Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is PARKETFLÍSAR ekkert að pússa og lakka Anna Lilja Þórisdóttir Ómar Friðriksson Allt útlit var fyrir það, þegar Morg- unblaðið fór í prentun í gærkvöldi, að af eins dags vinnustöðvun grunnskóla- kennara yrði í dag, en hún gekk í gildi á miðnætti. Til stóð að funda í húsnæði ríkissáttasemjara fram eftir nóttu og sagði Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, á tólfta tím- anum í gærkvöldi, að fundað yrði „eins og lengi og þörf væri“. Hann sagði við- ræður ganga vel og búið væri að klára erfiðustu málin. Hafi samist í nótt, verður vinnustöðvunin afturkölluð og nemendur og kennarar mæta til starfa. Vinnustöðvunin nær til tæplega 4.300 kennara og hefur áhrif á 43.000 nemendur í 169 grunnskólum og fjöl- skyldur þeirra. Hafi samningar ekki náðst verður næsta vinnustöðvun 21. maí og síðan 27. maí. Viðræður um nýtt vinnumat eru langt komnar og í gær var hafist handa við að leita samkomulags um launaliðinn. Stóra nefndin kölluð til Stóra samninganefndin svokall- aða, sem í sitja m.a. fulltrúar svæð- isfélaga grunnskólakennara, var köll- uð í húsnæði ríkissáttasemjara um kl. hálf 12 í gærkvöldi. Að sögn Ólafs var það gert til að taka stöðuna með samninganefndinni. Trúnaðarmenn voru ekki kallaðir á fund samninga- nefndar í gærkvöldi. Meðal þess sem hafði verið gengið frá seint í gærkvöldi var að ákveðið hefur verið að setja á stofn vinnu- matsnefnd sem mun meta störf grunnskólakennara. „Það er gert til að auka sveigjanleika í skólastarfi,“ sagði Ólafur. „Að færa meira af ákvörðunarvaldinu yfir til kennar- anna sjálfra og skólastjóranna. Við erum búin að klára þetta vinnumat meira eða minna, við erum búin að afgreiða alla erfiðustu bitana.“ Þegar Ólafur var spurður um það í gærkvöldi hvort hann teldi líkur á að samningar myndu nást áður en skólahald hæfist nú í morgun, sagð- ist hann alltaf bjartsýnn. „Á meðan það er von, þá fundum við áfram. Við sætum annars ekki hérna áfram.“ „Við höfum miklar áhyggjur af þessu, ekki síst vegna fatlaðra nem- enda og fjölskyldna þeirra,“ segir Anna Margrét Sigurðardóttir, for- maður Heimilis og skóla, um verk- fallið. Það muni vissulega hafa áhrif á skólastarfið og nám nemenda auk þess sem fastir liðir skólastarfsins á þessum árstíma s.s. vorhátíðir og skólaferðalög o.fl. gætu fallið niður. Bitnar á nemendum Í ályktun stjórnar Heimilis og skóla segir að fyrirhuguð vinnu- stöðvun grunnskólakennara muni bitna á nemendum og gera fjöl- skyldum þeirra erfitt fyrir þá daga sem um ræðir. „Þegar verkfall framhaldsskóla- kennara varði skapaðist alvarlegt ástand á heimilum fatlaðra fram- haldsskólanema og viljum við minna sérstaklega á þá röskun sem orðið getur á daglegu lífi fatlaðra grunn- skólanema og lífi nemenda með sér- þarfir ef til vinnustöðvunar kemur,“ segir þar. Í mörgum tilvikum þurfa foreldr- ar að fá sig lausa úr vinnu til að sinna yngri börnunum sem ekki komast í skólann í dag. Starfsemi frístunda- heimilanna verður þó óbreytt og verða þau opin en taka ekki við fleiri nemendum en eru þegar skráðir á frístundaheimili. Í tilkynningu frá FG er áréttað að þau störf og verk sem hafa verið á könnu félagsmanna í FG falli niður í verkfalli og öðrum starfsmönnum er óheimilt að ganga í þau. Félagsstarf- semi sem fer fram með umsjón fé- lagsmanna FG fellur niður og dags- ferðir nemenda í fylgd félagsmanna FG sem skipulagðar eru á vinnu- stöðvunardögum falla einnig niður. Undanþágur veittar Sérstök undanþágunefnd er að störfum en búist er við að beiðnir berist frá einstökum skólum um undanþágur frá vinnustöðvuninni vegna barna með sérþarfir og til að unnt verði að ljúka skólaferðalögum nemenda og kennara o.fl. Að sögn Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns samninganefndar sveitar- félaganna, hefur undanþágunefndin þegar afgreitt töluverðan fjölda undanþágubeiðna. Flest erindin eru vegna skólaferða að sögn hennar en einnig hafa borist beiðnir vegna sér- þarfa nemenda. Morgunblaðið/Þórður Skólabörn Öll kennsla í grunnskólum landsins fellur niður í dag vegna vinnustöðvunar kennara og skólar verða lokaðir nemendum. Vinnustöðvun á miðnætti  Útlit fyrir eins dags verkfall kennara  Búin að klára erfiðustu bitana, segir formaður FG  Áhyggjur af fötluðum nemendum  Frístundaheimili opin Tímabundið eins dags verkfall sjúkraliða og fé- lagsmanna í SFR á hjúkrunarheim- ilum og öðrum stofnunum innan Samtaka fyrir- tækja í velferð- arþjónustu (SFV) hefst að öllum lík- indum í dag þar sem sátt er ekki í sjón- máli í kjaradeilunni. Boðað var til sáttafundar kl 15 í gær og voru menn afar svartsýnir áð- ur en þeir komu til fundarins, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. Á fundinum lögðu samninga- nefndir SFR og Sjúkraliðafélagsins fram nýjar hugmyndir til lausnar varðandi réttindamál að sögn Árna Stefáns. ,,Samninganefnd þeirra tók þokkalega í þá hugmynd. Hún hafði samband við stjórn samtakanna SFV. Þeir komu svo til baka og sögðu að þessari hugmynd væri hafnað. Þá sleit sáttasemjari fundi og sagðist myndi boða fund síðar. Það er klárt mál að það mun koma til vinnustöðv- unar á morgun,“ segir Árni Stefán. Vinnustöðvunin í dag verður frá kl 8 til 16. Þetta er annar dagur verk- fallsaðgerða stéttarfélaganna hjá fyrirtækjum og stofnunum innan SFV en félagsmenn þeirra lögðu nið- ur störf sl. mánudag. Náist ekki samkomulag í deilunni munu boðaðar aðgerðir Sjúkraliða- félags Íslands og SFR stigmagnast á næstunni. Á mánudaginn munu allir félagsmenn þeirra sem starfa á hjúkrunarheimilum og stofnunum innan SFV leggja niður störf í heilan sólarhring og allsherjarverkfall er boðað frá og með 22. maí hafi samn- ingar ekki tekist í kjaradeilunni. Verkfall á hjúkrunar- heimilum  Sáttafundi slitið síðdegis í gær Árni Stefán Jónsson Stjórn skartgripafélagsins Damas ákvað á fundi sínum í september árið 2008 – þegar blikur voru á lofti í íslensku efnahagslífi – að hætta viðræðum sínum við félagið Aur- um Holdings. Damas hafði lýst yfir áhuga á því að kaupa 30% hlut í Aurum, en á þessum tíma voru stærstu hlut- hafar í Aurum félögin Baugur og Fons. Þetta kom fram í máli Taw-hid Abdullah, fyrrum stjórnarmanns og eins af aðaleigendum Damas, við aðal- meðferð í Aurum-málinu í gærmorgun. Tekin var skýrsla af honum í gegnum síma. Abdullah sagði að ávallt hefði verið full alvara í samn- ingaviðræðum milli félaganna enda hefðu miklir hags- munir verið í húfi. Viðræðunum hefði hins vegar verið sjálfhætt í kjölfar hruns bankanna haustið 2008. Aðalmeðferð í málinu var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhann- essyni eru gefin að sök umboðssvik eða hlutdeild í um- boðssvikum vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjármagna kaup FS38 á 25,7% hlut Fons hf. í Aurum Holdings. Hart var tekist á um verðmæti Aurum í gær en Abdullah sagði að félögin hefðu sammælst um að 100 milljónir punda væri sanngjarnt verð. Sá verðmiði hefði verið forsenda viðræðnanna frá upphafi. kij@mbl.is Viðræðum Aurum og Damas var sjálfhætt  Fyrrverandi aðaleigandi Damas gaf skýrslu í gegnum síma Morgunblaðið/Þórður Héraðsdómur Sakborningarnir og verjendur þeirra. Félag grunnskólakennara efnir til baráttufundar kennara á Ingólfs- torgi klukkan 10 í dag hafi samn- ingar ekki tekist og boðuð eins dags vinnustöðvun hefst í grunn- skólum í dag. Að dagskrá lokinni á Ingólfstorgi ætla fundarmenn að ganga fylktu liði frá Ingólfs- torgi, yfir Austurvöll og að Ráð- húsinu þar sem borgarstjóra verður afhent formlega yfirlýsing frá grunnskólakennurum. Við- ræður um nýjan samning kenn- ara hafa staðið frá árinu 2011. Haldnir hafa verið ríflega 30 samningafundir. Deilunni var vís- að til ríkissáttasemjara 18. mars síðastliðinn. Efna til baráttufundar 30 SAMNINGAFUNDIR Í KJARADEILU GRUNNSKÓLAKENNARA Í ályktun fulltrúaþings Sjúkraliða- félags Íslands sem haldið var í gær er lýst þungum áhyggjum af fækk- un sjúkraliða á heilbrigðisstofn- unum og hjúkrunarheimilum. Er því mótmælt „harðlega að fyrirtæki sem makar krókinn á rekstri öldr- unarþjónustu og opnaði nýverið hjúkrunarheimili á Reykjanesi með mönnun upp á 80-90% ófaglærðra starfsmanna, fái til þess leyfi án at- hugasemda frá Embætti land- læknis. Eldri borgarar eigi rétt á bestu mögulegu þjónustu. Áhyggjur af fækkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.