Morgunblaðið - 25.04.2014, Page 41

Morgunblaðið - 25.04.2014, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fyrsta breiðskífa hljómsveit- arinnar Different Turns, If you think this is about you ... you’re right, kom út 4. apríl sl. og segir stofnandi hennar og forsprakki, Garðar Borgþórsson, að hægt sé að lýsa tónlistinni sem leikhúsrokki. Different Turns var í upphafi einn maður, þ.e. Garðar, en síðar bætt- ust við Hálfdán Árnason bassaleik- ari og félagi Garðars úr hljómsveit- inni Ourlives, Gunnhildur Birgisdóttir söngkona og Eiður Rúnarsson gítarleikari og úr varð hljómsveit. Garðar segir ást, hatur og af- brýðisemi skína í gegn í textum plötunnar. „Þetta er smá horror, öll lögin eru um það sama og fólk má bara túlka það eins og það vill,“ segir Garðar. Hann noti ákveðið konsept í textagerðinni, mörg mál verði að einu og hann leiki sér að því. „Þetta eru mörg morðmál t.d. en þetta er ekki byggt á ein- hverjum einum, stökum atburði. Þetta er hugarburður, bara skáld- skapur,“ segir Garðar. -Lögin eru kölluð „stungur“ … „Já, þetta er „sítering“ í af- brýðisemi, ástarsorg og svoleiðis, óendurgoldna ást o.s.frv.“ segir Garðar. Platan er sú fyrsta sem Garðar sendir frá sér en hann byrjaði sem unglingur að fikta við trommuleik. „Ég er trommari fyrst og fremst en er búinn að færa mig yfir á gítarinn og hin og þessi hljóð- færi,“ segir hann. Garðar sá sjálfur um upp- tökur og hljóðblöndun plötunnar auk þess að hanna umslagið. Allan pakkann, svo að segja. Ljósamaður og hljóðmaður Garðari er fleira til lista lagt því hann starfar sem ljósamaður og hljóðmaður í Borgarleikhúsinu og er núna að vinna í leikritinu Ham- let litla. Það er því engin furða að Garðar lýsir tónlistinni á plötunni sem e.k. leikhúsrokki. Hvernig rokk skyldi það nú vera? „Þetta er svona electronic, alternative rokk. Ég er að reyna að segja einhverja sögu með tónlistinni og hún er svo- lítið leikræn. Það er mikið sótt í leikhúsið í þessari músík, hún var upphaflega samin í leikhúsi,“ segir Garðar. Auk þess hafi platan verið hljóðblönduð í Borgarleikhúsinu. Different Turns heldur tónleika í hljómplötuversluninni Lucky Re- cords á morgun, laugardag, kl. 14.30. Útgáfutónleikar verða haldn- ir í Borgarleikhúsinu 12. júní. Ást, hatur og afbrýðisemi  Fyrsta plata hljómsveitarinnar Different Turns hefur að geyma leikræna tónlist og texta og dálítinn hrylling Ljósmynd/Magnús Ólafur Magnússon Hljómsveitin Different Turns skipa Garðar Borgþórsson, Gunnhildur Birg- isdóttir, Hálfdán Árnason og Eiður Rúnarsson. Leiksýningin Tiny Guy, eftir Frið- geir Einarsson, verður flutt á Stóra sviði Borgarleikhússins annað kvöld kl. 20 og verður hún aðeins sýnd einu sinni á því sviði. Friðgeir hefur um nokkurt skeið stundað rannsóknir á mannsheilanum og eru niðurstöðurnar sláandi, að því er fram kemur í tilkynningu, þ.e. að við mannfólkið nennum ekki að hugsa. „Með aðstoð traustra vina leiðir Friðgeir alþjóð í allan sann- leika um hvernig heilinn virkar og kennir okkur hvernig við öðlumst stjórn á eigin hugsunum. Og hann lofar að fara varlega í þetta skipt- ið,“ segir um sýninguna í tilkynn- ingu. Tiny Guy var frumsýnd á al- þjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal síðasta haust og hefur sýningin far- ið víðar, verið sýnd bæði í Háskóla Íslands og menningarhúsinu Mengi. Vegna fjölda áskorana verður hún nú flutt á Stóra sviði Borgarleik- hússins. Auk Friðgeirs koma fram í sýningunni Ragnar Ísleifur Braga- son, leikari og verslunarmaður, Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast og Jóhann Kristófer Stefánsson. Þá bregður vestur- íslenska stórleikaranum Arne MacPherson fyrir en forvitnir geta fræðst um hann á vefnum imd- b.com. Rannsóknir Friðgeir Einarsson með samstarfsmönnum í Tiny Guy. Lítill gaur einu sinni á stóru sviði Tónlistarhópurinn Lýran heldur kynningu á óperettunni Orfeus í undirheimum eftir Offenbach í há- deginu í dag kl. 12 í Háteigskirkju. Guðabylting vegna einhæfs mat- aræðis, svikull fiðluleikari og guð í formi erotískrar flugu koma við sögu í óperettunni, eins og segir í tilkynningu en Lýran setur óperett- una upp í fullri lengd í Iðnó í haust í nýrri íslenskri þýðingu. Í dag fá gestir tækifæri á að kynna sér sög- una og valin lög úr óperettunni og mun ágóði af tónleikunum renna til uppsetningar á verkinu. Undirheimar Hluti málverks Jan Brueghel af Orfeusi í undirheimum. Orfeus í undirheimum í Háteigskirkju 7 12 L ÍSL TAL 14 POWE RSÝN ING KL. 10 :50 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar SPIDERMAN 2 3D Sýnd kl. 5-8-10-10:50(P) RIO 2 2D Sýnd kl. 5 A HAUNTED HOUSE 2 Sýnd kl. 8 - 11 HARRY OG HEIMIR Sýnd kl. 5 - 7 - 9 EGILSHÖLLÁLFABAKKA THEAMAZINGSPIDER-MAN2 KL.3D:5-8-10:55 2D: 4 THEAMAZINGSPIDER-MAN2VIP2DKL.5-8-10:55 THATAWKWARDMOMENTKL.8:30-10:45 DIVERGENT KL.5:10-8-10-10:55 RÍÓ2 ÍSLTAL KL.3D:3 2D:3-4-6:10 CAPTAINAMERICA23D KL.5:10-8-10:45 NOAH KL.8 NEEDFORSPEED KL.10:55 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI AKUREYRI THATAWKWARDMOMENTKL.8-10:45 DIVERGENT KL.8 CAPTAINAMERICA23D KL.5:10-10:10 NOAH KL.5:10 THATAWKWARDMOMENTKL.5:50-8-10:10 DIVERGENT KL.6-9 CAPTAINAMERICA22D KL.9 GAMLINGINN KL.6 THEAMAZINGSPIDER-MAN23DKL.4:45-7:40-10:30 THATAWKWARDMOMENTKL.8 DIVERGENT KL.4:50-7:40-10:30 CAPTAINAMERICA23DKL.4:50-7:40-10:30 NOAH KL.5:10 NEEDFORSPEED KL.10:10 SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR EMPIRE  ENTERTAINMENT WEEKLY  TOTAL FILM   CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY  PORTLAND OREGONIAN  MYNDIN SEM ER AÐ GERA ALLT VITLAUST ERLENDIS BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK KEFLAVÍK THEAMAZINGSPIDER-MAN23DKL.5-8-10:55 THATAWKWARDMOMENTKL.8 DIVERGENT KL.10:10 RÍÓ2 ÍSLTAL3D KL.5:50 TOTAL FILM  EMPIRE 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.