Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Opið 8-22 LEIÐSÖGUNÁM Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myn- dum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar: • Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum. • Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. • Mannleg samskipti. • Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhald- snám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. Martha Jensdóttir kennari. - Nemendur geta að ná i loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyri þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að lei sögn erlendra og innle dra fe ðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni o margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrú sloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tí a var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á fer aleiðsögn e a ekki. LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8- 2 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri „Ef menn vita að þessi mél skaða en nota þau áfram, erum við komin að mörkum dýraníðs,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýravernd- arsambands Íslands. Sambandið hef- ur sent frá sér ályktun þar sem notk- un hestamanna á tungubogamélum er sögð ill meðferð á hestum. Dýraverndarsambandið telur notkun mélanna ólöglega. Vísað er í ákvæði laga um dýravelferð þar sem segir að hver sá sem þjálfar dýr, not- ar þau í keppni og sýningar eða á annan hátt skuli tryggja að þau séu ekki markvisst beitt meðferð sem veldur þeim skaða eða óþarfa ótta. Í ályktuninni er gagnrýnd sér- staklega afstaða þeirra hestamanna og samtaka sem vilji láta refsa þeim sem skaði hesta með notkun mél- anna en ekki banna búnaðinn. Í henni felist að hestar skuli enn þurfa að meiðast og það sé óverjandi. „Þar sem sýnt hefur verið fram á skað- semi mélanna hljóta rök sem hníga að því að nota þau „varlega“ að falla um sig sjálf.“ Hallgerður tengir afstöðu Félags tamningamanna og Félags hrossa- bænda við peningahagsmuni sem menn hafi af því að ná góðum ein- kunnum á sýningum og sigra í keppni. Aðrir hagsmunir en dýra- velferðarsjónarmið hafi því yfirhönd- ina. Í ályktun Dýraverndarsam- bandsins er vakin athygli á því að notkun umræddra méla skekki mjög stöðu þeirra knapa sem vilja keppa í hestaíþróttum án þess að nota beisl- isbúnað sem yfirbugar hestinn með sársaukafullum núningi á bein. „Dýraverndarsamband Íslands fordæmir allar aðferðir sem byggja á harðýðgi við dýr. Sýningar, keppni og auðvitað einnig útreiðar ættu ávallt að vera með þeim hætti að vel- ferð dýranna sé höfð í fyrirrúmi. Fagmenn ættu öðrum fremur að sýna gott fordæmi með því að berj- ast gegn notkun tóla sem meiða hesta,“ segir í ályktun. helgi@mbl.is Notkun méla sögð komin að mörkum dýraníðs Formaður Hallgerður Hauksdóttir á góðum degi í útreiðatúr. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tillögur um að banna lágflug yfir Hornströndum taka mið af reglum um bann við lágflugi yfir friðlandi Þjórsárvera vegna gæsavarps. Lág- flug yrði þó bannað allt árið á Horn- ströndum. Tillögurnar komu fram vegna hugmynda fyrirtækis um að bjóða þyrluferðir um Hornstrandir en fyrirtækið hætti við þau áform þegar það varð vart við andstöðu heimamanna. Útsýnisflug með ferðafólk um landið hefur aukist stórlega á undan- förnum árum, ekki síst þyrluflug. Finnst sumum gestum og staðar- höldurum á fjölförnum ferða- mannastöðum truflun verða vegna hávaða. Þannig hefur Þingvallanefnd vakið máls á málinu og viljað skoða hvort ástæða væri til þess að setja skýrari reglur um útsýnisflug yfir þjóðgörðum og friðlýstum náttúru- verndarsvæðum. Vilja eiga kyrrðina Engar sérreglur virðast gilda um fjölsótta ferðamannastaði. Reglur um lágflug beinast fremur að því að vernda fuglavarp. Þannig er óheimilt að fljúga flugvélum eða vera með annan hávaða að óþörfu í grennd við fuglabjörg. Almennt er heimilt að fljúga um landið, í yfir 500 feta hæð. Eina skýra reglan um bann við lág- flugi er í auglýsingu um friðlýsingu Þjórsárvera. Þar er flug neðan 3000 feta yfir friðlandinu, utan jökla, bannað frá 10. maí til 10. ágúst ár hvert. Tilgangurinn er að vernda heiðagæsina í hennar mikilvægustu varplöndum. Í tillögu um Hornstrandir sem bæjarráð Ísafjarðar samþykkti er notað orðalag úr auglýsingunni um Þjórsárver auk þess sem bannað verður að lenda flugvélum utan merktra lendingarstaða. Tilgangur- inn er ekki síður sá að viðhalda sjarma ferða um svæðið en að vernda fuglana. „Við fögnum fjölbreytni í ferða- þjónustu en þetta passar ekki á frið- lýstum svæðum sem eru talin einstök vegna kyrrðarinnar sem þar ríkir og fólk sækir í. Það er ekkert sér- staklega gaman að hafa lagt á sig að fara á Hornstrandir og standa þar á fjalli til að upplifa kyrrðina og lognið þegar allt í einu kemur þyrla með til- heyrandi vélarhljóði,“ segir Albert- ína F. Elíasdóttir, formaður um- hverfisnefndar Ísafjarðarbæjar, annar flutningsmaður tillögunnar. Hún vísar til áforma Norðurflugs um að bjóða þyrluflug um Hornstrandir sem lið í stærri hring með ströndum Vestfjarða. Hún tekur fram að regl- urnar eigi ekki að vera einstreng- ingslegar. Ekki sé verið að banna flugvélum í neyð að finna lending- arstað eða trufla Landhelgisgæsluna. Í tillögum bæjarráðsins sem send- ar verða Umhverfisstofnun og um- hverfisráðuneyti er einnig ítrekað bann við allri umferð vélknúinna öku- tækja um Hornstrandafriðland, þar á meðal snjósleða. Skömmuð á ættarmóti Norðurflug fékk neikvæð viðbrögð að vestan þegar fyrirtækið kynnti áform sín og ákvað strax að sleppa Hornströndum úr ferðinni. „Við ætl- um ekki að trufla friðsæld á þessu svæði. Við erum flest ættuð þaðan og hefðum verið skömmuð á næsta ætt- armóti,“ segir Birgir Ómar Haralds- son, framkvæmdastjóri. Hann tekur fram að fyrirtækið hafi eigin um- hverfisstefnu og vilji lifa í sátt við samfélagið. Birgir nefnir að ekki sé flogið yfir fuglabjörg á varptíma og nú sé flogið hærra og fjær vinsælustu ferðamannastöðum en áður til að trufla gestina sem minnst. „En við verðum líka að lifa.“ Flugbann til að vernda sjarma Hornstranda  Norðurflug hætti strax við þyrlu- ferðir þegar andstaða kom fram Morgunblaðið/RAX Friðland Flogið yfir Hornbjarg. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar Félags íslenskra atvinnu- flugmanna (FÍA) og Icelandair fá frest til 15. júlí til að ná niðurstöðu í kjaradeilu flugmanna hjá Icelandair, ella fer málið til gerðardóms sem skal ákveða kjör fyrir 15. september. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lagði fram frum- varp þessa efnis í gærkvöldi og er búist við því að það verði samþykkt í dag. Flugmenn hjá Icelandair fóru í verkfall hinn 9. maí og var næst áformað að leggja niður störf í tólf tíma á morgun, föstudag. Voru frek- ari aðgerðir svo boðaðar í lotum. Hundrað þúsund farþegar Hanna Birna segir aðgerðirnar „þungt skref“. Sagði hún verkfallið ná til hundrað þúsund farþega Ice- landair þá níu daga sem tímabundin og áformuð vinnustöðvun náði til. Verkfallið næði til þrjú hundruð flugmanna Icelandair og hefði áhrif á um 600 flug, til og frá landinu. Þingið setti líka lög á verkfall starfsmanna Herjólfs en þar fengu deiluaðilar frest til 15. september til að semja. Þar var hins vegar ekki kveðið á um gerðardóm. Í gerðardómnum skulu eiga sæti þrír dómendur og skal einn tilnefnd- ur af Hæstarétti Íslands, einn af Fé- lagi íslenskra atvinnuflugmanna og einn af Samtökum atvinnulífsins. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir gerðardóm endanlegan úr- skurð og ákvörðun hans bindandi. „Það er sjaldgæft að sett sé lögbann á verkföll á Íslandi,“ segir Magnús. Félag íslenskra atvinnuflugmanna lagði í fyrradag fram stuðningsbréf Alþjóða flutningaverkamannasam- bandsins (ITF) annars vegar og frá Alþjóðasambandi flugmannafélaga (IFALPA). Þá voru tvö önnur sam- tök sem FÍA á aðild að sögð styðja aðgerðirnar, Norræna flutninga- verkamannasambandið (NTF) og Evrópusamband flugmannafélaga (ECA). Ekki náðist í Hafstein Pálsson, formann FÍA, eða Örnólf Jónsson, talsmann FÍA, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögbann ekki rætt hjá IFALPA Morgunblaðið ræddi við fulltrúa IFALPA í Montreal, Kanada, í síma- viðtali í gærkvöldi. Vildi yfirmaður hjá IFALPA ekki tjá sig um málið, enda hefði hann ekki náð að ræða síðustu tíðindi í deilunni við aðra stjórnarmenn hjá samtökunum. Fram kemur í bréfi IFALPA að stuðningsaðgerðir til handa flug- mönnum Icelandair geti annars veg- ar falist í banni við aukaflugferðum, utan áætlunar, eða leigu stærri flug- véla til að vega upp röskun á áætlun, og hins vegar banni við leigu á far- þegaflugvél og áhöfn til Icelandair. Samkvæmt heimildum blaðsins þarf IFALPA að berast beiðni frá FÍA um slíkar aðgerðir. Ekki fékkst staðfest hjá IFALPA hvort þær væru úr myndinni vegna lögbanns- ins. Hins vegar fékkst upplýst að beiðni FÍA um samstöðuaðgerðir yrði tekin til greina af hálfu IFALPA, þrátt fyrir lögbann. FÍA setti sig í samband við IFALPA í maíbyrjun og bíða al- þjóðasamtökin nú næstu skrefa FÍA. Jónas Garðarsson, starfsmaður ITF á Íslandi, segir fulltrúa FÍA þurfa að óska formlega eftir sam- stöðuaðgerðum ITF á erlendum flugvöllum. Hafði slík beiðni ekki borist í gærkvöldi. „Fulltrúar FÍA hafa kynnt þetta hjá sambandinu. Stjórnvöld hafa fengið áminningu frá ITF um að þetta geti gerst.“ Ekki hægt að útiloka aðgerðir Að sögn Jónasar yrðu aðgerðirnar með því sniði að starfsmenn ITF í einhverju landi myndu sýna sam- stöðu með FÍA. Ef framhald yrði á aðgerðunum yrðu þær í ólíku landi í hvert sinn. Tíminn sem það taki að koma slíkum aðgerðum í kring fari eftir því um hvaða land er að ræða. Jónas telur hugsanlegt að slíkar aðgerðir geti hafist á morgun, ef beiðni þar um er lögð fram í dag. Hann segir lögbann ekki útiloka slíkar aðgerðir. Fá frest til 15. júlí til þess að ná samningi  Innanríkisráðherra mælir fyrir lögbanni á verkfall flug- manna hjá Icelandair  Ráðherra segir það „þungt skref“ Morgunblaðið/Eggert Flugvél Icelandair Boeing-farþegaþota lendir á Keflavíkurflugvelli. Verkfall flugmanna hefði haft víðtæk áhrif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.