Morgunblaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Góðir guðspjallamenn eru eftir-
sóttir út um allan heim, enda eru
ekki margir söngvarar sem sérhæfa
sig í þessu,“ segir Benedikt Krist-
jánsson tenór um guðspjallamenn-
ina í passíum J.S. Bach. Benedikt er
nýkominn sérstaklega til landsins til
að syngja hlutverk guðspjalla-
mannsins í Mattheusarpassíunni
sem Kór Langholtskirkju og kamm-
ersveit ásamt Gradualekór Lang-
holtskirkju flytja í Langholtskirkju
laugardaginn 17. maí kl. 16 undir
stjórn Jóns Stefánssonar, en tónleik-
arnir eru haldnir í tilefni af 50 ára
starfsafmæli Jóns. Aðrir einsöngv-
arar eru Bergþór Pálsson baritón og
Davíð Ólafsson bassi ásamt kór-
félögum.
„Það er alltaf mjög gaman að
koma heim og sérstaklega til að
syngja,“ segir Benedikt, en stutt er
síðan hann var síðast á Íslandi, þá til
að syngja hlutverk guðspjalla-
mannsins í Jóhannesarpassíunni og í
Berlín hefur hann gert talsvert af
því að syngja guðspjallamenn Bach
bæði í Dómkirkjunni og Fílharm-
óníunni þar í borg. Spurður hvað
góður guðspjallamaður þurfi að hafa
til að bera segir Benedikt það kost ef
röddin hljómi ekki of „óperulega“.
„Textinn og frásögnin þarf að vera í
forgrunni og þá þarf þýskan að vera
óaðfinnanleg, bæði framburður og
skilningur,“ segir Benedikt og tekur
fram að tónlistin sé krefjandi þar
sem hún liggi hátt en krafturinn
þurfi að vera lítill. „Slík samsetning
hentar mér mjög vel, en þau sex ár
sem ég var í Hamrahlíðarkórnum
fékk ég góða æfingu í því að syngja
hátt og veikt. Svo hjálpar aldurinn
líka til, því ég er aðeins 26 ára. Eftir
kannski tíu ár verð ég farinn að
syngja eins og öskurapi,“ segir
Benedikt kíminn.
Reynslan ekki síður mikilvæg
Aðspurður segist Benedikt
snemma hafa vitað að hann vildi
verða söngvari. „Ég heillaðist ungur
af klassískri tónlist og kannski má
segja að ég hafi drukkið hana í mig
með móðurmjólkinni,“ segir Bene-
dikt sem er sonur Margrétar Bóas-
dóttur söngkonu og Kristjáns Vals
Ingólfssonar biskups í Skálholti.
Benedikt stundar nú nám við
Hanns Eisler tónlistarháskólann í
Berlín þaðan sem hann mun útskrif-
ast í febrúar 2015, en Benedikt fór
utan til náms korteri fyrir hrun, þ.e.
í september 2008. „Ég var svo hepp-
inn að komast inn í „gamla kerfið“
áður en BA- og MA-próf voru tekin
upp í Berlín 2009,“ segir Benedikt og
útskýrir að nám hans taki sex ár og
ljúki með diplómu, en hann er í sein-
asta árganginum í skólanum sem
lýkur diplómu með gamla laginu.
„Kosturinn við diplómunámið er að
ég er ótrúlega frjáls ferða minna og
má taka að mér söngverkefni á
skólatíma til að koma mér áfram í
söngbransanum, sem er mjög skyn-
samlegt. Því reynslan er ekki síður
mikilvæg en einhver próf.“
Margverðlaunaður söngvari
Auk þess að syngja í passíum
Bach bæði hérlendis og í Þýskalandi
hefur Benedikt verið duglegur að
taka þátt í keppnum, en árið 2011
bar hann sigur úr býtum í alþjóðlegu
Bach-keppninni í Greifswald og
hreppti auk þess áheyrendaverð-
launin. Hann hreppti einnig áhorf-
endaverðlaunin í alþjóðlegu Bach-
keppninni í Leipzig. „Heilt yfir gef
ég ekki mikið fyrir keppnir, enda er
hálf-asnalegt að keppa í listum. En
þetta var alveg gaman og verðlaunin
geta hjálpað manni að koma sér á
framfæri,“ segir Benedikt.
Spurður hvað sé framundan hjá
honum segist Benedikt munu í sum-
ar taka þátt í fimm vikna námskeiði í
Vínarborg hjá ýmsum sérfræðingum
í ljóðasöng. „Um jólin mun ég syngja
í hálfleikrænni uppfærslu á Jóla-
óratoríu Bach í Dómkirkjunni í Berl-
ín á einum tuttugu tónleikum. Síðan
verð ég mögulega aftur skraddarinn
hugprúði í uppfærslu Staatsoper í
Berlín á nýlegri barnaóperu, Das
tapfere Schneiderlein eftir austur-
ríska tónskáldið Wolfgang Mitte-
rer,“ segir Benedikt sem fór með
sama hlutverk í uppfærslu Staatso-
per árið 2012. „Þetta er spennandi
verk skrifað fyrir fjóra söngvara,
einn leikara, kontrabassa og tölvu.
„Þetta er krefjandi hlutverk þar sem
ég er á sviðinu allan tímann,“ segir
Benedikt og tekur fram að það taki á
að halda athygli áhorfenda sem séu á
bilinu frá 4-12 ára, en að sama skapi
veiti verkefnið góða reynslu. Að-
spurður hvað taki við að útskrift lok-
inni segist Benedikt reikna með að
búa áfram í Berlín og vera sjálfstætt
starfandi listamaður.
Morgunblaðið/Eggert
Eftirsóttur „Það er alltaf mjög gaman að koma heim og sérstaklega til að syngja,“ segir Benedikt Kristjánsson ten-
ór sem er eftirsóttur í hlutverk guðspjallamanna í passíum Bach. Benedikt lýkur diplómunámi í Berlín nk. febrúar.
Ekki of „óperulega“
Benedikt Kristjánsson tenór syngur einsöng í Mattheus-
arpassíu Bach í Langholtskirkju laugardaginn 17. maí kl. 16
Kúbanski píanó-
leikarinn Jorge
Luis Prats kem-
ur fram á tón-
leikum Sinfóníu-
hljómsveitar
Íslands í kvöld og
leikur Píanó-
konsert nr. 1 eft-
ir Tsjajkovskíj.
Prats er afar eft-
irsóttur einleikari, eftir að hafa
verið fjarri hinu alþjóðlega tón-
leikasviði í þrjá áratugi. Tónlistar-
tímarit BBC segir að hann sé „besti
píanistinn sem hlustendur hafa
ekki heyrt af“.
Árið 1977 vann Prats fyrstu verð-
laun í Marguerite Long-Jacques
Thibaud-píanókeppninni. Í kjölfar-
ið hóf Prats alþjóðlegan feril en
vegna vandamála með vega-
bréfsáritanir á Kúbu hvarf hann af
sjónarsviðinu. Hann er nú snúinn
aftur og kemur fram víða um lönd
við mikla hrifningu tónleikagesta
og gagnrýnenda.
Markus Poschner stjórnar tón-
leikunum en hann er tónlistarstjóri
Fílharmóníusveitar Bremen og
Bremen Theatre. Hann er tónleika-
gestum á Íslandi að góðu kunnur
því hann hefur áður stjórnað Sin-
fóníuhljómsveitinni við góðar und-
irtektir.
Síðara verkið sem flutt verður á
tónleikunum er 5. sinfónía Proko-
fíev en hann taldi hana vera sitt
besta verk. Sinfóníunni var mjög
vel tekið strax við frumflutning
1945 en þá stóð Prokofíev á hátindi
ferlis síns.
Fyrir tónleika sendur Vinfélag
hljómsveitarinnar fyrir kynningu í
Hörpuhorninu kl. 18 og er Posch-
ner sérstakur gestur.
Prats leikur Tsjajkovskíj
Jorge Luis Prats
Kvennakór
Reykjavíkur
kemur fram á
tvennum vortón-
leikum í Digra-
neskirkju, í
kvöld, fimmtu-
dag kl. 20 og á
laugardag, 17.
maí, kl. 17.
Á tónleikunum
verður andrúmsloftið vorlegt, enda
flutt léttleikandi tónlist við allra
hæfi. Allskyns verk eru á efnis-
skránni, frá lögum eftir ABBA og
Megas til framandi en skemmti-
legra laga frá Japan, Serbíu og
Noregi. Þá eru falleg lög hins ung-
verska Bárdos Lajos og „Seal Lul-
laby“ eftir Eric Whitacre í sérstöku
uppáhaldi kórsins.
Tónleikar
Kvennakórs
Hluti kórfélaga.
VINNINGASKRÁ
1. útdráttur 14. maí 2014
103 7844 17822 27535 38680 47729 61386 70769
152 7920 18116 27621 39178 47911 61583 71014
811 8187 18522 27852 39377 47923 61670 71324
969 8290 18644 27901 39474 48363 61718 72237
1124 8479 19704 28294 39794 48758 61761 72809
1229 8625 20488 29081 39898 49031 62198 73523
1255 8978 22214 29343 40336 50288 63055 73648
1749 9204 22231 29364 41273 50340 63136 74119
1971 9254 22306 30010 41473 51252 63545 74140
1983 9374 22398 30358 41579 51320 63574 74304
2479 9494 22435 30611 41893 51853 64269 74338
2487 10442 22442 30731 42030 52761 64542 74413
2567 11128 22799 31545 42386 52773 64625 75192
2815 11165 22966 32341 42387 53161 64773 75337
2837 11256 23297 32381 42388 55875 65008 75396
2958 11597 23789 32725 42532 55905 65023 75531
3190 11841 23878 33008 42538 55951 65321 75739
3205 12120 23996 33009 42562 55988 65638 75949
3261 12237 24111 33308 42810 56107 65720 77705
5231 12946 24233 33892 42893 56765 66121 77851
5505 13090 25194 34466 43022 57407 66246 78219
5873 13249 25493 35060 43672 57461 66500 78700
5952 13935 25641 35127 44010 57710 67377 78910
6196 14394 25710 36274 44682 58060 67397 79576
6358 15086 25912 36499 45106 58212 67607 79719
6545 15441 26138 36608 46028 58236 68795 79977
6649 16105 26180 36953 46619 58371 69135
7148 16125 26302 37014 47052 58596 69673
7381 16465 26774 37401 47222 58904 69952
7427 16651 26873 37413 47257 59931 70143
7443 16680 26894 37906 47300 60423 70320
7733 17819 27332 37992 47410 60627 70695
38 10932 17708 30309 38146 47102 57025 71366
3487 11433 17893 30986 38490 47122 59587 71988
3847 11932 18054 31770 38614 47273 60758 72079
4219 11987 18445 33311 39138 48416 61522 73086
4444 12910 19492 34300 40896 49589 61879 75508
4477 13254 20673 35034 42182 49940 62906 75712
5236 13549 22524 35552 44117 50824 67476 75913
5415 13753 24140 36052 45159 53167 68227 76770
7000 15436 24359 36834 45259 54167 68326 78818
8291 15792 24986 37747 45484 54582 68879
8635 15887 26657 37772 45539 55266 69447
10427 16580 29400 38060 45962 55556 69519
10836 16912 29616 38075 46910 55661 69895
Næstu útdrættir fara fram 15. maí, 22. maí & 30. maí 2014
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
9045 23571 45381 77292
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1916 23098 35028 49388 66445 74457
14421 24076 35542 52886 69857 75350
17774 24799 47180 53166 69946 77113
20195 26281 47823 64056 70202 77453
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
3 3 9 5 0