjó þar í fjórtán ár. „Þegar ég kem til Eyja í dag líður mér eins og ég sé að koma heim,“ segir Unnur. Í dag búa þau Árni Stefánsson, eiginmaður hennar, í Kópavogi, en áður höfðu þau milli- lent á Akureyri og í Eyjum. Nú eru þau aftur komin á fastalandið og nú starfar Unnur við bókhald hjá Latabæ. „Sjálf hef ég mikla þörf fyrir að hafa allt í kringum mig vel skipulagt. Það er sjálfsagt þess vegna sem mér líkar vel að starfa við bókhald eins og ég hef gert sl. 20 ár,“ segir Unnur. Áhugamálin segir hún mikið tengjast ferðalög- um og íþróttum, til dæmis að fylgjast með hand- og fótbolta. „Svo er gaman að vera með börnunum sínum en við Árni eigum sex samtals og svo fengum við þrjú barnabörn á einum mánuði í vet- ur. Að verða amma finnst mér óskaplega skemmtilegt hlutverk,“ segir Unnur Sigurlaug Aradóttir að síðustu. sbs@mbl.is Unnur Sigurlaug Aradóttir er 49 ára í dag Eyjakona Unnur segist hafa mikla þörf fyrir að hafa allt í kringum sig í röð og reglu og þess vegna falli sér vel að vinna við bókhald. Forréttindi og ekk- ert sjálfgefið í lífinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Akureyri Kristján Daði fæddist 5. júní. Hann vó 3.670 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Lísbet Patrisía Gísladóttir og Ómar Björn Skarphéð- insson. Nýir borgarar Akureyri Óskar Hinrik fæddist 25. júlí. Hann vó 4.250 g og var 59 cm langur. Foreldrar hans eru Ásgeir Andri Adamsson og Alda María Norð- fjörð. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSkeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is BOURGIE Hönnun: Ferruccio Laviani Svartur 49.000,- Glær 49.000,- TAKE Hönnun: Ferruccio Laviani Tilvalin fermingargjöf Verð 17.500.- stk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.