Morgunblaðið - 31.05.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Gr
eið
slu
mi
ðlu
n
Vissir þú að . . .
Með ferlum Alskila í
greiðslumiðlun tryggjum
við viðskiptavænt viðmót
fyrir þína greiðendur!
Alskil hf • Sími: 515 7900 • alskil@alskil.is • www.alskil.is
Ka
nnaðu Málið!alskil.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er eini dagurinn í lífi mínu
sem mig langar ekki að lifa aftur,“
segir Sævar Guðjónsson, björg-
unarsveitarmaður á Mjóeyri í Eski-
firði. Hann rifjar upp 10. janúar
1994 þegar björgunar- og dráttar-
skipið Goði fórst í Vöðlavík. Þess
var minnst í gær við athöfn í Vöðla-
vík að tuttugu ár eru liðin frá því að
allri áhöfn Bergvíkur VE var bjarg-
að og sex af sjö manna áhöfn Goða.
Vel á annað hundrað manns
voru við athöfnina í Vöðlavík, meðal
annars björgunarsveitarmenn af
Austurlandi, fulltrúar Landhelgis-
gæslunnar, forsvarsmenn Fjarða-
byggðar, sendiherra Bandaríkjanna
og einn af flugmönnum bandarísku
björgunarþyrlanna sem mjög komu
við sögu. Afhjúpaður var minning-
arskjöldur um björgunarafrekin við
þetta tækifæri.
Gátu ekkert gert
Bergvík VE-105 strandaði í
Vöðlavík 18. desember 1993. Björg-
unarsveitarmenn björguðu allri
áhöfninni í land með fluglínu-
tækjum. Þegar unnið var að björg-
un skipsins sjálfs, 10. janúar,
strandaði björgunar- og dráttar-
skipið Goði. Einn skipverji fórst en
áhafnir tveggja björgunarþyrla
Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli
unnu mikið björgunarafrek þegar
þær björguðu sex mönnum af brú-
arþakinu við afar erfiðar aðstæður.
„Það var ömurlegt að vera í
þeirri hættuför sem áhafnirnar
lögðu í við þetta björgunarflug.
„Það var athyglisvert að heyra það
beint frá honum hvað þetta var
gríðarlega erfið aðgerð, ekki síst að
komast hingað. Hann sagði að þeir
hefðu næstum hrapað við suður-
ströndina, þegar þeir þræddu hana
á leiðinni austur,“ segir Sævar.
Þyrlurnar flugu síðan á ljósin í Nes-
kaupstað og lentu þar á bílastæði
fyrir framan kaupfélagið og vissu
ekki í fyrstu hvar þeir voru. Þar
skiluðu þeir skipbrotsmönnum af
sér.
fjörunni, 250 metra frá sex mönnum
sem börðust fyrir lífi sínu á brúar-
þakinu og geta ekkert gert til að
bjarga þeim,“ segir Sævar sem var
vettvangsstjóri björgunarsveita-
manna í fjörunni, 24 ára gamall.
Hann metur það svo að björgun hafi
verið ógerleg nema með þyrlu og
nefnir sem dæmi að vegna óveðurs
og ófærðar hafi ekki tekist að fá að-
stoð frá björgunarsveitum á landi
fyrr en eftir að þyrlan hafði bjargað
mönnunum.
Bandaríski þyrluflugmaðurinn
Gary Copsey sagði viðstöddum frá
Eini dagurinn sem mig
langar ekki að lifa aftur
Ljósmynd/Jens Garðar Helgason
Minnast björgunarafreka í Vöðlavík fyrir 20 árum
Athöfn Á annað hundrað manns var við athöfnina sem fram fór í Vöðlavík, norðan Reyðarfjarðar, í gær.
Minning Bandaríski þyrluflugmaðurinn Gary Copsey afhjúpaði minning-
arskjöldinn. Hann stendur við brak úr brú Goða sem brimið skilaði á land.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Biskup Íslands hefur ákveðið að
hafna tillögu valnefndar að nýjum
sóknarpresti í Seljaprestakalli í
Reykjavík og auglýsa embættið að
nýju. Óánægja er með það í söfnuð-
inum að séra Ólafur Jóhann Borg-
þórsson sem er prestur við Selja-
kirkju hafi ekki fengið stöðuna.
Hópur sóknarbarna vill beita sér
fyrir almennum prestkosningum.
Skipaður verður nýr sóknarprest-
ur í Seljaprestakalli í sumar þar sem
séra Valgeir Ástráðsson sem þjónað
hefur söfnuðinum frá stofnun hans
er að láta af störfum. Sjö sóttu um
embættið, þar á meðal tvær konur.
Reynslumiklir prestar voru í hópn-
um. Valnefnd skipuð fulltrúum sókn-
arbarna, auk prófasts, mælti með því
að Ólafur Jóhann Borgþórsson sem
starfað hefur sem prestur við kirkj-
una frá árinu 2007 fengi embættið.
Níu greiddu þeirri tillögu atkvæði
sitt en einn sat hjá.
Verður að fara að lögum
Agnes Sigurðardóttir, biskup Ís-
lands, gat ekki fallist á tillögu val-
nefndarinnar. Hún komst að þeirri
niðurstöðu eftir að hafa farið yfir
málið í heild að ef hún gerði það væri
hún að brjóta jafnréttislög. Forsend-
an er meðal annars sú að mun fleiri
karlar eru í prestastétt en konur.
Þorvaldur Víðisson biskupsritari
segir að biskup vilji taka tillit til óska
heimamanna en verði alltaf að fara
að landslögum. Niðurstaða hennar
var þó ekki að velja þá konu sem hún
taldi hæfari eða jafnhæfa Ólafi Jó-
hanni heldur auglýsa embættið að
nýju. Með því skapast möguleikar
fyrir sóknarbörnin að efna til al-
mennra prestkosninga á milli þeirra
sem þá sækja um. Niðurstaða kosn-
inganna er bindandi fyrir biskup.
Byrjað er að undirbúa undir-
skriftasöfnun. Embættið verður
væntanlega auglýst að nýju á mánu-
dag og hefur áhugafólk um prest-
kosningar hálfan mánuð til að afla
stuðnings að minnsta kosti þriðjungs
sóknarbarna við kröfu um kosning-
ar. Þurfa 1500-1600 safnaðarmeðlim-
ir að skrifa undir.
Áhugahópurinn hefur stofnað hóp
á Facebook þar sem heitar umræður
eru um málið. Boðað hefur verið til
fundar á mánudagskvöld til að skipu-
leggja aðgerðir.
Vilja séra Ólaf Jóhann
„Við munum reyna að knýja á um
að við fáum eitthvað um málið að
segja,“ segir Jóna Ósk Pétursdóttir,
sóknarbarn sem vill að séra Ólafur
Jóhann verði skipaður sóknarprest-
ur. „Sóknarbörnin eru ánægð með
Ólaf. Hann starfar af fagmennsku og
alúð og nær til fólks, bæði ungra og
aldinna. Við viljum hafa hann, þetta
er presturinn okkar. Þess vegna vilj-
um við leggja þetta á okkur,“ segir
Jóna Ósk.
Prestkosningar í Seljum
Biskup Íslands féllst ekki á tillögu valnefndar við skipun nýs sóknarprests í
Seljaprestakalli vegna jafnréttislaga Hópur beitir sér fyrir prestkosningum
„Þetta er presturinn
okkar. Þess vegna
viljum við leggja
þetta á okkur.“
Jóna Ósk Pétursdóttir
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Félag grunnskólakennara sam-
þykkti í gær nýjan kjarasamning
við Samband íslenskra sveitarfé-
laga, sem und-
irritaður var 20.
maí síðastliðinn,
með atkvæðum
65,46% þeirra
sem tóku þátt í
rafrænni at-
kvæðagreiðslu
um samninginn.
32,26% ákváðu
hins vegar að
segja nei. At-
kvæðagreiðslan
stóð í fjóra daga, og tóku 3.153 þátt
í henni, og var kjörsókn því 71,56%.
Ákveðin skilaboð
Ólafur Loftsson, formaður Fé-
lags grunnskólakennara, segir að
niðurstaðan hafi verið í ætt við það
sem hann átti von á. „Það hafa ver-
ið fjörugar og skiptar skoðanir um
samninginn eins og gengur,“ segir
Ólafur aðspurður um ástæður þess
að nærri því þriðjungur vildi ekki
samþykkja samninginn.
„Þetta eru ákveðin skilaboð til
okkar upp á framhaldið, og við tök-
um fullt mark á því, en það má
einnig horfa til þess að samning-
urinn er samþykktur nokkuð afger-
andi,“ segir Ólafur. Hann bætir við
að kjarasamningar sem þessir, þeg-
ar samið er um meira en bara kaup
og kjör, séu ávallt erfiðir.
En hvað tekur við í framhaldinu?
„Þetta er bara fyrri hálfleikur. Nú
tekur við vinna hjá okkur og sveit-
arfélögunum við að útfæra svonefnt
vinnumat,“ segir Ólafur, en af-
raksturinn verður lagður fyrir
félagsmenn til samþykkis í febrúar
á næsta ári. „Þá myndum við hafa
svona heildarmyndina,“ segir Ólaf-
ur og bætir við að ef sá samningur
yrði felldur í atkvæðagreiðslu
myndi samningurinn sem sam-
þykktur var í gær gilda áfram, en
að semja yrði um vinnumat upp á
nýtt.
„Þannig að það sem tekur gildi
núna varðandi breytingar á kaup-
um og kjörum og möguleika kenn-
ara til að afsala sér kennsluafslætti
heldur sér alveg,“ segir Ólafur að
lokum.
Samningurinn gildir til ársloka
2016.
Kjarasamningur-
inn samþykktur
Ólafur
Loftsson
Tæpur þriðjungurinn sagði nei
Öflug fréttavakt verður á mbl.is í
dag og fram á nótt. Ýtarlega verð-
ur fjallað um sveit-
arstjórnarkosning-
arnar um land allt
og verða þeim gerð
skil í fréttum,
fréttaskýringum,
myndskeiðum, við-
tölum, grafískri framsetningu á
nýjustu tölum og fleiru.
mbl.is mun tísta um kosning-
arnar í gegnum samfélagsmiðilinn
Twitter undir #kosningar2014.
Twitter-gluggi verður á forsíðu
vefsins þar sem tístin birtast.
Landsmenn eru hvattir til að taka
þátt í umræðunni um kosning-
arnar og nýta sér #kosningar2014
til að tjá skoðanir sínar hverju
sinni.
Þá verður fjallað ýtarlega um
úrslit sveitarstjórnarkosninganna í
Morgunblaðinu sem kemur næst út
á mánudaginn.
Öflug fréttavakt á
mbl.is gerir kosning-
unum ýtarleg skil
mbl.is