Morgunblaðið - 25.04.2014, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 25.04.2014, Qupperneq 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS …OGÞÚVELURLENGRI LEIÐINAHEIM. HENTAR MJÖG VEL FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR ÞAR SEM „MICRO“ FJAÐRANDI STELLIÐ ÉTUR Í SIG GRÓFA MALBIKIÐ OG GERIR HJÓLAFERÐINA ENN ÞÆGILEGRI ÞÚ NÝTUR ÞESS AÐ MOKA INN KÍLÓMETRUNUM Á CANNONDALE SYNAPSE. 229.900.- 565 6000 / somi.is ÚT AÐ BORÐA MEÐ VINUNUM. Við bjóðum spennandi matseðil. AF LISTUM Karl Blöndal kbl@mbl.is Tveir aðframkomnir félagar,hrjáðir af tóbaksskorti,leggja í leiðangur. Voðinn er vís. Ísland er að verða tóbakslaust. Þegar hefur allt tóbak verið reykt á höfuðborgarsvæðinu, en félagarnir veðja á að eftir því sem þeir fjar- lægjast siðmenninguna aukist lík- urnar á að þeir finni sígarettur. Þeir eru eins og Stanley í leit að Living- stone í myrkviðum Afríku.    Stuttmyndaformið er vanmetiðog líka vanrækt, kannski vegna þess að það er hálfgert olnbogabarn. Stuttmyndir passa ekki inn í dag- skrá kvikmyndahúsanna og rata stopult í sjónvarp. Veru Wonder Sölvadóttur hefur tekist að skapa frábæra umgjörð um þessa sögu, sem er byggð á frásögn eftir Einar Kárason. Stuttmynd Veru nefnist Leitin að Livingstone og var sýnd í Bíó Paradís rétt fyrir páska. Myndin er bara tæpar 17 mínútur, en á þess- um stutta tíma tekst henni að draga áhorfandann inn í söguna.    Vera sýnir að hún er með mið-ilinn fullkomlega á valdi sínu og nostrar við hvert smáatriði. Hún kann líka þá list að láta áhorfandann geta í eyðurnar. Tónninn er sleginn strax í upphafi með vestraskotinni tónlist hljómsveitarinnar Mono Town, sem mun vera sú heitasta á Íslandi um þessar mundir. Tónlistin á stóran þátt í að skapa andrúms- loftið í myndinni. Nauðsynlegum upplýsingum er komið til skila með áreynslulausum hætti. Áhorfandinn verður þess til dæmis áskynja að verkfall stendur yfir vegna þess að félagarnir eru að hlusta á útvarps- fréttir. Fíkn félaganna í tóbak verð- ur nánast áþreifanleg. Damon Yo- unger (eiginmaður leikstjórans) og Sveinn Geirsson eru frábærir í hlut- verkum Þórs og Denna, en leikarar í smærri hluverkum eru ekki síðri.    Ástandið sem lýst er í myndinniskapaðist í allsherjarverkfall- Svaðilför eftir sígarettum Örþrifaleit Damon Younger og Sveinn Geirsson í hlutverkum Þórs og Denna, stuttir í spuna í leit að sígarettum í sveitum Íslands. Stuttmynd Veru Wonder Sölvadóttur, Leitin að Livingstone, er vel heppnuð og lofar góðu. inu 1984 þegar samfélagið nánast lamaðist. Það kann að virðast kyn- legt nú þegar reykingar hafa að miklu leyti lagst af og reykingamenn eru taldir eiga bágt, ef ekki hrein- lega vera úrhrök, en sú var tíðin að menn reyktu hvar sem því var komið og við lá að þeir, sem ekki reyktu, þyrftu að biðjast afsökunar.    Þá er staðreynd að tóbak ereitthvert mergjaðasta fíkniefni, sem nú er í umferð. Fíklar hafa bor- ið því vitni að erfiðara sé að hætta að reykja, en að hætta að nota heróín. Hegðun fíkla, sem eru sviptir tóbaki, hefur verið líkt við hegðun heróín- sjúklinga, sem fá ekki skammtinn sinn. Árið 1992 fóru starfsmenn tób- aksdreifingar ríkisins á Ítalíu í verk- fall. Þá mynduðust margra kíló- metra biðraðir á landamærum Sviss og Frakklands þegar tóbakslausir Ítalar hugðust bjarga sér. Ráðist var á mann í húsasundi: „Tóbak eða líf- ið!“ Hjörð trylltra reykingamanna veittist að smyglara, sem kom fær- andi hendi með góss sitt inn á lest- arstöð, og slapp hann með naum- indum.    1990 varð tóbaksskortur í Sov-étríkjunum. Gjaldeyrir var af skornum skammti þannig að dregið var úr innkaupum á tóbaki frá Búlg- aríu. Hafin var skömmtun og langar biðraðir mynduðust þar sem spurð- ist að sígarettur væru til sölu. Míka- híl Gorbatsjov Sovétleiðtogi veittist að embættismönnum. Þeir sögðu svartamarkaðsbröskurum og úr sér gengnum verksmiðjum um að kenna, en Gorbatsjov fannst svör þeirra ófullnægjandi. Mikil ólga varð í samfélaginu, ævareiðir tóbaks- fíklar efndu til mótmæla og sums staðar brutust út óeirðir. Á end- anum notaði Gorbatsjov dýrmætan gjaldeyri til að kaupa bandarískt tóbak til að lægja öldurnar.    Leiðangur félaganna er því full-komlega trúverðugur og miðað við ítök fíknarinnar verða þeir merkilega hófstilltir, þótt leiðangur þeirra sé hálfgert flan. Myndin sóm- ir sér vel í flokki vegamynda þar sem ferðalagið skiptir mestu, en áfangastaðurinn minna máli. Mynd- in var sýnd á Clermont-stutt- myndahátíðinni í febrúar og mun nú vera á leið á aðrar slíkar hátíðir víða um heim. Vera sýnir glæsileg tilþrif í þessari mynd, sem sýnir að hún hef- ur alla burði til að takast á við stærri verkefni. » Á endanum notaðiGorbatsjov dýr- mætan gjaldeyri til að kaupa bandarískt tóbak til að lægja öldurnar Möguleikhúsið heldur í dag í fjög- urra daga leikferð um Norðurland með einleikinn Eldklerkinn. Sýn- ingar verða haldnar á Sauðárkróki, Dalvík, Akureyri og í Varmahlíð. Í verkinu er fjallað um eldklerkinn Jón Steingrímsson sem var uppi á 18. öld og er hvað kunnastur fyrir eldmessu sem hann flutti í miðjum Skaftáreldum. „Hér er sögð saga frá 18. öld af góðum bónda, lækni og presti sem þarf að takast á við afleiðingar skelfilegustu nátt- úruhamfara Íslandssögunnar á tím- um örbirgðar og undirokunar,“ segir um verkið í tilkynningu. Leik- verkið er að mestu byggt á skrifum Jóns og vekur spurningar um hlið- stæður við hamfarir af völdum manna og náttúru sem yfir þjóðina hafa dunið á síðustu árum, eins og því er lýst. Höfundur þess og leikari er Pétur Eggerz og Sigrún Val- bergsdóttir leikstýrir. Fyrsta sýning leikferðarinnar fer fram í kvöld í Húsi frítímans, Sauð- árkróki; önnur í Menningarhúsinu Bergi, Dalvík, á morgun; sú þriðja sunnudaginn 27. apríl í Hlöðunni, Litla-Garði á Akureyri og sú fjórða, mánudaginn 28. apríl, í Miðgarði í Varmahlíð. Sýningarnar hefjast all- ar kl. 20.30 og fer miðasala fram á staðnum. Sýningarnar á Sauð- árkróki og í Varmahlíð eru hluti af dagskrá Sæluviku í Skagafirði. Einleikur Pétur Eggerz í hlutverki klerksins í sýningu Möguleikhússins. Eldklerkur á Norðurlandi Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.