Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 Smáauglýsingar Húsnæði íboði Ca. 80 m² húsnæði á Dalvegi í Kópavogi til leigu í nýlegu húsi á annarri hæð. Herbergi ( hægt að skipta í tvö herbergi), eldhúsaðstaða, klósett og sturta á annarri hæð. Uppl. í s. 5444 333 og 820 1070. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Plastgeymslu-útihús 4,5 fm Auðveld í uppsetningu og viðhaldsfrí. Verð 180 þús. Uppl. í síma 893 3503 eða 845 8588. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Kristall, hreinsisprey Hreinsisprey fyrir kristalsljósakrónur og kristal. Slóvak Kristall Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4331. TILBOÐ – TILBOÐ – TILBOÐ Teg. 99562: Þægilegir og vandaðir dömuskór úr leðri. Mjúkur sóli. TILBOÐSVERÐ: 5.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070.                    !   Læknaskóli 6 ára nám Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Tannlæknaskóli 5 ára nám Læknaskóli 6 ára nám Palacký University í Olomouc Tékklandi Dýralækniskóli 5 ½ árs nám Faculty of Veterinary Medicine í Varsjá, Póllandi Kennt er á ensku. Inntökupróf verða haldin í sumar á Íslandi. Uppl. í síma 5444 333 og kaldasel@islandia.is GLÆSILEGUR GJAFAHALDARI Teg BRILLANT gjafa - fæst í 70-95 D,DD,E,F,FF,G, skálum á kr. 8.990,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.–föst. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur                                                Bílar Iveco 50 C 13 árg 2004 til sölu Ekinn aðeins 47 þ. Km Með lyftu. Uppl. í s. 5444333 og 8201070 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. NICOLAI BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588- Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Ólíklegt er að knattspyrnulið hafi notið meiri vinsælda og stuðnings, jafnvel meðal harðra fylgismanna annarra liða, en Gullaldarlið Skagamanna upp úr miðri síðustu öld. „Skagamenn skoruðu mörkin …“ segir í text- anum, og það var auðvelt fyrir gallharðan Framara að semja þann texta. Meðal stjörnuleik- mannanna var Helgi Daníelsson, landsliðsmarkvörður í fjórtán ár, sem öðrum fremur sá um það sem aftasti maður að mörk Skagamanna yrðu fleiri en mörk- in sem þeir fengju á sig. Stundum er sagt að markmaðurinn sé hálft liðið og í því fólst snilli Helga. Í öllum kynnum mínum við hann komu fram kostir hans, ljúf- mennska og mannúð, hvort sem hann birtist mér sem faðir nán- asta vinar míns og samstarfs- manns í starfi mínu, sem íhugull kirkjugestur í kirkju Óháða safn- aðarins, eða sem rannsóknarlög- reglumaður, sem náði árangri vegna innsæis hins góðviljaða mannþekkjara. Öllum er okkur skapað að verja líf okkar hér á jörðinni og standa vaktina vel í markinu. Nú stendur mark Helga Daníelssonar autt og mannlaust og lífsleik hans er lok- ið en annað mark á öðrum leik- velli er inni í myndinni. Hann varðist illvígum sjúkdómi af hug- hreysti til hinstu stundar og eftir situr þakklæti fyrir að hafa feng- ið að kynnast þessum góða dreng. Ómar Ragnarsson. Kveðja frá ÍSL Í miðju verkefni fyrir Íþrótta- samband lögreglumanna, ÍSL, var mér sagt frá því að Helgi Daníelsson, fyrsti formaður ÍSL, væri látinn. Varð mér þá hugsað til fortíðar. Árið 1982 átti Helgi Daníelsson, sem þá var starfandi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, RLR, frumkvæði að því að stofna íþróttasamband meðal lögreglu- manna. Úr varð stofnun ÍSL 3. maí 1982 í húsakynnum RLR í Auðbrekku í Kópavogi, og Helgi kosinn fyrsti formaður sam- bandsins. Var ég með honum í stjórn og sátum við saman á fundi Helgi Daníelsson ✝ Helgi Daníels-son var fæddur á Akranesi 16. apríl 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 1. maí 2014. Útför Helga var gerð frá Akranes- kirkju 13. maí 2014. Norræna lögreglu- íþróttasambands- ins, NPIF, í Reykjavík síðar í maí þar sem ÍSL gerðist formlegur aðili að norrænu lögregluíþrótta- samstarfi. Í sept- ember sama ár sótt- um við þing Evrópska lögreglu- íþróttasambands- ins, USPE, í Zürich í Sviss þar sem ÍSL varð aðili að samband- inu. Í júní árið eftir fórum við saman með knattspyrnulið ÍSL á Norðurlandamót lögreglumanna í Noregi. Kvöldið fyrir brottför er við vorum staddir hjá Henson sem var að merkja búninga liðs- ins varð Helgi mjög slappur og fór heim. Satt að segja þá urðum við svolítið hissa morguninn eftir þegar hann mætti gallvaskur í ferðina en svona var Helgi, hann lét ekki einhver smá mein stoppa sig ef hann ætlaði sér eitthvað. Helgi var landsþekktur knatt- spyrnumaður á sínum yngri ár- um sem markvörður hjá ÍA og landsliðinu. Á seinni árum var það golfið sem átti hug hans allan og var hann einn af frumkvöðlum golf-íþróttarinnar innan lögregl- unnar og upphafsmaður að IPA- landsmóti lögreglumanna í golfi. Helgi var sæmdur gullmerki ÍSL árið 1992. Árið 2012 á 30 ára af- mæli ÍSL mætti Helgi á þing ÍSL. Það sama ár mætti hann á landsmót lögreglumanna í golfi sem fram fór á Garðavelli á Akra- nesi. Það var í síðasta skipti sem ég hitti Helga en til eru nokkrar myndir af honum frá mótinu sem varðveitast hjá ÍSL. Blessuð sé minning Helga og vil ég senda Steindóru konu hans og fjöl- skyldu einlægar samúðarkveðj- ur. Óskar Bjartmarz formaður ÍSL. Sumir setja sterkari svip á samfélagið en aðrir og verða manni ógleymanlegir. Einn af þeim er Helgi Daníelsson. Helgi Dan er frændi minn og náin tengsl voru milli bræðranna, feðra okkar, og fjölskyldna, þeg- ar Daníel og Hannes Þjóðbjörns- synir voru að stofna heimili á Suðurgötunni við erfiðar aðstæð- ur. Þó daglegur umgangur væri ekki til staðar þá hef ég ávallt fylgst með Helga af stolti og virð- ingu fyrir dugnaði hans og hug- myndaauðgi við alls kyns verk- efni í þágu lands og þjóðar en ekki hvað síst í þágu Akraness. Helgi Dan var landsþekktur markmaður í gullaldarliði Skaga- manna og landsliðsmarkmaður. Þær voru ófáar stundirnar á knattspyrnuvellinum þar sem við feðgarnir nutum þess að horfa á frábæra frammistöðu Helga og Skagaliðsins á vellinum. Ég minnist Helga Dan einnig sem starfsmanns Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi og sem prent- ara í Prentverki Akraness. Hann var ritstjóri eða útgefandi alls kyns blaða s.s. Sementspokans, blaðs starfsmannafélags Sem- entsverksmiðjunnar og pólitískra blaða fyrir Alþýðuflokkinn á Vesturlandi og á Akranesi. Helgi Dan var einnig lögregluþjónn á Akranesi og rannsóknarlögreglu- maður í Reykjavík. Þá gaf Helgi Dan út nokkrar bækur um ætt- fræði og um sögu og mannlíf Grímseyjar en Helga þótti sér- lega vænt um hvernig Grímsey- ingar heiðruðu hann á 80 ára af- mæli hans. Helga Dan verður einnig minnst sem ljósmyndara, en ljós- myndun hefur ávallt skipað stór- an sess í lífi hans. Hann var að- alhvatamaður að stofnun Ljósmyndasafns Akraness ásamt Friðþjófi syni sínum. Helgi Dan átti stórt safn ljósmynda sem hann ánafnaði safninu en ljós- myndir Helga Dan eru ómetan- legar heimildir um daglegt líf Ak- urnesinga fyrr og nú. Helgi Dan var einstaklega virkur í alls kyns félagsstörfum og gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum innan íþróttahreyfingar- innar og í stjórnmálum. Hann hefur hlotið ótal viðurkenningar fyrir störf sín að íþrótta- og fé- lagsmálum. Þótt Helgi Dan byggi á tíma- bili í Reykjavík þá var hugur hans ávallt hér á Akranesi, hann var vakandi og sofandi yfir bæn- um sínum, hélt hér ótal sýningar og viðburði. Helgi Dan var jafnaðarmaður af lífi og sál og virkur í starfi Al- þýðuflokksins á Akranesi og síð- ar í Samfylkingunni. Hann skrif- aði mikið um þjóðmál, var gagnrýninn og óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós. Hann veitti okkur sem störfum að stjórnmálum aðhald og leiðsögn. Helga Dan verður sárt saknað úr bæjarlífinu og við söknum hans úr stjórnmálaumræðunni og fyrir hönd Samfylkingarinnar á Akranesi vil ég þakka hans ómet- anlegu störf í þágu jafnaðarstefn- unnar. Jafnframt vil ég þakka fyrir ómetanleg störf í þágu Akraness og fyrir ánægjuleg samskipti á liðnum áratugum. Ég og fjöl- skylda mín sendum Steindóru og börnunum, Friðþjófi, Steina og Helga Val og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Minningin um ógleymanlegan Skagamann og frænda mun lifa. Guðbjartur Hannesson. Laugardaginn 26. apríl hringir síminn óvenjulega snemma með þá harmafregn, að Hjörtur Krist- jánsson, bróðir Sigurborgar konu minnar, mágur minn, hafi látist í slysi um nóttina. Þetta var vissu- lega mjög ótímabært andlát, en Hjörtur var aðeins rúmlega sex- tugur er hann lést og vel á sig kominn líkamlega. Sorgin grúfir yfir fjölskyldunni eftir andlát Hjartar. Við hjónin eigum ekkert nema góðar minningar um Hjört. Hann var alinn upp í fjölmennum syst- Hjörtur Kristjánsson ✝ Hjörtur Krist-jánsson fæddist 11. september 1949. Hann lést 26. apríl 2014. Útför hans fór fram 9. maí 2014. kinahópi, en alls voru systkinin 15. Það var ávallt líf og fjör í þessum systkinahóp, ekki var ávallt úr miklu að moða. En öll systkinin stóðu sig vel og kom- ust vel til manns. Hjörtur lærði til vél- virkjunar og starfaði mikið við fram- kvæmdir á hálendinu við virkjana- byggingar. Stóð sig þar mjög vel og var eftirsóttur starfsmaður. Hann kynntist sinni elskulegu eiginkonu, Önnu Möggu, fyrir rúmum 20 árum og var hjónaband þeirra gott og farsælt. Elskulega fjölskylda, við send- um ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Hjartar Kristjánssonar. Sigurborg Hlíf og Jón Kr. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.