Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 ✝ Garðar JósepJónsson fædd- ist í Keflavík 7. nóvember 1928. Hann lést á heim- ili sínu 2. maí 2014. Hann var yngst- ur sonur heiðurs- hjónanna Halldóru Jósepsdóttur og Jóns Kr. Magnús- sonar. Bræður Garðars voru Lúðvík Jónsson, látinn, Pétur Jónsson, látinn, Ingibergur Jónsson, f. 5. júní 1922, og Magnús Jónsson, lát- inn. Árið 1948 kynntist Garðar eiginkonu sinni, Sigríði Eygló Gísladóttur, f. 9. ágúst 1929, frá Ólafsfirði og giftu þau sig fyrsta vetrardag, 27. október 1951. Foreldrar Eyglóar voru flugvelli í fjögur ár. Hann vann síðan hjá Olíufélaginu Esso í 45 ár, fyrst sem aðstoðarstöðvarstjóri á Keflavíkurflugvelli í 28 ár eða til ársins 1980. Síðan var hann stöðvarstjóri í Olíustöð Esso í Hafnarfirði í 18 ár eða til árs- ins 1998 er hann lét af störf- um vegna aldurs. Garðar gekk í Lionsklúbb Keflavíkur 1972. Hann var gjaldkeri 1977-1978 og for- maður 1982-1983. Hann var virkur í starfi Lionsklúbbsins í 25 ár eða allt til ársins 1997. Garðar og Eygló hófu búskap á Garðavegi 2 í Keflavík. Þau byggðu síðan tvö hús í Kefla- vík, Skólaveg 34 og Háaleiti 25 en þar áttu þau heima í 40 ár. Seinustu árin bjuggu þau á Efstaleiti 51 í Keflavík. Árið 2013 fluttist Garðar inn á Nes- velli í Njarðvík og bjó þar til dauðadags. Útför Garðars fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 15. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Lára Guðmunds- dóttir og Gísli Vil- hjálmsson. Upp- eldisfaðir Eyglóar var Vilmundur Rögnvaldsson. Eygló og Garðar eignuðust tvo syni, Sigmund, f. 26. júní 1954, og Gísla, f. 17. júlí 1958. Eiginkona Gísla er Kolbrún Gunnarsdóttir, f. 11. apríl 1962, og eiga þau þrjú börn, Sigríði Eygló, f. 3. júní 1988, Kristinu, f. 16. júlí 1990, og Garðar, f. 31. desember 1993. Garðar ólst upp í Keflavík. Eftir skólagöngu vann hann í fiski hjá Jökli. Hann tók síðan meirapróf og keyrði rúturnar hjá Varnarliðinu á Keflavíkur- Garðar Jónsson, tengdafaðir minn, lést 2. maí sl. og ég á eftir að sakna hans mikið. Hann var bú- inn að vera í lífi mínu meira en helming ævi minnar og það verð- ur skrýtið að hafa hann ekki leng- ur hjá mér. Hann elskaði barna- börnin sín þrjú óendanlega mikið og var mjög stoltur af þeim. Hann var stór þáttur í lífi þeirra og þau hafa misst mikið. Það er mikill sannleikur í þessum orðum að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ef ég á að lýsa honum í fáum orðum þá var hann traustur, sterkur og gjafmildur maður sem vildi allt fyrir aðra gera. Hann var fylginn sér, gat verið ákveðinn en umfram allt var hann skemmti- legur maður. Synir hans tveir, Gísli og Simmi, hafa báðir þessa eiginleika hans og ég sé margt frá honum í þeim. Garðar var síungur, börn löð- uðust að honum ekki síður en full- orðnir. Þegar barnabörnin hans voru yngri passaði hann vel inn í vinahópinn þeirra. Hann tók þátt í öllu gríni með þeim og þá mátti varla á milli sjá hvor skemmti sér betur, hann eða þau. Þetta breytt- ist ekkert þegar þau urðu eldri, hann fylgdist með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og gladdist með þeim. Garðar leit oft inn hjá mér þeg- ar hann var á ferðinni svo mitt fyrsta verk á morgnana var að opna húsið til þess að missa ekki af honum, því hann vildi ekki ónáða ef dyrnar voru læstar. Þegar yngri sonur okkar var skírður í höfuðið á honum sögðum við honum ekkert frá því fyrr en í kirkjunni þegar við báðum hann að halda á honum undir skírn. Hann var ótrúlega stoltur og hef- ur æ síðan tengst honum sterkum böndum. Eftir að börnin okkar þrjú, Eygló, Kristinn og Garðar, fædd- ust voru þau Garðar og Eygló alltaf hjá okkur á páskum, jólum og áramótum. Börnin skiptust síðan á að fá að gista hjá afa og ömmu og var þeim mjög hlýtt til þeirra. Við Gísli eigum sama brúð- kaupsdag og Garðar og Eygló, 27. október. Þá var einnig fyrsti vetr- ardagur eins og hjá þeim. Garðar og Eygló voru gift í yfir 60 ár. Þau voru afar samrýmd hjón og að- skilnaður seinustu árin var þeim erfiður. Þegar heilsu Eyglóar hrakaði og hún varð að fá meiri umönnun fluttist hún inná hjúkr- unarheimilið Hlévang eftir að hafa verið eitt ár á spítalanum í Keflavík en Garðar bjó þá einn á Efstaleiti í 4 ár. Í ágúst 2013 flutt- ist hann að Njarðarvöllum 6 í Njarðvík – Nesvöllum. Þar bjó hann sér fallegt heimili svo eftir var tekið. Þegar hann fluttist frá Efsta- leiti gaf hann mikið af búslóðinni til góðra manna sem hjálpuðu honum við flutninginn. Hann sagðist sjálfur vilja gefa fólki gjaf- ir, sjá þakklæti þess og geta glaðst með því. Garðari leið vel á Nesvöllum, fannst gott að vera kominn innan um fólk eins og hann sagði svo oft. Þegar ákveðið var að byggja hjúkrunarheimilið á Njarðarvöllum sá hann fyrir sér að Eygló sín myndi flytjast þang- að yfir frá Hlévangi og þau gætu þá verið nær hvort öðru. Hann gæti þá bara rölt yfir til hennar á inniskónum. Því miður fékk hann ekki þessa ósk sína uppfyllta. Garðar mun lifa í minningum okkar og ég trúi því að hann muni fylgjast með okkur og vernda alla tíð. Kolbrún Gunnarsdóttir. Í dag kveðjum við elskulegan afa okkar og viljum við þakka honum fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Hann var mikill vinur okkar sem var alltaf áhugasamur og opinn fyrir öllu sem við sögðum og gerðum. Afi var glæsilegur maður og mikill töffari. Við eigum fullt af minn- ingum um hann og hefðum ekki getað beðið um betri afa. Hvíl í friði, elsku afi og Guð geymi þig. Eygló, Kristinn og Garðar. Í dag kveð ég góðan dreng, frænda minn, Garðar Jósep Jóns- son (Gæja Dóru). Mínar fyrstu minningar um Gæja frænda voru bílarnir hans en þeir voru ótrú- lega flottir. Þegar ég var 11 ára fengum við Hafsteinn bróðir að fara í veiðitúr með pabba og Gæja frænda. Við fengum að veiða silung eins og við vildum og svo var farið með aflann upp í hús þar sem Gæi frændi matreiddi fiskinn handa okkur en það kunni hann upp á tíu. Þegar Gæi frændi kom í heim- sókn til foreldra okkar á Skóla- veginn fylgdi honum ætíð mikil stríðni, glaðværð og hlátur. Hann hafði einstakt lag á því að fá fólk til að hlæja. Síðan liðu árin og þegar hann fór á eftirlaun kynntist ég honum betur þegar hann fór að koma með bílana sína inn á verkstæði til mín. Þá var mikið spjallað og rifj- aðar upp alls kyns minningar frá gömlu dögunum. Kannski hef ég lært stríðnina af frænda. Ég var svo heppinn að fara með Gæa frænda og Gísla syni hans til Tex- as að hitta Sigmund en hann er elsti sonur Gæa. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti og fórum meðal annars á bílasýn- ingar en þar var Gæi frændi á heimavelli. Hann sagði okkur margar góðar sögur þar sem gamlir bílar voru í aðalhlutverki. Við drengirnir vorum eins og blóm í eggi í þessari ferð því þeg- ar við vöknuðum á morgnana var hann búinn að hella upp á kaffi og var tilbúinn með morgunmat handa öllum. Það var mikið spjall- að og hlegið í þessari ferð. Ég á eftir að sakna þín, elsku frændi. Kveðja, Rúnar Ingibergsson. Það var dapurt símtalið sem ég fékk frá systur minni föstudaginn 2. maí síðastliðinn. Garðar, tengdapabbi hennar, hafði orðið bráðkvaddur. Það er einhvern vegin orðið svo langt síðan að Gísli tengdist fjölskyldu okkar að okkur finnst að hann og foreldrar hans hafi alltaf verið partur af okkur. Í gegnum tíðina hafa verið mörg tímamót sem við höfum fagnað saman. Má þar nefna brúðkaup Kollu og Gísla, fæðingu barnabarna Garðars og Eyglóar, þeirra Eyglóar, Kristins og Garð- ars; útskriftarveislur, fermingar- veislur, afmælisveislur og alls staðar var Garðar hvers manns hugljúfi. Garðar hafði lipra og góða lund, alltaf tilbúinn að aðstoða enda var hann alls staðar vel lið- inn. Barnabörnin hans jafnt sem börnum okkar systra leið vel í ná- vist hans og má segja að hann hafi komið þeim í „afa“ stað þegar afi þeirra féll frá. Hann var einstak- lega duglegur að aðstoða við upp- eldi barnabarnanna og þegar þau eltust þá fór hann með þau á golf- völlinn þar sem hann var félagi. Einnig var hann duglegur að fara til Simma í Bandaríkjunum og var golfsettið oft notað. Garðar, eftirlifandi bræður hans og synir þeirra komu á þeirri skemmtilegu venju að hittast og hafa frændakvöld einu sinni á ári. Var þetta góð leið til að viðhalda og rækta frændsemina. Missir Eyglóar, bræðranna og barnabarna er mikill, þau hafa alla okkar samúð. Hrefna og Guðrún Gunnarsdætur og börn. Garðar Jósep Jónsson ✝ Hrefna Guð-brandsdóttir fæddist á Hrafn- kelsstöðum í Hraunhreppi, Mýrasýslu 30.11. 1921. Hún lést 27. apríl 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðbrandur Sig- urðsson, f. 20.4. 1874, d. 30.12. 1953, og Ólöf Gilsdóttir, f. 27.1. 1876, d. 23.9. 1956. Hrefna var yngst 11 systkina þar sem 10 komust til fullorðinsára. Systk- ini hennar voru Ingólfur, f. 4.5. 1902, d. 2.4. 1972, Sigurður, f. Óla Ferdinandsson eldsmið, f. 24.11. 1922, d. 30.8. 2001. Gunn- ar var sonur hjónanna Ferdin- ands Róberts Eiríkssonar skó- smiðs og Magneu Guðnýjar Ólafsdóttur. Hrefna og Gunnar eignuðust þrjú börn: Magnea Guðrún, f. 31.7. 1945, gift Jóni Sigurði Rósinberg Pálmasyni, f. 30.12. 1944, þau eiga fimm börn, 15 barnabörn og 3 lang- ömmubörn. Birna, f. 16.6. 1950, gift Huga Magnússyni, f. 26.9. 1949, þau eiga eina dóttur og þrjú barnabörn. Hrafnkell, f. 12.11. 1957, giftur Kristínu Þor- björgu Jónsdóttur, f. 30.11. 1957, þau eiga fjögur börn og tíu barnabörn. Hrefna tók þátt í sveitastörf- unum, fór á Kvennaskólann á Blönduósi 1941-42. Hún vann lengst af við saumastörf eða til 70 ára aldurs. Útför hennar fór fram frá Fríkirkjunni 7. maí 2014. 4.4. 1903, d. 25.4. 1984, Jenný, f. 19.6. 1904, d 1.12. 1983, Stefanía, f. 24.1. 1906, d. 24.10. 1985, Guðrún, f. 24.2. 1908, d. 12.10. 1985, Halldóra, f. 15.5. 1911, d. 7.12. 2000, Pétur, f. 23.6. 1912, d. 2.3. 1913, Sigríður, f. 31.3. 1914, d. 15.6. 1986, Andrés, f. 19.12. 1916, d. 15.3. 2003, Ólöf, f. 2.10. 1919, d. 16.4. 2001. Hinn 6. október 1951 á gull- brúðkaupsdegi foreldra sinna gekk Hrefna að eiga Gunnar Elsku mamma, þú sem varst okkur svo kær, komið er að leið- arlokum og kveðjustundin runn- in upp. Táknrænt að þú skyldir kveðja á svo einfaldan og látlaus- an hátt. Að eiga móður við fulla and- lega heilsu til 92 ára aldurs er besta gjöf sem Guð getur gefið, fyrir það viljum við þakka. Öll sú ósérhlífni sem þú sýndir í verk- um þínum, klæddir okkur alltaf fallega. Hún saumaði einnig jóla- fötin á barnabörnin sín þegar þau voru lítil. Mamma var ein- staklega natin við barnabörnin og ávallt boðin og búin þegar þess var þörf. Samband mömmu við systkini sín var náið og oft á tíðum var mjög gestkvæmt á heimilinu. Á fyrstu æviárum okkar ól- umst við upp á Grettisgötu ásamt afa, ömmu og langömmu okkar og var oft glatt á hjalla á Grettó. Árið 1955 eftir tæplega níu ára byggingarsögu fluttum við á Langholtsveginn. Þaðan eigum við margar góðar minn- ingar. Að loknum skóladegi var ætíð tekið á móti okkur með hlýju og ævinlega var á boðstól- um góður matur og heimabakað bakkelsi. Mamma tók vinum okkar ætíð opnum örmum. Það þýddi lítið að klaga yfir einhverju því mömmu fannst það okkar mál að leysa misklíð, þar sem hún taldi að báðum væri um að kenna. Á sunnudögum fórum við fjöl- skyldan oft í langar gönguferðir, meðal annars til ömmu og afa sem áttu sælureit sem var stað- settur í Kópavogi. Mamma kenndi okkur að vera orðheldin, heiðarleg, ábyrg og umfram allt góðar manneskjur. Eitt er víst að líf okkar er ríkara fyrir vikið og höfum við lært margt, ekki síst um eljusemi og seiglu. Okkur verður farsælt og hollt að halda hennar merkjum á lofti í lífinu. Skilaboð hennar til afkomenda sinna voru: „Hugsið vel um heimili og börn, þá farn- ast öllum vel.“ Við systurnar viljum að lokum minnast þín með þessu ljóði. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Magnea og Birna. Þegar langri lífsgöngu tengda- móður minnar, Hrefnu Guð- brandsdóttur, er lokið og hún hefur kvatt þessa jarðvist, er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem hún var mér allt frá okk- ar fyrstu kynnum. Ávallt bar ég virðingu fyrir hennar persónu og var ég stoltur af því að hafa verið hluti af hennar fjölskyldu. Nú hefur hún skrifað sín lokaorð í lífsbókina sína, sátt við allt og alla. Hrefna tengdamóðir mín var yngst í hópi tíu systkina. Frá unga aldri lærði hún að vinna öll þau störf sem tilheyrðu hefð- bundnum sveitastörfum, þau vann hún samviskusamlega og hlífði sér hvergi. Hún var ein- staklega vönduð manneskja á all- an hátt, kom til dyranna eins og hún var, fölskvalaus og einlæg. Hrefna hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og virti allt það sem vel var gert, gekk sæl til hvílu sinnar að kveldi og tók nýjum degi ætíð fagnandi. Hún bar mikla umhyggju fyrir börnunum sínum og barnabörn- um og var vakin og sofin yfir vel- ferð þeirra. Hrefna hafði ein- stakt lag á því að láta öllum í kringum sig líða vel og sjá björtu hliðarnar á lífinu. Það voru ein- stök forréttindi að fá að vera með henni svo lengi, hún skilur eftir sig dýrmætan sjóð ljúfra minn- inga. Nú eru Hrefna og Gunnar sameinuð á ný og vil ég þakka fyrir samfylgdina og allar góðu stundirnar. Það var svo sannar- lega gott að vera í þeirra návist. Hugi Magnússon. Elsku amma. Sú staðreynd að ég muni aldrei sjá þig aftur er mér óbærileg. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og stelpurnar mínar. Með þér áttum við svo margar góðar stundir. Þú varst svo stór hluti af lífi mínu og stóri hlekkurinn í tilveru minni. Upp í hugann koma margar góðar minningar um allar þær góðu samverustundir sem við áttum saman, ferðalög, matarboð eða notalegt spjall. Þið afi voruð ein- staklega náin hjón og fóruð reglulega í sund í Sundhöllina, gönguferðir eða ferðalög og margar eru þær stundirnar í æsku minni er ég varð þess að- njótandi að vera með ykkur í för. Þú naust þess að tala um gömlu dagana enda var minni þitt glöggt. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum á æskuslóðir þínar vestur á Mýrar og þá upplifði ég það hversu sterkar rætur þínar voru til heimahaganna. Ósjaldan sátum við saman og spjölluðum um daginn og veginn, þú hafðir svo hlýja og þægilega nærveru. Allar þessar minningar eiga það sammerkt að vera fallegar og ljúfar og þær geymi ég vel. Þú varst mjög vinnusöm og þér var umhugað um að hafa snyrtilegt og fallegt í kringum þig enda bar heimili þitt þess glöggt merki. Þér fannst ómögu- legt að eiga ekki eitthvað gott með kaffinu og jólakakan þín var í miklu uppáhaldi allra. Þú fylgd- ist vel með málefnum líðandi stundar og hafðir sterkar skoð- anir, allt til síðasta dags. Dugn- aður, manngæska þín og hjarta- hlýja var einstök og þú fylgdist grannt með fjölskyldunni þinni og barst hag hennar mjög fyrir brjósti. Hvíl í friði, amma mín, minn- ingarnar um þig mun ég geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælu sumrin löng. Þar angar blóma breiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég þar aðeins við mig kann ég þar batt mig tryggða band því þar er allt sem ann ég, það er mitt draumaland. (Jón Trausti) Hrefna Hugadóttir. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund. Margs er að minn- ast og ekki síður er margt að þakka, þá einkum sú umhyggja og stuðningur sem þú veittir okkur. Það var þannig hjá þér, að umhyggja fyrir öðrum var í fyrsta sæti og skipti það engu hversu þjáð þú varst, samanber síðasta daginn okkar saman. Strax á uppeldisárum minnist ég þeirrar reynslu er ég vann þér við hlið á síldarvertíð hjá Ingimundi. Sú vinna með þér hafði góð og mótandi áhrif á mig fyrir framtíðina. Fékk ég þar móðurlegar ábendingar um hvað skyldi varast og hvað skyldi ávallt vera í lagi, því ekki vildir þú að hinar síldarsöltunarkon- urnar myndu kvarta undan þjón- ustu minni. Því var það skýrt að ég varð að standa mig betur en aðrir. Þú varst með skýrar hug- myndir fyrstu búskaparárin okk- ar Kristínar í foreldrahúsum. Þú vildir að við myndum sjá um okk- ur sjálf og úthlutaðir okkur hillu í ísskápnum og búrskápnum. Hótel mamma var ekki í boði og vildir þú sjá til þess að við vær- um fullfær að hugsa um okkur sjálf og frumburðinn. Ófá voru ferðalögin með þér og pabba, innanlands og erlend- is. Enn í dag eru margir staðir sem maður hefur ekki komið á síðan og nú eru tækifæri á að rifja upp minningarnar í næstu viðkomu. Ferðirnar sem við fór- um með ykkur erlendis eru eft- irminnilegar og þá sérstaklega fyrsta ferðin okkar saman til Hollands. Minnist ég þar helst ferðar okkar saman, eftir mat og drykk, á reiðhjóli en það var í fyrsta sinn sem þú fórst á hjól. Þar naust þú þín einnig vel í að keppa við okkur í keilu. Úr síð- ustu ferð okkar saman, til Slóv- eníu og Króatíu, er gaman að minnast ákveðni þinnar, en þar kom ekkert annað til greina hjá þér en að fá sama herbergi á hót- elinu sem við höfðum verið á áð- ur og hvað þú varst glöð er það gekk eftir. Þar naust þú þín vel að vera með öllum börnunum þínum og tengdabörnum. Ekki fer á milli mála að hreyf- ing, sundferðir og mataræði ykk- ar pabba hefur skilað því að við fengum að njóta þín allan þennan tíma. Einnig á hversu minnug þú varst á alla hluti en hægt var að fá upplýsingar hjá þér um hluti sem fallnir voru í gleymsku hjá mér eða mínum systkinunum. Hógværð var einkennandi fyr- ir þig, það átti ekkert að vera að vesenast í því að hafa þig með á samverustundum með börnunum okkar. Hinsvegar fór ekki á milli mála hversu glöð þú varst með að fá að taka þátt í selskapnum þegar þú varst komin á staðin. Það sama á við nú, þú vildir hafa jarðarförina í kyrrþey og ekki erfidrykkju, því vona ég að þú sért mjög sátt með hvernig við kvöddum þig. Við vitum að eftir að faðir okk- ar féll frá var erfiður tími þar sem þið voruð mjög samrýmd og miklir vinir. Veit ég því að þú ert mjög sátt að vera komin til hans. Kveðja, Hrafnkell Gunnarsson. Hrefna Guðbrandsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.