Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Qupperneq 32
G ísli Ragnar Jóhannesson starfar við matreiðslu á Fiskmarkaðnum og er þaulreyndur þegar kemur að matargerð. Hann gerði sér lítið fyrir og bar á borð dýrindis rétti fyrir gesti sína. Asískur blær sveif yfir vötnum og réttirnir voru bæði litríkir og bragðgóðir. Gísli bauð upp á kjúkling í rauðu karríi, nauta „stirfry“, sjávarréttasalat og papajasalat og ljóst er að fjöl- breytnin var í fyrirrúmi þetta kvöld. „Ég hef áhuga á öllu sem tengist matargerð. Það er bæði gaman að elda og svo gaman að fara út að borða og upplifa eitthvað nýtt,“ segir Gísli. „Þetta kvöld ákvað ég að hafa as- ískt þema og eldaði taílenska rétti. Mig langaði aðeins að æfa mig í því. Bróðir minn var væntanlegur í heim- sókn ásamt konu sinni og dóttur sem er ekki orðin eins árs. Þau búa í Keflavík og fá sjaldan taílenskan mat. Ég greip því tækifærið og eldaði nokkra rétti fyrir fjölskylduna.“ Sjálfur segir Gísli taílenska mat- argerð ekki vera flókna og allir ættu að geta spreytt sig á henni. „Undirbúningurinn skiptir mestu máli. Gott er að hafa allt tilbúið til hliðar og svo blandar maður öllu sam- an. Flóknara þarf það ekki að vera.“ „Uppáhaldsrétturinn minn er pa- pajasalatið. Það er mjög spennandi réttur. Öllu ægir þar saman. Salatið ÓGLEYMANLEG KVÖLDSTUND MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Súrt, sætt og allt þar á milli GÍSLI RAGNAR JÓHANNESSON BAUÐ SÍNUM NÁNUSTU UPP Á FJÖLBREYTTA ASÍSKA RÉTTI SEM VORU HVER ÖÐRUM GIRNILEGRI. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.4. 2014 Matur og drykkir Fyrir 4 500 g grænt papya 8 stk. kirsuberjatómatar 100 g strengjabaunir 50 g salthnetur 100 ml safi af lime 3 msk. fiskisósa 1 msk. sykur 1 hvítlauksgeiri 1 stk. rauður chilipipar Setjið limesafann, fiskisós- una, sykurinn, hvítlaukinn og chilipiparinn í blandara eða litla matvinnsluvél. Vinnið vel þangað til allt er maukað. Geymið til hliðar. Skrælið pa- paja í tvennt, kjarnhreinsið með skeið og skerið í þunna strimla. Svo er líka hægt að rífa það niður með rifjárni. Skerið strengjabaunirnar í þunna strimla, tómatana í tvennt og grófsaxið hnet- urnar. Bætið svo strengja- baunum, tómötunum og hnetunum í skálina. Setjið dressinguna yfir salatið og blandið vel saman. Papajasalat Fyrir 4 800 g kjúklingabringur 1 stk. gulur laukur 2 stk. hvítlauksgeirar 1 askja flúðasveppir 300 ml kókosmjólk 3 tsk. rautt karrímauk 1/4 búnt saxað kóríander olía til steikingar Skerið kjúklingabringurnar í tvennt og svo í þunnar sneiðar og setjið til hliðar. Skerið lauk- inn í strimla, saxið hvítlaukinn og skerið sveppina í þunnar sneiðar. Hitið olíuna í stórri pönnu og steikið laukinn, hvít- laukinn og sveppina við með- alhita í 3 mínútur og hrærið vel í á meðan. Bætið karrímaukinu við og eldið í 1 mínútu til við- bótar. Bætið kjúklingnum við, sjóðið í tvær mínútur og hrærið vel í á meðan. Bætið þá kók- osmjólkinni við og látið allt malla í um 20 mínútur. Smakkið til með salti og pipar og bætið kóríander við. Berið fram með hrísgrjónum. Kjúklingur í rauðu karrí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.