Morgunblaðið - 25.04.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.04.2014, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu ekki að streða við hlutina ein/n í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gild- ir. Taktu upp önnur og betri vinnubrögð til frambúðar. 20. apríl - 20. maí  Naut Lífið hefur sent þér stuðningsmann! Þessi styður þig í hvívetna, hvort sem hann er sammála eður ei. Vertu róleg/ur, hlutirnir eru allir á réttu róli. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu ekkert trufla þig. Hugsanlegt er að nýr vinur ýti undir léttlyndi af þinni hálfu eða hvetji þig til þess að sleppa fram af þér beislinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfa/n þig. Minnsta yfirsjón getur orðið þér dýrkeypt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er alveg kominn tími til þess að þú breytir einhverju í kringum þig, bæði heima fyrir og á vinnustað. Gefðu þér tíma til að bæta úr áður en lengra er haldið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta er góður dagur til að dytta að ýmsum smáatriðum á heimilinu. Samúð þín með náunganum ýtir undir hjálpsemi af þinni hálfu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Finnist þér erfitt að ná hlustum fólks þarftu að kanna nýjar leiðir til þess. Hver er sinnar gæfu smiður, það er aldrei of oft sagt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekki auðvelt að umgang- ast fólk árekstralaust og auðvelt að lyfta ein- um og kippa fótunum undan öðrum. Forðastu öll óþarfa útgjöld og láttu þér nægja það sem þú átt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Álag nær stundum fram því besta í fólki. Kannski áttu eftir að eiga í djúpum samræðum við þinn innri mann í dag og gæt- ir jafnvel ákveðið að hlusta á hann, loksins. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hæfileikar þínir til hvers konar list- sköpunar eru með mesta móti þessa dagana. Forðaðu þér frá þeirri tímasóun að leita að hlutum með því að skipuleggja þig betur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er engin skömm að því að skipta um skoðun ef öll rök hníga til þess. Fólk á sömu línu elskar að heyra nýjustu kenningarnar þínar. Sjáðu til þess að allir njóti sannmælis. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það getur enginn beðið um meira en að þú gerir þitt besta. Þú hittir skemmtilega persónu í sumar sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt. Ólafur Stefánsson hafði orð á þvíá Leirnum um miðjan apríl að úr því að Halldór Blöndal væri far- inn í Hveragerði og aðrir á skíði upp um fjöll væri kominn tími til að láta sumarfötin í tösku og renna sér nið- ur á eyjuna góðu undan Afr- íkuströndum. – „En hvenær byrjar ferðalagið og spánartilfinningin fyr- ir alvöru?“ spyr hann og svarar sér sjálfur: „Fyrir okkur hófst ferðalag- ið eiginlega yfir miðjum Biskayaflóa í 37.000 fetum. Vorum nýlega komin úr ókyrrð og flugum sléttan him- inblámann. Við höfðum verið hepp- in með sessunaut og hún var búin með kvartinn sinn af rauðvíninu og við líka. Höfðum rakið saman ættir og fundið fullt af sameiginlegum kunningjum og allskonar karakter- um sem við höfðum hitt eða heyrt um einhvern tíma á ævinni. Í hendingum hugsað nú getum hálfkveðnu vísurnar metum. Milli himins og hafs milli hláturs og skrafs heita samloku etum. Við vorum að fara á nýtt hótel og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Garð- urinn einstakur og setinn Svarf- aðardalurinn í blíðunni. Sótt er stíft á suðurstrendur sól og hiti bíður þar. Sumum ekki á sama stendur sem þar njóta garðvistar. Þarna var líka ræktur sá siður að ekki þurfti að borga neitt innan hótelsins, fyrr en við brottför, og þurftu menn því ekki að bera á sér fé heilu dagana. Þetta var eins og í himnaríki eða í Kaupfélaginu í gamla daga, allt skrifað. En auðvit- að kom að skuldadögum. Til framtíðar á ferðaslóðum fagnandi ég lít. Þar er val á vínum góðum og verslað upp á krít. Annað sem var nýtt fyrir okkur og við héldum að tíðkaðist aðeins hjá þotuliðinu sem ferðast kol- ruglað um heiminn og veit ekki aura sinna tal. Það var kampavín með morgunverðarhlaðborðinu og mátti heita ómælt. Það þóttu firn mikil og sjálfsagt einnar vísu virði. Niðri á eyju í ofgnótt sat angri burt frá snúinn. Kampavín í morgunmat. Mun þá kreppan búin? Við hittum marga sýslunga þarna niðurfrá og var það hið besta mál. Margur er hér í sól á sveimi, - að sumum gaman. Árnesingar úti í heimi eiga saman. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kampavín eins og í himna- ríki eða Kaupfélaginu Í klípu „ÞEGAR ÉG SAGÐI AÐ HÚSIÐ MYNDI SELJAST HRAÐAR MEÐ NÝRRI INNKEYRSLU, ÞÁ MEINTI ÉG AÐ ÞAÐ VÆRI SNIÐUGT AÐ MALBIKA ÞÁ GÖMLU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „NÝJAR ÖRYGGISREGLUR FYRIR FLUGVELLI. ALLIR FARÞEGAR VERÐA AÐ VERA MEÐ EINA SVONA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hefja sameiginlegan rekstur. TIL SÖLU HLIÐ B-F ÁSTARTÁKN EHF. ÉG HEF VERIÐ FASTUR Á ÞESSARI EYÐIEYJU Í TVÖ LÖNG ÁR! VÁ! HVAÐA RÁÐ GETURÐU GEFIÐ MÉR, SVO ÉG LIFI ÞETTA AF? EKKI FARA Í SUND! KRÚTTLEGT GÆLUDÝR ÞARF AÐ KOMAST! ÞÚ GLEYMDIR AÐ MALA! ÉG SENDI ÞAÐ Í PÓSTI. Lífið er fullt af uppákomum. „Áttuekkert líf?“ ungi maður,“ spurði til dæmis eldri kona Víkverja, þar sem hann flatmagaði við sundlaug í suðrænu landi ekki alls fyrir löngu og las spennusögu um raunir krata. x x x Í sólinni og hitanum og nær logninuvissi Víkverji ekki hvaðan á hann stóð veðrið og kom af fjöllum í bók- staflegri merkingu. Hann hafði talið sér trú um að þetta væri hápunktur lífsins, að flatmaga við sundlaug í suðrænu landi og lesa spennusögu. Kannski ekki endilega um krata í klípu en spennusögu samt. x x x Hann setti bókina frá sér, reis upp,leit á konuna og sagði blíðlega en ákveðið: „Vissulega á ég líf og reyndar það allra besta sem völ er á.“ x x x Konunni var brugðið, lagði frá séripadinn og svaraði nánast með tárin í augunum: „Ég átti ekki við svoleiðis líf heldur líf til að gera mér mögulegt að halda áfram í leiknum.“ x x x Víkverji vissi ekki til þess að þauværu í leik, leit nánar á konuna, sem var ungleg og bar þess engin merki að hana vantaði aukakraft til þess að lífa lífinu lifandi, og spurði: „Hvaða leik?“ x x x Nú létti yfir konunni: „AuðvitaðCandy Crush.“ Í kjölfarið fylgdi nánari útskýring á tölvuleiknum og konan gat þess í framhjáhlaupi að þessi leikur væri helsta skemmtun kvenna úti um allan heim. Víkverja varð þá litið yfir til Afríku, en áður en hann komst að með athugasemd bætti konan við: „Það er að segja hjá konum sem eiga tölvur eða ipad eða hafa aðgang að þeim.“ x x x Víkverji hefur aldrei farið í tölvu-leik og það er hvorki á forgangs- listanum né verkefnaskránni. Hann deilir því ekki lífi með þessum sæl- gætisgrísum, en bjóði þeir upp á nammi í skiptum fyrir líf kemur allt til greina. víkverji@mbl.is Vikverji Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar. (Mt. 10,31.) Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.