Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Page 51
hefur trú á sóknarleik. Mér leist strax vel á Brendan Rodgers en hann hefur farið fram úr björtustu vonum. Það verður ótrúlegt afrek takist honum að gera Liverpool að meisturum strax á annarri leiktíð sinni. Hann tók ekki við sérstaklega góðu búi og bæði Manchester City og Chelsea eru með mun stærri leik- mannahópa. Markmiðið á þessum vetri var sæti í Meistaradeild Evrópu en það hefur allt smollið saman.“ Sjálfur hitti Arngrímur Rodgers að máli í heimsókn sinni á æfingasvæði Liverpool, Melwood, í nóvember síðastliðnum og segir stjórann koma afskaplega vel fyrir. Gerrard gæti orðið bestur Inni á vellinum segir Arngrímur „undramann- inn“ Luis Suárez bera mesta ábyrgð á vel- gengninni en menn eins og Steven Gerrard fyrirliði og Martin Škrtel hafi líka stigið upp og dregið vagninn. Þá hafi yngri leikmenn eins og Raheem Sterling og Jordan Hend- erson tekið ótrúlegum framförum á ekki lengri tíma. „Það var sterk yfirlýsing hjá eiganda fé- lagsins að halda Suárez síðasta sumar. Þá er greinilegt að Gerrard ætlar að klára dæmið til að fullkomna ferilinn. Hann hefur unnið allt annað með Liverpool. Lyfti hann Englands- bikarnum eftir lokaleikinn í vor mun hann í mínum huga taka við af Kenny Dalglish sem besti leikmaðurinn í sögu félagsins.“ Arngrímur spáir því að úrslitin ráðist ekki fyrr en í lokaumferðinni en hann verður að sjálfsögðu á Anfield 11. maí þegar Liverpool tekur á móti New- castle United. Spurður hvernig hann reikni með að sér verði innanbrjósts fari bikarinn á loft segir hann úti- lokað að lýsa því með orðum. Það verði ein allsherjar tilfinninga- sprengja. Spurður hvort hann ætli að búa sig undir hinn möguleikann, ósigur, svarar hann neitandi. „Það er ekki í boði að hugsa um neitt annað en sigur!“ Kormákur Geir- harðsson stór- kaupmaður, sem fylgt hefur Liverpool að málum í 45 ár, er ekki eins bjartsýnn. Hann óttast að liðið missi naumlega af titlinum á loka- sprettinum. Nái þó öruggu Meistaradeild- arsæti eins og að var stefnt. Kormákur er sjálfur á leið utan og verður í fyrsta sinn á Anfield þegar Rauði herinn tekur á móti Manchester City í dag, sunnudag. „Ég er ekkert svo svartsýnn fyrir þann leik. Held að líkurnar séu svona 60 á móti 40 okkur í hag. Annars er sama hvernig fer, ég mun koma glaður út af vellinum. Ég hef lengi beðið eftir því að komast til Mekka.“ Hann er smeykari við varnartaktíkina hans Josés Mourinhos, leiknum gegn Chelsea muni sennilega lykta með jafntefli. „Síðan panikar liðið einhvers staðar, gerir annað jafntefli og missir þar með naumlega af lestinni.“ Adrenalín á brúsum Þrátt fyrir þetta er létt yfir Kormáki. „Ánægjan og gleðin er ekki langt frá því að vera í sögulegu hámarki, liðið hefur spilað glimrandi skemmtilegan bolta í vetur. Brend- an Rodgers hefur ljómandi góða sýn á hlutina og kann bæði að stilla liðinu upp og skipta mönnum inn á. Hversu oft sat maður undir leikjum meðan Houllier og Benítez stjórnuðu liðinu og botnaði ekki neitt í neinu?“ Ekki hefur verið stöðug þurrkatíð á Anfield frá 1990 enda þótt Englandsbikarinn hafi látið sig vanta í samkvæmið. Kormákur segir Liv- erpool hafa „búið til fullt af adrenalíni“ þegar liðið vann Meistaradeildina 2005. Jafnvel svo mikið að flytja hefði mátt það út á brúsum. Hann segir álagið í tengslum við leikina vissulega meira um þessar mundir en oft áð- ur. „Annars er maður svo sem öllu vanur. Ég svitna alltaf jafnmikið í lófunum og get varla borðað meðan á leikjum stendur.“ Kormáki þykir skemmtilegast að horfa á leiki Liverpool í góðra vina hópi. „Það er svo- lítið vandræðalegt að reka upp undarleg hljóð ef maður er einn að horfa heima. Í hóp hafa menn styrk hverjir af öðrum og geta fengið útrás fyrir tilfinningar sínar. Liverpool-menn hafa verið ansi hávaðasamir að undanförnu.“ Hann segir stuðningsmenn ýmissa annarra liða reglulega smygla sér inn í hópinn enda hafi þeir gaman af hitanum og duttlungunum hjá „Púlurunum“. Eins og margir sparkunnendur er Kormák- ur hjátrúarfullur og kveðst hafa beitt alls- konar brögðum gegnum árin til að freista þess að örva gengi sinna manna. Eins og að sitja framarlega eða aftarlega í stólnum og sitthvað fleira. Fæstir af þeim kækjum endist þó lengi. „Ég hef sem betur fer aldrei fallið í þá gryfju að vera í sömu sokkunum.“ Eins gott. Þeir væru líklega farnir að lykta illa núna, eins og gengið hefur verið und- anfarið. Kemst Bríó inn á Anfield? Eina hjátrúin um þessar mundir er að hafa ískaldan Bríó við höndina meðan horft er á leikina. „Nú flækist málið aðeins fyrst ég er að fara út. Ætli ég verði ekki bara að smygla einum Bríó inn á Anfield!“ Enda þótt hann hallist að því að Liverpool missi af titlinum í ár er Kormákur bjartsýnn á framtíðina. Liðið sé í mjög góðum höndum hjá Rodgers og þátttökurétturinn í Meist- aradeildinni þýði að auðveldara verði að styrkja liðið enn frekar í sumar. Einhverjir óttast að skærasta stjarna liðsins, Luis Suá- rez, muni hverfa á braut í sumar en Kormák- ur deilir ekki þeim áhyggjum. „Ég sé enga ástæðu fyrir hann að fara. Hann er að spila vel í frábæru liði og hlýtur að langa til að reyna sig í Meistaradeildinni með Liverpool. Skuldar hann okkur það ekki?“ Arngrímur Baldursson (vinstra megin) og Guðmundur Magnússon (meðhöfundur Arngríms) af- henda Brendan Rodgers eintak af The Liverpool Encyclopedia í nóvember síðastliðnum. Íhugar að losa sig við miðann Duttlungar knattspyrnuáhugamanna taka á sig ýmsar myndir. Þannig heyrði grein- arhöfundur af Liverpool-aðdáanda norður í landi sem festi nýverið kaup á nýjum sófa. Það var eins og við manninn mælt, Rauði herinn hleypti á mikið skeið og hefur okkar maður nú séð níu sigurleiki í röð í sófanum sem hefur þegar hlotið nafnið „sigursófinn“. Á dögunum reyndu félagar hans að draga hann með sér á knæpu til að horfa á leik en maðurinn mátti ekki heyra á það minnst. Úr sófanum færi hann ekki. Nú eru góð ráð dýr. Okkar maður hefur nefnilega tryggt sér miða á lokaleik vetrarins, gegn Newcastle United á Anfield. Nokkuð sem væri í venjulegu árferði mikið gleðiefni en nú er maðurinn á báðum áttum. Nýti hann miðann þarf hann vitaskuld að fara úr sófanum. Og tefla þar með sigurgöngunni í hættu. Hann íhugar nú að fórna sér fyrir liðið og losa sig við miðann. 13.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Dregur mörkin við húðflúr af hananum Komandi vikur verða ekki bara taugatrekkj- andi fyrir aðdáendur Liverpool, heldur ekki síður aðstandendur þeirra. „Ef eitthvað er verður álagið meira á okkur aðstandendur en stuðningsmennina sjálfa,“ segir Lára Björg Björnsdóttir en bóndi henn- ar, Tryggvi Tryggvason, er eldheitur áhang- andi Liverpool. „Við aðstandendur höfum ekki eins mikinn áhuga á þessum lífsstíl og skjólstæðingar okkar en við þurfum samt að styðja. Við þurf- um að hlusta. Við þurfum að skilja. Og við þurfum að taka þátt í þessu öllu,“ útskýrir Lára Björg sem kallar ekki bara eftir skiln- ingi heldur beinlínis stuðningi aðstandendum áhangenda Liverpool til handa. „Við erum af- skiptur hópur í samfélaginu og höfum gengið gegnum miklar raunir með okkar skjólstæð- ingum.“ Allt í einu orðin lukkudýr Sjálf „lenti hún í því“ fyrir nokkrum vikum að vera dregin með á leik heim til vinar manns- ins síns. „Af því að Liverpool vann þurfti ég að koma með aftur og aftur og aftur. Var allt í einu orðin eitthvert lukkudýr. Það var mikið uppnám um daginn þegar ég komst ekki að sjá leikinn en þar sem Liverpool vann samt er ég vonandi sloppin af önglinum.“ Lára Björg bendir á, að þetta snúist ekki bara um kappleik í tvo tíma einu sinni í viku. „Það er kvíði sem byggist upp marga daga fyrir leik og spennustigið magnast jafnt og þétt. Þegar leikurinn er svo búinn er hangið á vefsíðum, allar íþróttarásir fínkembdar og hver einasti viðtalsbútur skoðaður. Greiningin stendur yfir alla vikuna. Eins og þegar einn þeirra var alltaf að bíta menn þegar ekki gekk eins vel á sínum tíma. Það var nú ald- eilis skoðað aftur á bak og áfram.“ Þess utan fer auðvitað drjúgur tími í að fylgjast með gangi mála hjá helstu keppinaut- unum. Nú þarf Liverpool að vísu ekki lengur að treysta á önnur lið, þannig að minni tími fer nú í þá hlið mála. Það er ekki upplifun Láru Bjargar að af- bragðsgott gengi Liverpool upp á síðkastið geri líf hennar auðveldara. Þvert á móti. „Það er erfiðara að hafa liðið í þessari stöðu en þegar illa gengur. Væntingarnar eru orðnar mjög miklar og þar af leiðandi eykst tauga- titringurinn. Ég óttast að þetta sé að fara úr böndunum. Stemningin er tryllt. Þetta hefur aldrei verið eins slæmt.“ Fallegasta borg í heimi! Hún segir álagið ekki bara af andlegum toga. „Ég er með jólakúlur heima hjá mér með Liv- erpool-merkinu á. Hugsið ykkur! Áður en sonur minn fæddist var maðurinn minn búinn að útvega Liverpool-samfellu, Liverpool-snuð og Liverpool-pela. Grínlaust! Ég geri mér al- veg grein fyrir því hvað þetta hljómar sjoppu- lega en svona er þetta bara.“ Lára Björg hefur samt látið þessar kenjar yfir sig ganga. Tvennt getur hún þó ekki hugsað sér. „Í fyrsta lagi hótar hann því ann- að slagið að fá sér tattú með hinum fræga og dáða Liverpool-fugli. Fuglinn er merki félags- ins sem að mínu mati lítur frekar út eins og reyttur og vannærður hani. Í öðru lagi vill hann stundum flytja til Liverpool sem hann segir að sé fallegasta borg í heimi. Þegar þetta er í raun bara kolanámubær sem átti aldrei séns, ekki einu sinni í góðærinu. Þessi Liverpool-aðdáun nær út fyrir öll mörk. Hún er af trúarlegum toga. Það er útilokað að út- skýra þetta fyrir fólki sem ekki hefur reynt það á eigin skinni.“ Lára Björg Björnsdóttir, aðstandandi Liverpool-aðdáanda, með soninn, Ólaf Benedikt. Skjólstæð- ingur hennar, Tryggvi Tryggvason, til þess að gera afslappaður í sófanum. Morgunblaðið/Golli Jordan Henderson, Steven Gerrard og Daniel Stur- ridge fagna enn einu markinu í vetur. Liver- pool á gríðarlega mik- ilvægan leik fyrir hönd- um gegn Manchester City í dag, sunnudag. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.