Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 Æskunnar vor Þær voru skeleggar þessar vinkonur sem valhoppuðu um miðbæinn um daginn. Léttar í spori og með vind í hári svifu þær um göturnar með æskublik í auga. Eggert Sveitarfélagið Árborg er á besta stað í hjarta Suðurlands. Á kjör- tímabilinu hefur mikill vöxtur verið í þjónustuframboði verslana, veit- ingastaða og afþreyingar. Þetta er hvorki sjálfsagt né sjálfgefið. Uppbygging Sundhallar Selfoss, bættar samgöngur, göngu- og hjóla- stígar sem nú er verið að leggja munu styrkja þessa stöðu enn frekar. Framfarir í skólamálum eru eitt mikilvægasta mál sveitarfélaganna. Á kjörtímabilinu hafa verið stigin gæfuspor með uppbyggingu fræðslu- sviðs og stórauknu upplýsingaflæði í fræðslumálum. Ráðist hefur verið í uppbyggingu í tölvumálum og upp- setningu á þráðlausum netum í skólahúsnæði. Umtalsvert hefur ver- ið fjárfest í tölvumálum á kjör- tímabilinu eftir nokkra stöðnun á kjörtímabilinu á undan. Áfram þarf að vinna að nútímavæðingu skólamála á þeim góða grunni sem nú liggur fyrir í fræðslumálum. Skuldir sveitarfélagsins hafa lækkað um þrjá milljarða á föstu verðlagi auk þess sem afgangur er af rekstri þess öll fjögur árin. Tækifærin nýtt á erfiðum tímum Miklar breytingar hafa orðið í skipulagsmálum á kjörtímabilinu. Horfið hefur verið frá háreistri og þéttri íbúðabyggð í bæjargarðinum á Selfossi og í stað þess samþykkt manneskjulegt miðbæj- arskipulag í sátt við íbúana. Gert er ráð fyrir vistgötu sunnan við Ráðhús Árborgar að Tryggvagarði. Horf- ið er frá þeirri fyrirætlan að færa íþróttasvæðið við Engjaveg í Eyðimörk við flugvallarsvæðið. Þessi í stað er nú unnið að því að styrkja uppbyggingu íþróttaiðkunar á miðsvæði og auka möguleika flug- vallarins fyrir einka- og kennsluflug. Þá er verið að vinna nýtt deiliskipulag fyrir Austurveginn frá hring- torgi við Ölfusárbrú að hringtorginu við Flóahrepps- mörk. Horft er til þess að Austurvegurinn verði breiðgata með hjóla- og göngustígum. Unnið er að deiliskipulagi fyrir miðbæ Eyrarbakka þar sem unnið er með þá einstöku götumynd sem þar er að finna. Þá er unnið áfram að lagningu göngustígs milli Stokks- eyrar og Eyrarbakka sem tengir þorpin við ströndina. Allt þetta mun þetta styrkja sveitarfélagið til skamms tíma en skipta sköpum í uppbyggingu þess til langs tíma. Hér er því góður grunnur til heilbrigðrar uppbyggingar til langrar framtíðar. Loks hefur sveitarfélagið keypt svonefnt Laugardælaland sem er lykil landsvæði í uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins. Þessi kaup styrkja fjár- hagsstöðu Árborgar til lengri tíma litið. Sveitarfélagið Árborg inniheldur ólíka byggðakjarna sem allir hafa sína sér- stöðu. Eyrarbakki og Stokkseyri eru heillandi sögulegir staðir sem nú hafa fengið tengingu við Leifsstöð með Suðurstrandarveginum. Þar eru mikil tækifæri í ferðamennsku á komandi ár- um. Selfoss sem er annar tveggja þétt- býlistaða á Íslandi sem hafa þróast og vaxið án hafnar er kominn á þroskaðan stað í þróunarferli bæja. Þjónustuúr- valið er að verða á borð við Reykjavík í mörgum efnum og er betra en í sumum nágrannasveitarfélögum höfuðborg- arinnar. Þessi þróun mun halda áfram. Menning vex af menningu eins og kartöflur af kart- öflum sagði Guðbergur Bergsson eitt sinn. Þjónusta vex af þjónustu, verk af verki. Búast má við því að ráðist verði í talsverðar virkj- anaframkvæmdir á Suðurlandi á komandi árum. Virkjanaframkvæmdir munu þá eins og áður skila sér í auknum umsvifum beint og óbeint í sveitarfé- laginu Árborg. Margt bendir til þess að aukin ásókn sé í húsnæði í sveitarfélaginu bæði til eignar og til leigu. Hækkandi fasteignaverð og fasteignagjöld á höfuðborgarsvæðinu setja nú þrýsting á fjöl- skyldufólk að leita hagstæðari búsetukosta. Hér kemur Árborg sterk inn í dag, ekki síst þar sem bensínkostnaður hefur lækkað umtalsvert á föstu verðlagi og sá þröskuldur sem reis við gengislækkun krónunnar hefur gengið til baka. Þá skiptir miklu að fasteignagjöld hafa verið lækkuð um fimmtung á kjörtímabilinu enda setja þau strik í útreikninginn hjá heimilum ef þau eru óeðlilega há. Samkeppn- isforskot Árborgar felst ekki síst í landrými, stað- setningu og hagstæðu húsnæði. Næsta kjörtímabil byggir á góðum grunni og ef áfram er unnið á sömu forsendum mun okkur vel farnast. Eftir Eyþór Arnalds » Alger um- skipti hafa orðið í rekstri, skuldastöðu og skipulagsmálum á aðeins fjórum árum í Árborg. Eyþór Arnalds Höfundur er formaður bæjarráðs Árborgar. Saga af sveitarfélagi Stóraukinn umhverf- isáhugi hefur fætt af sér ýmsar betrumbætur. Til dæmis varð til mat á um- hverfisáhrifum fram- kvæmda (MÁU) og stórra áætlana. Um MÁU gilda lög sem sennilega á að endurskoða á næstunni. Matið er viðamikið ferli og næsta víst að fremur fáir vita hvernig það fer fram, eða hafa fyrir því að kynna sér tiltekið mat og segja á því álit ef svo ber undir. Engu að síður hefur MÁU oft á tíðum hagrætt fram- kvæmdum með ágætum hætti og stundum komið í veg fyrir umhverfis- slys. En dæmi um það þveröfuga má eflaust finna enda matið mannanna verk og enginn hæstaréttardómur um- hverfisgeirans. Svo er unnt að komast hjá MÁU með því að halda fram- kvæmdum undir viðmiðunarmörkum, t.d. malarnámi svo eitthvað sé nefnt. Í stað einnar stórrar námu er krukkað í jarðlög í minna mæli á nokkrum stöð- um, og þá til mikilla lýta eins og blasir við meðfram hringveginum. MÁU fer þannig fram að eftir að umfang og eðli fyrirhugaðrar fram- kvæmdar er ákveðið ræður fram- kvæmdaaðili sérfræðingahóp oftast verkfræðistofu, til þess að annast verk- ið. Sá aðili getur ráðið til sín und- irverktaka til að sinna einstökum þátt- um matsins, hafi hann ekki til þess þekkingu innan hópsins eða stofunnar. Fyrst er lögð fram matsáætlun, hún endurskoðuð og samþykkt af verk- kaupa MÁU og að endingu kynnt op- inberlega með tímafresti athugasemda. Sjálft matið fer fram í öllum helstu málaflokkum sem framkvæmdina varð- ar. Áhrif á umhverfi, í víðum skilningi hugtaksins, eru metin, allt frá lands- lags- og samfélagsáhrifum til áhrifa á menningu og ferðaþjónustu. Skýrsla er skrifuð (gjarnan mikil bókverk), ólíkir kostir framkvæmdaleiðar metnir og lagðar til mót- vægisaðgerðir þar sem það á við. Loks er skýrsl- an lögð fram til almennrar kynningar og athuga- semda. Vinna við eitt mat kostar oftast milljónir eða tugmilljónir króna. Í öllu þessu ferli rýnir einn eða fleiri tilskipaðir fulltrúar verkkaupa alla vinnu sérfræðinganna. Þeir og aðrir í hópi fram- kvæmdaaðilans geta gert athugasemdir og rökrætt þau skrif sem fram fara og þær staðhæfingar, rök og orðalag sem notað er. Af minni reynslu að dæma gerist það í miklum mæli og oft verða átök andstæðra sjón- armiða. Engin leið er að meta almennt hve oft afstaða verkkaupans verður of- an á, meira að segja í jafn einföldum deilumálum og orðanotkun. Og það er auðvelt að gruna að með þessu verk- lagi geti verkkaupi haft óeðlileg áhrif á umhverfismatið. Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur ritar grein um þetta í Fréttablaðið 12. maí og er svartsýnn á að MÁU geri nægilegt gagn þegar á reynir við umdeildar stórframkvæmdir. Hann mælir í raun með því að breyta þurfi matsferlinu þannig að hlutlægt mat sérfræðinga á áhrifum fram- kvæmda ráði í nægjanlegum mæli, hvað sem á dynur. Á það fellst ég og hvet til þess að fari endurskoðun núna fram á lögum um MÁU verði hugað að leiðum til þess arna. Ef ný lög eru ekki í burðarliðnum þarf að flýta endur- skoðun þeirra. Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Lög um mat á umhverf- isáhrifum framkvæmda og áætlana eru gölluð og þau þarf að endurskoða. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Hvað má og hvað ekki?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.